Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSFUGL ehf. hóf starfsemi
sína í Dalvíkurbyggð formlega í gær
þegar 3.000 hænur og 350 hanar
voru tekin í varpstöð fyrirtækisins á
Fossbrún 6 á Árskógsströnd, þar
sem áður var starfrækt rækjuverk-
smiðja. Hænsnin voru flutt frá
Hvanneyri í Borgarfirði. Starfsemi
Íslandsfugl verður á þremur stöðum
í Dalvíkurbyggð og ganga áætlanir
fyrirtækisins út á að framleiða um
600 tonn á ári til að byrja með en
sækja svo í sig veðrið og auka fram-
leiðsluna. Mikil áhersla verður lögð
á hreinleika afurðanna, tæknivæð-
ingu og sóttvarnir til að tryggja
heilbrigði og eins verður áhersla
lögð á fullvinnslu vörunnar. Gert er
ráð fyrir að fyrirtækið skapi allt að
30 störf í byggðarlag-
inu.
Auðbjörn Kristins-
son, framkvæmdastjóri
Íslandsfugls, gerði
grein fyrir starfsemi
fyrirtækisins í húsa-
kynnum félagsins á Ár-
skógsströnd í gær, en
hann sagði að hugmynd-
in að því að reisa kjúk-
lingabú í Eyjafirði væri
um tveggja ára gömul.
„Eftir því sem við fórum
að skoða þetta betur
leist okkur æ betur á
dæmið,“ sagði hann.
Fyrstu afurðirnar
á markað í júlí
Varpstöðin á Árskógsströnd hef-
ur nýlega verið endurbyggð og búin
fullkomnustu tækjum. Innan árs er
áformað að reisa hliðstætt varphús
við hlið þess sem fyrir er. Þá verður
útungunarstöð félagsins fundinn
staður á Dalvík eða Árskógsströnd
en um er að ræða hús undir vél-
búnað sem til þarf til útungunar-
innar. Gert er ráð fyrir að útung-
unarstöðin verði tilbúin í maí í vor
og þá verður fyrstu eggjunum ung-
að út.
Eldishús félagsins, sem samtals
er 3.500 femetrar að stærð og hið
stærsta sinnar tegundar hér á landi,
er nú að rísa í landi Ytra-Holts,
skammt sunnan Dalvíkur, en þang-
að fara fuglarnir út útungunarstöð-
inni. Þegar er búið að steypa grunn
hússins og innan tíðar verður það
reist og einangrað. Húsið verður
einnig tilbúið í maí.
Loks mun slátrun og vinnsla fara
fram í vinnslustöð fyrirtækisins við
Hafnarbraut á Dalvík, en byggt
verður við það hús og í það sett full-
komin sláturlína og vinnslutæki.
Áætlanir gera ráð fyrir að kjöt-
vinnslustöðin verði tilbúin í júlímán-
uði, en á þeim tíma eru fyrstu afurð-
ir Íslandsfugls væntanlegar á
markað.
Vandað heilbrigðseftirlit
frá upphafi til enda
Ársframleiðslan verður til að
byrja með um 600 tonn, en Auðbjörn
sagði fyrirtækið ætla sér sókn á
kjúklingamarkaðnum á næstu árum.
Nánast öll framleiðslan verður
ferskvara og boðið verður upp á fjöl-
breyttar afurðir. Markaður fyrir
kjúklingakjöt hér á landi er um 3.500
tonn á ári og gera spár ráð fyrir um
20% árlegri aukningu í sölu kjúk-
lingakjöts. Auðbjörn sagði Íslands-
fugl ætla sér hluta af þeim markaði.
Hann sagði mikla
áherslu verða lagða á
heilbrigðismál og sótt-
varnir en framleiðsla
kjúklingakjöts gerði
kröfur um slíkt. Fyrir
liggja vinnureglur um
sóttvarnir sem fyglt
verður stíft eftir.
