Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ manna og jafnvel forseti lýðveldisins. Úrlausnir slíkrar nefndar myndu eflaust hafa ríka þýð- ingu þótt þær væru einungis ráðgefandi og vera til þess fallnar að binda enda á marga þrætu, til dæmis þá sem við höfum orðið vitni að und- anfarnar vikur. Má hér nefna til samanburðar að álit umboðsmanns Alþingis hafa sambæri- legt hlutverk á sviði stjórnsýslunnar þótt þau séu ekki lagalega bindandi. Ef þetta markmið ætti að nást þyrfti að sjálfsögðu að búa þannig að skipan nefndarinnar og málsmeðferð fyrir henni að hlutleysi hennar og fagleg geta væri hafið yfir allan vafa. Að öðrum kosti væri betur heima setið en af stað farið,“ segir Skúli Magnússon. Tilviljanakennt stjórnarskráreftirlit Páll Þórhallsson er lögfræðingur hjá Evrópu- ráðinu og hefur lokið framhaldsnámi í saman- burðarstjórnskipunarrétti. Hann bendir á að stjórnarskráreftirlit á Íslandi fari eingöngu fram tilviljanakennt í tilefni af tilteknu dóms- máli. Þetta veldur því að reynt getur á stjórn- skipulegt gildi laga löngu eftir að þau ganga í gildi, að hans sögn. „Við slíkar aðstæður getur það valdið mikilli röskun að víkja lögum til hliðar. Þá hefur fram- kvæmdin á Íslandi þróast í þá átt að ákvörðun um að lög stríði gegn stjórnarskránni er orðin allt að því hversdagslegur hlutur. Hæstiréttur hefur þannig sjaldnast notað heimild til að kalla sjö dómara saman heldur látið nægja að fimm dómarar dæmi í slíkum málum. Þá má nefna að sú staðreynd að bæði héraðsdómur og Hæsti- réttur geta vikið lögum til hliðar getur komið hálfankannalega út. Þannig gerðist það í Vatn- eyrarmálinu að héraðsdómari sem sat einn í dómi taldi 7. gr. laga um stjórn fiskveiða stríða gegn stjórnarskránni. Þetta olli miklu uppnámi sem reyndist eftir á að hyggja óþarft því Hæsti- réttur var ekki á sama máli,“ segir hann. En hvað er þá til ráða? Páll bendir á að sums staðar hafi sú leið verið farin að stofna sérstaka stjórnlagadómstóla í stað þess að fela almenn- um dómstólum stjórnarskráreftirlit. „Á þetta vel við í löndum þar sem venjulegir dómarar bera samkvæmt venju svo mikla virðingu fyrir settum lögum að óhugsandi er að þeir geti tekið sér fyrir hendur að leggja mat á stjórnskipulegt gildi þeirra. Reynslan sýnir að Ísland er ekki í þeim hópi. Ég hygg að Íslendingar ættu að geta endurbætt núgildandi kerfi án þess að ganga svona langt. Í fyrsta lagi kæmi til greina að búa svo um hnútana að það væri eingöngu Hæstiréttur sem dæmdi um stjórnskipulegt gildi laga. Héraðs- dómur gæti þá eftir atvikum leitað forúrskurðar Hæstaréttar teldi hann vafa leika á um stjórn- skipulegt gildi laga í tilteknu dómsmáli. Til álita kæmi að úrskurðaraðilar í stjórnsýslunni og umboðsmaður Alþingis hefðu sömu heimild til að leita forúrskurðar. Í öðru lagi mætti mæla fyrir um að þegar reyndi á stjórnskipulegt gildi laga skyldu allir hæstaréttardómararnir dæma eins og raunin er í Noregi. Vandinn er auðvitað sá að vita hvenær ástæða sé til að kveðja alla dómarana saman því vissulega gerist það æ oft- ar að einstaklingar, samtök og fyrirtæki beri því við að lög stríði gegn stjórnarskránni. Þarna hafa Norðmenn einnig fundið