Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR fá einhvern tím-ann verk í bakið, jafnvel útaf svo litlu álagi sem aðteygja sig eftir penna sem hefur fallið á gólfið. Oftast hverfur verkurinn af sjálfu sér en þó eru þeir margir sem, þrátt fyrir líkamsæfing- ar og læknishjálp, fá endurtekna verki og oft litla bót meina sinna. Ástæðuna má m.a. rekja til þess að orsakir verkjanna eru óljósar og að engir áverkar sjást með hefðbundn- um greiningaraðferðum, svo sem á röntgenmyndum og sneiðmyndum. Það hefur því skort hlutlægar að- ferðir til að greina þessa óskil- greindu verki. Nýjar aðferðir, sem þróaðar voru við sjúkraþjálfunardeild háskólans í Queensland í Ástralíu, hafa nú verið notaðar með góðum árangri til að greina ástæður langvarandi stoð- kerfisverkja, sérstaklega í mjóbaki og hálsi. Aðferðirnar byggjast m.a. á nákvæmri hreyfigreiningu þar sem ýmis tæki og tæknibúnaður er not- aður til að greina starfsemi vöðva sem liggja djúpt í líkamanum. Auk þess framkvæma sjúkraþjálfarar ná- kvæma líkamsskoðun, leggja staðl- aða spurningalista fyrir fólk, prófa stöðu- og hreyfiskyn og nota sárs- aukaþrýstimæli til að meta hversu mikinn þrýsting fólk þolir á ákveðn- um svæðum líkamans. Með þessu móti eru gamalreyndar aðferðir og nýjar notaðar saman til að öðlast heilsteyptari mynd af vandanum en áður hefur verið mögulegt. Nýverið var stofnað í Reykjavík fyrirtækið Hreyfigreining ehf. þar sem boðið verður upp á þessar nýju greiningaraðferðir. Ójafnvægi í starfsemi vöðva Rannsóknir Ástralanna, sem aðal- lega hafa beinst að hreyfistjórnun vöðva í mjóbaki og hálsi, hafa sýnt að langvarandi stoðkerfisverki má oft og tíðum rekja til þess að litlir vöðv- ar sem liggja djúpt í líkamanum, næst hryggjarsúlunni, eru óvirkir eða lítið virkir en virkni þeirra stóru of mikil. Djúpu vöðvarnir eru mjög þýðingarmiklir í sambandi við stjórnun á hreyfingum líkamans þar eð þeir spennast upp fyrst og í raun um leið og sú hugsun hvarflar að manni að framkvæma tiltekna hreyf- ingu. Þegar virkni þeirra minnkar eða hverfur bregðast stóru vöðvarn- ir við með því að spennast of mikið. Rannsóknir áströlsku vísinda- mannanna hafa leitt í ljós að ójafn- vægi í starfsemi þessara tveggja vöðvahópa auka mjög líkurnar á því að bakverkir taki sig upp. Með nýrri tækniþekkingu hefur nú tekist að sýna fram á þetta og framkvæma hlutlægar greiningar á álagsein- kennum og afleiðingum lítilla áverka. Fyrir utan þá þýðingu sem þetta hlutlæga mat hefur á mögu- leika fólks til þess að ná heilsu á ný, munu þessar aðferðir t.d. hafa þýð- ingu fyrir fólk sem þarf að sækja bótarétt til tryggingafélaga. Djúpu vöðvarnir þjálfaðir til starfa Hefðbundnar bak- og magaæfing- ar þjálfa einungis stóru yfirborðs- vöðvana og geta, að sögn Eyþórs Kristjánssonar, eins af sjúkraþjálf- urunum hjá Hreyfigreiningu, ýtt undir ójafnvægið í starfsemi djúpu vöðvanna og yfirborðsvöðvanna. „Þetta snýst raunar um það að djúpa vöðvakerfið verði virkt á undan stóru yfirborðsvöðvunum,“ segir Eyþór. Það er því mikilvægt að fólk læri að virkja djúpu vöðvana á nýjan leik. Það er fyrst og fremst gert með því að fólk lærir aðferðir til að þjálfa þá upp um leið og myndir og tölur á skjá sýna því að það hefur náð að spenna vöðvana rétt. „Fólk getur náð miklum árangri með því einu að hugsa niður í vöðv- ana,“ útskýrir samstarfsmaður Ey- þórs, Karl Guðmundsson sjúkra- þjálfari. Nokkrar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á árangri þessarar aðferðar og hefðbundinna bak- og