Varpstofninn kemur frá
sóttvarnarbúi í Svíþjóð
og var eggjunum ungað
út í einangrun á Hvann-
eyri. Þeirri einangrun
var svo fram haldið í
varpstöð Íslandsfugls á
Árskógsströnd þó svo
að heilbrigðisyfirvöld
krefjist slíks ekki. Á öllum stigum
framleiðsluferilsins verður tekið
sérstaklega á áhættuþáttum hvað
smithættu varðar. Þannig verður
úrgangur frá eldishúsum meðhöndl-
aður sérstaklega áður en honum
verður dreift á tún. Sláturúrgangur
og blóðvatn í kjötvinnslustöðinni
verður unnið í refafóður að undan-
genginni meðhöndlun. Forsvars-
menn Íslandsfugls segja vinnubrögð
af þessu tagi ekki tíðkuð hér á landi
í kjúklingarækt, en ljóst sé að auð-
veldara sé fyrir fyrirtækið að
byggja upp vandað heilbrigðiseftir-
lit vegna þess hve tæknivætt búið
sé.
Gert er ráð fyrir að þegar kjöt-
vinnsla á vegum fyrirtækisins hefst í
sumar muni starfsmenn félagsins
verða allt að 30.
Hlutafé Íslandsfugl er 80 millj-
ónir króna, en áætlanir gera ráð fyr-
ir að kostnaður við uppbyggingu
þess verði í heild 250 til 300 milljónir
króna. Eigendur Íslandsfugls eru
auk Auðbjörns, Dalvíkurbyggð,
Samherji hf., Heimir Guðlaugsson,
Jóhannes Torfi Sumarliðason, Guð-
laugur Arason, Árni Bergmann Pét-
ursson og Eiríkur Sigfússon.
Gleðidagur
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson,
bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, kvaðst
afskaplega ánægður með þá ákvörð-
un fyrirtækisins að finna því stað í
byggðarlaginu. „Þetta er mikill
gleðidagur, nú þegar starfsemin er
formlega hafin,“ sagði hann. Hann
sagði atvinnuástand í byggðarlaginu
ágætt, en mikilvægt væri að fá ný
fyrirtæki til starfa og auka þannig
fjölbreytnina. Hann sagði ekki ólík-
legt að um yrði að ræða allt að 50
manna vinnustað þegar fram liðu
stundir. „Við hér erum afskaplega
ánægð að sjá þennan græðling
skjóta rótum í byggðarlagi okkar,“
sagði Rögnvaldur Skíði.
Starfsemin verður
á fjórum stöðum
Auðbjörn Kristinsson
Morgunblaðið/Kristján
Í varpstöð Íslandsfugls eru 3000 hænur og 350 hanar.
Fyrirtækið skapar um 30 störf til að byrja með
Íslandsfugl áætlar að framleiða um 600 tonn á ári
ANDSTÆÐINGAR flugvallar í
Vatnsmýrinni í Reykjavík standa í
dag fyrir borgarafundi þar sem ætl-
unin er að stofna samtök gegn flug-
vellinum. Fundurinn hefst kl. 16 í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Fulltrúar borgarstjórnarflokk-
anna munu þar lýsa afstöðu sinni.
Hallgrímur Helgason rithöfundur
mun flytja erindi og hljómsveitin
Miðnes spilar í kaffihléi. Andrés
Magnússon er einn þeirra sem unn-
ið hefur að stofnun samtakanna.
Hann segir markmiðið með þeim
einfaldlega verða að koma flugvell-
inum burt. „Okkur fannst nauðsyn-
legt að stofna samtök sem geta tal-
að einni röddu,“ segir Andrés og
minnir á að stuðningsmenn flugvall-
arins hafa þegar stofnað til félags-
skapar. Hann segir samtökin þver-
pólitísk.