sniðugt svar, sem felst í því að mál fari ekki fyrir fullskipaðan Hæstarétt nema komi í ljós við úrlausn máls, sem venjulega á sér stað í fimm manna deild, að að minnsta kosti tveir dómarar hyggist byggja á því að lög stríði gegn stjórnarskránni. Þannig er komið í veg fyrir að allir dómararnir séu kvaddir til af litlu tilefni. Þess má geta að á Ír- landi gilda einnig reglur um að tiltekinn lág- marksfjöldi hæstaréttardómara dæmi í málum er varða stjórnarskrána, eða 5 af 7,“ segir hann. Kæmi til greina að skjóta nýjum lögum til Hæstaréttar „Annar möguleiki sem þarfnast skoðunar væri sá að stofna sérstaka stjórnlagadeild innan Hæstaréttar sem sérhæfði sig í álitamálum er varða stjórnarskrána. Þetta er leið sem farin hefur verið í Eistlandi. Í þriðja lagi kæmi til greina til viðbótar við hefðbundið eftirlit með stjórnaskránni sem fram fer við meðferð venju- legra dómsmála að heimila að nýsamþykktum lögum væri skotið til Hæstaréttar. Slík heimild myndi örugglega hafa bætandi áhrif á löggjaf- arstarfið almennt þar sem ríkisstjórn og þing- menn ættu yfir höfði sér viðurlög í formi ógild- ingar laga strax að þeim samþykktum. Þyrfti þá að ákveða hverjir ættu að hafa heimild til slíks málskots. Það gætu til dæmis verið forseti, for- sætisráðherra, sveitarfélög eða tiltekinn hluti þingmanna. Hvað þingmennina varðar má ekki setja markið of hátt þannig að það komi í veg fyrir málskot né setja það of lágt þannig að hætta væri á misnotkun. Setjum svo að þriðj- ungur þingmanna hefði þessa heimild. Hugs- anlega yrði tilhneiging til þess hjá stjórnarand- stöðunni fyrsta kastið að skjóta lögum í tíma og ótíma til Hæstaréttar. En fljótlega færi nýja- brumið af og þingmenn myndu átta sig á því að það borgaði sig að fara sparlega með þennan ör- yggisventil,“ segir Páll Þórhallsson en hann leggur áherslu á að ekki verði ráðist í breyt- ingar nema að mjög vel athuguðu máli. Tilefni til rannsóknar á beitingu úrskurðarvalds dómstóla Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og starfsmaður við EFTA- dómstólinn í Lúxem- borg, segir umræðuna að undanförnu gefa til- efni til að gerð verði vönduð og ítarleg rannsókn á með hvaða hætti Hæstiréttur hefur beitt valdi sínu til að meta stjórnskipulegt gildi laga. „Í framhaldi af því þyrfti að afla upplýsinga um hvernig þessu er fyrir komið í öðrum lönd- um, meðal annars í nágrannaríkjum okkar á Norðurlöndum. Við þekkjum það auðvitað að miklu leyti, en slík skipuleg athugun á því hvernig valdi þessu er beitt og hvaða sjónarmið eru þar ráðandi gæti verið liður í meta stöðu okkar í samanburði við aðrar þjóðir sem við vilj- um helst bera okkur saman við. Ennfremur væri eðlilegt að kanna hvernig þessu er fyrir komið í löndum utan Norðurlanda, svo sem Frakklandi og Þýskalandi, svo dæmi séu nefnd. Þá er hægt að fara út fyrir Evrópu, svo sem til Bandaríkjanna. Ég vil hins vegar ekki gefa mér það fyrirfram að samanburður við aðra leiði til þess að við þurfum að breyta einhverju, eða að Hæstiréttur hafi beitt þessu valdi á óeðlilegan hátt miðað við aðra, eða eftir atvikum að það sé einhver nauðsyn á því að beyta þessu fyrir- komulagi hér á landi, svo sem með því að setja