Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR Þýzkalands og Frakklands áttu á miðvikudagskvöld viðræður yfir kvöldverði á veitinga- húsi í Elsass, í því skyni að reyna að brúa ágreining þeirra um stefnuna í Evrópumálum. Ágreiningur leiðtoga landanna tveggja, sem verið hafa driffjaðrir Evrópusamrunans allt frá upphafi, hefur á síðustu misserum orðið æ meira áberandi og náði nýju hámarki á leiðtogafundi Evrópusam- bandsins (ESB) í borginni Nice í Suður-Frakklandi í desember sl. Ræddust þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti, Lionel Jospin for- sætisráðherra og Gerhard Schröder Þýzkalandskanzlari við í þrjá tíma yf- ir „choucroute au poisson“ (heitu súr- káli með fiski) og fleira góðgæti á veitingastaðnum Chez Philippe í Blaesheim, skammt frá Strassborg. Utanríkisráðherrarnir Joschka Fischer og Hubert Vedrine sátu þar einnig til borðs. Þegar staðið var upp frá borðum hétu leiðtogarnir hver öðrum því, að nú skyldu þeir láta togstreitu liðinna missera vera að baki og líta sameig- inlega fram á veginn. Sammæltust þeir um að fjölga samráðsfundum æðstu manna í 6–8 vikur, í því skyni að forðast alla misklíð. „Við fórum nákvæmlega yfir það sem okkur hef- ur greint á um – og, það sem mik- ilvægara er, yfir það sem við höfum gert rétt og ætlum okkur að gera rétt í framtíðinni,“ lét Schröder hafa eftir sér að kvöldverðarfundinum loknum. Leiðtogarnir „sammæltust um að vera opinberlega sammála“ um Evr- ópumálin, segir fréttaskýrandi Reut- ers-fréttastofunnar. Það muni þó þurfa marga óformlega samráðs- fundi til viðbótar til þess að ráða- mönnum Þýzkalands og Frakklands auðnist að koma sér saman um raun- verulegt innihald þess sem þeir nú segjast vera sammála um. Eiga bágt með að venjast auknu vægi Þýzkalands Kjarni vandans er sá að Frakkar eiga erfitt með að venjast því að póli- tískt vægi Þýzkalands hefur aukizt eftir sameiningu landsins og fall járntjaldsins sem beint hefur grann- ríkjum Þýzkalands í austri inn í Evr- ópusambandið. Í Nice stóð „þýzk-franski öxullinn“ ekki saman, heldur átti í opnum slag um völd í stækkuðu Evrópusam- bandi framtíðarinnar. Frakkar fengu því framgengt í Nice, að formlegt at- kvæðavægi Þýzkalands yrði ekki meira en Frakklands og hinna „stóru ríkjanna“ í ESB, Bretlands og Ítalíu, þrátt fyrir að í Þýzkalandi búi vel yfir 20 milljónum fleiri en í þessum þrem- ur ríkjum. Þar að auki hafa Schröder, Fischer og fleiri þýzkir ráðamenn sagt ekki annað ganga upp en að Evrópusam- starfið verði „dýpkað“ um leið og Evrópusambandið stækkar. Þeir hafa gerzt einna dyggastir talsmenn „sambandsríkishyggju“ í ESB, á þeim forsendum að til að tryggja skilvirkni sambandsins í framtíðinni verði að gera valdmörkin skýrari milli hinna yfirþjóðlegu stofnana, rík- isstjórna aðildarríkjanna og héraðs- stjórna þeirra. Þjóðverjar hafa því viljað beita sér fyrir því að samin verði nýr stjórnskipunarsáttmáli fyr- ir ESB. Þótt franskir ráðamenn hafi fyrir fall járntjaldsins verið miklir talsmenn þess að Evrópusamruninn gengi sem lengst, hafa þær raddir austan Rínar dofnað mjög síðan járn- tjaldið féll og Frakkland missti það vægi sem það hafði eins lengi og það gat byggt pólitískt forystuhlutverk sitt á efnahagsmætti „pólitíska dvergsins“ Vestur-Þýzkalands. Gaullistinn Chirac hefur líka vís- vitandi lagt meiri áherzlu á að þjóð- ríkið haldi sínum völdum og framselji sem minnst af þeim til yfirþjóðlegra stofnana ESB. Hvatvísi