magaæfinga. Komið hefur í ljós að þeir sem þjálfuðu fyrst djúpu vöðv- ana fengu mun sjaldnar aftur í bakið en aðrir. Þrír sjúkraþjálfarar starfa hjá Hreyfigreiningu. Unnur Hjaltadótt- ir og Eyþór eru með áratuga reynslu og formlegt framhaldsnám í þeirri grein sjúkraþjálfunar sem nefnd er á ensku „manual therapy“ en þar not- ar sjúkraþjálfarinn engin tæki held- ur einugis hendurnar til að með- höndla skjólstæðinga sína. Sá þriðji er Karl Guðmundsson en hann hefur sérstakan áhuga á tæknilegri hlið greiningaraðferða. Þremenningarnir hafa tekið upp samstarf við sjúkraþjálfunardeild háskólans í Brisbane í Ástralíu og fyrirtækið Kine ehf. sem m.a. hefur þróað hreyfigreiningarbúnaðinn KineView sem notaður verður hjá Hreyfigreiningu. Eyþór stundar nú doktorsnám í heilbrigðisvísindum við Háskóla Ís- lands og nýtur m.a. leiðsagnar pró- fessors við áðurnefndan háskóla í Ástralíu. Hann notar m.a. áströlsku aðferðirnar við rannsóknir sínar en verkefnið fjallar um mat á tognun í hálsi eftir innanbæjarákeyrslur. Oft er erfitt að meta áverka vegna slíkra árekstra og því vandkvæðum bundið að leggja fram læknisfræði- leg gögn þeim til sönnunar, m.a. ef sá sem hefur áverkann þarf að sækja um bætur vegna slyssins. Eyþór hef- ur í rannsóknum sínum m.a. getað sýnt fram á að starfsemi hreyfinema í hálsinum getur raskast og valdið verkjum og vandamálum, svo sem höfuðverk og svima. „Hreyfinemar eru hvergi jafn- margir í líkamanum og í hálsinum,“ segir Eyþór og útskýrir að það sé vegna þess að við þurfum mikið að hreyfa hálsinn vegna skynfæranna sem við höfum í höfðinu. Hann bendir á að aðferðirnar séu svo nýjar af nálinni að þær séu enn sem komið er einungis notaðar í þremur borgum í Ástralíu. Ástralski leiðbeinandinn hans er á ferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir til að kynna þær þarlendum sjúkra- þjálfurum sem og ýmsum öðrum, t.d. tryggingafélögum og læknum. Nýtt fyrirtæki stofnað um hlutlægt mat á áður óútskýrðum álagseinkennum Morgunblaðið/Jim Smart Sónartæki eru notuð til að skoða virkni djúpu vöðvanna sem liggja næst hryggsúlunni. Hugsað niður í vöðvana Oft hefur reynst erfitt að meðhöndla álags- einkenni og afleiðingar lítilla áverka, ekki síst vegna þess að skaðinn sést ekki með hefðbundnum greiningaraðferðum. Nýverið hóf rekstur í Reykjavík fyrirtækið Hreyfi- greining ehf. þar sem stuðst er við nýjar að- ferðir er þróaðar hafa verið í þessu skyni. TENGLAR ..................................................... Hreyfigreining ehf.: www.hreyfi- greining.is. NÝ rannsókn bendir til þess að óeðlileg úrvinnsla líkamans á járni geti leitt til heilasjúkdóma á borð við parkinsons. „Vísindamenn hafa löngum deilt um það hvort járnútfelling- arnar, sem einkenna sjúkdóm- inn, séu orsök eða afleiðing hans. Þessar niðurstöður eru sterk vísbending um að járn kunni að gegna orsakahlutverki í parkinsons og öðrum hliðstæð- um sjúkdómum,“ segir dr. Duane Alexander, forstöðumað- ur bandarískrar stofnunar er sinnir rannsóknum í barnalækn- ingum (NICHD). Prótín í lykilhlutverki Dr. Tracey Rouault, við NICHD í Bethesta í Bandaríkj- unum, og samstarfsfólk hennar uppgötvaði þetta við rannsóknir á músum sem höfðu verið rækt- aðar án járnstjórnunarprótíns 2 (IRP2) sem gegnir lykilhlut- verki í umsjón járnbúskapar fruma. Er greint frá niðurstöð- unum í febrúarhefti Nature Genetics. Þegar mýsnar, sem ekki höfðu IRP2, náðu hálfs árs aldri tóku þær vaxandi heilakvilla sem einkenndist af ósamstilltu göngulagi, skjálfta, hægum hreyfingum og