Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar hf. (HÞ) ákvað á fundi sl. mið-
vikudag að kanna möguleika á því að
stofna, ásamt öðrum, rekstrarfélag
um útgerð frystitogara. Tilgangur-
inn með stofnun slíks félags yrði að
nýta bolfiskveiðiheimildir félagsins,
sem undanfarin ár hafa verið leigðar
út til annarra útgerða. Ef af stofnun
félagsins verður munu skapast ný
sjómannsstörf á Þórshöfn, sem
skapa munu auknar tekjur í byggð-
arlaginu.
Að sögn Jóhanns A. Jónssonar,
framkvæmdastjóra HÞ, hefur stjórn
félagsins haft þetta mál til athugun-
ar um nokkurt skeið. Hann segist
vænta þess að málin skýrist frekar á
næstunni og þá hvernig að þeim
verður staðið.
Breytingar á
stjórnskipulagi HÞ
Þess má geta að veiðiheimildir HÞ
í bolfiski nema tæpum 1.280 þorsk-
ígildistonnum en rúmum 1.400 tonn-
um ef veiðiheimildir í rækju eru tald-
ar með.
Á fyrrnefndum stjórnarfundi voru
gerðar veigamiklar breytingar á
stjórnskipulagi Hraðfrystistöðvar
Þórshafnar. Ákveðið var að leggja
niður starf útgerðarstjóra og starf
sölu- og markaðsstjóra. Einnig var
ákveðið að endurráða ekki í starf
fjármálastjóra félagsins en Björn
Ingimarsson, sem hefur gegnt því
starfi, sagði því lausu fyrir skömmu.
Eftir þessar breytingar eru
rekstrarsvið HÞ tvö, þ.e. verk-
smiðjusvið og landvinnslusvið og
heyra þau undir Jóhann A. Jónsson
framkvæmdastjóra. Verksmiðju-
stjórinn, Rafn Jónsson, hefur um-
sjón með rekstri fiskimjölsverk-
smiðjunnar og útgerð á nótaskipum
félagsins en landvinnslustjórinn, Jón
Haraldsson, hefur umsjón með kú-
fiskvinnslu og frystingu á uppsjáv-
arfiski sem og rekstri kúfiskskips
félagsins.
Tilgangurinn með þessum breyt-
ingum á stjórnskipulaginu er að
lækka stjórnunarkostnaðinn og laga
hann betur að umfangi rekstrarins.
Hlutafé aukið um
80 milljónir króna
Stjórn HÞ hefur samþykkt að
nýta sér heimild frá síðasta aðalfundi
félagsins til að auka hlutafé þess.
Hlutafé HÞ er nú tæpar 500 millj-
ónir króna að nafnverði en verður
aukið um allt að 80 milljónir króna að
nafnverði. Tilgangurinn með hluta-
fjáraukningunni er að styrkja
greiðslufjár- og eiginfjárstöðu
félagsins.
Þá samþykkti stjórnin að óska eft-
ir því við Verðbréfaþing Íslands að
hlutabréf Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar verði tekin af skrá VÞÍ.
Ástæðan er m.a. sú að félagið upp-
fyllir ekki lengur öll þau skilyrði sem
gerð eru til félaga sem skráð eru á
aðallista VÞÍ, auk þess sem lítil við-
skipti hafa verið með hlutabréf
félagsins síðastliðin misseri.
Skipulagsbreytingar hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar
Kanna möguleika á
stofnun rekstrarfélags
um útgerð frystitogara
ÞORRAGOLF fer fram á Svarf-
hólsvelli, heimavelli Golfklúbbs
Selfoss í dag, laugardag. Það er
einsdæmi að haldið sé golfmót á
Þorra en Svarfhólsvöllur er vel fær
fyrir golfmenn og hafa þeir gripið
í kylfurnar undanfarna daga.
Grænn litur er á brautunum og
að sögn Guðjóns Öfjörð, fram-
kvæmdastjóra Golfklúbbs Selfoss,
er heillandi að geta byrjað að spila.
