Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 39 kvörðunin r með yrði ta Sam- r upplýs- stofnunin r að hin staðfest. ti ákvörð- úrskurði ví verður syfirvöld- gnunina. urð og að und króna nýja á um garnar af neitað að amkeppn- ins vegar n til kaup- laginu. ært agsins rannsókn Búnaðar- um fyrir bréfunum itt lán „til ðingar í lánið var utabréfa í ngi SFG í banka- ði bankinn a,“ segir í „Bananasölunni var einnig á sín- um tíma send fyrirspurn um það hvort það fyrirtæki eða önnur tengd því hefðu með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, komið að hlutabréfaviðskiptunum. Var í svari félagsins í engu minnst á fjármögn- un SFG á kaupunum.“ Í fréttatilkynningu samkeppnis- ráðs segir að aðkoma Sölufélagsins að viðskiptum þessum hafi þó ekki eingöngu verið í formi fjármögnun- ar. „Fram er komið, að þrátt fyrir að frestur SFG til að kaupa Ágætis- bréfin, samkvæmt samningi við Búnaðarbankann, hafi verið runn- inn út þegar Grænmeti keypti, hafi bæði SFG og bankinn talið sig bund- in af samningnum. SFG hafi bent á Grænmeti sem kaupanda í sinn stað, eins og fyrirtækið hafði rétt til sam- kvæmt ákvæðum samnings síns við bankann. Sala bréfanna fór því ekki fram á frjálsum markaði. Hvorki SFG, Grænmeti né Bún- aðarbankinn höfðu á sínum tíma upplýst um það, að sala Ágætisbréf- anna til Grænmetis hefði verið liður í að efna kaupsamning um bréfin milli aðilanna. Í svari Búnaðarbank- ans til Samkeppnisstofnunar árið 1999 var þess þvert á móti getið, að SFG hefði „samþykkt að falla frá kauprétti sínum“ samkvæmt samn- ingnum.“ Í tilkynningunni segir að svör þessara aðila hafi því gefið til kynna að Grænmeti hafi keypt hlutabréfin í Ágæti sem sjálfstæður og óháður kaupandi, án allra tengsla við Sölu- félagið. Því sé ljóst að Búnaðarbanki Íslands, fyrirtækjasamstæða Sölu- félags garðyrkjumanna og Þórhall- ur Bjarnason f.h. Grænmetis hafi vísvitandi veitt samkeppnisyfirvöld- um rangar og villandi upplýsingar varðandi atriði, sem máli skiptu um mat á kaupum Grænmetis á Ágæti. Þar sem að röng skýrslugjöf til sam- keppnisyfirvalda varðar brotlegan aðila refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga var málið kært til lögreglu. Kaupin að frumkvæði Sölu- félags garðyrkjumanna Eins og kom fram að ofan telur samkeppnisráð upplýst að kaup Grænmetis á Ágæti hafi í raun verið gerð að frumkvæði og fyrir reikning og áhættu Sölufélagsins. Fyrir liggi að Sölufélagið hafi lengi haft uppi ráðagerðir um að eignast Ágæti og því hafi samningurinn við Búnaðar- bankann verið gerður í þeim til- gangi. Einnig telur ráðið að tvísýnt hafi þótt um hvort kaup Sölufélags- ins myndu standast samkeppnislög, og að hugmyndir hafi verið uppi inn- an Sölufélagsins um að annar aðili yrði látinn kaupa Ágæti „á pappír- unum.“ „Virðist samningurinn við Búnað- arbankann hafa tekið mið af þessu, en hann kvað meðal annars á um rétt SFG til að framvísa kauprétti sínum til annars aðila, enda fór svo að Sölufélagið vísaði á Grænmeti sem kaupanda í skjóli þessa réttar. Grænmeti var á þessum tíma eigna- laust fyrirtæki án starfsemi og hafði Þórhallur Bjarnason, sem þá var stjórnarmaður í SFG og fleiri fyr- irtækjum tengdum því, nýverið keypt það.