Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Aukist hafa heldur vandræðin, kerling,“ segir Björn í Mörk drýg- indalega í Njáls sögu. En nú eru það ekki vandræðin, heldur segi ég drýgindalega: Aukist hafa heldur upplýsingar um snæljósið. Páll Bergþórsson bregst okkur ekki og segir í ágætu bréfi sem ég þakka með virktum: „Kæri Gísli. Bestu þakkir fyrir góð kynni á ári og öld. Snæljós og urðarmáni Snæljós hefur borið á góma í þáttum þínum. Ég hafði talið að með því væri átt við eldingar að vetrarlagi; einkum á Suður- og Vesturlandi. Þar kemur oft að landi loft sem á sér sérkennilega sögu. Þetta loft má rekja vestan af sléttum Kanada þar sem oft er tuttugu eða þrjátíu stiga frost að vetrinum, en síðan streymir það út yfir auðan sjóinn fyrir sunnan Grænland og hlýnar þá ört og tek- ur í sig raka. Þá myndast fjallháir útsynningsklakkar eins og þeir sem Grímur Thomsen lætur kerl- inguna flakka um í kvæði sínu. Þeir jafnast ekki á við þrumuský á sumardegi, en þó nægir ólgan í þeim til þess að mynda flest þrumuveður sem verða hér á landi. Iðulega kafna þó þessar drunur í éljagnauðinu, svo að menn verða einungis varir við eldingaleiftrin sem verða sérlega skær í vetrar- myrkrinu. Í orðabók Sigfúsar er líka sagt að Sunnlendingar kalli eldinguna snæljós. En þegar þetta éljaloft er komið til Norður- eða Austurlands hafa klakkarnir hjaðnað og þar með þrumuveðrið. Því er ekki von á þessu fyrirbæri í Svarfaðardal eða á Fljótsdalshér- aði. En nú hefur þú birt bréf Ás- gríms Gunnarssonar frá Kletti í Geiradalshreppi þar sem hann lýs- ir snæljósi eins og faðir hans þekkti það, kúlulaga ljósgjafa sem hreyfðist lárétt á miklum hraða síðla dags þegar snjór var yfir öllu. Það fer varla á milli mála að þetta hefur verið það sem veðurfræðing- ar hafa kallað kúlueldingu (ball lightning, Kugelblitz), afar sjald- gæft fyrirbæri. Menn hafa jafnvel deilt um hvort frásagnir af því væru trúverðugar. Þessir ljós- hnoðrar eru hvítir eða rauðleitir og geta verið nokkrir sentímetrar eða metri að þvermáli. Þeir geta verið kyrrstæðir eða borist hratt yfir, stundum með gönguhraða og oft með hvissandi hljóði, ýmist í lausu lofti eða með jörðu, en hverfa eftir fáar sekúndur eða mínútur, ýmist hljóðlaust eða með sprengingu. Þeir geta skoppað upp frá jörðinni, borist inn í híbýli og út aftur, jafn- vel skilið eftir gat á gluggarúðu. Oft sjást þeir eftir eldingaleiftur. Lýsing á snæljósi hjá Jóni Árna- syni þjóðsagnasafnara styður skilning Ásgríms á þessu viðsjár- verða fyrirbæri: „Ef snæljós fer fyrir glugga þar sem ljós logar inni fyrir rétt við gluggann, hleypur snæljósið sam- an við logljósið og brennir svo bæ- inn. Það bál verður ekki slökkt með öðru en blóði sjö skilgetinna bræðra þeirra er engin stúlka hef- ur fæðst á milli.“ Annars staðar nefnir Jón Árna- son að síðan það fór að tíðkast að brenna barnsfylgjuna fylgi þeim mönnum ljós eða stjarna, logi eða glampi, og þyki það allt góðar fylgjur nema Urðarmáninn. Lík- lega hefur Jón Eyþórsson haft þessa tilvitnun eða aðra líka í huga þegar hann fékk þá snjöllu hug- mynd að kalla kúlueldinguna urð- armána. Sú nafngift hans hefur ratað í orðabækur. En eftir þessar vangaveltur treysti ég mér ekki til að skera úr, hvort snæljós sé eld- ing í éljaveðri eða urðarmáni, nema þá helst að hvort tveggja sé.