veiklun – ein- kennum sem einnig koma fram í sjúkdómum á borð við parkin- sons í mönnum. Uppsöfnun og hrörnun Skortur á IRP2 leiddi til mik- ils magns ferritíns, annars prót- íns sem stýrir járnbúskapnum, og uppsöfnunar járns á tiltekn- um stöðum í heila músanna, að því er fram kemur í niðurstöð- unum. Þessi uppsöfnun var í samræmi við þau svæði heilans þar sem heilafrumur hrörnuðu, segja vísindamennirnir, og hófst járnuppsöfnun í raun áður en hrörnunin hófst. „Þetta bendir til þess að kvill- ar í járnbúskapnum kunni að vera meginorsakir taugahrörn- unarsjúkdóma er byrja seint,“ sagði Rouault. Rannsókn á heilasjúkdómum Óeðlileg járn- úrvinnsla? New York. Reuters. TENGLAR ................................................. Tímaritið Nature Gen- etics:www.nature.com/ng. ÞVÍ þyngra sem barn er við fæð- ingu því öflugri verður heilinn í því er fram líða stundir, að því er ný rannsókn bendir til. Breskir vísindamenn segja að fæðing- arþyngd kunni að hafa varanleg áhrif á vitsmunina og geti það komið fram í frammistöðu á próf- um og jafnvel námsárangri alveg fram á fyrstu fullorðinsár. Rannsókn, er gerð var með því að fylgjast með 3.900 körlum og konum sem fæddust 1946, leiddi í ljós að jafnvel meðal barna sem voru innan eðlilegra þyngd- armarka við fæðingu reyndist það eiga við að því stærra því betra, varðandi frammistöðu á vitsmuna- prófum á barnsaldri, unglings- árum og fyrstu fullorðinsárum. Ástæðulaust að örvænta Vísindamenn telja að þetta tengist að einhverju leyti því, að stærri börn hafa stærri heila, eða að það séu ef til vill fleiri teng- ingar í heila þeirra. En stjórnandi rannsóknarinnar segir að for- eldrar minni barna þurfi ekki að örvænta – niðurstöðurnar séu meðaltal og stærð við fæðingu þurfi ekki nauðsynlega að ákvarða vitsmunaleg örlög. „Fæðingarþyngd er einungis einn af mörgum þáttum sem hafa áhrif á vitsmunavirkni. Kannski er þetta ekki áhrifamikill þáttur,“ sagði Marcus Richards, sálfræð- ingur hjá Læknisfræðirannsókn- arráði Bretlands sem gerði rann- sóknina. „Áhugi foreldra á menntun – þátttaka í heimalær- dómi barna sinna o.fl. – hefur gíf- urleg áhrif sem gætu vel gert áhrif fæðingarþyngdar að engu.“ Forskotið sýnist hverfa Richards segir enn fremur að mögulegt sé að forskotið, sem stærri börn fái, verði að engu. Of mannmargt heimili, mengað and- rúmsloft og að lenda á milli í skiln- aði geti allt dregið úr vits- munagetu, segir hann. Vísindamennirnir komust að því, að fæðingarþyngd hafði áhrif á greind fram til 26 ára aldurs. Eftir það jöfnuðust áhrifin yfirleitt út þar eð aðrir þættir fóru að gegna mikilvægara hlutverki. Hve klár börnin voru um átta ára aldur virtist hafa mest áhrif á seinni tíma greind, samkvæmt rannsókn- inni. Þyngri börn náðu hærri skólagráðum. Sú niðurstaða virt- ist einkum tengjast því hve þung börnin voru þegar þau voru átta ára. „Það virðist sem fæðing- arþyngdin hafi sín áhrif fram að átta ára aldri og að það komi manni á sporið,“ sagði Richards. En áhrifin virtust vera orðin að engu við 43 ára aldur en þá virtust þeir, sem voru léttari við fæðingu, hafa náð hinum sem voru þyngri. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í British Medical Journal 27. janúar. Breskir vísindamenn rannsaka áhrif fæðingarþyngdar Því stærri börn því meira vit? Associated Press Verðandi gáfumenni? New York, London. Reuters. AP. TENGLAR ..................................................... British Medical Journal:www.bmj.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.