„Við vonumst eftir þátttöku, menn
bara koma og skrá sig á staðnum,
þetta verður spilað af fingrum
fram,“ sagði Guðjón. Hann sagði
mótið haldið að frumkvæði for-
manns mótanefndar, Skúla Más
Gunnarssonar.
Mótið hefst klukkan 14 og í
mótslok verður snæddur þorra-
matur í umsjón Ingólfs Bárðar-
sonar.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðjón Öfjörð, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, mundar pútter-
inn á 9. holu Svarfhólsvallar á Selfossi.
Selfyssingar efna til opins golfmóts
Einsdæmi að keppt
sé í golfi á Þorra
Selfoss. Morgunblaðið.
TALSMENN olíufélaganna mót-
mæla því að síðasta bensínverð-
hækkun sé umfram það sem teljist
eðlilegt miðað við þróun verðs á
heimsmarkaði, eins og Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda telur. Bens-
ín hækkaði um 2,50 kr. lítrinn um
síðustu mánaðamót og telur FÍB að
olíufélögin séu að hækka álagningu
um nálægt 1,50 krónur.
Samúel Guðmundsson, forstöðu-
maður áhættustýringar hjá Olíu-
verslun Íslands, segir að verðbreyt-
ingin frá síðustu mánaðamótum
endurspegli eingöngu hækkun á
heimsmarkaðsverði og gengisbreyt-
ingu. Geir Magnússon, forstjóri
Olíufélagsins hf., segir að fullyrðing
Runólfs Ólafssonar framkvæmda-
stjóra FÍB um óeðlilega bensínverð-
hækkun olíufélaganna eigi ekki við
rök að styðjast. Verðbreytingin end-
urspegli breytingu á meðalheims-
markaðsverði í janúar, ásamt breyt-
ingu á gengi dollars.
Gunnar Karl Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Skelj-
ungs hf. segir að álagning olíufélag-
anna hafi ekkert breyst á síðustu
árum og verðlagsmál olíufélaganna
hafi ennfremur verið til skoðunar
hjá hagsmunasamtökum og opinber-
um aðilum að undanförnu. Segir
hann að fá félög hafi lotið eins miklu
eftirliti neytenda og samkeppnisyf-
irvalda.
Olíufélögin um bensínhækkun
Mótmæla full-
yrðingum um
aukna álagningu
JÓN Bjarnason, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokks, eru báðir hlynnt-
ir ákvörðun Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra um að nota sam-
anburðarútboð með umtalsverðu
leyfisgjaldi auk árgjalds til þess að
úthluta rekstrarleyfum vegna þriðju
kynslóðar farsíma. Lúðvík Berg-
vinsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, og Sverrir Hermannsson telja
hins vegar að velja hefði átt uppboðs-
leiðina við úthlutunina.
Jón Bjarnason, sem á sæti í sam-
göngunefnd Alþingis, lýsir því sem
skoðun sinni að ákvörðun samgöngu-
ráðherra sé í meginatriðum í sam-
ræmi við skoðun flokks síns á úthlut-
un rekstrarleyfanna og telur
samanburðarútboðsleiðina betri en
uppboðsleiðina. „Við leggjum
áherslu á að hér er um að ræða
grunnþjónustu fyrir allan almenning,
en ekki rekstur sem á að græða á,“
segir Jón. „Þjónustumarkmiðið á að
sitja í fyrirrúmi, öryggi þjónustunnar
og jafnt aðgengi allra notenda um
land allt. Við myndum því verða mjög
andvíg því ef aðferð samgönguráð-
herra leiddi til einkavæddrar fá-
keppni á fjarskiptamarkaði.“
Erfitt að átta sig á ákvörðun
samgönguráðherra
Lúðvík Bergvinsson, fulltrúi Sam-
fylkingarinnar í samgöngunefnd,
segir að erfitt sé að átta sig á því hvað
felist nákvæmlega í ákvörðun sam-
gönguráðherra.
