Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 51
HÖFUNDUR for-
ystugreinar Morgun-
blaðsins sagði föstu-
daginn 26. janúar sl. að
margt benti til þess að
fram undan væru nýir
tímar í skólamálum á
Íslandi þar sem ein-
staklingurinn fái í
auknum mæli að njóta
sín og þroska þá hæfi-
leika sem honum eru
best gefnir. Víst er að
mannlegir hæfileikar
greinast í mörg svið
sem ber að þroska í
skólastarfi. Greind er
t.d. talin vera samsett
úr mörgum þáttum,
talað er um fjölþáttagreind þar sem
skilgreindir eru fleiri þættir en hinir
hefðbundnu orðrænu og rökrænu.
M.a. er talað um hreyfigreind, tónlist-
argreind, samskiptagreind og um-
hverfisgreind. Allir vita þó að skóla-
kerfið leggur höfuðáherslu á þá þætti
sem flokkast undir málgreind og rök-
og stærðfræðigreind.
Listir eru kveikja hugmynda
Börn eru snjöll á ólíkum sviðum. Í
list- og verkgreinum grunnskólans
reynir á marga þætti mannlegrar
hæfni, bæði til hugar og
handa. Greinarnar eru í
eðli sínu ólíkar en saman
stuðla þær að alhliða
þroska einstaklingsins,
efla sköpunargáfu, auka
ímyndunarafl og skerpa
rökhyggju. Þær efla
sjálfsvitund og auka
menningarskilning nem-
enda.
Listir eru kveikja hug-
mynda í efnahagslífi og
samfélagi manna. Hug-
vit er forsenda framfara
og á öllum sviðum þjóð-
félagsins er þörf fyrir
einstaklinga gædda
þeim eiginleikum sem
þjálfaðir eru í listkennslu: Frum-
kvæði og nýsköpun. Þá er falinn í list-
um sá menningararfur sem við skil-
um næstu kynslóðum. Þetta hefur allt
komið fram í námskrárdrögum
menntamálaráðuneytisins.
Sérgreinum blæðir út
Íslenskir grunnskólar eru mörgum
kostum búnir. Verkaskipting kenn-
ara er meiri hér en víða annars stað-
ar. Þar sem best hefur tekist til hafa
nemendur auk umsjónarkennara sér-
staka kennara í tónmennt, íþróttum
(leikfimi), sundi, handmennt (bæði
smíðum og hannyrðum), myndmennt,
dansi, heimilisfræði og tölvum. Þetta
er frábært og hlýtur að stuðla að því
að „einstaklingurinn fái að njóta sín
og þroska þá hæfileika sem honum
eru best gefnir“. Annars staðar t.d.
þar sem ég þekki til í Hollandi „sinn-
ir“ bekkjarkennarinn þessu öllu.
Það er hins vegar dapurleg stað-
reynd að mörgum þessara sérgreina
er hægt og bítandi að blæða út. Ár-
göngunum fækkar sem fá að njóta
þeirra og það fást ekki kennarar til
starfa til að sinna greinum eins og
heimilisfræði, handmennt og tón-
mennt. Kennslueldhús standa auð
stóran hluta vikunnar og tónmennta-
stofur eru teknar undir almenna
kennslu. Kórsöngur í grunnskólum
menningarborgarinnar er nánast
þagnaður.
Tilvera án tónlistar
Samninganefndir sveitarfélaga og
Kennarasambandsins komu sér sam-
an um að horfa fram hjá þessu. Hlut-
ur sérgreina var fyrir borð borinn.
Verst er þó farið með tónmennta-
kennara eins og kom fram í grein
Þórunnar Björnsdóttur í Mbl. 26.
janúar sl. Heyrst hefur að „þetta sé
ekkert mál, kjör þessara kennara
verði bara leiðrétt í næstu samning-
um“, væntanlega með einhvers konar
„morning after pill“. Ég óttast hins
vegar mjög um framtíð tónmenntar
sem námsgreinar. Þar sem kennsla
hefur einu sinni verið aflögð í sér-
grein er ákaflega erfitt og tímafrekt
að koma henni aftur í fyrra horf.
Hvað finnst leiðarahöfundi Morg-
unblaðsins um tilveru án tónlistar?
Hvað finnst honum um grunnskóla án
tónmenntar og annarra list- og verk-
greina? Eru fram undan nýir tímar í
grunnskólum á Íslandi þar sem hver
einstaklingur fær í auknum mæli að
njóta sín? Voru ekki samninganefnd-
irnar með öllu sínu tali um betri
grunnskóla“ að blekkja bæði sjálfa
sig og aðra?
