Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 43
Glaðvær og glæsileikinn uppmálaður. Það var alltaf jafn gott og gaman að heimsækja þig og ég og fjölskylda mín öll jafn velkomin. Þú barst aldurinn vel og stóðst teinrétt upp úr öllu mótlæti. Þú varst glæsileg á 90 ára afmælinu þínu og naust þess að hafa fullt af fólki hjá þér. Þaðan er mín síðasta minning um þig, mín kæra föðursystir. Ég kveð þig með virðingu og þökk. Sofðu rótt. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Margrét Guðjónsdóttir. Heiðurskonan Ingibjörg Jónsdótt- ir frá Torfastöðum í Fljótshlíð er farin yfir móðuna miklu. Hún var tilbúin í þessa hinztu för, búin að þjóna guði og mönnum vel á langri æfi. Ingibjörg var borin og barnfæddur Fljótshlíðingur og þar var hún alin upp og bjó þar meiri hluta æfinnar. Hún fæddist í marzmánuði árið 1909 og var því tæplega níutíu og tveggja ára þegar hún lést. Hún var alin upp á þeim tímum sem mikil vinna, hagsýni og ráðdeild réðu því að fólk hefði í sig og á. Nægjusemi og lífsgleði ein- kenndu hana alla lífsleiðina. Hún giftist Korti Eyvindssyni og bjuggu þau á Torfastöðum allan sinn búskap, en urðu að bregða búi snemma á sjöunda áratugnum sökum heilsubrests Korts. Hann lézt svo fáum árum síðar, langt um aldur fram. Þau eignuðust þrjú börn, Jónu, Berg og Eygló. Þau voru afar sam- hent hjón og voru með allmyndarlegt bú á þess tíma mælikvarða. Kort var mikill bóndi og ræktunarmaður og var áratugum á undan sinni samtíð í nýjungum í landbúnaði. Ég kom ungur að árum í sveit til þeirra hjóna. Mér líkaði dvölin vel og var þar meira og minna fram að ferm- ingaraldri. Þau voru góðir uppalend- ur, bæði blíðir og harðir í senn. Ingibjörg kenndi mér heilbrigða sýn á lífið. Reglurnar voru einfaldar, standa sig í vinnu og aldrei að gefast upp þótt á móti blési, tala varlega bæði um sjálfan sig og aðra, standa við orð sín og gjörðir, vera heiðarleg- ur og njóta lífsins og náttúrunnar. Hún mat fólk eftir þessu, ekki eftir gráðum eða fínni umgjörð þótt hún hvetti bæði mig og sína afkomendur til dáða í að afla sér menntunar. Þau hjón undirbjuggu mig vel und- ir lífið og verð ég þeim ævinlega þakk- látur fyrir það. Ingibjörg var kona föst fyrir með ákveðnar skoðanir. Lét í sér heyra ef henni mislíkaði, en það jafnaði sig fljótt. Hún var söngvin, danselsk og sá oft spaugilegar hliðar mannlífsins. Ingibjörg missti mikið þegar Kort lést. Hún starfaði hjá Reykjavíkur- borg til sjötugs. Hún sinnti því starfi af sömu trúmennsku eins og öðru sem hún tók að sér í lífinu. Ingibjörg var afar barngóð og nutu barnabörnin þess. Hún var afar gest- risin og átti alltaf mikinn lager með kaffinu af allskonar gómsæti sem hún bakaði. Gengin er ein af dugnaðarkonum þessarar aldar. Hún tókst á við lífið af festu og gleði og uppskar eftir því. Hún var kona trúuð og kirkjurækin. Far vel uppeldismóðir mín og megi Guð blessa þig. Þökk fyrir samfylgd- ina. Gunnar Birgisson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 43 ✝ Brynja Gunnars-dóttir fæddist 8. júlí 1952. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga á Sauðárkróki 25. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Gunnar Grét- ar Jóhannsson, f. 1.6. 1927, d. 13.9. 1974, og Sólborg Júlíus- dóttir, f. 28.3. 1932. Stjúpfaðir Brynju var Páll Óskarsson, f. 9.11. 1929, d. 28.5. 1999. Systur Brynju eru Katrín og Hrönn. Brynja eignaðist tvö börn, Kol- brúnu, f. 11.9. 1969, maki hennar er Sig- urður Aðalsteinsson og eiga þau einn son, Jóhann Karl, og Valdimar Líndal, f. 26.4. 