“ Samkvæmt upplýsingum frá sam- keppnisráði fjármagnaði Sölufélag- ið kaupin að fullu fyrir milligöngu Vöxtu, sem er undir stjórn fjöl- skyldu Þórhalls eins og áður sagði. „Sú fjármögnun var veitt í formi skuldabréfs gegn handveði í hluta- bréfunum sjálfum og án nokkurra frekari trygginga eða persónulegra ábyrgða. Skuldabréfið átti að greið- ast að fullu að 8 mánuðum liðnum. Það hefur síðan komið í ljós að lánið var ekki gert upp fyrr en eftir að Ágætisbréfin höfðu verið framseld til Banana í desember sl.“ Sölufélagið náði virkum yfirráðum í Ágæti Samkeppnisráð telur ljóst þegar atvik málsins eru skoðuð í samhengi að Sölufélagið hafi, í gegnum kaup Grænmetis á Ágæti árið 1999, náð virkum yfirráðum yfir Ágæti. „Hér verður sérstaklega að horfa til frumkvæðis SFG að viðskiptun- um og samstilltra aðgerða SFG og Þórhalls Bjarnasonar í tengslum við þau. Þá skiptir höfuðmáli fjármögn- un SFG á kaupunum á Ágæti og eðli hennar, ásamt þeirri staðreynd að Grænmeti gerði ekki upp lánið fyrr en SFG eignaðist Ágæti formlega með kaupum Banana á fyrirtækinu. Grænmeti skuldaði þannig SFG allt andvirði hlutafjár í Ágæti þann tíma sem það stóð að rekstri fyrirtækis- ins og engin gögn benda til að for- sendur hafi verið til að endurgreiða þá skuld. Er því ljóst að Grænmeti og dótturfélag þess, Ágæti, voru verulega háð SFG frá og með nóv- ember 1999 og ekki raunhæft að vænta þess að hegðun Ágætis á markaði hafi verið án tillits til hags- muna SFG. Þess sjást einnig merki að SFG hafi í raun beitt áhrifum sín- um. Þannig var fyrrum starfsmaður SFG ráðinn í stöðu fram kvæmda- stjóra Ágætis skömmu eftir eig- endaskiptin, en einnig var skipt um fjármálastjóra og endurskoðanda félagsins,“ segir í tilkynningu sam- keppnisráðs. Samkeppnisstofnun hefur nýja rannsókn „Af þeirri niðurstöðu að SFG hafi náð yfirráðum yfir Ágæti þegar á árinu 1999 leiðir að kaup Banana á hlutafé félagsins, sem hafa verið til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun, teljast ekki samruni í skilningi sam- keppnislaga, þar sem fyrirtækin höfðu áður verið komin undir yfir- ráð sama aðila. Athugun Samkeppn- isstofnunar á þeim viðskiptum er því lokið. Hins vegar er orðið ljóst að SFG-samstæðan, Búnaðarbanki Ís- lands og Grænmeti hafa veitt sam- keppnisyfirvöldum rangar og vill- andi upplýsingar sem leiddu til þess að tekin var ákvörðun á röngum for- sendum. Samkeppnisráð telur því að ákvörðun þess nr. 44/1999, um að hafast ekki að í tilefni af kaupum Grænmetis á Ágæti, sé ógildanleg í skilningi stjórnsýslulaga og hefur því ákveðið að afturkalla hana. Af þeirri afturköllun leiðir að leggja þarf nýtt efnislegt mat á það hvort þau yfirráð SFG yfir Ágæti, sem sköpuðust á árinu 1999, séu sam- þýðanleg samrunaákvæðum sam- keppnislaga. Samkeppnisráð leggur því fyrir Samkeppnisstofnun að hefja nýja rannsókn á sölunni á Ágæti árið 1999 til að meta þessi at- riði,“ segir í tilkynningunni. , Sölufélag garðyrkjumanna og Grænmeti til lögreglu tt vísvitandi rangar kaupin á Ágæti hf. Morgunblaðið/Ásdís Búnaðarbankinnsendi frá sérfréttatilkynningu í gær varðandi ákvörðun samkeppnisráðs. Þar seg- ir: „Búnaðarbanki Íslands hf. telur sig hafa gefið full- nægjandi upplýsingar um málið. Athugasemdir sam- keppnisráðs sem snúa að bankanum koma forvígis- mönnum hans því verulega á óvart. Fyrir liggur að Samkeppn- isstofnun mun hefja rannsókn málsins á ný. Búnaðarbanki Ís- lands hf. mun kappkosta að vinna með Samkeppnisstofnun að skoð- un málsins og telur fullvíst að þá komi í ljós að hann veitti á sínum tíma upplýsingar um umrædd við- skipti í góðri trú.“ Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, ítrekaði í samtali við Morgunblaðið að bankinn hefði tal- ið sig hafa gefið fullnægjandi upp- lýsingar. „Það lá alltaf ljóst fyrir að Sölufélag garðyrkjumanna hafði forkaupsrétt og að við myndum kaupa bréfin fyrir félagið ef Samkeppn- isstofnun gerði ekki at- hugasemdir við kaupin. Samkeppnisstofnun var alla tíð gert ljóst að Sölu- félagið hafði forkaupsrétt að bréfunum. Mér kemur því spánskt fyrir sjónir að það skuli koma upp nú að við höfum ekki gefið rétt- ar upplýsingar. Við erum reiðu- búnir til samstarfs við þessa aðila eins og fram kemur í okkar yfirlýs- ingu,“ segir Stefán. Í umræðunni að undanförnu hef- ur verið fjallað um meint inn- herjasvik Búnaðarbankans vegna viðskipta með hlutabréf í fyrirtæk- inu Pharmaco. Aðspurður um hvernig á því stæði að þessi mál kæmu upp sagði Stefán: „Ég veit það ekki. Ég vil ekki hugsa neitt ljótt. Með því á ég við að það sé með ólíkindum hvernig við lendum inni í þessari hringiðu.“ Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Búnaðarbankinn telur sig hafa gefið fullnægjandi upplýsingar Forkaupsréttur SFG lá ljós fyrir Stefán Pálsson GUÐMUNDUR Sigurðs- son, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir að samkeppnisyfirvöld líti það býsna alvarlegum augum ef aðilar halda frá þeim upplýsingum og sam- keppnisráð taki ákvarð- anir sem grundvallist á ónógum eða villandi upp- lýsingum. Guðmundur segir að lögreglurannsóknin muni beinast að því hvort hér hafi verið um hegningarlagabrot að ræða með því að veittar hafi verið vís- vitandi rangar eða ófullnægjandi upplýsingar. Í samkeppnislögum er kveðið á um það að refsivert sé að veita samkeppnisyfir- völdum rangar upplýs- ingar. Viðurlög við því varða fangelsisvist. „Rannsóknin beinist að því hvort ákvörðunin sem samkeppnisráð tók í lok árs 1999 hafi verið tekin á grundvelli rangrar upplýsingagjafar og það er mat samkeppnisráðs að svo hafi verið. Þess vegna er sú ákvörðun afturkölluð. Samkeppn- isstofnun hefur verið falið af sam- keppnisráði að fara aftur í efn- islega athugun á þeim kaupum sem urðu á árinu 1999,“ segir Guðmundur. Guðmundur Sigurðsson, sam- keppnissviði Samkeppnisstofnunar Guðmundur Sigurðsson Ákvörðun tekin á grundvelli rangrar upplýsingagjafar Þórhallur Bjarnason,framkvæmdastjóriGrænmetis efh., kveðst ekki sjá neina ástæðu til lögreglurann- sóknar hvað varðar hans hlut við kaup Grænmetis á hlutafé í Ágæti. Hann kvaðst ekki kannast við að hafa gefið vísvitandi rang- ar upplýsingar um málið. „Ég er afar undrandi á þessu. Mér finnst þetta fyrst og fremst sýna slæleg vinnubrögð Samkeppnisstofnunar. Stofnunin hefur greinilega fundið upplýs- ingar sem ekki var leitað eftir þeg- ar ég keypti upphaflega. Nú sakar stofnunin mig um að ljúga til um millifærslur í bankakerfinu milli Sölufélagsins og Búnaðarbankans sem ég hafði enga möguleika að