forsetans í pólitískum yfirlýsingum hefur heldur ekki hjálpað til, eins og ummælin „við þurftum að heyja tvær heimsstyrj- aldir til að hindra, að Þýzkaland fengi of mikið vægi í Evrópu“ eru gott dæmi um, en þau lét hann falla skömmu fyrir Nice-fundinn. Ólíkt fyrirrennurunum, sósíalistanum Francois Mitterrand og íhaldsmann- inum Helmut Kohl, kemur Chirac og Schröder heldur ekki vel saman, hversu innilega sem þeir reyna að brosa þegar þeir eru ljósmyndaðir saman. Ofan á þetta bætast hin póli- tísku „sambúðarvandamál“ í París, þar sem forsetinn er Gaullisti en for- sætisráðherrann sósíalisti. Það er líka annað sem gerir þá sem til þekkja lítt bjartsýna á að fyrirheit leiðtoga meginlandsforysturíkjanna tveggja um að leggja sig fram um að samstilla stefnu sína í Evrópumálun- um skili miklu á næstu misserum. Á næsta ári fara fram forsetakosningar í Frakklandi, þar sem búizt er við að þeir Chirac og Jospin takist á, og þingkosningar verða í Þýzkalandi haustið 2002. Áhrif Bretlands Inn í þessa „áttavilltu“ togstreitu Frakka og Þjóðverja um stefnu- mörkun Evrópusambandsins bland- ast Bretar. Tony Blair forsætisráð- herra átti á mánudag viðræðufund um Evrópumálin með Schröder í Berlín. Þann sama dag birtist í þýzka vikuritinu Der Spiegel viðtal við franska Evrópumálaráðherrann Pierre Moscovici, þar sem hann sak- aði Breta um að vera „ekki nógu áhugasama um Evrópusamrunann“. Sagði Moscovici ekkert geta komið í stað náins samstarfs Frakklands og Þýzkalands. Þessu svaraði Alistair Campbell, talsmaður Blairs, að brezka stjórnin væri „markvisst að vinna að því að auka vægi Bretlands í Evrópu[sambandinu].“ Stjórn Blairs styður stækkun ESB til austurs af heilum hug, en forsætis- ráðherrann hefur sagt það ljóst, að Bretum lítist ekki á að feta mjög langt eftir Evrópusamrunabrautinni. Hann er sérstaklega andsnúinn of- annefndri hugmynd Þjóðverja um að semja skrifaða stjórnarskrá fyrir ESB, en eins og kunnugt er hefur Bretland sjálft enga skrifaða stjórn- arskrá. Þó tók Campbell fram í tengslum við fund Blairs og Schröd- ers, að brezka stjórnin hefði áhuga á að valdmörk í ESB yrðu betur skil- greind. Áberandi var í ræðu sem þýzki ut- anríkisráðherrann hélt í Lundúnum í liðinni viku, að hann kvað ekki eins fast að orði um hugmyndir sem hann hafði áður lýst um sýn sína á framtíð ESB sem „sambandsríki þjóðríkja“. Meginlandsveldin Þýzkaland og Frakkland hafa mikinn áhuga á að Bretar gangi til liðs við myntbanda- lagið og vilja alls ekki spilla fyrir hinni tiltölulega Evrópusinnuðu stjórn Blairs, sem væntanlega boðar til þingkosninga í vor og á þar í vændum harðan áróðursslag við íhaldsmenn um Evrópustefnuna. Þjóðverjar og Frakkar reyna að treysta böndin AP Leiðtogarnir Lionel Jospin, Jaques Chirac og Gerhard Schröder skála í Elsassvíni á veitingastaðnum Chez Philippe sl. miðvikudagskvöld. Í vikunni reyndu leiðtogar Frakklands og Þýzkalands að finna aftur sameiginlegan tón í Evrópumálunum og brezki forsætis- ráðherrann kom til að ræða sömu mál við þýzka kanzlarann í Berlín. Auðunn Arn- órsson leit yfir umræðuefni leiðtoganna. JOE Erling Jahr, maðurinn sem grunaður er um morðið á fimmtán ára þelþökkum pilti, Benjamin Hermansen, í Ósló fyrir viku, var handtekinn á járnbrautarstöð í Kaupmannahöfn á fimmtudags- kvöld. Fimm ungmenni voru handtekin vegna gruns um aðild að morðinu stuttu eftir að það var framið og sögðu þau í yfirheyrslu að Jahr, sem er nítján ára