„Ég á erfitt með að átta mig á því
hvaða aðferðafræði hann ætlar að
beita og því, hver verður hlutlægni
hans í þeirri aðferðafræði,“ segir
Lúðvík og vekur athygli á því að ekki
sé heldur ljóst hvað felist í orðum
ráðherra um „umtalsvert leyfis-
gjald“.
„Það er líklegt að það verð, sem
markaðurinn metur sanngjarnt og
eðlilegt að greiða, fáist með uppboðs-
leiðinni, og ég hafna þeirri fullyrð-
ingu sem heyrst hefur, að menn
kunni ekki fótum sínum forráð þegar
þeir bjóða í leyfin. Uppboð má líka ef-
laust skipuleggja á þann hátt að þau
tryggi útbreiðslu þjónustunnar á
landsbyggðinni og ég er þeirrar
skoðunar að velja hefði átt uppboðs-
leiðina. Mér finnst einnig eftirtekt-
arvert að með ákvörðun samgöngu-
ráðherra, þar sem kemur að því að
úthluta úr takmarkaðri auðlind, virð-
ist sem verið sé að ganga þvert gegn
meginhugmyndum auðlindanefndar
um uppboð.“
Sverrir Hermannsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, segir ákvörð-
un samgönguráðherra koma sér
verulega á óvart og lýsir sig andvígan
útboðsleiðinni. Hann gagnrýnir enn-
fremur að ráðherra skýri ekki hvað
átt sé við með „umtalsverðu leyfis-
gjaldi.“
„Ég er mjög undrandi og ég spyr
hvort hann [Sturla] sé ekki enn í
Sjálfstæðisflokknum, eða hvort Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi breytt um
stefnu,“ segir Sverrir og vekur at-
hygli á því að á fjarskiptasviðinu sé
um gífurleg verðmæti að ræða, sem
víða erlendis sé keppt um og hérlend-
is ættu menn einnig að fá að keppa
um þau.
Útboðsleið er
viðurkennd aðferð
Jón Kristjánsson, fulltrúi Fram-
sóknarflokks í samgöngunefnd, styð-
ur ákvörðun samgönguráðherra um
samanburðarútboð og segir að um sé
að ræða viðurkennda aðferð. „Þessi
tillaga samræmist ekki illa hug-
myndafræði minni í þessum efnum
og aðferðin er viðurkennd,“ segir
Jón. „Það er algengt að fram fari for-
val í útboðum og það sé boðið út með
ákveðnum skilyrðum um þjónustu og
ég er heldur jákvæður fyrir tillögum
samgönguráðherra.“ Aðspurður
hvort Jón hefði viljað fá nánari upp-
lýsingar um umrætt leyfisgjald svar-
ar hann játandi. „Ég hefði viljað fá
nánari hugmynd um það. Þetta mál
er að koma inn í umræðuna hjá okkur
og við munum fara fram á sem ít-
arlegastar upplýsingar um hvað
menn hafa í huga í þeim efnum.“
Rekstrarleyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma úthlutað með samanburðarútboði með leyfisgjaldi
Skiptar skoðanir þing-
manna um ákvörðun
samgönguráðherra
TVEIR menn voru staðnir að
því að reykja hass í heitum potti
í Sundlaug Akureyrar á fimmtu-
dagskvöld.
Arvökulir gestir sundlaugar-
innar veittu athæfi mannanna
athygli og létu verði vita. Sund-
laugarverðir Sundlaugar Akur-
eyrar settu sig aftur í samband
við fulltrúa í rannsóknardeild
lögreglunnar á Akureyri, sem
brá skjótt við.
55 grömm fundust
við leit
Mennirnir voru handteknir
þegar þeir yfirgáfu sundstaðinn.
Við leit í bíl þeirra fundust 5
grömm af hassi. Við húsleit á
gistiheimili sem þeir dvöldu á
fundust 50 grömm af hassi og
vog. Mennirnir gistu fanga-
geymslur en við yfirheyrslu í
gær viðurkenndi annar mann-
anna að eiga fíkniefnin.
Reyktu
hass í heita
pottinum