“  Nikulás norðan kvað: Mælti hálsgagri hrúturinn Dorri: „Heill sé nú ættinni vorri.“ En sem hér ligg, ég sannara hygg, að svo mælti selurinn Snorri.  Einkennilegt hversu fólk hneig- ist til að tvöfalda n á milli á, ó, ú annars vegar og a hins vegar. Dæmi: hann fór með ?kúnna yfir ?brúnna og gerði því ?skónna að betra væri hinumegin við ?ánna. Með öðrum orðum: Eignarfall ein- tölu með greini hefur troðið sér inn í þolfall fleirtölu með greini. Ég ráðlegg fólki að temja sér betra mál með því að syngja: Nú liggur vel á mér: Svo sá hún Stjána, það vakti þrána; hann kom á Grána út yfir ána, og til frekari þjálfunar mætti auka við: Mér fór að skána, sló mér á slána, og út gekk á blána undir hálfmána. Eða, hvað mundi merkja að leiða „kúnna“ undir nautið?  Stem(m)ning er kvenkyns Próf. Baldur Jónsson segir svo í bréfi til umsjónarmanns: „Nú heyri ég hvað eftir annað talað um „stemnings“ þetta og „stemnings“ hitt. Nú síðast var KA-húsið á Akureyri kallað „stemningshús“. Ég hélt að stemn- ing væri eingöngu kvenkyns í ef. stemningar. Væri ekki ráð að reyna að skjóta niður þennan fogl áður en hann nær að hreiðra sig?“ Umsjónarmaður svarar þessu játandi og vill gjarna fara á slíkar fuglaveiðar sem B.J. leggur til. Orð, sem enda á ing, eru jafnan kvenkyns í íslensku, sbr. lending- arstaður, kynningarfundur, taln- ingardagur.  Mér hefur borist þetta mæta bréf sem ég birti með þökk og ánægju: „Kæri Gísli. Færðu „skilríkum“ mönnum kveðju og þakkir fyrir vinsamleg orð í minn garð. Snemma lærði ég „að þeir sem ekki þekkja classicos eru ónýtir“, eins og Ben. Gröndal sagði, item vísu Jóns biskups Ara- sonar: „Látína er list mæt“ et cet. Niðurfelling latínunnar í fram- haldsskólunum var stórslys. Ég hef velt fyrir mér hvað sam- stúdenta minna felst bak „skilrík- um mönnum“, en er litlu nær, hef þó mínar grunsemdir. Eitt vildi ég bera undir þig, en það er notkun orðanna upp og nið- ur um áttirnar norður og suður. Mér finnst þessi notkun vera að aukast. Vissulega er norður upp á kortum, en ekki í daglegu máli; þetta er útlend sletta. [Umsjón- arm. sammála.] Nú bæta ræðumenn „einhverjir, -ar, eða eitthvað“ fyrir framan töluorð. Þetta er óþarfi og ljótt. E.t.v. stinga „skilríkir menn“ niður penna fljótlega og senda þér línu með vísbendingum um sjálfa sig. Sittu svo ævinlega í sæmd þinni. Sig. Eggert Davíðsson cand.- mag.“  Auk þess finnst umsjónarmanni einboðið að segja fremur nótt sem leið heldur en „gærnótt“. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1095.þáttur Í ÞEIRRI líflegu um- ræðu sem átt hefur sér stað um skipulagsmál þéttbýlisins við Faxaflóa undanfarna mánuði hef- ur margt komð í ljós sem full ástæða er til að hugleiða nokkuð frekar. Ekki hvað síst á þetta við um fyrirhugaða tvö- földun Reykjanesbraut- ar og æskileg tengsl milli höfuðborgarsvæð- isins og Keflavíkurflug- vallar. Í nýlegri skýrslu Stef- áns Ólafssonar prófess- ors sem ber heitið Borg- arlýðræði og borgar- skipulag, en fjallar annars að mestu um flugvallarmál, bendir hann m.a. á að við Íslendingar séum á eftir nálægum löndum í