Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFAR takmarkaðrar hrifningar gætir á meðal danskra ráðamanna með þá tillögu Færeyinga að stefna að sjálfstæði eftir ellefu ár. For- sætisráðherra Dana, Poul Nyrup Rasmussen, segir ákvörðunina um að ganga til þjóðaratkvæðis setja samskipti þjóðanna í alvarlega stöðu og Peter Duetoft, formaður Færeyjanefndar danska þingsins, segir að svo virðist sem Færeying- ar hafi gripið einhverja tillögu úr lausu lofti og hyggist leggja hana fyrir þjóðina. Þá eru þrír færeysku þingflokkanna andvígir tillögu landsstjórnarinnar. Tillagan felur í sér að allir mála- flokkar munu færast yfir á hendur Færeyinga frá Dönum og að dregið verði úr fjárhagsaðstoð Dana fram til ársins 2012. Eigi síðar en það ár verði gengið til atkvæðagreiðslu um hvort lýsa eigi Færeyjar sjálf- stætt ríki. Tillagan verður fyrst lögð fyrir þingið, þar sem allt að 2⁄3 þingmanna eru yfirlýstir stuðnings- menn hennar. Verði hún samþykkt, verður gengið til þjóðaratkvæðis 26. maí næstkomandi um hana. Duetoft segir færeysku lands- stjórnina ekki vita hvort tillaga hennar geti orðið að veruleika. En ætlunin sé greinilega að nota þjóð- aratkvæðagreiðsluna til að þrýsta enn frekar á dönsk stjórnvöld í samningaviðræðum. Ósætti er á milli Færeyinga og Dana um hversu lengi Færeyingar njóti fjár- framlaga frá Dönum. Nyrup Rasm- ussen hefur ítrekað sagt að fjögur ár séu algert hámark, kjósi þeir sjálfstæði. Það tekur Duetoft undir. „Ég fæ ekki séð að danska þjóðin eigi að borga landi sem vill vera sjálfstætt. Þeir verða að taka afleiðingum þess að vilja vera sjálfstæðir. Ég á ekki í nokkrum erfiðleikum með að finna önnur verkefni til að verja skatt- peningum okkar í,“ sagði Duetoft, sem er úr flokki Mið-demókrata. Venstre hefur einnig lýst yfir and- stöðu með áætlanir Færeyinga um að njóta fjárhagsaðstoðar í ellefu ár til viðbótar, talsmaður flokksins segir aðeins þróunarlönd í hópi sjálfstæðra ríkja njóta slíks. Færeyska stjórnarandstaðan mótfallin tillögunum Danir eru ekki einir um að vera andvígir áætlun landsstjórnarinnar, tveir færeysku flokkanna; Sam- bandsflokkurinn og Jafnaðar- mannaflokkurinn eru mótfallnir henni og Edmund Joensen, formað- ur Sambandsflokksins, sagði tillög- una verða til þess að velferðin yrði fyrir bí í Færeyjum, eyjarnar gætu ekki staðið undir öllum kostnaði sínum sjálfar og því væri flokk- urinn andvígur sjálfstæði. Jóannes Eidesgaard, þingmaður jafnaðar- manna, kvað það „algerlega óraun- hæft að ímynda sér að danska stjórnin vilji senda fjárstyrk til Færeyja sem setja eigi í sjóð sem fjármagna eigi sjálfstæði Færeyja. Tillagan sem færeyskir kjósend- ur taka afstöðu til er í fjórum lið- um. Að allir málaflokkar verði komnir í hendur færeyskra stjórn- valda; að efnahagssjóður verði stofnaður til að auðvelda breyt- inguna frá því að njóta að hluta til framfærslu Dana og til þess að bera kostnaðinn upp á eigin spýtur, að fjárstuðningur Dana hverfi smám saman og að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla eigi síðar en árið 2012 um að Færeyingar lýsi yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Tímaáætlunin fyrir yfirfærslu málaflokka kveður á um að 1. janú- ar 2003 muni Færeyingar sjálfir fara með réttarlögsögu er varðar hegningarlöggjöf, fjölskyldu-, einkamála-, erfða- og fjármagns- rétt. Ennfremur verndun hafsins, kennslu, fjárfestingarsjóð Færeyja og flugvöllinn í Vágum. Ári síðar muni Færeyingar hafa með höndum dómstóla, ákæruvald, lögreglu og fangelsismálayfirvöld, aðstoð við afbrotamenn og félags- lega kerfið. 