vita um. Vaxta var lánveitandi minn en þar á bak við eru milli- færslur sem ég gat ekki vitað um enda bankaleynd í gildi. Millifærslurnar voru alls ekki rannsakaðar á sínum tíma og ekki fyrr en ég sel Ágæti. Ég fordæmi svona vinnubrögð. Það liggur líka alltaf fyrir að Sölu- félagssamsteypan leitaði eftir sameiningu við Ágæti og ég tel að í Sam- keppnisstofnun séu ekki menn til að taka á því máli. Það hefði kannski verið nær fyrir þá að taka efnislega á þessari sameiningu og kveða síðan upp úr um að hún megi ekki eiga sér stað og þá hefði málið gengið til baka,“ segir Þórhallur. Hann kveðst hafa gefið sam- keppnisyfirvöldum skrifleg svör og þau standi. Hann fái ekki séð hvernig hann hafi getað gefið rangar upplýsingar um málið og ekki viti hann hvað gerist innan Búnaðarbankans. Þórhallur Bjarnason, framkvæmdastjóri Grænmetis efh. „Sýnir slæleg vinnubrögð Sam- keppnisstofnunar“ Þórhallur Bjarnason um Sölu- afi þegar nisstofnun garð- ágúst ögn hafi Sam- elli sam- pnis- ar gegn i garð- ð húsleit n, lög- kju- manna, segir að í júlí og ágúst 1999 hafi hann reynt að kynna fyrirhugaðar breytingar á Sölufélagi garðyrkjumanna og stofn- un nýrrar ávaxta- og grænmetisdreifing- armiðstöðvar fyrir sam- keppnisyfirvöldum. Búið hafi verið að kaupa öll hlutabréfin í Ágæti í gegn- um Búnaðarbankann. „24. september 1999 birtast skyndilega 20 starfsmenn Samkeppnisstofn- unar í húsakynnum Sölufélagsins og gera húsleit. Það eru því sautján mánuðir síðan þeir ruddust þar inn og hirtu öll gögn sem þeir vildu. Það hefur fjölmörgum spurningum verið svarað varðandi það mál, en ég hef ítrekað leitað eftir því við samkeppnisyfirvöld að þau segi mér fyrir hönd minna skjólstæðinga hvað það er sem þessi fyrirtæki hafi brotið af sér í samkeppnisrétt- arlegu tilliti, hvort hægt sé að ljúka því máli með sátt og að markmiðið sé aðeins eitt, að búa til öflugt dreifingarfyrirtæki. Ásakanir sem koma fram í ákvörðun sam- keppnisráðs eru mér algerlega óskiljanlegar,“ segir Sigurður. Hann kveðst hafa átt langt viðtal við forstöðumann samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar sl. miðviku- dag og fimmtudag. Í fyrradag kveðst Sigurður hafa afhent for- stöðumanni samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar gögn um fjár- hagsleg tengsl fyrirtækjanna sem hlut eiga að máli. „Ég bað þá að spyrja mig um gögn sem þeir vildu fá og ég myndi finna þau til. Sum þessara gagna hafa þeir ekki séð en þeir hafa bréf frá mér um það að þeir geti fengið allt sem þeir biðja um,“ segir Sig- urður. Aðspurður um hvort samkeppn- isyfirvöld hefðu þurft að biðja um gögn og hvort málsaðilar hefðu ekki átt að leggja þau fram að fyrra bragði sagði Sigurður: „Það leggur enginn fram gögn nema í samræmi við spurningar. Sam- keppnisyfirvöld hafa vitað frá fyrsta degi hvað við vorum að und- irbúa og það hefur aldrei verið dregin dul á það,“ segir Sigurður. Hann segir að öll þessi máls- meðferð og offors, eins og t.a.m. við húsleitina í september 1999, beri þess merki að samkeppnis- yfirvöld reyni með þessu að vinna sig í álit hjá þjóðinni. gmaður Sölufélags garðyrkjumanna i verið dreg- ul á fyrir- nir félagsins Sigurður G. Guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.