Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 11
að setja dómstól verið afgreitt frá Alþingi, að óbreyttri stjórnar- skrá. Þá mætti hugsa sér að fela Hæstarétti þetta hlutverk. Hann er talinn bær til þess að úrskurða hvort lög standist stjórnarskrána á grundvelli stjórnskipunarvenju,“ segir Eiríkur. Hann bendir einnig á að taka megi upp í lög að heimilt verði að bera það undir Hæstarétt hvort tiltekið lagafrumvarp standist stjórnar- skrána. „Það er hins vegar vandasamt að út- færa slíka reglu og koma upp ýmis álitaefni í því sambandi. Í fyrsta lagi er sú spurning hverjir væru bærir til að leggja þetta fyrir Hæstarétt. Yrði væntanlega að einskorða þá heimild við þingið, t.d. tiltekinn fjölda þingmanna. En ef þessi heimild yrði tekin upp mætti þó ekki hafa hana of þrönga. Það er líka mögulegt að gefa öðrum aðilum kost á að bera þetta undir Hæstarétt en þá get- ur það þýtt að mjög mörg frumvörp yrðu borin undir réttinn, sem myndi auka verulega álagið á réttinn. Ég held því að það yrði að setja þeirri hemild nokkuð þröngar skorður og einskorða hana við tiltekinn fjölda alþingismanna. Auðvit- að yrði að sjá til þess að stjórnarandstöðunni, minnihluta þingsins, gæfist kostur á þessu ekki síður en meirihlutanum,“ segir hann. „Einnig þyrfti að taka afstöðu til þess hver málsmeðferðin yrði fyrir Hæstarétti í þessum tilvikum. Það myndi gerast, sem ekki er þekkt í dag, að ekki kæmu fram tveir aðilar fyrir dóm- stólnum, sem sækja málið og verja, heldur yrði þetta fremur í formi fyrirspurnar. Það leiðir svo hugann að því hvort þetta sé æskilegt. Ef við tökum sem dæmi það mál sem verið hefur í um- ræðunni að undanförnu, þá er Öryrkjabanda- lagið aðili þess máls, í fyrstu óbeinn aðili og síð- an beinn aðili með því að höfða málið fyrir dómstólum. Spurningin er sú, ef mál af þessu tagi kæmi til kasta Hæstaréttar, hvort slíkir hagsmunaaðilar gætu komið að sjónarmiðum sínum fyrir réttinum, sem væri að mörgu leyti æskilegt en myndi gera málsmeðferðina miklu þyngri í vöfum. Það eru því mörg álitamál sem vakna í þessu sambandi sem þarf að leysa úr. Mér finnst þetta vera leið sem eigi að skoða ofan í kjölinn,“ segir Eiríkur. „Önnur leið sem kemur til álita er að setja á stofn sérstakan stjórnskipunardómstól, sem þyrfti út af fyrir sig ekki að vera föst stofnun heldur mætti kalla hann saman. Ég dreg hins vegar í efa að þetta fyrirkomulag eigi heima í okkar fámenna samfélagi, ekki nema þá að þessi stjórnlagadómstóll verði með einum eða örðum hætti tengdur Hæstarétti, þannig að dómendur í slíkum stjórnlagadómstóli kæmu úr hópi hæstaréttardómara og hugsanlega einhverjir fleiri, en hins vegar verði ekki farið í að setja upp þessa stofnun eina og sér. Ef menn fara þessa leið þarf svo líka að huga að sömu atriðum og ég nefndi áðan varðandi Hæstarétt. Þriðja leiðin er svo sú að setja á stofn sér- staka laganefnd eða lagaráð við þingið, eins og lengi var heimild til í lögum, sem væri tiltölu- lega sjálfstæð, skipuð sérfræðingum sem myndu veita þinginu ráðgjöf um það hvort frumvörp brytu í bága við stjórnarskrána og á þeim væru einhverjir aðrir annmarkar, t.d. hvort þau brytu í bága við alþjóðlegar skuld- bindingar. Slíkt álit yrði hins vegar ekki skuld- bindandi með sama hætti og ef mál yrðu lögð fyrir Hæstarétt eða sérstakan stjórnskipunar- dómstól. Ég hallast að því að þessi leið væri æskilegust í byrjun á meðan menn væru að ræða aðra kosti og finna út úr því hvað æskileg- ast væri í því efni. Þessi leið væri tiltölulega ein- föld og myndi ekki kosta mikil fjárútlát í sjálfu sér,“ segir Eiríkur. „Þessi mál eru ekki bara til umræðu hér hjá okkur, heldur hafa þau verið til umræðu víðs- vegar í nágrannaríkjunum. Það verður sífellt áleitnara álitaefni að leysa úr því hvort lög stan- dast stjórnarskrána. Ástæðurnar fyrir því að þetta er meira í brennidepli núna eru annars vegar þær að stjórnarskrárákvæðin hafa verið túlkuð á síðari árum með rýmri hætti en áður. Þannig hefur svigrúm löggjafans heldur minnk- að frá því sem áður var. Hins vegar er svo lög- gjöfin orðin mjög viðamikil og flókin og inn í þetta spila svo alþjóðlegar skuldbindingar sam- kvæmt sáttmálum sem ríki gerast aðilar að. Þessum álitaefnum hefur fjölgað og þau eru orðin erfiðari úrlausnar en áður var,“ segir Ei- ríkur. Íslenskir dómstólar hafa beitt endurskoðunarvaldinu varlega „Þegar litið er yfir dómaframkvæmd síðustu aldar má almennt segja að íslenskir dómstólar hafi beitt endurskoðunarvaldi sínu varlega, ef til vill fullvarlega á köflum,“ segir Skúli Magnús- son, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. „Sú þróun