1 janúar 2006 muni þeir ennfremur sjá gjaldeyris og fjár- málaumsýslu, kirkju, siglingar, skipaeftirlit, flug, fasteignaskrá og fjarskipti. Tveimur árum síðar, 1. janúar 2008, muni Færeyingar hafa yf- irtekið slökkviliðið, veðurþjón- ustuna, almannavarnir og heil- brigðismál. Allir aðrir málaflokkar færist yfir á færeyskar hendur fyr- ir árið 2012. Tillagan kveður á um að dregið verði úr fjárhagsaðstoð danska rík- isins við Færeyjar og að hún hætti eigi síðar en árið 2012. Þegar fjár- hagsaðstoðinni lýkur og málaflokk- arnir eru komnir yfir á hendur Færeyinga, verður gengið til þjóðaratkvæðis að nýju um stofnun fullvalda ríkis. Samkvæmt tillög- unni á það að gerast eigi síðar en 26. maí 2012. Verði sjálfstæði sam- þykkt færast utanríkismál, varn- armál, mál er varða ríkisfang og hæstiréttur í hendur Færeyinga. Efnahagssjóður stofnaður Lagt er til að stofnaður verði Efnahagssjóður Færeyja til að tryggja að yfirfærslan frá fjárhags- aðstoð Dana til sjálfbærs efnahags, gangi vel fyrir sig og að efnahags- legur stöðugleiki náist. Allar sértekjur hins opinbera munu renna í sjóðinn og stjórn hans deilir út framlögum til stofn- ana og annarra. Sjóðurinn fær tekjur frá kolvatnsvinnslu, sölu op- inberra fyrirtækja, tekjur Fær- eyjabanka vegna sölu gjaldþrota- búa, fjárhagsaðstoð danska ríkisins og aðrar sértekjur. Hann yfirfærir 700 milljónir dkr. til fjármálaráðu- neytisins færeyska árið 2002 en síð- an verður dregið jafnt og þétt úr framlögum fram til ársins 2016 er þeim lýkur. „Ætlun okkar með sjóðnum er að tryggja að hagsveiflur jafnist út, að við getum komið til aðstoðar þegar efnahagur Færeyja versnar. Hag- sveiflur hafa mikil áhrif á færeyskt samfélag,“ segir Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja. Færeyingar taki afleiðing- um þess að verða sjálfstæðir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Danskir stjórnmálamenn á móti tillögu færeysku stjórnarinnar um sjálfstæði ALRÍKISDÓMARI í Balti- more í Bandaríkjunum vísaði í gær frá máli sem höfðað hafði verið gegn G. Gordon Liddy, einum af sakborning- unum í Watergate-málinu, fyrir ærumeiðingar. Kviðdómi tókst ekki að sameinast um niðurstöðu í málinu, sjö vildu sýkna Liddy en tveir sakfella. Liddy hefur sakað starfs- menn Demókrataflokksins um að hafa rekið símavænd- isþjónustu á skrifstofu flokks- ins 1972. Að sögn Liddys var inn- brotið í skrifstofuna, en því var stýrt úr Hvíta húsinu, raunverulega framið til að komast yfir ljósmyndir af einni vændiskonunni. Hafi hún verið vinkona Johns Deans, eins af ráðgjöfum Richards Nixons forseta. Dean hafi verið aðalmaðurinn á bak við hugmyndina að inn- brotinu en yfirleitt er talið að markmiðið með því hafi verið að afla upplýsinga um for- setaframbjóðendur demó- krata. Ida Wells, sem var ritari landsnefndar demókrata 1972 og vann í Watergate, fór í mál við Liddy og krafðist þess að hann yrði dæmdur sekur um ærumeiðingar og greiddi 5,1 milljón dollara, um 450 milljónir króna, í miskabætur. Dean hefur áður saksótt Liddy vegna sams konar ásakana en málinu ver- ið vísað frá. Liddy sagðist í gær ekki myndu hætta að viðra skoð- anir sínar á raunverulegum orsökum innbrotsins en hann sat inni í nokkur ár vegna málsins. „Hvers vegna ætti ég að skipta um gír? Ég vann,“ sagði hann. Máli gegn Liddy vísað frá Baltimore. AP. MAÐURINN sem myrti þrjá í Gautaborg fyrr í vikunni, þar af einn með öxi, á fjölfarinni götu, var undir áhrifum am- fetamíns þegar hann var hand- tekinn. Maðurinn, sem er 32 ára, hefur játað á sig morð á rúmlega fimmtugum karli og tveimur yngri konum en hann kveðst hafa þekkt öll fórnar- lömb sín. Lögregla segir manninn hafa gefið ástæðu fyrir axarmorðinu en vill ekki gefa hana upp að svo stöddu. Ódæðismaðurinn olli skelf- ingu í miðborg Gautaborgar á fimmtudagsmorgun er hann réðst á karlmann, þekktan veitingahúsaeiganda, með öxi. Fórnarlambið flýði en morð- inginn elti hann uppi og hjó hann margsinnis í höfuðið. Segir lögregla