Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA: Hádegis- tónleikar í dag, laugardag, kl. 12. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel kirkjunnar. Messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Kór Akureyrar- kirkju syngur. Fræðsla eftir messu, sr. Jóna Lísa flytur stutt erindi um forvarnir og með henni verða tvær ungar stúlkur sem svara fyrirspurnum. Konur úr kvenfélagi kirkjunnar selja súpu og brauð í safnaðarheimilinu en þessi dagur er kirkjugöngudagur félagsins. Fermingarbörn og for- ráðamenn þeirra eru hvött til að mæta til messu og fræðslu. Sunnu- dagaskóli verður einnig kl. 11 á morgun, fyrst í kirkju, svo í Safn- aðarheimili. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17 sama dag í kapellu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boð- orð, „Sannleikur og lygi“, umsjón hefur sr. Guðmundur Guðmunds- son. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmu- morgunn kl. 10 til 12 á miðviku- dag. Farið í heimsókn á Punktinn. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sara og Ósk ræða við börnin, Barnakór Glerárkirkju syngur. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund verður í kirkjunni kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera verður á miðvikudag frá 12 til 13, helgi- stund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæð- ur og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12, heitt á könnunni og Svali fyrir börnin. Æfing Barnakórs Glerárkirkju verður kl. 17.30 á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, laugardags- kvöld, ræðumaður er G. Theodór Birgisson. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. Flutt verður fjölbreytt lofgjörð- artónlist og G. Theódór Birgisson mun predika. Fyrirbænaþjónusta og barnapössun. Bænavika verður í næstu viku kl. 20 öll kvöldin. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta verður yrir allt prestakallið í Möðruvalla- kirkju sunnudaginn 4. febrúar kl. 11:00 f.h. Mikill almennur söngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6–12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur veitt Ako-Plastosi á Akureyri heimild til að leita nauðasamninga. Býðst fyrirtækið til að greiða 25% af kröfum, en samningsbundnar kröfur sem heimildin nær til nema 166 millj- ónum króna. Ólafur Birgir Árna- son hefur verið skipaður umsjón- armaður með framkvæmd nauða- samninganna. Plastprent hf. keypti 85% hlut í Ako-Plastosi seint á síðasta ári og átti Sigurður Bragi Guðmunds- son framkvæmdastjóri fund með kröfuhöfum í gær. Kröfuhafar eru 94 talsins í allt, þar af eru 25 sem eiga kröfu að upphæð um eða yfir ein milljón króna. Stærstu kröfuhafarnir og þeir sem eru með kröfur yfir þrjár milljónir króna eru Reykjalund- ur, Tréverk, Landssíminn, Harpa, Bútur og Flytjandi. Alls þurfa 75% kröfuhafa að sam- þykkja frumvarpið til að það hljóti staðfestingu. Sem fyrr segir býðst fyrirtæk- ið til að greiða 25% af skuldum samkvæmt frumvarpi að nauða- samningum, en kröfur sem nema 100 þúsund krónum eða minna verða greiddar að fullu. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði efndur með þeim hætti að þriðj- ungur verði greiddur út innan mánaðar frá því samningurinn er staðfestur, þriðjungur eftir fimm mánuði og eftirstöðvar eftir níu mánuði. Kröfuhafar eiga sam- kvæmt frumvarpinu einnig þann valkost að fá helming greiddan út innan fjögurra vikna frá staðfest- ingu og hinn helminginn sem hlutabréf í Ako-Plastosi á geng- inu 1. Héraðsdómur Norðurlands eystra veitir Ako-Plastos heimild til nauðasamninga Bjóðast til að greiða 25% af kröfum NEMENDUR í Giljaskóla hafa síðustu daga unnið að sérstöku þemaverkefni um Afríku og mátti glöggt sjá þess stað í húsakynn- um skólans í gærdag, á lokadegi þessarar verkefnavinnu. Unnið var í sjö aldursblönd- uðum hópum, en þeir fjölluðu um börn í Afríku, sögu og forn- minjar, búninga og grímugerð, dýralíf, tónlist og dans, leiki og íþróttir og loks var fréttahópur sem aflaði frétta fyrir blað, sjón- varps- og útvarpsþætti. Meðal þess sem börnin gerðu var að safna saman fötum af heimilum sínum, flokka þau og pakka, en Rauði krossinn á Akur- eyri mun síðan hafa milligöngu um að senda fatapakkana út til Lesótó. Akureyrardeildin hefur verið með það svæði og m.a. á sviði heilsugæslu. Einn hópurinn fór í heimsókn til Akureyrar- deildarinnar í gær og fékk upp- lýsingar um Lesótó. Auk þess sem börnin úr Giljaskóla senda nú pakka með fötum, skóm og leikföngum þangað lögðu þrjár verslanir, Bókval-Penninn, Bóka- búð Jónasar og AB-búðin, börn- unum lið og gáfu skólapakka, en hann inniheldur ýmislegt sem nauðsynlegt er að hafa með sér í skólann, penna, blýanta, strok- leður, liti og yddara svo eitthvað sé nefnt. Nemendur í Giljaskóla fræðast um Afríku Morgunblaðið/Kristján Nemendur Giljaskóla flokka og brjóta saman föt sem send verða til Lesótó: Alexandra, Tómas, Hulda og Vordís. Auglýsing um lausar byggingalóðir Nýjar iðnaðar- og þjónustulóðir Lausar eru til umsóknar iðnaðar- og þjónustulóðir í Baldursnesi nr. 6 og í Njarðarnesi nr. 3, 4, 5, 6, 7 og 8. Lóðirnar verða byggingarhæfar þann 1. júlí 2001. Eftirtaldar eldri lóðir eru einnig lausar til umsóknar: Einbýlishús Bakkasíða 6 ein hæð Urðargil 2-6 ein hæð Bakkasíða 16 ein - ein og hálf hæð Valagil 11-23 tvær hæðir Borgarsíða 23 hæð og ris Víkurgil 2-6 tvær hæðir Borgarsíða 29 hæð og ris Miðteigur 10 tvær hæðir Borgarsíða 39 ein og hálf til tvær Brekkusíða 6 ein hæð Brekkusíða 8 ein hæð Brekkusíða 10 ein hæð Brekkusíða 16 hæð og ris Raðhús - parhús Valagil 1-9 tvær hæðir Iðnaðar- og þjónustulóðir utan miðbæjarsvæðis: Kiðagil 1 Þjónusta /verslun/6 íbúðir Ósvör 2 verbúð Freyjunes 4 iðnaður/þjónusta/verslun Ósvör 10 verbúð Ósvör 12 verbúð Ósvör 14 verbúð Sjá einnig kort á Netinu. Slóðin er: http://www.akureyri.is/ undir Umhverfi - byggingarmál - Yfirlit yfir lausar byggingalóðir. Umsóknareyðublöð, úthlutunarskilmálar og skipulags- og byggingaskilmálar liggja frammi á skrifstofu umhverfisdeildar og í upplýsingaanddyri bæjarskrifstofu að Geislagötu 9. Umsóknum skal skila á þessa staði fyrir 16. febrúar n.k. Eldri umsóknir skal endurnýja. Skipulags- og byggingafulltrúi Akureyrarbæjar alltaf á sunnudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.