Hvert stefnir í málefnum list-
og verkgreina grunnskólans?
Pétur Hafþór
Jónsson
Tónlistarkennsla
Ég óttast mjög, segir
Pétur Hafþór Jónsson,
um framtíð tónmenntar
sem námsgreinar.
Höfundur er tónmenntakennari í
Austurbæjarskóla.
ÞAÐ verður forvitni-
legt að líta dóm sögunn-
ar um framferði ís-
lenzkra stjórnvalda í
upphafi 21. aldarinnar.
Ef að líkum lætur þarf
þess ekki lengi að bíða
að dómur falli, svo mjög
sem ráðamenn eru úr
takti við tímann í vald-
beitingu sinni og yfir-
gangi.
Á aldamótum er rétt-
lætinu þann veg full-
nægt á Íslandi:
1. Ríkisstjórnin hefir
tekið aðal-auðsupp-
sprettu og sameign
þjóðarinnar, sjávarauð-
lindina, ófrjálsri hendi og fært hana
sjálfri sér og örfáum útvöldum að
gjöf.
2. Gjafþegarnir hafa selt auðlindina
fyrir eigin reikning og eru stungnir af
með tugi þúsunda milljóna króna; til
útlanda m.a., skattfrjálst.
3. Skuldir hlaðast samsvarandi upp
í sjávarútveginum, sem þeir verða að
greiða sem áður voru rændir eign
sinni.
4. Byggðir landsins brotna saman
ein af annarri og fólkið flýr frá verð-
lausum eignum, þar sem hið nýja
sjávarauðvald hefir hrammsað til sín
veiðiréttinn í skjóli ríkisstjórnar.
5. Hæstiréttur landsins dæmir rík-
isstjórnina fyrir valdníðslu á öryrkj-
um vegna laga, sem stangast á við
stjórnarskrá lýðveldisins.
6. Ríkisstjórnin end-
urtekur sama leikinn
með setningu nýrra
laga.
7. Ríkisstjórnin fær
pólitíska samherja í
æðsta rétti landsins til
athafna, sem rýja rétt-
inn trausti og trúnaði.
Hér eru tínd til helztu
stikkorðin en af mörgu
er að taka. Á hinu ríka
Íslandi hefir fólk séð sig
knúið til að stofna til
formlegs félagsskapar
til að berjast gegn fá-
tækt.
Ríkisvaldið sýnir
öldruðum hug sinn í
verki með því að halda þriðjungi
þeirra undir lágmarks framfærslu-
mörkum.
Spurning: Hvað gengur mönnun-
um til að níðast með þessum hætti á
öldruðum og öryrkjum?
Svar: Nýfrjálshyggjan, sem náð
hefir öllum undirtökum í Sjálfstæð-
isflokknum, boðar að dregið skuli úr
samfélagsþjónustunni sem kostur er.
Fjármunir þjóðfélagsins séu bezt
komnir í höndum sem fæstra. Þegn-
unum skuli skömmtuð mannréttindi
úr hnefa höfðingjanna, sem enginn
hæsti réttur nær yfir. Og Framsókn-
arflokkkurinn selur sig í skiptum fyr-
ir völd.
Spurning: Hvernig helzt mönnun-
um þvílíkur yfirgangur uppi í upp-
lýstu menningarþjóðfélagi?
Svar: Með þrælatökum á öllum
helztu fjölmiðlum. Það er ekkert
leyndarmál að litli Göbbels Sjálfstæð-
isflokksins, Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, ræður lögum og lofum í rík-
isfjölmiðlunum í umboði formanns
Sjálfstæðisflokksins og menntamála-
ráðherra. Ef einhverjir þverskallast
eru þeir hundeltir og hótað atvinnu-
missi.
Þegar dómur um þetta tímabil í Ís-
landssögunni fellur, er líklegt að nú-
verandi valdastreðlum fari líkt og
séra Sigvalda á sinni tíð, að þeim þyk-
ir mál til komið að biðja Guð að hjálpa
sér.
Dómur
sögunnar
Sverrir
Hermannsson
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.
Stjórnmál
Nýfrjálshyggjan, sem
náð hefir öllum und-
irtökum í Sjálfstæðis-
flokknum, segir Sverrir
Hermannsson, boðar að
dregið skuli úr sam-
félagsþjónustunni sem
kostur er.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Kaffi-
bollar
Nýtt - nýtt
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Útsala Útsala
Pipar & salt, Klapparstíg 44