morðið líkast aftöku. Skelfingu lostnir veg- farendur og ökumenn reyndu að komast sem lengst í burtu þar sem maðurinn gekk ber- serksgang með öxina eftir morðið. Er hann var handtekinn við- urkenndi hann að hafa orðið tveimur konum að bana, einni fyrr um morguninn og annarri tveimur dögum fyrr. Höfðu lík þeirra þá þegar fundist í íbúð og í runna í almenningsgarði. Morðinginn mun ekki hafa gefið neina frekari skýringu á þeim morðum. Axarmorð- ingi undir áhrifum amfetamíns Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR átök undanfarna daga í bænum Kososvska Mitrovica í Kosovo-héraði í Serbíu var rólegra þar um að litast í gær. Nokkrir tugir friðargæsluliða, flestir franskir, hafa særst í átökum við Albani sem hófust sl. mánudag. Þá lést fimmtán ára albanskur dreng- ur af völdum handsprengju sem að sögn Albana var varpað af Serb- um. Mitrovica er skipt á milli Al- bana og Serba og er sú borg í Ko- sovo þar sem mest spenna ríkir. Í kjölfar láts drengsins sauð upp úr meðal Albana og ætluðu þeir sér að fara yfir ána Ibar, sem skil- ur borgarhluta Serba og Albana að. Friðargæsluliðar stöðvuðu þá og lentu þannig í átökum. Morg- unblaðið ræddi við Davíð Loga Sigurðsson, sem vinnur við fjöl- miðlaeftirlit hjá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) og staðsettur er í Pristina, höfuðborg Kosovo, og spurði hann frétta af ástandinu. Albönum illa við Frakka Davíð Logi segir að mjög hafi aukið á spennuna að Frakkar hafi séð um friðargæsluna í Mitrovica. Albanar hafi illan bifur á Frökkum því þeir telji þá bandamenn Serba. „Það gerir að verkum að átökin hafa orðið verri en ella.“ Nokkrir tugir friðargæsluliða hafa særst í þessum átökum og þurfti að kalla til aðstoð sveita Breta og Ítala. Á fimmtudag hitti hins vegar hæst setti hershöfðingi NATO, sem sér um friðargæslu í Kosovo, Carlo Cabigiosu og Hans Hækkerup, yfirmaður hinnar al- þjóðlegu bráðabirgðastjórnsýslu þar, leiðtoga Albana til að binda enda á ofbeldið. Davíð Logi segir að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. starfs- menn ÖSE, sem starfa undir hatti þeirra, hafi ekki orðið beinlínis varir við átökin. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Það réðust hins vegar Albanar á bíl starfsmanna ÖSE á mánudaginn. Hér hafa allir miklar áhyggjur af þessu og eru ekki ánægðir með stöðuna.“ Davíð segir að í Pristina megi oft heyra þá kenningu að ekki líði á löngu þar til Albanar fari að skeyta skapi sínu á friðargæsluliðum víð- ar í Kosovo. „Við erum búnir að vera hér í nær tvö ár. Þeir vilja fá sjálfstæði og fara að sjá einhverjar breytingar. Þeir eru t.d. mjög svekktir yfir því að það lítur út fyrir að það eigi að fresta kosning- unum hér. Kveikiþráðurinn er stuttur hjá þeim og það er ekki langt í að þeir fari að líta á okkur sem hernámslið.“ Davíð Logi bendir einnig á að Albanar sætti sig alls ekki við að Mitrovica sé skipt borg. „Þeir vilja ekki að Kosovo sé hlutuð í sundur, ekki frekar en að Serbar vilja að Kosovo verði skilin frá Serbíu.“ Kosovo er hérað í Serbíu, stærra lýðveldisins í sambandsrík- inu Júgóslavíu. Albanar eru yfir 90% íbúa þar og segir Davíð Logi langflesta Serba sem áður bjuggu í Pristina hafa flúið þaðan eftir stríð NATO gegn Júgóslavíu 1999. Að sögn Davíðs Loga þurfa Serbar sem eftir eru t.d. þeir sem vinna hjá ÖSE verndar við þegar þeir fara um borgina. „En vegna þess hve fáir Serbar eru eftir hér í Pristina er ekki eins mikil spenna hér og í Mitrovica þar sem miklu fleiri Serbar búa.“ Davíð Logi Sigurðsson í Kosovo segir andrúmsloft þar lævi blandið Kveiki- þráður- inn er stuttur APFranskir friðargæsluliðar varpa táragasi og hávaðasprengjum að Albönum sem flýja undan. Kosovska Mitrovica. AFP, AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.