Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
/
" &
# #
1>#E)
" $"
," 5 /%
! " # #
6
#
$ &
#
#!> 4"
!""
'
8 9"!!""
15$> 4"
*5$! !!""
1 ! /"
!!!
7%+ /!""
* !15$/!!""
57'
7
!
$ $%
7" "
# #
)*'+&)3)
! 7
$
)/
6%!
F/ * "%
! " '
#
7
! # )
& %' $
%
& !""
+ "
'
!""
' + '
7!""
" !""
$ $%
✝ Snorri Sigurðs-son fæddist á
Syðra-Hóli í Kaup-
angssveit í Eyjafirði
21. febrúar 1913.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. janúar
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urgeirsson, bóndi á
Syðra-Hóli, og kona
hans Emilía Bald-
vinsdóttir húsfreyja.
Systkini Snorra
voru: Höskuldur, f.
1906; Sigurgeir, f. 1908; Anna, f.
1910; Ragnar, f. 1916, og Baldur,
f. 1919. Þau eru öll látin
Árið 1938 kvæntist Snorri
Ragnheiði Magnúsdóttur, f.
18.12. 1916, d. 4.4. 1941, frá
Litladal í Eyjafirði.
Hinn 10. júlí 1948 kvæntist
Snorri eftirlifandi eiginkonu
sinni, Elínu Friðriksdóttur, f.
29.11. 1925, frá Ytri-Hlíð í
Vopnafirði. Börn þeirra eru: 1)
Ragnheiður, f. 2.12. 1948, gift
Haraldi Haraldssyni, f. 1.6. 1948,
og eiga þau þrjár dætur, Björk, f.
1978, Bryndísi, f. 1980, og Birnu,
f. 1983. 2) Oddný, f. 3.3. 1950,
hennar maður er Steinþór Þrá-
insson, f. 4.10. 1954.
Börn Oddnýjar eru
Snorri, f. 1980, Elín
Hulda, f. 1981, og
Baldur, f. 1984. 3)
Sigurður, f. 8.3.
1953, kvæntur Önnu
Sigríði Haraldsdótt-
ur, f. 5.9. 1959, og
eiga þau tvö börn,
Þóru, f. 1989, og
Snorra, f. 1994. Sig-
urður á þrjár dætur
eldri, Elínu Dóru, f.
1971, Lindu Björk,
f. 1972, og Hörpu
Dögg, f. 1981, og
þrjú barnabörn. 4) Friðrik, f.
13.9. 1956, kvæntur Ólöfu Guð-
rúnu Helgadóttur, f. 29.5. 1960.
Þau eiga tvær dætur, Elínu, f.
1988, og Hönnu Maríu, f. 1995.
Sonur Friðriks er Ómar, f. 1976.
5) Snorri, f. 2.9. 1964, kvæntur
Heiðu Dís Einarsdóttur, f. 21.9.
1963, og eiga þau þrjá syni, Elv-
ar, f. 1987, Sævar, f. 1991, og
Hafþór, f. 1997.
Snorri og Elín reistu nýbýlið
Hjarðarhaga í landi Syðra-Hóls
árið 1952 og bjuggu þar allan
sinn búskap.
Útför Snorra Sigurðssonar fer
fram frá Kaupangskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Mikill maður og drengur góður er
hniginn í valinn. Eftir skamma, en
allsnarpa glímu hefur Elli kerling
lagt Snorra Sigurðsson að velli. Ekki
verður við þá kerlingu sakast að hún
leitaði snemma fangbragða, og víst
er um það að ellin kemur öllum til
falls er svo gamlir verða að elli bíði
eins og segir í Snorra-Eddu. Samt er
okkur sem eftir stöndum erfitt að
sættast við úrslitin, enda stórt skarð
í frændgarðinn þá Snorri er á braut.
Ég reyni í fáum orðum að minnast
tengdaföður míns og þakka honum
vináttu, tryggð og ljúfmennsku í
minn garð en veit á sömu stundu að
fátækleg greinin hrekkur skammt
þegar mikið liggur við.
Svo var Snorra drenglyndið eðlis-
lægt að þótt ég kynntist honum ekki
fyrr en hann stóð á áttræðu duldist
mér aldrei hver afbragðsmaður þar
hafði alla tíð farið. Ég hef sjaldan
þekkt slíkt jafnaðargeð. Virðingin
fyrir því sem aðrir höfðust að var
einlæg og trúmennskan við lífið al-
ger. Aldrei heyrði ég Snorra láta illt
orð falla um nokkurn mann en alltaf
bera í bætifláka fyrir þann sem
minna mátti sín.