„Menn eru á móti þessum flug-
velli af alls konar ástæðum,“ segir
Andrés. Þeir hafi líka mismunandi
skoðanir á því hvar flugvöllur fyrir
innanlandsflug eigi að vera. Það sé í
raun allt önnur og talsvert flóknari
umræða. Það skorti einnig allar for-
sendur fyrir valkostum, s.s. um-
hverfismat og fjárhagsáætlun. Þó
ekki sé búið að ákveða nákvæmlega
um hvað verður spurt í kosningum
um framtíð flugvallarins virðist flest
stefna í það að Reykvíkingar geti
valið um tvo kosti. Annaðhvort fari
flugvöllurinn eða verði áfram í
Vatnsmýrinni.
Andrés segir ljóst að samtökin
muni eiga við ramman reip að draga
þar sem ýmsir embættismenn hafi
lýst þeirri skoðun sinni að flugvöll-
urinn eigi að vera áfram í Vatns-
mýrinni og geti í raun hvergi annars
staðar verið. „Þegar nær dregur
kosningum er alveg ljóst að það
verður ekki hjá því komist að aug-
lýsa,“ segir Andrés.
Samtökin muni því væntanlega
safna peningum til að standa
straum af auglýsingum til styrktar
málstaðnum.
Aðspurður um hvenær hann
komst fyrst á þá skoðun að flugvöll-
urinn þyrfti að fara úr Vatnsmýr-
inni segir Andrés það hafa gerst
þegar hann ók nær daglega um
Hringbrautina vegna vinnu sinnar.
Þegar ekið sé austur eftir Hring-
brautinni sé útsýni yfir fallegasta
svæði Reykjavíkur á vinstri hönd
þar sem Hljómskálagarðurinn er. Á
hægri hönd sé ljótasti blettur borg-
arinnar, þ.e. flugvöllurinn. „Fólk
hefur í nokkur þúsund ár ákveðið að
byggja borgir saman. Það hefur
ekki gert það vegna þess að það sé
svo frábært flugvallarstæði þar. Það
gerir það af því að það vill vera í
samneyti við annað fólk,“ segir
Andrés. Hann segir jafnvel þá sem
vilja halda flugvellinum í Vatnsmýr-
inni gera sér grein fyrir því að það
kæmi að því að flugvöllurinn þyrfti
að fara. Spurningin væri bara hve-
nær.
„Ég spyr bara. Hvers er að bíða?“
Helmingur miðborgarsvæð-
isins lagður undir flugvöll
Bryndís Loftsdóttir tekur í sama
streng. Hún segir að staðsetning
flugvallarins í Vatnsmýrinni sé
skelfilegt slys. „Þetta er lýti á borg-
inni,“ segir Bryndís. „Ég vil borg-
inni betur en svo að helmingur mið-
borgarsvæðisins fari undir einhvern
relluflugvöll.“ Hún segir flugvöllinn
þó ekki einkamál Reykvíkinga.
„Þetta er kannski í fyrsta skipti sem
Reykvíkingar fá tækifæri til að hafa
skoðun á borginni sinni og hafa
áhrif á framtíð hennar,“ segir Bryn-
dís. Meirihluti landsmanna búi þó á
höfuðborgarsvæðinu og stór hluti
íbúa á landsbyggðinni aki fremur en
fljúgi til Reykjavíkur. Þá sé viðbúið
að ferðir sveitarstjórnarmanna og
annarra vegna fundarhalda í borg-
inni dragist saman með nýrri tækni.
Borgarafundur í Ráðhúsinu
Samtök gegn flug-
velli í Vatnsmýrinni
verða stofnuð í dag
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
hefur hafnað kröfu Fimleikafélags
Hafnarfjarðar (FH) um að fjár-
nám að upphæð tæplega 3,5 millj-
ónum króna með dráttarvöxtum
frá 17. september 1999, sem sýslu-
maðurinn í Hafnarfirði gerði í fast-
eignum félagsins í Kaplakrika,
verði ógilt.
