Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 23 ÁÆTLUN frönsku ríkisstjórnarinn- ar gerði ráð fyrir að veita fjögur leyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma sem byggir á svokallaðri UMTS-tækni. Einungis tvö fyrirtæki skiluðu inn umsóknum, France Telecom og Viv- endi Universal SFR. Tvö fyrirtæki drógu umsóknir sínar til baka vegna þess að þeim fannst verðið of hátt. Fyrirkomulag útboðsins var að fjögur leyfi til fimmtán ára stóðu til boða. Upphaflega leit út fyrir að um- sóknir myndu fást um öll leyfin en á síðustu stundu drógu tvö fyrirtæki sig út þannig að ekki fengust um- sóknir nema í tvö af fjórum leyfum. Fyrirkomulag útboðanna var frá- brugðið öðrum nýloknum útboðum í Evrópu vegna þess að ekki var um hreint uppboð að ræða. Greiða á fast verð á hvert leyfi um 4,95 milljarða evra. Auk þess þurfa fyrirtækin að uppfylla skilyrði hvað varðar tækni- og fjármál sem sett eru af ríkis- stjórninni. Þau fyrirtæki sem drógu sig út úr útboðinu sögðu ástæðuna vera of hátt leyfisgjald. Þau gætu ekki lagt það á hluthafa fyrirtækj- anna að taka á sig slíkar skuldbind- ingar Ríkisstjórnin í vanda Niðurstaða útboðsins er mikil von- brigði fyrir ríkisstjórn Frakklands sem hafði ætlað að nota peningana til að bæta bága stöðu lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ennfremur er ljóst eftir útboðið að erfitt verður að tryggja nægjanlega samkeppni með einungis tveimur keppinautum á markaði. Ríkisstjórnin vill að kepp- endur á markaði verði sem flestir og vill úthluta tveimur leyfum til við- bótar. Ekki er orðið ljóst með hvaða hætti það verður gert. Fjármálaráð- herra Frakklands, Laurent Fabius, sagði að hugsanlegt væri að bjóða upp þau tvö leyfi sem umsóknir feng- ust ekki í. Það kann hins vegar að setja þau fyrirtæki sem skiluðu inn umsóknum nú í verri samkeppnis- stöðu vegna þess að þau borguðu hærra verð fyrir leyfin. Sérfræðingar gagnrýna útboðið Útboðið í Frakklandi hefur verið gagnrýnt á þeim forsendum að leyfin hafi verið of hátt verðlögð. Undan- farið hafa útboð á leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma í mörgum löndum Evrópu ekki skilað þeim fjárhæðum sem búist hafði verið við. Sérfræð- ingar segja að fyrirtækin hafi misst tiltrú á að framtíðartekjur geti rétt- lætt það háa verð sem greitt hefur verið fyrir leyfin fram að þessu. Hátt verð á leyfum og gríðarlegur kostn- aður við uppbyggingu kerfanna hef- ur fælt fyrirtæki frá. Í nýlegu útboði í Sviss fékkst aðeins brot af því verði sem ríkið hafði gert ráð fyrir. Ein- ungis fjórir keppinautar voru um fjögur leyfi en ríkisstjórnin hafði gert ráð fyrir að um tíu fyrirtæki myndu keppa um leyfin. Í mörgum tilfellum hafa útboðin leitt til þess að lánshæfni fjarskiptafyrirtækja hefur lækkað. Sú mikla fjárbinding sem uppbygging þriðju kynslóðar far- símakerfis krefst auk hárra fjár- hæða fyrir leyfin hafa leitt til lækk- unar á lánshæfni fyrirtækja. Afleiðingarnar eru lækkun á verði hlutabréfa og hækkun á fjármagns- kostnaði fyrirtækja vegna aukinnar lántöku sem uppbyggingin krefst. Fyrirtækin gætu átt erfitt með að ná viðunandi arðsemi á þessum miklu fjárfestingum, ekki síst þar sem ekki er vitað með vissu hvernig neytend- ur koma til með að taka þessari nýju tækni. Niðurstaðan er minnkandi tiltrú markaða sem leiðir til lækk- unar á verði fjarskiptafyrirtækja og lækkunar á þeim verðum sem hafa fengist nýverið fyrir leyfi til reksturs á kerfum fyrir þriðju kynslóð far- síma. Sérfræðingur ráðgjafarfyrir- tækisins Forrester Research sem sérhæfir sig í málefnum fjarskipta- og tölvumála segir að vegna kostn- aðar við þriðju kynslóð farsíma muni hagnaður fjarskiptafyrirtækja sem reka þriðju kynslóðar kerfi fara minnkandi frá 2003–2007. Eftir það skili fyrirtækin tapi sem ekki komi til með að snúast í hagnað fyrr en árið 2013, samkvæmt spá fyr- irtækisins. Takmarkaður áhugi á 3G-útboði KRÓNAN hefur styrkst um 0,7% síðustu tvo daga og hafa verið nokkur viðskipti á gjaldeyrismark- aði án þess að Seðlabanki Íslands hafi gripið inn í en nýverið var und- irritaður samningur á milli Seðla- banka Íslands og þýska bankans DePfa Europe um lánsheimild að fjárhæð 250 milljónir Bandaríkja- dala sem samsvarar liðlega 21 milljarði króna. Samningurinn er til fimm ára og felur í sér hagstæð kjör fyrir Seðlabankann. Láns- samningurinn við DePfa Europe kemur til viðbótar sambærilegum samningum við nokkrar aðrar fjár- málastofnanir, samkvæmt upplýs- ingum frá Seðlabankanum. Í hálffimm fréttum Búnaðar- bankans í gær kemur fram að svo virðist vera sem markaðsaðilar hafi allir sem einn endurheimt trú sína á að vikmörk gengisstefnunnar haldi. „Þetta kemur hvað best fram í því að styrkingin er óvenjumikil miðað við magn viðskipta. Viðshorfsbreytinguna á mark- aðnum má rekja til mjög ákveðinna yfirlýsinga Seðlabankans um að gengi krónunnar verði varið frek- ara falli. Til að auka trúverðugleika yfirlýsinganna hefur bankinn upp- lýst um aðgang að miklu lánsfé sem eykur svigrúm hans til aðgerða á gjaldeyrismarkaði,“ að því er fram kemur í hálffimm fréttum Búnaðar- bankans. Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að fyrir hefur Seðla- bankinn samningsbundinn aðgang að lánsfé, meðal annars hjá Al- þjóðagreiðslubankanum BIS í Ba- sel og norrænum seðlabönkum. Heildarfjárhæð þessara samninga nemur um 60 milljörðum króna. Auk þess hefur Seðlabankinn að- gang að lánsfé hjá fjölmörgum er- lendum viðskiptabönkum. „Hinn nýi lánssamningur treystir stöðu Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði og eykur svigrúm hans til aðgerða á þeim vettvangi,“ segir ennfremur í tilkynningu Seðlabankans. Krónan styrkist um 0,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.