Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 21 TVÆR nýjar sýningar verða opn- aðar í Minjasafninu á Akureyri á sunnudag, 4. febrúar, kl. 14. Snerting nefnist sýning á ljós- myndum Guðrúnar Funck-Rasm- ussen frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Myndefnið er börn og þeirra nánustu og munu vafa- laust margir kannast við andlitin á myndunum. Guðrún lærði ljós- myndun hjá Hallgrími Einarssyni og síðar í Kaupmannahöfn, en starfaði lengst af á Akureyri. Sýningin Sjúkdómar og lækn- ingar að fornu byggist á bók Sig- urðar Samúelssonar læknis. Fjallað er í máli og myndum um sjúkdóma og dánarmein íslenskra fornmanna og -kvenna. Í textan- um eru lýsingar á sjúkdómum úr fornsögum og túlkun Sigurðar á þeim. Tekin eru m.a. dæmi af djúpri geðlægð Egils Skallagríms- sonar úr Eglu, þvagsýrugigt Snorra Sturlusonar úr Sturlungu og Fróðárundrum úr Eyrbyggju, sem gætu hafa stafað af tauga- veiki. Þar er einnig að finna fróðleik um fyrsta sjúkraskýlið á Íslandi, sem reist var árið 910, og ótal- margt fleira. Teikningarnar gerði Hanna Bjartmars Arnardóttir. Sýningin kemur frá Nesstofusafni. Á sýningunni eru einnig lækn- ingatæki frá liðnum tímum í eigu Minjasafnsins og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Minjasafnið á Akureyri er í vet- ur opið almenningi frá klukkan tvö til fjögur á sunnudögum. Aðgangs- eyrir er kr. 300 fyrir fullorðna en börn og eldri borgarar þurfa ekki að borga. Hægt er að veita hópum leiðsögn á virkum dögum en panta þarf tíma með fyrirvara. Næsta sunnudag verður boðið upp á veitingar í sólstofu safnsins og góða leikaðstöðu fyrir börn. Allir velkomnir. Minjasafnið á Akureyri Tvær nýjar sýn- ingar opnaðar BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að skipa 5 manna nefnd bæjarfull- trúa, sem ætlað er að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjarins í samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum. Nefndinni er ætlað að leggja mat á þann ávinning sem sam- starfið kann að hafa í för með sér fyrir bæjarbúa og ennfremur ber nefndinni að meta fjárhagslegar forsendur fyrir þátttöku bæjar- sjóðs í þeim verkefnum sem hér um ræðir. Umboð nefndarinnar fallið niður Á fundi bæjarráðs var fundar- gerð samstarfsnefndar um samein- ingu sveitarfélaga í Eyjafirði frá því í lok janúar jafnframt lögð fram til kynningar. Þar kemur fram að samkvæmt svörum að minnsta kosti fjögurra sveitarfélaga er ljóst að tillagan um að sameina öll sveitarfélög sem aðild áttu að nefndinni í eitt sveit- arfélag nýtur ekki trausts eða fylgis í öllum sveitarfélögunum. Þar með er umboð nefndarinnar fallið niður. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði að í þeirri ákvörðun bæjarráðs að skipa nefnd til að fara yfir þátttöku bæj- arins í samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum fælist engin hótun af hálfu bæjarins. „Við erum ekki að ganga út úr þessu samstarfi en viljum fara of- an í málin, hvað þau kosta og hverju þetta skilar.“ Tillögum skilað fyrir lok mars Markmiðið með þeirri vinnu sem hér er lagt af stað með er að bæj- arstjórn Akureyrar geti á grund- velli vinnu nefndarinnar metið að nýju og í heild sinni þátttöku Ak- ureyrarbæjar í einstökum byggða- samlögum eða öðrum samnings- bundnum verkefnum sveitarfélaga sem Akureyrarbær á aðild að. Fjárveiting til þessa verkefnis er allt að hálf milljón króna en nefnd- inni er ætlað að skila tillögum sín- um til bæjarráðs fyrir lok mars nk. Ásgeir sagði að í þessu máli væri raunar allt undir. Hann nefndi í því sambandi Samband ís- lenskra sveitarfélaga, launanefnd sveitarfélaga, Eyþing, héraðsnefnd Eyjafjarðar, Minjasafnið, At- vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Sorpsamlag Eyjafjarðar, samstarf á sviði slökkviliðsmála, Svæðis- skipulag Eyjafjarðar, skólamál, öldrunarmál, þjónustu á sviði félagsmála og fleira. Samstarfsnefnd um sameiningu hætt störfum Samstarfsverkefni tekin til skoðunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.