1974, maki hans er Halldóra Þormóðsdóttir og eiga þau eina dóttur, Eyrúnu Brynju. Eft- irlifandi eiginmaður Brynju er Birgir M. Valdimarsson. Brynja verður jarðsungin frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fyrir um fjörutíu og fimm árum eða svo fluttist norður á Sauðárkrók búferlum Gunnar föðurbróðir minn frá Keflavík með konu sína Sól- borgu og Brynju dóttur þeirra unga. Að þessum flutningi var nokkur aðdragandi og við vorum öll full eftirvæntingar í minni fjöl- skyldu fyrir norðan því langt hafði verið í millum bræðranna, pabba og Gunnars, í mörg ár. Fljótlega voru Gunni frændi og Solla búin að koma sér fyrir í ytri bænum á Króknum. Þau settust að í Blöndalshúsinu við Aðalgötuna beint á móti apótekinu við hliðina á Briem. Það fylgdi svolítill framandi blær Gunna og Sollu sem komu beint úr amerísku andrúmi varnarliðsins í Keflavík þar sem hann hafði starfað sem lögreglu- maður. Bræðurnir pabbi og Gunnar hófu að starfa saman við múrverk og samdi ágætlega og samgangur var mikill með fjölskyldunum. Bæjar- félagið á Króknum var þá smátt í sniðum, aðeins um þúsund íbúar. Allir þekktu alla og ungu nýfluttu hjónin eignuðust fljótt fjölda vina og kunningja. Brynja frænka mín var aðeins tveimur árum yngri en ég og okkur varð strax vel til vina. Óskar afi bjó í Skógargötunni og þangað lá leiðin oft úr syðri bænum út í ytri bæinn og þá var stutt yfir í Blöndalshúsið til leika við Brynju frænku. Svo fjölgaði hjá þeim Gunna og Sollu og þau eignuðust stúlku sem skírð var Hrönn. Brynja frænka mín, sem ég minn- ist með söknuði í þessum línum, var sem barn og unglingur sérlega geð- góð, hláturmild, broshýr og skemmtilegur félagi. Við urðum sem börn og síðar unglingar góðir leikfélagar, við bundumst traustum vinaböndum og við áttum vel skap saman. Brynja var fallegt barn og mynd- arleg stúlka þegar hún þroskaðist og stækkaði á táningsárunum. Hún var dekkri á hörund en við hin, með dimm, ástríðufull og glettnisleg augu og kvikar hreyfingar. Ókunn- ugir héldu að hún væri útlendingur og spurðu um ætterni hennar. Tíminn líður hratt, samfélagið breyttist og bæjarlífið tók breyt- ingum. Fjölskylda Brynju flutti á Skagfirðingabrautina til Huldu og Sigurjóns og áfram voru þeir bræð- urnir pabbi og Gunni í múrverkinu heima á Króknum og langdvölum út um sveitir. Svo komu slæmu tíðindin skyndi- lega og voru á allra vörum. Gunni frændi og Solla slitu samvistum og allt í einu voru þær mæðgurnar farnar suður til Keflavíkur og Gunni frændi víst kominn á sjóinn eða á síld fyrir austan. Þeirra var allra sárt saknað fyrir norðan á Krókn- um þegar þau fluttu öll á burt. Svo leið nú tíminn og bærinn stækkaði og fólkinu fjölgaði og einn daginn komu þær aftur norður Solla og frænkur mínar Hrönn og Brynja. Nú var kominn annar tími og við höfðum öll elst og breyst svo- lítið. Við Brynja tókum upp fyrri vinskap. Ég minnist nú skemmti- legra stunda í ærslum og unglinga- látum með flissi og flími og hlátra- sköllum, t.d. við hornborðið í Alþýðuhúsinu (Hótel Mælifelli) eða við bardiskinn á ísbarnum hjá Guð- jóni í Bakaríinu. Við fórum í hópi félaga og vina á sveitaböllin í Húna- veri, Ketilási og Víðihlíð og sungum í sætaferðarútunni með þeim Sleitu- staðabræðrum. Eitt fagurt haust fór ég suður til náms og í sumarbyrjun kom ég heim og fór að ganga með símalín- um með Ragga og Steina Andrésar í vinnuflokki Pósts og síma. Ég hitti Bigga gamla félaga minn og hann sagði mér brosandi þau tíðindi hálf- feiminn að kærasta hans væri nú Brynja frænka mín. Biggi var minn æskufélagi af Öldustígnum og mér þótti vænt um þennan ráðahag og sagði þeim það. Það var skemmti- legur hjónasvipur með þeim Bigga og Brynju. Þau voru sífellt hlæjandi og brosandi, léttleikinn einkenndi andrúmsloftið í kringum þau. Þetta var gott samband karls og konu, einstaklega heiðarlegt og farsælt hjónaband. Þeir sem kynntust þeim minnast þeirra fyrir skýr og hreinskiptin samskipti og samheldni þeirra ætíð. Þau unnu vel saman að öllu og þau lifðu einföldu lífi. Þeim farnaðist vel þótt afkoman væri misjöfn og vinn- an stundum mikil. Þetta var ham- ingjuríkt hjónaband og traust. Atvikin haga því svo að Solla móðir Brynju frænku minnar hefur sambúð með Palla móðurbróður mínum. Aðdragandi þessa varð okk- ur Brynju á sínum tíma bæði undr- unar- og fagnaðarefni. Palli byggir