þróun borgarlýðræðis í tengslum við málefni borgarskipulags, sem á öðrum sviðum þjóðmálanna. Þetta ætti ekki að koma á óvart hvað við- kemur skipulagi. Íslenskur löggjafi hefur hingað til ekki talið ástæðu til að gera sömu lágmarks kröfur og nú eru almennt gerðar í Evrópu um menntun eða starfsreynslu þeirra sem bera faglega ábyrgð á skipulagi. Annað atriði sem einnig hefur komið greinilega í ljós í þess- ari umræðu er hvað skipulagsmál eru margþætt og flókin, snerta mörg svið og tengjast oft miklum hagsmunum fjár- sterkra aðila. Flest- um ætti núorðið að vera ljóst að ein- hverrar sérþekking- ar er þörf á þessu sviði til að ráða far- sællega fram úr þessum málum ef við viljum ekki að þéttbýli á þessu svæði verði eins og martröð stórborga erlendis. Fátt skipt- ir þéttbýlisbúa meira máli en gott skipulag og hönnun þess umhverfis þar sem þeir búa og starfa. Samspilið milli gatnakerfis, þjón- ustustigs, landverðs, landnotkunar, og landnýtingar á þessu svæði hef- ur líka borið á góma í þessari um- ræðu, þótt þetta sé nokkuð flókin jafna. Allt eru þetta atriði sem skipta miklu við skipulag þéttbýlis og full ástæða er til að gaumgæfa vandlega alla þá kosti sem koma til greina áður en afdrifaríkar lang- tíma ákvarðanir eru teknar. Af mörgu er hér að taka. Nú hefur t.d. verið ákveðið að byggja svonefnd „planfrí gatnamót“ á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en eitt einfaldasta ráðið til að komast hjá slíkum gatnamótum er að reyna að draga úr eða dreifa umferðar- Ný Reykja- nesbraut Gestur Ólafsson ATHYGLISVERÐ sýning var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 12. janú- ar. Þar er fjallað um hóp fólks sem var of- sótt á nasistatímanum í Þýskalandi, ekki vegna uppruna síns heldur sannfæringar sinnar. Og að athug- uðu máli er það saga sem á erindi til allra manna, ekki síst til þeirra sem hafa ákveðna sannfæringu. Milljónir manna hylltu Hitler og kusu hann en fámennur hópur neitaði að dýrka hann, hrópa „Heil Hitler“ og heilsa hakakrossfán- anum. Þeir neituðu að gegna herþjónustu í stríðinu sem hann háði. Þeir vildu ekki einu sinni bursta her- mannastígvél. Á sýningunni kem- ur fram að 6.000 þeirra hafi verið settir í fangelsi eða fanga- búðir. Næstum 2.000 þeirra týndu lífinu. Meira en 800 börn voru tekin frá foreldr- um sínum og komið fyrir á uppeldisheimilum nasista. Hópurinn, sem hér um ræðir, var trúfélag votta Jehóva og sýn- ingin segir sögu þeirra. Þessi saga er ekki mikið þekkt en hún er at- hyglisverð. Vottar Jehóva voru auðvitað ekki þeir einu sem ofsóttir voru af nasistum í Þýskalandi. Fórnir gyð- inga voru að fjölda til miklu meiri. Sígaunar og samkynhneigðir voru einnig ofsóttir. En vottarnir voru eina trúfélagið sem mótmælti Hit- ler opinberlega, allir sem einn. Mér fannst síðasta veggspjaldið athyglisverðast. Það sýnir friðsæld — fallegt landslag frá norðurslóð- um. Myndin er tætt í sundur í miðjunni og gaddavír látinn fyrir gatið. Bak við gaddavírinn er spegill og í grenndinni stórar myndir af vopnuðum hermönnum svo manni finnst sér vera ógnað aftan frá. Síðan kemur ögrunin, því að undir spegilmynd manns stendur með stórum bókstöfum: GETUR ÞETTA GERST AFTUR? Sú spurning