Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 53
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Sáttmáli minn
Hvað fá þátttakendu
r út
úr slíkum námskeiðu
m?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf
Námskeið í Reykjavík
6.—8. feb. II. stig kvöldnámskeið
10.—11. feb. I. stig helgarnámskeið
13.—15. feb. I. stig kvöldnámskeið
Framhald í sjálfstyrkingu og hugrækt 17.—18. feb. helgar-
námskeið, fyrri hluti. 31. mars og 1. apríl, seinni hluti.
álaginu. Sú staðreynd að „planfrí“
gatnamót á höfuðborgarsvæðinu
kosta nú um einn milljarð hver ætti
að verða mönnum hvati til þess að
hugleiða vel þessi mál, jafnvel þótt
framkvæmdaféð kunni að koma úr
ríkissjóði. Allt eru þetta þó sameig-
inlegir peningar sem við þurfum að
nýta vel. Ef við berum þetta saman
við nýja tengingu milli höfuðborg-
arsvæðisins og Keflavíkurflugvall-
ar þá kostar hver kílómetri af tví-
breiðum malbikuðum vegi nú um
25 milljónir króna. Þannig veg
mætti því leggja frá Hafnarfirði til
Keflavíkur fyrir jafnvirði einna
„planfrírra“ gatnamóta.
Fyrir röskum áratug setti höf-
undur þessarar greinar fram þá
hugmynd að þegar kæmi að tvö-
földun Reykjanesbrautar gæti ver-
ið ráðlegt að byggja þá braut um
einum kílómetra sunnar en núver-
andi braut í stað þess að byggja
hana við hlið núverandi brautar.
Með þessu væri allt það land sem
tengist þessari nýju braut „opnað“
fyrir áframhaldandi byggðaþróun.
Einnig væri hugsanlegt að hafa
einstefnu í aðra áttina á núverandi
braut, en aka gagnstætt á þeirri
nýju.
Hagfræðileg rök fyrir þessu fyr-
irkomulagi eru einföld: Verðhækk-
un á landi við núverandi Reykja-
nesbraut er þegar komin fram.
Tvöföldun brautarinnar á núver-
andi stað myndi því ekki auka land-
verð á þessu svæði til muna. Á nýju
vegarstæði má hins vegar búast við
umtalsverðri hækkun á landverði
þegar aðliggjandi land væri gert
aðgengilegt. Ef einungis er horft á
hundrað metra breitt belti sitt
hvoru megin brautarinnar á þessu
svæði þyrfti fermetraverð á því ein-
ungis að hækka um 125 krónur að
meðaltali til þess að sú hækkun
næmi framkvæmdakostnaði við
brautina. Líklegt má telja að hækk-
un á landverði á svæðinu yrði
margfalt meiri, en til samanburðar
má geta þess að á flugvallarsvæð-
inu í Reykjavík er nú talað um
landverð sem nemur 2.000 til
10.000 kr./m² og jafnvel mun hærra
en það.
Á þessu svæði mætti líka með
góðu móti skipuleggja tvo þétt-
býliskjarna, auk þess sem það gæti
tekið við hvers konar landfrekri
starfsemi bæði frá höfuðborgar-
svæðinu og Suðurnesjum og sú
þróun stuðlað að því að dreifa um-
ferðarálaginu á þessu svæði. Nú, í
byrjun nýrrar aldar, má telja mjög
líklegt að svæðið milli höfuðborg-
arsvæðisins og Keflavíkurflugvall-
ar byggist að verulegu leyti upp á
næstu hundrað árum. Hvernig það
verður er hins vegar undir okkur
sjálfum komið.
Flugvallarmál
Telja má mjög líklegt að
svæðið milli höfuðborg-
arsvæðisins og Kefla-
víkurflugvallar, segir
Gestur Ólafsson, bygg-
ist að verulegu leyti upp
á næstu hundrað árum.
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur.
Rauða línan sýnir nýja Reykjanesbraut um einum kílómetra sunnar en
núverandi braut. Þessa braut mætti gera fyrir jafnvirði einna „plan-
frírra“ gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu.
NÚ ER það fólkið í
Vestmannaeyjum sem
mætt er í biðröð óviss-
unnar sem fylgir eyði-
byggðastefnu stjórn-
valda sem í daglegu tali
fólks heitir kvótakerfið.
Í Dagblaðinu 25. jan.
sl. eru eftirfarandi um-
mæli forystumanns
verkalýðsfélagsins
Drífanda í Vestmanna-
eyjum, Arnars Hjalta-
s0líns: ,,Að þetta séu af-
leiðingar fiskveiði-
stjórnarkerfisins sem
Íslendingar þurfi að
búa við.“
Í umfjöllun í Morg-
unblaðinu 25. janúar sl. eru eftirfar-
andi orð höfð eftir Ester Óskarsdótt-
ur um ástandið í Vestmannaeyjum:
,,Stjórnvöld eiga stóran þátt í því
hvernig komið er með því að setja á
þetta kvótakerfi sem er smátt og
smátt að eyða byggðum landsins. Það
eru fáeinir menn í landinu sem geta í
raun tekið alla vinnu frá okkur og
skapað sér og sínum aukinn gróða.“
Vestmannaeyjar og Vestfirðir
Sem Vestfirðingur, þaðan sem
megnið af aflakvótum aflamarkskerf-
isins hefur horfið á braut á undan-
förnum áratug frjálsa kvótabrasks-
ins, vil ég lýsa stuðningi við það fólk
sem byggt hefur upp eignir sínar í
einum besta útgerðarstað landsins,
Vestmannaeyjum, og vill búa þar
áfram.
Það er hins vegar alveg rétt sem
fólkið segir að búsetuöryggi og trygg-
ar atvinnutekjur hafa aldrei verið
með í vilja stjórnvalda þegar kvóta-
braskkerfið á í hlut. Eyðibyggða-
stefna stjórnvalda, sem er réttnefni á
kvótabraskkerfið, hefur ávallt og að-
eins tryggt réttindi kvótaeigenda sem
allt geta selt, líka syndandi fiskinn í
sjónum í kringum Vestmannaeyjar.
Kvótagreifarnir hafa frá upptöku
kvótakerfisins á níunda áratugnum
og þó einkum frá árinu 1990, þegar
kvótabraskið var gefið alfrjálst, haft
allt sitt á þurru. Þeir geta selt ,,eignir
sínar“ án nokkurs tillits til hagsmuna
fólksins í sjávarbyggðunum og skiptir
þá engu hversu vel byggðirnar liggja
við sjósókn, samanber stöðu byggða á
Vestfjörðum. Lega byggða við góð
fiskimið tryggir ekki stöðu þeirra né
fiskvinnslu á staðnum í kvótabrask-
kerfinu. Eins og dæmin sanna.
Atvinnuöryggi og hagsmunir fólks
í sjávarbyggðum eiga hins vegar
ennþá samleið í fiskveiðikerfi smábát-
anna. Vonandi verður frekara kvóta-
brask ekki innleitt í það kerfi.
Réttlausir íbúar
Vestfirðingar hafa
misst stóran hluta fisk-
veiðiréttinda sinna sl.
10 ár en hafa með krafti
sjómanna sinna, sem
margir hverjir hröktust
af stóru skipunum
vegna kvótakerfisins,
náð nokkurri viðspyrnu
í því frjálsræði sem
ennþá ýtir undir ein-
staklingsfrelsi til fisk-
veiða frá þeim byggðum
sem vel liggja við sjó-
sókn. Stórgreifarnir
leggjast nú af fullum
þunga á stjórnarþing-
menn Vestfirðinga, sem annarra
kjördæma, að afnema þetta einstak-
lingsfrelsi smábátasjómanna, sem
eins og nú horfir er síðasta vörn
byggðanna gegn kvótabraskkerfinu
sem engu eirir.
Því verður seint trúað að stjórnar-
þingmenn hinna dreifðu sjávar-
byggða séu svo heillum horfnir að
þeir uni flokksvaldi kvótamafíunnar
frekar en vilja og lífsafkomu fólksins í
hinum dreifðu sjávarbyggðum, sem
byggir alla sína kjölfestu á fiskveiðum
og vinnslu sjávarfangs.
Fólkið í Vestmannaeyjum á alla
samúð og stuðning undirritaðs og
vafalaust margra annarra Vestfirð-
inga, sem upplifað hafa afleiðingar
kvótabraskkerfisins og lokun fyrir-
tækja eins og nýleg dæmi frá Bolung-
arvík (Nasco og Bakki) og Ísafirði
(Básafell og Hrönn) hafa sannað á
liðnum árum. Vonandi fer ekki jafn
illa í Vestmannaeyjum og á Vestfjörð-
um. Svokallað ,,væl Vestfirðinga“ um
framtíð sína var aldrei að ástæðu-
lausu.
Í biðröð
óvissunnar
Kristján Andri
Guðjónsson
Höfundur er trillusjómaður og í
kjördæmisráði Frjálslynda flokksins
í norðvesturkjördæmi.
Kvótinn
Vonandi fer ekki jafn
illa í Vestmannaeyjum
og á Vestfjörðum, segir
Kristján Andri
Guðjónsson. Svokallað
,,væl Vestfirðinga“ um
framtíð sína var aldrei
að ástæðulausu.
Öldrunarþjónustan
er vaxandi þjónustu-
grein hérlendis og í
takt við hlutfallslega
fjölgun þeirra sem
elstir eru í hópi Íslend-
inga.