Upphaf málsins má rekja til
þess að af hálfu skattrannsóknar-
stjóra fór snemma á síðasta áratug
fram almenn athugun á skattskil-
um íþrótta- og ungmennafélaga á
landinu. Sú athugun benti til þess
að skattskil knattspyrnudeildar
FH væru í ólagi. Hinn 14. febrúar
1994 hóf skattrannsóknarstjóri
ríkisins rannsókn á skattskilum
knattspyrnudeildarinnar og óskaði
eftir bókhaldsgögnum og færðu
bókhaldi hennar. Ársskýrslur og
ársreikningar og ýmsar upplýsing-
ar varðandi rekstur aðalstjórnar,
handknattleiksdeildar, knatt-
spyrnudeildar og frjálsíþrótta-
deildar félagsins vegna rekstrarár-
anna 1989 til 1993. Í kjölfar
rannsóknar voru opinber gjöld, að-
allega virðisaukaskattur, endur-
ákvörðuð. Málinu var vísað til yf-
irskattanefndar sem staðfesti
ákvörðun skattstjóra að hluta. Við
rannsóknina kom í ljós að bókhaldi
var verulega ábótavant, m.a. vant-
aði ýmis bókhaldsgögn.
Kröfu um
gjaldþrotaskipti hafnað
Skattakrafan var hins vegar
ekki greidd og gerði sýslumaður
því árangurslaust fjárnám hjá
knattspyrnudeild FH í apríl 1999
vegna gjaldanna. Í júlí 1999 óskaði
sýslumaður eftir gjaldþrotaskipt-
um á búi knattspyrnudeildarinnar
en Héraðsdómur Reykjaness hafn-
aði þeirri kröfu. Hinn 9. nóvember
1999 sendi sýslumaður FH
greiðsluáskorun og skoraði á
félagið að greiða virðisaukaskatt-
inn innan 15 daga. Því var ekki
sinnt og ritaði sýslumaður þá hinn
8. desember 1999 aðfararbeiðni.
Málið var tekið fyrir hjá sýslu-
manni í Hafnarfirði hinn 28. janúar
2000 en þar mótmælti FH gerð-
inni. Sýslumaður ákvað hins vegar
að hún skyldi ná fram að ganga og
vísaði FH þeim ágreiningi til Hér-
aðsdóms Reykjaness. Byggði
félagið m.a. á því að lagaskilyrði
hafi skort fyrir rannsókn skatt-
rannsóknarstjóra og endurálagn-
ingu. Skattrannsókninni hafi ekki
verið beint að FH og aðalstjórn
þess fyrir utan fyrstu tilkynningu
skattrannsóknarstjóra. Rannsókn-
inni hafi verið beint að undirdeild
félagsins sem geti ekki sjálfstætt
borið réttindi og skyldur og beri
ekki ábyrgð á fjármálum félagsins
og fari ekki með málefni þess
gagnvart skattyfirvöldum.
Héraðsdómur taldi hins vegar
að formaður og varaformaður að-
alstjórnar FH hafi fylgst með
gangi málsins og rannsókn skatt-
yfirvalda á einni af undirdeild að-
alstjórnar. Því yrði ekki fallist á
það, að skattrannsóknin hafi beinst
að þriðja manni eða einhverjum
óviðkomandi aðila. Rannsóknin
hafi beinst að undirdeild félagsins
sem aðalstjórn bæri ábyrgð á,
enda njóti undirdeild í íþrótta-
félagi ekki rétthæfis sem félag eða
stofnun. Þá hafi skattyfirvöld gefið
félaginu andmælarétt á öllum stig-
um og hafi hann verið þeginn í öll-
um tilvikum, annaðhvort af knatt-
spyrnudeildinni, aðalstjórn eða
lögmönnum sóknaraðila. Skattyf-
irvöld hafi því fullnægt tilkynn-
inga- og upplýsingaskyldu sinni.
Þá féllst héraðsdómur heldur ekki
á það með FH að lög um tekju- og
eignaskatt hafi verið brotin á hon-
um enda hafi félagið ekki bent á
nein atriði til stuðnings þeirri
málsástæðu, hvorki í greinargerð
né í málflutningi.
Héraðsdómur Reykjaness
Kröfu FH um ógild-
ingu fjárnáms hafnað