gamall, væri morðingi Benjamins. Jahr, sem er þekktur meðlimur nýnasistahreyf- ingarinnar Boot Boys, hafði verið eftirlýstur um alla Evrópu en var helst leitað í Svíþjóð þar sem lögreglan fékk ábendingu um að hann héldi sig. Hann hefur nú verið dæmdur í þrettán daga gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn. Jahr hefur við yfirheyrslu lögreglunnar í Kaupmannahöfn neitað að hafa myrt Benjamin samkvæmt heimildum dagblaðsins Verdens Gang. Þá vill hann ekki verða framseldur til Noregs. Lögreglan í Ósló sendi í gær beiðni um framsal Jahrs og að sögn lögfræðings hans verður hann væntanlega fluttur til Noregs um leið og gæsluvarðhaldi í Kaup- mannahöfn lýkur. Fjölmennustu mótmæli síðari tíma Víða um Noreg safnaðist fólk saman á fimmtu- dagskvöldið og mótmælti nasisma, kynþáttafor- dómum og ofbeldi. Um 40 þúsund manns söfn- uðust saman í miðbæ Óslóar og héldu á kyndlum og mótmælaskiltum í fjöldagöngu um göturnar. Önnur eins mótmæli hafa ekki átt sér stað í borg- inni síðan 1946 en það ár mótmæltu Norðmenn virkjunum í Nordmarka. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hélt tölu á Youngs-torginu með Hákon krónprins, unnustu hans, Mette-Marit, og Marthe prinsessu sér við hlið. „Við viljum samfélag sem er laust við ofbeldi og kynþáttafordóma,“ sagði Stoltenberg m.a. í ræðu sinni og hvatti alla skóla í landinu til að flagga í hálfa stöng næstkomandi þriðjudag þegar útför Benjamins Hermansens fer fram. Víða annars staðar í Noregi safnaðist fólk sam- an og komu um 5.000 manns saman í miðbæ Þrándheims og álíka fjöldi gekk með kyndla um götur Kristiansand. Í smærri byggðarlögum var einnig kveikt á kertum og kyndlum og hins fimm- tán ára gamla Benjamins Hermansens minnst. Meintur morðingi Benjamins Hermansens handtekinn í Kaupmannahöfn Segist vera saklaus Þrándheimi. Morgunblaðið. AP Um 40 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Óslóar og mótmæltu nasisma, kynþáttafordómum og ofbeldi á fimmtudagskvöld í kjölfar morðsins á þeldökka drengnum Benjamin Hermansen. JOSEPH Kabila, forseti Kongó, sem nú er í Bandaríkjunum, átti fund með Paul Kagame, forseta Rúanda, í fyrradag og í gær ætlaði hann að ræða við Kofi Annan, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, og nokkra fulltrúa í öryggisráðinu. Virð- ist hann staðráðinn í að leggja sitt af mörkum til að koma á friði í Kongó. Kabila sagði við embættistökuna í síðustu viku, að hann vonaði, að ör- yggisráðið uppfyllti „þá skyldu sína að senda strax gæslulið til Kongó“ til að hafa eftirlit með brottflutningi er- lendra herja frá landinu. Styðja Rú- anda, Úganda og Búrúndí uppreisn- armenn í baráttu þeirra gegn Kongóstjórn en hún nýtur aftur stuðnings herliðs frá Angóla, Zimb- abwe og Namibíu. Kabila vildi fátt segja um fundinn með Kagame, forseta Rúanda, en sagðist þó ekki andvígur öðrum fundi með þeim ef það gæti stuðlað að friði. Í viðtali við útvarpsstöðina Voice of America sagði Kagame, að með valdatöku Kabila hefðu vonir um frið í Kongó glæðst. Kabila lagði áherslu á, að hrinda yrði Lusaka-samkomu- laginu frá 1999 í framkvæmd en því var ætlað að binda enda á ófriðinn í Kongó. Suma þætti þess yrði þó að endurskoða. Það var raunar faðir hans, Laurent Kabila, sem var myrt- ur í síðasta mánuði, sem kom í veg fyrir, að Lusaka-samkomulagið yrði að veruleika. Joseph Kabila Vill koma á friði í Kongó Sameinuðu þjóðunum. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.