Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# !
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞAÐ sem vekur mesta athygli varð-
andi dóm Hæstaréttar í öryrkjamál-
inu eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar.
Í stað þess að boða forráðamenn Ör-
yrkjabandalagsins strax á sinn fund
og biðjast velvirðingar að á þeim hafi
verið gerð stjórnarskrár- og mann-
réttindabrot sl. 7 ár og óska eftir
samvinnu um útfærslu á leiðrétting-
um kjarasamninga þeirra reiðir rík-
isstjórnin strax til höggs undir for-
ustu forsætisráðhrerra og fær m. a.
lögmenn úr kunningjahópi hans til
að gera drög að frumvarpi og túlka
niðurstöður dóms Hæstaréttar í ör-
yrkjamálinu. Ætli þjóðin hafi nokk-
urn tímann áður verið vitni að öðru
eins klúðri ríkisstjórnar, sem ein-
kenndist af hroka og yfirgangi á ör-
yrkjum og áfram er haldið á sömu
braut með frumvarpi, sem virðist
áfram brjóta mannréttindi þessa
fólks. Hér verður ekki tekið til um-
fjöllunar hin lögfræðilega hlið þessa
máls, heldur hinn siðferðilegi grund-
völlur sem lýtur að sjálfræði og
sjálfsvirðingu öryrkja. Ein af mik-
ilvægustu stoðum sjálfræðisins er
virðing einstaklingsins og viður-
kenning á sjálfstæði og að skoðanir
hans og þarfir séu metnar til jafns
við aðra þjóðfélagsþegna. Réttindum
aðila Öryrkjabandalagsins hefur
verið ítrekað hafnað í gegnum árin
vegna geðþóttaákvarðana stjórn-
valda. Frelsi þeirra er stórlega skert
til athafna og ákvarðana vegna efna-
hagslegs ósjálfstæðis. Viljaskortur
ríkisstjórnarinnar að leysa þessi mál
í sátt og samlyndi við Öryrkjabanda-
lagið hefur gengið fram af þjóðinni.
Sama gildir um kjör ellilífeyrisþega
og fleiri minnihlutahópa í þjóðfélag-
inu. Það er skoðun mín að ríkis-
stjórnin hafi sjálf lagt á sig þyngstu
álögurnar og byrðirnar og þeir munu
uppskera eins og til var sáð. Aðdáun
og hrifning ríkisstjórnarinnar á auð-
hyggju og óheftri markaðshyggju,
sem leitt hefur yfir þjóðina einokrun
og fákeppni, er háskabál sem vegur
að hagsmunum almennings og lífs-
kjörum. Skynsemi, dugnaður og
þrautseigja Örorkubandalagsins á
eftir að skila þeim vel áleiðis í sínum
kjara- og réttindamálum og verða
jafnframt öðrum sem standa höllum
fæti mikill ávinningur. Þeir hafa bar-
ið lengi og fast á dyr ríkisstjórnar-
innar og unnið sinn stærsta sigur, en
leiðin er löng að settu marki þegar
dómgreind viðsemjandans skortir
allt réttlæti. Flokkshlýðni og fylgi-
spekt þingmanna ríkisstjórnarinnar
í þessu máli undirstrikar enn og aft-
ur að þeir greiða ekki atkvæði sam-
kvæmt sannfæringu sinni heldur
valdsboði og leiðsögn forustunnar.
Er það lýðræði þegar þingmenn eru
dregnir í dilka eftir pólitísku eyrna-
marki gegn betri vitund. Hinar
hörðu umræður um öryrkja- málin
hafa náð augum og eyrum lands-
manna og þeir tekið afstöðu. Þjóðin
hefur risið upp gegn ofríki ríkis-
stjórnarinnar og lögbrotum gegn
Öryrkjabandalaginu og vonandi nær
þessi þjóðfélagsvakning til hinna
fjölmennu hópa, sem búa við afar
bág lífskjör, margir hverjir langt
undir fátækramörkum. Það er aug-
ljóst að ríkisstjórnin óttast málefna-
lega afstöðu þjóðarinnar og beitir
öllum tiltækum fjölmiðlum máli sínu
til framdráttar. Það blása kaldir
vindar um ríkisstjórnina, skoðana-
kannanir sýna mikið fylgistap og
mikill ótti er kominn í raðir Fram-
sóknarflokksins. Undirgefni flokks-
ins í samstarfi við íhaldið á eftir að
verða þeim mikil þrautaganga,
flokksfylgið fellur til hægri og vinstri
og miðjan stendur strípuð eftir. Hin
taumlausa fylgisspekt við íhaldið
hefur reynst þeim dýrkeypt.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrv. deildarstj.
Siðferði og
sjálfsvirðing
Frá Kristjáni Péturssyni:
MIKIL er undrun mín yfir málflutn-
ingi Jóns Steinars Gunnlaugssonar
og annarra þeirra sem reyna að bera
blak af þeim afglöpum forseta
Hæstaréttar, að svara með þeim
hætti, sem gert var, fyrirspurn for-
sætisnefndar Alþingis.
Þetta minnir mig helst á vinnu-
brögðin í sveitinni minni hér áður fyrr
þegar hreppsyfirvöld töldu nægjan-
legt við afgreiðslu mála, þegar mikið
lá við, að oddviti hringdi í viðkomandi
nefndarformann þegar afgreiða
þurfti mál og spurði hann hvort hann
væri ekki samþykkur tillögum sveit-
arstjórnar í tilteknum málum sem
heyrðu undir nefndina.
Nefndarformaður tók sér þá eftir
atvikum það vald að svara eftir sinni
skoðun og í trausti þess að aðrir
nefndarmenn sættu sig við orðinn
hlut, eða í besta falli átti símtal við
aðra nefndarmenn og leitaði sam-
þykkis munnlega, eftir að hafa skýrt
sitt álit og þeirra sem á undan var tal-
að við. Engin gagnrýnin umræða fór
fram og ekkert fært til bókar.
Ég fæ ekki betur séð en að umtöluð
afgreiðsla Hæstaréttar hafi verið af
hliðstæðum gæðaflokki og hér var til
vitnað og hefur auðvitað ekkert
stjórnskipulegt gildi þar sem form-
reglum var ekki fylgt. Því ber að líta
fram hjá þeim vitnisburði sem ómerk-
um.
Eftir situr vanhæfur meirihluti í
Hæstarétti, um það þarf ekki að deila.
Slíkur virðist dómgreindarskortur-
inn þar á bæ.
KRISTJÁN H.
THEODÓRSSON,
flugafgreiðslumaður,
Grenivöllum 20, Akureyri.
Hæstiréttur og stjórnsýsla
til sveita hér áður fyrr
Frá Kristjáni H. Theodórssyni: