Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 29

Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 29
SKÁLDSAGAN Sniglaveislan eft- ir Ólaf Jóhann Ólafsson hentar að mörgu leyti vel sem efniviður í leikrit eins og bent hefur verið á. Verkið byggist að mestu leyti upp af sam- tölum tveggja manna, það gerist á einni kvöldstund og fer að mestu leyti fram innan fjögurra veggja. Færsla verksins úr formi skáldsögunnar til leikræns forms hefur tekist prýðilega hjá þeim Sigurði og Ólafi Jóhanni. Þótt þeir fylgi byggingu skáldsög- unnar að mestu leyfa þeir sér að breyta framvindunni og textanum að ýmsu leyti, auk þess sem bætt er inn í verkið atriðum sem flest miða að því að auka dramatískan þunga atburða- rásarinnar. Þannig er hápunktur verksins annar í leikritinu en í skáld- sögunni þar sem lesendum var látið eftir að geta í eyðurnar, en hér eru tekin af öll tvímæli um erindi gestsins Arnar Bergssonar (Sigurþór Albert Heimisson) sem kemur óboðinn í heimsókn til stórkaupmannsins Gils Thordersens (Gunnar Eyjólfsson) þegar hann heldur sjálfum sér dýrð- lega veislu á rigningarkvöldi í Reykjavík vorið 2000. Höfuðstyrkur þessa verks felst tví- mælalaust í persónulýsingu Gils Thordersens. Hann er skemmtilega samsettur persónuleiki, forríkur, for- pokaður og snobbaður af lífi og sál, haldinn ýmsum kunnuglegum for- dómum en sjálfur kannski ekki svo djúpvitur eða vandaður maður er til kastanna kemur. Gunnar Eyjólfsson átti í engum vandræðum með að túlka þennan karlfausk af innsæi og list. Gils líkamnaðist á sannfærandi hátt á sviðinu í fagmannlegum leik Gunnars sem óx ásmegin þegar á sýninguna leið þótt hann virtist eiga í örlitlum erfiðleikum með textann framan af. Sigurþór Albert Heimisson veitti BOÐIÐ TIL VEISLU Morgunblaðið/Kristján „Ég gæti trúað að þessi sýning ætti eftir að ganga allvel bæði norðan heiða og í Reykjavík.“ LEIKLIST L e i k f é l a g A k u r e y r a r o g L e i k f é l a g Í s l a n d s eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Höf- undar leikgerðar: Ólafur Jóhann Ólafsson og Sigurður Hróarsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Sig- urþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aðstoðarmaður leik- stjóra: Randver Þorláksson. Samkomuhúsið á Akureyri 2. febrúar. SNIGLAVEISLAN Gunnari ágætan mótleik, en hlutverk hans er ekki eins gjöfult þar sem per- sónulýsing Arnar Bergssonar er öll flatari og einfaldari en lýsingin á Gils, frá hendi höfundar. Stéttamunurinn á þeim Gils og Erni er undirstrikaður með búningum og líkamshreyfingum; grunnskólakennarinn er púkalegur og hálfvandræðalegur, í ljótri peysu og flauelsbuxum, í samanburði við hinn glæsta auðmann sem gengur í fatnaði frá þekktum hönnuðum. Undrun hans yfir ríkmannlegu heim- ili Gils, sem skreytt er dýrum lista- verkum og leðurstólum, virkaði frem- ur ósannfærandi á mig og heldur úrelt. En innviðir verksins byggjast mikið á þessum ýkta mun og á um- snúningi verðmæta og gilda þegar í ljós kemur að það er „lágstéttarmað- urinn“ sem er hinn sanni unnandi listaverka, sem fyrir eigandann eru aðeins innantóm stöðutákn. Í veislu Gils er boðið upp á fimm tegundir snigla, franska, þýska, am- eríska og indverska, auk íslenskra brekkusnigla. Hver sniglategund hef- ur sín einkenni og geta áhorfendur skemmt sér við að heimfæra þau ein- kenni upp á persónurnar eftir því sem líður á leikinn, en sniglarnir bjóða auðvitað upp á ýmsa táknræna túlkun í lýsingu höfundar. Sunna Borg fór með hlutverk Að- albjargar ráðskonu og léði henni skemmtilega kómíska vídd með svip- brigðunum einum saman. Hrefna Hallgrímsdóttir var létt og kát fram reiðslustúlka sem lét hálfkveðnar vís- ur húsbóndans ekki koma sér í upp- nám. Þótt hlutverk þeirra tveggja séu ekki eins veigamikil og karlhlutverk- in þá veitti návist þeirra skemmtileg- um léttleika í sýninguna. Elín Edda Árnadóttir hefur valið að búa sýningunni raunsæjan búning enda vandséð hvaða önnur leið er fær til að skapa það andrúmsloft sem verkið miðlar. Hilmar Örn Hilmars- son er höfundur tónlistar en hún er ekki fyrirferðarmikill hluti sýningar- innar, réttara væri kannski að tala um leikhljóð en tónlist. Lýsing Hall- dórs Arnar Óskarsonar var einföld í sniðum en hnitmiðuð og þjónaði vel tilgangi sínum. Þótt efniviður Sniglaveislunnar sé í grunninn fremur dramatískur en kómískur hefur Sigurður Sigurjóns- son leikstjóri reynt að spila á létta strengi þar sem verkið býður upp á það og er það vel. Ég gæti trúað að þessi sýning ætti eftir að ganga allvel bæði norðan heiða og í Reykjavík, enda gaman að fá tækifæri til að sjá leikara á borð við Gunnar Eyjólfsson í stóru burðarhlutverki. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 29 Soff ía Auður Birgisdótt ir NORSKI rithöfundurinn Jan Kjærstad hlýtur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs í ár fyrir bók sína Oppdageren eða Land- könnuðurinn. Í umsögn dómnefnd- ar segir: „Í skáldsögunni fylgjum við Jónasi Wergeland er hann upp- götvar Noreg. Þetta er jafnframt ferð okkar um fortíð. Kjærstad er mjög frumlegur og skapandi og veitir lesandanum margfalda ánægju og mikla fræðslu.“ Jan Kjærstad er fæddur 1953 og er meðal þekktustu rithöfunda Noregs. Hann gaf út sína fyrstu bók 1980, smásagnasafnið Kloden drejer stille rundt, og síðan hafa fjölmargar skáldsögur fylgt í kjöl- farið þar sem hann hefur sýnt mikla breidd sem höfundur. Hæst hefur höfundarferill hans risið með þríleiknum um sjónvarpsmanninn Jonas Wergeland en bækurnar heita Förföreren, Erobreren og Oppdageren og í heild eru þetta tímamótaverk í norskum nútíma- bókmenntum. Í þriðju og síðustu bókinni er Wergeland fylgt á ferð hans um Noreg eftir að honum hef- ur verið sleppt lausum úr fangelsi fyrir að hafa kannski myrt eigin- konu sína. Jan Kjærstad hefur einnig tekið virkan þátt í bókmenntaumræðu í Noregi með því að gefa út ritgerða- söfn og ritstýra bókmenntatímarit- inu Vinduet. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs afhent Jan Kjærstad bar sigur úr býtum í ár Ljósmynd/Heiko Junge Norski rithöfundurinn Jan Kjærstad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.