er þyngst á metunum. Þegar við sjáum hvernig þjóð lét undan stjórn sem kúgaði minni- hlutahópa á hrottalegan hátt vegna valds síns og það leiddi til dauða og óhamingju fyrir milljónir manna — verður okkur spurn: Hvernig gerðist það? Hvað varð til þess að þetta gerðist? Við verðum að koma upplýsingum í hendur annarra og jafnframt meta eigin afstöðu til þess að sagan endurtaki sig ekki. Getur þetta gerst aftur? Því miður er svarið einfalt því að það hefur gerst mörgum sinnum frá 1945. Kúgun minnihlutahópa er stöðugt á dagskrá víða um lönd. En — gæti það gerst HJÁ OKKUR? Nei, hjá okkur eru engir Gestapó-menn sem þramma um í háum stígvélum og stífum ein- kennisbúningum. Okkur myndi þykja það broslegt í fyrstu ef við sæjum slíkt herlið þramma um götur Reykjavíkur. En erum við ónæm fyrir hættu- legum viðhorfum? Það fólk er til sem vísar því á bug að útrýmingar stríðsáranna hafi verið eins alvar- legar og sagnfræðingar benda okkur á. Hvað um óvild í garð innflytj- enda og nýbúa, afstöðuna til þeirra sem koma til Evrópu frá öðrum löndum? Verða ekki flestir skelk- aðir af þeim fordómum og alhæf- ingum sem koma fram aftur og aftur? Til að vinna gegn þessu er aðeins ein leið — fræðsla, meiri fræðsla og enn frekari fræðsla. Fræðsla um ástandið á nasistatím- anum, um það hvers vegna þeir sem höfðu áhrif á skoðanir fólks í samfélaginu stóðu ekki upp og mótmæltu valdhöfunum og hvað varð til þess að fólk lét teyma sig áfram frekar en að standa vörð um frelsi og mannréttindi. Við ættum öll að láta okkur annt um frelsi og réttindi annarra. En gæti þetta gerst hjá okkur? Gæti minnihlutahópur átt það á hættu að við, friðsamir Íslending- ar, ofsæktum hann? Svarið heyrist oft þegar við njótum samveru- stunda í góðra vina hópi. Upp kemur umdeilt efni — og fólki hitnar í hamsi. Þá kemur afstaða okkar í ljós og sýnir að hve miklu leyti við umber- um aðra minnihlutahópa. Berum við í brjósti óvild eða hatur til ann- arra kynþátta og annarra trúar- hópa? Erum við fljót að láta alhæf- ingar- eða fordæmingarorð falla í umræðunni án þess að hafa nokkra þekkingu á því sem við erum að tala um? Ef það hitnar í kolunum og fordómar koma fram ættum við að hafa kjark til þess að halda frelsi og mannréttindum á loft og minna á nauðsyn þess að vera um- burðarlynd gagnvart þeim marg- víslegu skoðunum sem menn hafa tileinkað sér. Og við ættum að minna á að meðbræður okkar eiga allir sömu réttindi, óháð uppruna og þjóðerni. Einræðinu í Þýskalandi var komið á með lýðræðislegri kosn- ingu, með atkvæðum almennra borgara eins og okkar. Því getum við ekki breytt núna. En við getum hvert um sig metið eigin afstöðu, hugsað um hvort hún sé byggð á réttum grunni eða á orðrómi og spurt hvort við höfum tilhneigingu til að hugsa neikvætt um þá sem eru öðruvísi en við. Þá komumst við kannski að þeirri niðurstöðu að þetta gæti gerst aftur. Til umhugsunar Kristín Vilhjálmsdóttir Mannréttindi Við ættum að minna á, segir Kristín Vilhjálms- dóttir, að meðbræður okkar eiga allir sömu réttindi, óháð uppruna og þjóðerni. Höfundur er fyrrverandi kennari. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is eða sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.