Einn óvin eignaðist Snorri þó um
ævina, óvin sem ég held hann hafi
ekki getað sæst við fyrr en á hinstu
stundu. Sá var dauðinn. Hann hafði
hrifið Ragnheiði Magnúsdóttur,
fyrri konu Snorra, úr þessum heimi á
þriðja hjúskaparári þeirra. Hann
hafði líka kvatt dyra hjá Baldri,
yngsta bróður Snorra, nánasta sam-
starfsmanni og vini löngu fyrir aldur.
En Snorri bar harm sinn í hljóði eins
og hetjum er títt. Oftar en ekki var
lífið honum líka hliðhollt, bæði vegna
atgervis hans og gæfu.
Árið 1948 kvæntist Snorri eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Elínu Friðriks-
dóttur frá Ytri-Hlíð í Vopnafirði. Það
var þeim báðum gæfa. Eftir fárra
ára búsetu á Akureyri byggðu þau
sér nýbýlið Hjarðarhaga í landi
Syðra-Hóls, föðurleifðar Snorra, og
bjuggu þar allan sinn búskap. Ekki
var úr miklum veraldlegum auð að
moða fyrstu búskaparárin, en með
samheldni, dugnaði og nægjusemi
tókst þeim hjónum ætlunarverkið.
Myndarlegt íbúðarhús var risið árið
1952 og svo komu útihúsin hvert af
öðru, en efniviðinn í þau sótti Snorri í
gömul íbúðarhús og skemmur á Ak-
ureyri sem hann reif til þess arna og
bera fjárhúsin vitni þess. Þau eru til
dæmis klædd innan með dýrasta
panel og með gluggum sem hæfa
stofum hefðarfólks. En fjárhúsin
bera einnig dugnaði tengdaföður
míns gott vitni, eljusemi hans og
atorku, þrautseigju og útsjónarsemi.
Það var gaman að heyra Snorra
segja byggingarsögu húsanna í
Hjarðarhaga. Við sem nú njótum
þeirra erum stolt af verkum hans og
munum varðveita handbragðið og
stílinn svo lengi sem kostur er.
Það var líka gaman að hlusta á
Snorra segja frá búskaparháttum,
menningarlífi og atburðum fyrri tíð-
ar. Hann var stálminnugur til síðasta
dags og vel að sér. Það stóð alltaf til
að festa fjársjóð minninganna á seg-
ulband en nú er það of seint.
Snorri og Elín eignuðust fimm
börn. Það var líka þeirra gæfa. Og
Snorri var stoltur af börnunum sín-
um. Það stolt var einlægt og fölskva-
laust, byggt á kærleiksríkri föðurást
og takmarkalausri virðingu fyrir líf-
inu.
Honum þótti líka mikið til barna-
barnanna koma enda elskuðu þau afa
og virtu.
En nú er komið að kveðjustund.
Snorri Sigurðsson hefur ýtt úr vör
og stefnt fleyi sínu yfir móðuna
miklu. Við stöndum á bakkanum og
horfum á eftir öðlingi með tár í aug-
um. Það ríkir sorg á loftinu heima í
Hjarðarhaga. En minningin um ást-
ríkan föður og góðan afa og þakk-
lætið fyrir allar samverustundirnar
verða sorginni brátt yfirsterkari.
Ég kveð kæran tengdaföður minn
í virðingu og þökk. Guð blessi fjöl-
skyldu hans.
Steinþór Þráinsson.
Það var fátt sem raskaði ró hans,
hann kvaddi eins og honum var ein-
um líkt, hægt og hljótt, hann afi okk-
ar, Snorri Sigurðsson bóndi, sem við
í dag fylgjum í hans hinstu ferð.
Hlýr og innilegur var hann þegar
hann tók á móti okkur systrum á
hlaðinu í Hjarðarhaga, faðmlagið
þétt og litlar hendur nánast týndust í
stóru höndunum hans.
Það var okkur borgarbörnunum
mikið tilhlökkunarefni að heimsækja
afa og ömmu í sveitina á sumrin. Afi í
essinu sínu með barnabörnin að
sniglast í kringum sig og áhugasam-
ur um að upplýsa okkur um leynd-
ardóma sveitarinnar sem honum var
svo kær. Í sveitinni auðnaðist honum
sem betur fer að búa og starfa allt
fram á síðasta dag. Í heyskapnum
var það toppurinn á tilverunni að fá
að sitja með afa á heyvagninum fara
uppá Kerlingarhólstún eða hvað öll
túnin hans afa hétu nú og keyra
heyið heim í hlöðu.