á fót sérstakan stjórnskipunardómstól eða ann- ars konar stofnanir sem hafi þetta hlutverk með höndum,“ segir Davíð Þór. Hann segist raunar vera þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag henti vel að þetta vald sé falið almennum dómstólum eins og verið hefur. Því fylgi í sjálfu sér ekki sérstök vandamál, enda sé fylgt þeirri venju í mörgum löndum að almenn- um dómstólum sé falið úrskurðarvald um hvort lög séu andstæð stjórnarskrá, m.a. í Bandaríkj- unum. Að mati Davíðs Þórs er einnig sá möguleiki fyrir hendi að stjórnvöld tækju upp með kerf- isbundnari hætti það verklag þegar ný löggjöf er í undirbúningi að láta kanna sérstak lega hvort ákvæði þeirra séu samrýmanleg ákvæð- um stjórnarskrár ef slíkar spurningar koma upp. „Ég er ekkert endilega að gefa mér að þetta þurfi að gera með því að setja á fót sér- stakar stofnanir sem hafi þetta hlutverk, heldur mætti jafnvel leita til einstakra manna, eins eða fleiri saman, og biðja þá um að meta þetta eða eftir atvikum að fela embættismönnunum sjálf- um að fara í saumana á þessu. Aðalatriðið er að málið sé skoðað á eins óhlutdrægan lögfræði- legan hátt og kostur er,“ segir Davíð Þór. Gagnsemi stjórnlagadómstóla oft mjög ofmetin Páll Hreinsson, lagaprófessor við Háskóla Ís- lands, bendir á að stjórnlagadómstólar séu mjög mismunandi eftir ríkjum. Í flestum tilvik- um sé gert ráð fyrir að heimilt sé að bera stjórn- lagagildi laga upp við dóminn við lagasetningu þings eða strax eftir að lög hafa öðlast gildi. Það veki hins vegar ýmsar spurningar vegna þess að yfirleitt verða ekki séð fyrir þau álitaefni sem geta komið upp nema með hliðsjón af einhverj- um tilteknum málum þar sem óvænt kemur í ljós að harkalega hefur verið vegið að hagsmun- um einstaklinga, en af lestri lagatextans eins varð slíkt oft ekki sér fyrir. „Með rökum má því draga í efa að þetta sé virkt stjórnlagaeftirlit,“ segir Páll. Hann bendir einnig á að í sumum ríkjum þar sem stjórnlagadómstólum er til að dreifa séu verulegar takmarkanir á því að hægt sé að bera undir úrlausn almennra dómstóla hvort lög brjóta í bága við stjórnarskrá eftir að stjórn- lagadómstóll hefur fallist á að lögin séu samþýð- anleg stjórnarskránni. Gagnsemi stjórnlaga- dómstóla er því oft mjög ofmetin að sögn Páls. „Í Frakklandi er nokkuð „alræmd“ samkoma [stjórnlagaráðið]. Í henni sitja m.a. stjórnmála- menn sem komnir eru á eftirlaun, og gera yf- irleitt litlar athugasemdir við lög sem verið er að setja á löggjafarþinginu. Má þá velta því fyr- ir sér hvaða gagn sé að eftirliti slíkra stofnana. Afleiðingarnar verða þá ekki aðrar en þær að komið er í veg fyrir að hægt sé að hnekkja síðar þeim lögum sem þingið afgreiðir þar sem lögin hafi þegar sætt stjórnlagaendurskoðun. Þá er sennilega betur heima setið en af stað farið,“ segir Páll. Í þeirri umræðu sem nú er hafin um stjórn- lagadómstól áréttar Páll að þar sem þeir séu mjög mismunandi að gerð, verði menn að hafa nokkuð skýrar hugmyndir um tegund og út- færslu eigi umræðan að gera verið markviss og málefnaleg, „en fyrir litla þjóð sem þarf að gæta hagkvæmni og hagsýni er ljóst að margar teg- undir koma í reynd að harla litlum notum,“ seg- ir