svo stórt einbýlishús fyrir þau á Víðigrundinni og Brynja og Biggi gerðu sér litla íbúð í kjallaranum hjá þeim. Afi Óskar var líka fluttur í kjallarann úr Bjarnabænum og sambýlið var þarna einstakt og gott. En það var ekki dvalið lengi í kjall- aranum því ungu hjónin fóru að byggja uppi í hverfinu og eignuðust þar gott heimili, en auðvitað var ekki löng leiðin á Víðigrundina í heimsóknir og stutt innlit. Sérstakt og mjög náið samband var með þeim mæðgum Sollu og Brynju og samgangur mikill á milli húsa seint og snemma. Þá var oft drukkið vel af kaffinu og spjallað og stundum mannmargt þegar allir voru komnir upp á eld- húspallinn, Óskar afi, Palli, dæturn- ar Brynja og Hrönn, tengdasynirn- ir, börnin og Solla stóð við gluggann og bætti sífellt á kaffið. Svo koma Dagur bróðir og Valdís yfir götuna til að hitta frændfólk og góða ná- granna. Þá var stundum hlegið og býsnast lengi og tíðindi úr bæjar- félaginu ígrunduð. Nú er aðeins þessi skemmtilega minning eftir. Lífið sjálft hefur gef- ið og tekið aftur. Það er stundum langt og erfitt þetta blessaða líf eða svo ósköp stutt. Ævilok einstak- lings, sem hefur í lífinu haft stað og pláss í tilfinningaheimi okkar, eru sársaukafull og við fráfall hans end- ar hans heimur en okkar heldur áfram. Andlát ættingja og ástvinar er eiginlegur heimsendir í hvert sinn. Sár söknuður leggst nú yfir okkur öll sem áttum Brynju að ást- vini við þetta skyndilega andlát hennar. Mestur er þó missir Bigga og barnanna, Valdimars og Kol- brúnar, og móður hennar og systur. Síðustu æviár Brynju voru henni þungbær vegna geðrænna veikinda sem rændu hana lífshamingju og lífsvilja. Margvíslegar tilraunir hennar með aðstoð lækna og hjúkr- unarfólks til að ná varanlegum bata báru lítinn árangur. Hún var þessa vel meðvituð og var vonsvikin yfir því að ná ekki fyrri heilsu og lífs- þrótti. Við slík veikindi verður lífsviljinn ekki mikill og vonleysið heltekur hinn sjúka, svo og alla vini og ást- vini. Það var þungbært að spyrja þau tíðindi af Brynju nú síðustu misserin að hægur væri bati henn- ar. Við þessu hafði hún engin ráð. Aðeins svolitla bjartsýni eða von um að þetta gæti allt lagast einhvern- tímann. Eftir stutta sjúkrahúslegu á Sauðárkróki fékk hún snöggt and- lát að morgni 25. janúar. Nú er þessu lífi hennar lokið sem mér finnst hafa verið ósköp stutt. Allir þeir sem hafa þekkt til hennar erfiðu veikinda vona að guðleg ró og himnesk hvíld sé nú loksins í sálu hennar. Ég trúi því að nú hvíli hún í ástúðlegum faðmi þeirra ástvina hennar sem á undan eru gengnir. Þeir sem syrgja hana sárast minnast með hlýju eftirminnilegra samverustunda og muna geislandi brosið, glettnina í augunum og hvellan hláturinn. Brynja var mynd- arleg kona og andlitsfríð og bauð af sér góðan þokka alla tíð. Hún var sannarlega góð eiginkona, um- hyggjusöm móðir og góður sam- borgari. Líf hennar var ekki langt en það var sannarlega á löngum stundum fullt af lífshamingju þótt það hlyti svo snöggan og dapurleg- an endi. Minnumst hennar í bænum okk- ar, biðjum fyrir eftirlifandi eigin- manni og börnum, móður og ætt- ingjum og vinum hennar. Hvíli hún í friði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Bjarni Dagur Jónsson. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd, geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól, Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt. Vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm, situr engill við rúm. Sofðu vært sofðu rótt, eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson.) Með þessu fallega ljóði viljum við kveðja Brynju hans Bigga, eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili. Elsku Brynja, kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Elsku Biggi, Kolla, Valdi og fjöl- skyldur, guð styrki ykkur í sorginni. Guðmundur (Mummi), Ásta, Róbert, Arnar og Tómas. BRYNJA GUNNARSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.