undanfarinna ára að dómstólar komist í auknum mæli að þeirri niðurstöðu að lög samrýmist ekki stjórnarskránni á sér auð- vitað flóknari orsakir en svo að unnt sé að ræða þær í stuttu máli. Frá sjónarhóli lögfræðingsins stendur þó tvennt upp úr að mínu mati. Annars vegar hefur verið gerð minni krafa til lögvar- inna hagsmuna þeirra sem hafa uppi kröfur á grundvelli stjórnarskrárinnar fyrir dómstólum, með þeim afleiðingum að fleiri mál varðandi stjórnarskrána hafa komið til efnislegrar úr- lausnar dómstóla. Viðurkenningarkrafa, eins og sú sem höfð var uppi í svokölluðu öryrkjabandalagsmáli, hefði til dæmis verið óhugsandi fyrir nokkrum ára- tugum af réttarfarslegum ástæðum. Hins vegar tel ég að stjórnarskrárbreytingin 1995 hafi haft afdrifaríkari afleiðingar en menn gerðu sér al- mennt grein fyrir. Einkum er það tilkoma jafn- ræðisreglunnar í 65. gr. stjórnarskrárinnar sem hefur valdið því að dómstólar láta mun meira að sér kveða í þessum efnum, eins og best sann- aðist í kvótamálunum tveimur. Hægt er að deila um nánast hverja einustu lagasetningu Alþingis á grundvelli jafnræðisreglunnar enda hefur jafnræðishugtakið aldrei verið ágreinislaust frá því sögur hófust. Hættan er því sú að úrlausnir dómstóla fari að snúast um það sem við getum með einföldun kallað pólitísk sjónarmið en ekki réttarreglur sem við getum staðreynt fyrir- fram. Eins og staðan er í dag sér í raun lítið fyrir endann á því hvar dómstólar muni draga mörk- in milli heimilda lýðræðislega kosinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi til að gera upp á milli manna á grundvelli pólitískra stefnumiða og stjórnskipulega ólögmætrar mismununar sam- kvæmt stjórnarskránni,“ segir Skúli. Ýmsir gallar við núverandi fyrirkomulag „Atburðir síðustu missera gefa að mínu mati vissulega tilefni til þess að hugað sé að því hvernig skorið er úr um stjórnskipulegt gildi laga,“ segir Skúli. „Það fyrirkomulag að leiða þessi álitaefni til lykta fyrir almennum dómstól- um á grundvelli venjulegra málsmeðferðar- reglna hefur óneitanlega nokkra galla í för með sér. Í Vatneyrarmálinu skaut það til dæmis að vissu leyti skökku við að leyst skyldi úr stjórn- skipulegu gildi núverandi fiskveiðistjórnar í venjulegu sakamáli, þar sem hvorki ríkislög- maður né þeir sem áttu verulegra hagsmuna að gæta áttu þess kost að koma að sjónarmiðum sínum. Þá sýna Öryrkjabandalagsdómurinn og Valdimarsdómurinn glöggt það óhagræði sem hlýst af því að ekki er hægt að fá skorið úr um einstök álitaefni umsvifalaust heldur verður einhver að höfða mál fyrir almennum dómstól- um með venjulegum aðferðum sem alltaf hlýtur að taka nokkurn tíma, en á meðan velkjast menn ef til vill um í óvissu um verulega hags- muni,“ segir hann. „Ein aðferð við að bæta úr þessum vand- kvæðum er auðvitað sú að stofna sérstakan stjórnlagadómstól sem gæti skorið úr um stjórnskipulegt gildi laga í eitt skipti fyrir öll. Slíkt fyrirkomulag hefði þó þann ókost í för með að leyst hefði verið endanlega úr um gildi lag- anna án tillits til einstakra tilvika og venjulega áður en ljóst væri hvernig þau kæmu niður á hagsmunum fólks. Að mínu mati eigum við að halda í það fyrirkomulag að almennir dómstólar fari með úrskurðarvald um stjórnskipulegt gildi laga þannig að borgararnir eigi þess kost að bera stjórnarskrána fyrir sig í einstökum mál- um. Hins vegar kemur til greina að heimila af- brigði við málsmeðferð þar sem deilt er um stjórnskipulegt gildi laga, til dæmis þannig að dómstóll geti gefið ríkislögmanni eða jafnvel öðrum aðilum kost á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Einnig kemur til greina að koma á fót sérstakri stjórnlaganefnd eða ráði, sem hefði það hlutverk að veita ráðgefandi álit um stjórnskipulegt gildi laga, eftir atvikum áður en þau tækju gildi. Málskotsrétt til slíkrar nefndar gætu til dæmis átt forseti Alþingis, for- sætisráðherra, ákveðinn lágmarksfjöldi þing- Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur – Ragnhildur Helgadóttir lög- fræðingur segir að gera megi breytingar á reglum um Hæstarétt og kveða á um það í lögum, að norskri fyrirmynd, að allir dóm- arar taki þátt í meðferð máls þegar a.m.k. tveir dómarar í deild vilja byggja dóm á því að lög stangist á við stjórnarskrána. „Það getur verið gagnlegt að fá álit á því strax hvort lög samrým- ist stjórnarskránni en á móti kemur að áhrif laga eru ekki alltaf fyrir- sjáanleg“ „Málskotsrétt til slíkrar nefndar gætu til dæmis átt forseti Alþingis, for- sætisráðherra, ákveðinn lágmarks- fjöldi þingmanna og jafnvel forseti lýð- veldisins“ FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.