hann. Páll bendir einnig á að sjaldan hafi reynt á úr- skurðarvald danskra dómstóla um hvort al- menn lög séu í samræmi við stjórnarskrá. „Á hinn bóginn hefur Hæstaréttur Íslands miklum mun oftar vikið lögum til hliðar sem andstæð stjórnarskrá heldur en Hæstiréttur Danmerkur. Það hlýtur að leiða hugann að því hvort íslensk löggjöf sé svona óvönduð eða hvort Hæstiréttur hér á landi er mun strangari hvað þetta varðar eða hvort bæði atriðin eigi við,“ segir hann. Páll var formaður nefndar á vegum forsætis- ráðherra sem skilaði skýrslu fyrir ári um starfs- skilyrði stjórnvalda og eftirlit með starfsemi þeirra. Í umræddri skýrslu kom fram að miklu fleiri hnökrar eru á íslenskri löggjöf en á löggjöf annars staðar á Norðurlöndum. Nefndin mælti með að skoðað yrði nánar hvort setja bæri á stofn sérstaka stjórnarskrifstofu sem færi yfir lagafrumvörp sem lögð eru fyrir Alþingi. „Um- boðsmaður Alþingis hefur miklu oftar bent á meinbugi á íslenskum lögum en t.d. hinn danski kollegi hans. Rót þess vandamáls sem hér er við að glíma er að oft hefur ekki verið vandað nægi- lega til löggjafar. Ef ætlunin er að forðast vandamál af þeim toga, sem uppi hafa verið síð- ustu vikur, nægir því ekki að einblína á þátt dómstóla svo og valdheimildir þeirra. Þar verð- ur einnig að endurskoða vinnubrögð stjórnar- ráðsins og annarra sem koma að samningu lagafrumvarpa svo og umfjöllun og afgreiðslu Alþingis á þeim,“ segir Páll Hreinsson. Almennir dómstólar færir um þetta verkefni „Ég er ekki þeirrar skoðunar að knýjandi þörf sé á því að setja upp stjórnskipunardóm- stól á Íslandi sem hafi einungis það verkefni að dæma um stjórnskipulegt gildi laga. Ég tel hina almennu dómstóla færa um það verkefni,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur sem stundar doktorsnám á sviði mannréttinda. „Nú- gildandi skipan er í samræmi við norræna rétt- arhefð. Ég sé ekki að stjórnskipunardómstóll myndi breyta miklu efnislega um endurskoð- unarvaldið, heldur einungis vera annað form ut- an um sama efni. Það sem huga þarf betur að er inntak endur- skoðunarvaldsins, einkum hefur umræðan um það liðið fyrir að það er of óljóst fræðilega hvert það er og hvernig ber að fara með það. Það sem á skortir eru auknar rann sóknir á viðfangsefninu og aukin fagleg umræða um það. Ekki nýtt form,“ segir hún. Að sögn Oddnýjar er mikið að gerast á þessu fræðasviði í heiminum í dag með aukinni áherslu á mannrétt indi. „Ef fólk hefur áhyggj- ur af því að Hæstiréttur sé orðinn of virkur í að endurskoða gerðir löggjafans og telur að stjórn- skipunardómstóll muni draga úr þessarri virkni þá eru það ekki rök í sjálfu sér því hið gagn- stæða getur alveg eins átt við. Það hefur t.d. verið bent á það í umræðunni í Noregi að stjórnskipunardómstóll gæti leitt til þess að eftirlit með stjórnskipulegu gildi laga verði virkara,“ segir hún. Of ómarkviss og brotakenndur undirbúningur lagafrumvarpa „Hitt er annað mál að ég tel mikilvægt að huga betur að samræmi laga við stjórnar- skrána, Mannréttindasáttmála Evrópu og eftir atvikum aðra mannréttindasáttmála á undir- búningsstigi lagafrumvarpa. Undirbúningsvinnan við lagafrumvörp er of ómarkviss og