Ekki var hávaðinn í afa þegar hon-
um fannst nóg komið um ærsl og læti
í hlöðunni hans, sem var leikvöllur
okkar að loknum vinnudegi, sagði að-
eins eins og honum var einum lagið,
svona greyin mín, er nú ekki nóg
komið, meira þurfti ekki, það sem afi
sagði voru lög staðarins og eftir þeim
var farið. Afi notaði oft orð og orða-
tiltæki sem voru okkur framandi og
var stundum erfitt að átta sig á við
hvað var átt. Einsog þegar hann var
að segja pabba til, þegar hann var að
bakka heyvagninum að hlöðunni,
„beygðu aðeins meira norður eða ör-
lítið suður“ og pabbi vissi ekki hvort
hann var að koma eða fara. Borg-
arbúar beygja nefnilega bara til
hægri eða vinstri, og hvernig í ósköp-
unum áttum við að skilja hvað það
þýddi að fara frameftir eða úteftir.
Afi var mikill sveitamaður og unni
sér hvergi betur en í sveitinni sinni.
Hann ferðaðist talsvert innanlands
en til útlanda fór hann aldrei, taldi að
þangað hefði hann ekkert að sækja.
Ferðin sem við fórum í Ásbyrgi með
afa og ömmu verður okkur lengi
minnisstæð. Þegar leið á ferðina var
afi farinn að vera eitthvað eirðarlaus
og ekki eins og hann átti að sér að
vera. Amma sagði þá að hann væri
komin með fráhvarfseinkenni af því
að hann hafði ekki fengið súra slátrið
sitt, sem hann var vanur fá sér dag-
lega. Enda var það hans fyrsta verk
þegar heim var komið úr ferðinni að
ná sér í vænan sláturkepp úr súrt-
unnunni sem hann geymdi frammí
búri.
Afi sýndi alltaf áhuga á því sem við
vorum að gera hvort sem var í námi
eða leik. Fyrsta spurningin sem
hann spurði okkur þegar við komum
í heimsókn til hans eftir skíðamót á
Akureyri var hvort við hefðum nokk-
uð dottið eða meitt okkur. Oft þurft-
um við að svara því játandi en þó
kom fyrir að Birna eða Bryndís gátu
svarað því neitandi með bros á vör og
sýnt afa verðlaunagripi sína og sam-
gladdist hann þeim þá innilega.
Nú á seinni árum eru minningarn-
ar um afa aðallega tengdar honum
sitjandi í hægindastólnum sínum inni
í stofu að horfa á Derrick, handbolt-
ann, fréttirnar eða að lesa góða bók.
Hásæti afa var við endann á eldhús-
borðinu en útum eldhúsgluggann
hafði hann útsýni útyfir Eyjafjörð og
um leið gat hann litið á hitamælinn
sinn en hann fylgdist alltaf vel með
veðrinu eins og sannur bóndi. Eftir
matinn hélt afi oft í svona smá
gönguferð út á pall til að fá sér frískt
loft og liðka sig örlítið.
Afi tók alltaf innilega á móti okkur
og eins kvaddi hann okkur með hlýj-
um kossi og innilegu faðmlagi. Alltaf
munum við geyma í hjarta okkar
minninguna um hann standandi á
pallinum í Hjarðarhaga ásamt ömmu
veifandi til okkar er við héldum heim
að lokinni dvöl hjá þeim. Við kveðj-
um afa með söknuði og þökkum fyrir
allar stundirnar sem við áttum með
honum.
Guð blessi minningu hans.
Björk og Birna Haraldsdætur.
Hann afi í sveitinni hefur nú yf-
irgefið þennan heim. Það verður
skrítið að koma heim í Hjarðarhaga
og fá ekki stórt og gott faðmlag frá
afa sínum, en svona er nú lífið og
þinn tími var víst kominn. Þú varst
tilbúinn að fara og þegar ég kvaddi
þig í haust áður en ég hélt utan var
eins og þú vissir að þú værir að
kveðja mig í hinsta sinn.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar ég sit og
hugsa um hann afa minn. Í gegnum
hann og ömmu fékk ég að kynnast
lífinu í sveitinni. Á vorin var það
sauðburðurinn og á haustin voru það
réttirnar. Skemmtilegast var þó í
heyskapnum og þegar heimalningar
voru sem þurfti að annast. Ég man
líka svo vel eftir því þegar ég fékk að
eiga eina kind og afi passaði hana svo
fyrir mig. Ég fylltist alltaf stolti þeg-
ar ég sagðist eiga afa og ömmu í sveit
og á því varð engin breyting með
aldrinum.