Það er því nauðsyn-
legt að búa sig undir
að sjá til þess að nægt
starfsfólk sé til að ann-
ast öldrunarþjónustu í
framtíðinni.
Samfélagið þarf að
sýna í verki að verð-
mæti þessara starfa sé
metið, meðal annars
með því að greiða þau
laun að umönnunar-
starfsmenn geti framfleytt sér og
sínum en þetta er sá hópur sem
heldur úti stærstum hluta þjónust-
unnar á t.d. hjúkrunarheimilum.
Laun starfsmanna eru einn af
þeim þáttum sem huga þarf vel að.
Ungt fólk sem hefur ákveðið að
leggja ekki fyrir sig langtímanám
en stunda frekar t.d. þjónustustörf
veltir því hins vegar fyrir sér hvar
mögulegt sé að starfa fyrir hæstu
laun.
Sú þensla sem einkennt hefur
vinnumarkaðinn nú um alllangt
skeið, vöntun á fólki til þjónustu-
starfa og síðast en ekki síst lítil ný-
liðun hjá hjúkrunarfræðingum og
sjúkraliðum hefur reynst vandasöm
fyrir þá sem eru ábyrgir fyrir því
að halda úti fullri þjónustu inni á
hjúkrunarheimilunum allt árið um
kring.
Vinnuumhverfi þar sem ríkir góð-
ur starfsandi, nútímalegur aðbún-
aður, sveigjanleg starfstækifæri,
möguleikar til starfsframa og við-
urkenning fyrir störfin eru allt
þættir sem skipta
miklu máli til þess að
laða fólk til starfa við
öldrunarþjónustu.
Það er því mikils um
vert fyrir stjórnendur
að skoða vandlega með
hvaða hætti sé unnt að
fá og halda fólki í
störfum innan öldrun-
arþjónustunnar.
Þannig hefur meðal
annars verið leitað eft-
ir því að að fá til starfa
fólk frá öðrum löndum
sem er tilbúið til að
leggja land undir fót
og koma til starfa hér
á landi um lengri eða
skemmri tíma.
Hér er um að ræða fólk sem flyt-
ur með sér þekkingu og reynslu frá
ýmsum löndum, sem eru forsenda
og ákveðinn grunnur að aðlögun og
þátttöku í nýju samfélagi. Erlendir
starfsmenn líta flestir á störf sín
sem tækifæri til þess að kynnast
nýrri menningu og hafa mikinn
metnað og áhuga á störfum sínum.
Það er því nauðsynlegt og allra
hagur að skapa þær aðstæður að
umrætt fólk finni sér stað í íslensku
þjóðfélagi og einangrist ekki.
Ekki síður er það átak fyrir
starfsmennina sjálfa, sem verða að
læra nýtt tungumál, störf og kynn-
ast nýju umhverfi.
Það er ljóst að erlent starfsfólk
við umönnunarstörf er komið til að
vera og vinnur ómetanleg störf við
umönnun aldraðra. Íslendingar
þurfa því að stuðla að aukinni
menntun og bættum kjörum þessa
ágæta fólks.
Það sem skiptir þó ekki síður
máli er að með jákvæðri og sam-
stilltri hjálp þeirra reyndu starfs-
manna sem fyrir eru á vinnustaðn-
um er hægt að skapa ánægjulegan
og góðan vinnustað þrátt fyrir ólík
félags- og menningarleg gildi og
viðhorf.
Starfstengt íslenskunám hófst á
síðastliðnu hausti fyrir erlenda
starfsmenn og er nú í boði á flestum
heilbrigðisstofnunum.
Þessi námskeið hafa verið vel
undirbúin og eru mikill styrkur fyr-
ir alla aðila.
Aðlögun og kennsla tekur mikinn
tíma og er afar brýnt að takist vel,
því aðeins á þann hátt er hægt að
tryggja gæði öldrunarþjónustunnar
og að hún verði áfram eins og best
verður á kosið.
Að starfa með öldruðum er ein-
stakt tækifæri fyrir alla til þess að
kynnast reynslu þeirra sem eiga að
baki fjölbreytta lífsgöngu og er
mörgu ungu fólki dýrmætt innlegg í
þroska þess.
Hverjir koma að
öldrunarþjónunni
í framtíðinni?
Birna Kr.
Svavarsdóttir
Aldraðir
Það er ljóst að erlent
starfsfólk við umönn-
unarstörf, segir Birna
Kr. Svavarsdóttir, er
komið til að vera og
vinnur ómetanleg störf
við umönnun aldraðra.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri
Eirar og situr í nefnd heilbrigðis-
ráðuneytis um breytta ímynd þess að
starfa með öldruðum.