brotakennd að þessu leyti við nú- verandi aðstæð ur. Stofnun sem hefði það verk- efni að fara yfir öll lagafrumvörp áður en þau verða að lögum, með tilliti til þess hvort þau myndu standast stjórnarskrá og Mannréttinda- sáttmálann væri skilvirk leið til að viðhafa eft- irlit að þessu leyti. Síðan hefðu þá dómstólar eftir sem áður lokaorðið en hefðu e.t.v. sjaldnar ástæðu til að telja lög ekki standast stjórnar- skrá eða Mannréttindasáttmála. Ég tel mjög tímabært að taka einhvers konar skipulega fyr- irframskoðun lagafrumvarpa upp. Í ljósi þess hve staða þingsins getur verið veik gagnvart framkvæmdavaldinu í skjóli þingræðisreglunn- ar þá tel ég mikilvægt að slík stofunun heyri stjórnskipulega undir þingið frekar en fram- kvæmdavaldið. Það má að lokum benda á að þeim tilmælum var einmitt beint til aðildarríkja Evrópuráðsins í tilefni af 50 ára afmæli Mannréttindasáttmála Evrópu að koma á skipulegri fyrirframskoðun lagafrumvarpa til að tryggja að þau standist sáttmálann,“ segir Oddný Mjöll. M jög mismunandi er eftir ríkjumhvernig úrskurðarvaldi um stjórn-skipulegt gildi laga er háttað. Í töfl- unni er birt yfirlit yfir 36 lönd sem hafa búið við lýðræði í 25 ár eða lengur. Er hún fengin úr rannsókn stjórnmálafræðingsins Arends Lijphart á því hversu virkir dómstólar hafa verið við beitingu þessa valds allt frá 1945 miðað við fjölda uppkveðinna úrskurða. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur iðulega úrskurðað lög andstæð stjórnarskrá og sömu sögu er að segja af stjórnlagadómstól Þýskalands sem ógilti um 5% allra laga sem samþykkt voru á sambandsþinginu frá 1951–1990. Reglurnar eru þó mjög ólíkar á milli landa. Í Frakklandi er forseta, for- sætisráðherra, þingforsetum eða 60 þing- mönnum hið fæsta heimilt að bera undir stjórnlagaráð hvort frumvörp standast gagnvart stjórnarskrá. Meðal fulltrúa í ráðinu eru fyrrverandi forsetar landsins. Dómstólar á Norðurlöndum hafa beitt valdi sínu til að víkja lögum til hliðar ef augljóst misræmi er á milli þeirra og stjórnarskrár af mikilli varfærni. Hæstiréttur Danmerkur kvað t.d. í fyrsta skipti upp dóm um að lög brytu í bága við stjórnarskrá árið 1999. Á seinustu árum hefur Hæstiréttur Íslands hins vegar æ oftar komist að þeirri nið- urstöðu að lagaákvæði stangist á við stjórn- arskrá. Í sumum löndum fara dómstólar ekki með þetta vald heldur hafa þjóðþingin síðasta orðið um stjórnskipulegt gildi laga, m.a. í löndum sem ekki hafa ritaða stjórnarskrá (Bretland, Nýja-Sjáland og Ísrael). Þá má benda á að þrátt fyrir að Hæstarétti Sviss sé óheimilt að ógilda lög sambandsþingsins sem ósamþýðanleg stjórnarskrá ógildir rétt- urinn iðulega lög sem afgreidd eru á fylkis- þingum (kantónunum). Stjórnlagadómstólar hafa breiðst hratt út á seinustu árum og ver- ið komið á fót m.a. í Suður-Afríku, S-Kóreu og í nær öllum löndum Austur-Evrópu.                                          !"#   !"#                                $!%&! '        !" # $%!    &  &   (          ) *  $+ ,- (""(!#             .    %*/            )' 0 #   $' 10 2   3  * 0 $ $+ Ólíkar reglur um úrskurðarvald dómstóla í lýðræðislöndum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.