Það var líka alltaf mikill spenning-
ur að fara norður á Andrésarleikana
og gista í sveitinni. Þá smurði afi
nestið í fjallið, sem var steikta brauð-
ið hennar ömmu með hangikjöti, og
skildi ekkert í því af hverju stelpan
vildi ekki smjör á brauðið. Hann afi
fylgdist líka alltaf með því sem var að
gerast og vissi vel muninn á svigi og
stórsvigi þegar hann spurði hvernig
gengi á skíðunum.
Síðastliðið sumar komu amma og
afi suður og voru hjá okkur í viku.
Það var svo gott að fá þau og gaman
að sjá þau daglega. Fylgjast með afa
borða og leggja sig til skiptist og svo
hreyfði hann fæturna annað slagið.
Mér er líka minnisstætt sumarið sem
amma fór í ferðalag til Evrópu og afi
kom suður í pössun, eins og við köll-
uðum það. Þá bjó afi hjá okkur í
þrjár vikur, mamma fyllti ísskápinn
af jarðarberjagraut, slátri og rúg-
brauði og ég held bara að honum hafi
líkað vistin vel.
Þegar ég og mamma fórum svo í
haust til að gera slátur fyrir afa kom-
um við með nýjan jogging-galla með
okkur. Það var lukkulegur gamall
maður sem kom fram í nýja gallan-
um og ánægjan skein úr andliti hans.
En nú er hann allur og kominn á
æðra stig tilverunnar þar sem ríkir
friður og ró.
Það erfitt að geta ekki fylgt þér til
grafar en í staðinn á ég góðar minn-
ingar um þig síðan í haust. Ég veit
við kvöddum hvort annað þá, svo
kyssti mamma þig frá mér. Ég bið
guð að styrkja ömmu, mömmu og
okkur öll þegar við kveðjum þig.
Vertu sæll að sinni, elsku afi minn,
og guð blessi minningu þína.
Bryndís Haraldsdóttir.
Elsku afi. Núna streyma í gegnum
mig minningar um þig. Síðustu dag-
ana var ég uppi á sjúkrahúsi hjá þér.
Þótt þú svæfir þá sat ég við rúmið
þitt og horfði á þig. Ég man svo vel á
mínum yngri árum þegar ég og Ella
systir komum í heimsókn í Hjarðar-
haga til þín og ömmu, ýmist var
stoppað stutt eða gist í nokkra daga.
Þá voruð þið með búskap og fengum
viðað hjálpa til við að gefa hænunum,
hestunum og kindunum en kannski
var ekki mikil hjálp í okkur, því við
vorum svo uppteknar að leika okkur
í hlöðunni. Á haustin var komið til að
fara í réttirnar og smalað heim á tún.
Þú sóttir okkur systurnar eftir að
við fluttum norður, keyrðir með okk-
ur yfir gömlu brýrnar og sagðir okk-
ur hvað þær hétu. Í Hjarðarhaga var
ýmislegt brallað, farið í búðarleik í
forstofunni, leikið sér í eldhúsinu en
þar var trékollur sem hægt var að
hækka og lækka með því að snúa set-
unni. Þegar ég var 12 ára hringdir þú
í mig og baðst mig að fara í göngur,
sem ég hafði mjög gaman af. Heima
hjá þér og ömmu er gamalt orgel
sem mikið er spilað á, þú kenndir
mér að spila á það.
Eftir að þú hættir með búskapinn
fórst þú að lesa mikið og last á meðan
þú hafðir heilsu. Eitt sem varðveitist
í minningunni um þig, elsku afi, eru
hendurnar þínar, ég veit ekki um
nein af barnabörnunum sem ekki
hafa mælt hendur sínar við þínar,
sem voru í stærri kantinum. Sú
minning lifir áfram þótt þú hafir
kvatt okkur. Ég veit að þér líður vel
og vil þakka fyrir þann tíma sem við
áttum saman.
Elsku amma Elín. Hugur minn er
hjá þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Kveðja,
Linda Björk.
Elsku langafi. Við viljum þakka
þér fyrir samverustundirnar sem við
áttum með þér.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú í þína hönd
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
Kveðja,
Anton Freyr, Karen Sif
og Kamilla Sigríður.
SNORRI
SIGURÐSSON
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina