Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 65
DAGBÓK
Útsala!
10—50% afsláttur
Úlpur
Kápur
Jakkar
Pelskápur
líta út sem ekta
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
Árnað heilla
LJÓÐABROT
Meyjarmissir
Björt mey og hrein
mér unni ein
á Ísa-köldu-landi.
Sárt ber ég mein
fyrir silkirein
sviptur því tryggðabandi.
Það eðla fljóð
gekk aðra slóð
en ætlað hafði ég lengi,
daprast því hljóð,
en dvínar móð,
dottið er fyrra gengi.
Stefán Ólafsson
EFTIR 15-17 punkta opnun
suðurs á einu grandi lyftir
norður beint í þrjú grönd.
Við fáum okkur sæti í vörn-
inni í vestur og spilum út
spaðagosa:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ D72
♥ DG2
♦ KDG105
♣75
Vestur Austur
♠ G1098 ♠ 654
♥ A63 ♥ 9854
♦ 43 ♦ 986
♣ÁD102 ♣K43
Suður
♠ ÁK3
♥ K107
♦ Á72
♣G986
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Sagnhafi tekur fyrsta
slaginn heima á spaðakóng
og spilar smáu hjarta að
blindum. Þetta er einfalt
þegar allar hendur sjást –
vestur verður að hoppa upp
með hjartaás og spila lauft-
visti. Makker tekur á kóng-
inn og sendir lauf í gegnum
G98 suðurs. Einn niður.
En nú er að huga að því
hvernig hægt er að finna
vörnina við borðið. Gerum
fyrst ráð fyrir að makker sé
byrjandi og kunni ekkert
fyrir sér í varnarreglum
(sem er yfirleitt góð regla,
því þá neyðist maður til að
hugsa sjálfstætt). Af hverju
spilar suður ekki tígli? Aug-
ljóslega vegna þess að hann
þarf þess ekki – hann á tíg-
ulásinn. Er rétt að drepa á
hjartaás og spila spaða í
gegnum drottninguna í
þeirri von að makker sé
með ásinn? Teljum punkta:
Ef makker á spaðaásinn (4
punktar), þá á suður í mesta
lagi 14 (spaðakóng, hjarta-
kóng, tígulás og KG í laufi).
En hann opnaði á 15-17
punkta grandi. Þar með á
makker ekki spaðaásinn, en
gæti átt einn kóng. Vissu-
lega er til í dæminu að það
sé hjartakóngur, en lauf-
kóngurinn kemur að meira
gagni og því er rökrétt að
rjúka upp með hjartaásinn
og skipta yfir í smátt lauf.
Stundum er hægt að
leysa varnarþrautir upp á
eigin spýtur, en betra er að
fá hjálp frá makker. Í fyrsta
slag myndi makker vísa
spaðanum frá með sexunni
(lág/há-köll). Þar með er
vitað að suður á ÁK í spaða.
Síðan, þegar vestur tekur
næsta slag á hjartaás, ætti
austur að fylgja lit með
lægsta hjartanu til að
benda á styrk í lægsta lit
(talning hefur enga þýðingu
í þessari stöðu). Vörnin
verður þá einfaldari og suð-
ur spilar litlu laufi með
betri samvisku.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
EVANS-BRAGÐ er nefnt
eftir samnefndum welskum
skipstjóra sem uppi var á 19.
öld. Írska bragðið var á svip-
uðum tíma leikið í fyrsta
skipti en byrjunarleikir þess
eru: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3.
Rxe5?? Rxe5 4. d4. Við dán-
ardægur upphafsmanns
bragðsins kvaðst hann að-
spurður aldrei hafa séð að e5-
peðið hefði verið valdað! Þótt
Evans-bragð hafi ólíkt betra
orðspor en það írska hefur
það ekki átt upp á pallborðið
á meðal þeirra bestu fyrr en
fyrir nokkrum árum að
Garry Kasparov tefldi það í
fáeinum skákum með góðum
árangri. Meðal
þeirra sem hafa tek-
ið það upp í vopna-
búr sitt er Alexand-
er Morozevich
(2.745). Staðan kom
upp úr því á milli
hans og Michael
Adams (2.746) á
Corus-ofurskákmót-
inu í Wijk aan Zee.
Englendingurinn sá
við öllum klækjum
Evans-bragðsins og
veitti hvítum náðar-
högg með 27...Rh4!
Hvítur gafst upp
enda verður hann
mát eða tapar drottningunni.
Skákin í heild sinni telfdist
svona: 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3.
Bc4 Bc5 4.b4 Bxb4 5. c3 Ba5
6. d4 exd4 7. 0-0 Rge7 8. Rg5
d5 9. exd5 Re5 10. Bb3 0-0 11.
cxd4 Rg4 12. Df3 Rf6 13. Ba3
h6 14. Re4 Rxe4 15. Dxe4
He8 16. Bb2 Rf5 17. Df4 Bb4
18. Ra3 Bd6 19. Dd2 Dh4 20.
g3 Dh3 21. Rc4 b5 22. Re5
Bb7 23. Hae1 a5 24. a3 b4 25.
axb4 Bxb4 26. Bc3 Bxc3 27.
Dxc3.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik
GULLBRÚÐKAUP. Gull-
brúðkaup eiga í dag, 3.
febrúar, María Sigríður
Ágústsdóttir og Haraldur
S. Magnússon. Þau eru að
heiman.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Morgunblaðið/Kristján
Félagarnir Magnús Amadeus, Brynjar Darri Jónasson,
Arnar Gauti Ingason og Ásgeir Vincent Ívarsson héldu
flóamarkað á Akureyri og söfnuðu 3.423 krónum sem þeir
afhentu Akureyrardeild Rauða kross Íslands.
Hlutavelta
Ljósm./Barna- og fjölsk.ljósm.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. ágúst sl. í Bessa-
staðakirkju, af sr. Sigurði
Arnarsyni, Ásta Leonhards
og Kristinn G. Jónsson.
Heimili þeirra er í Hafnar-
firði.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá heilbrigð-
isráðuneytinu, Lyfjastofnun og
Tryggingastofnun ríkisins:
„Af hálfu heilbrigðisráðuneytis,
Lyfjastofnunar og Tryggingastofn-
unar ríkisins er eftirfarandi komið á
framfæri vegna villandi yfirlýsinga
og umræðna í kjölfar breytinga sem
gerðar voru á fyrirkomulagi
greiðslna fyrir S-merkt lyf:
Með reglugerð nr. 948/2000 um
greiðslur almannatrygginga í lyfja-
kostnaði, sem tók gildi um áramótin,
fluttist kostnaður vegna S-merktra
lyfja frá Tryggingastofnun ríkisins
til sjúkrahúsanna. Um leið og upp-
gjör fyrir árið 2000 liggur fyrir verð-
ur fjármagn flutt til Landspítala –
háskólasjúkrahúss (LSH) og Fjórð-
ungssjúkrahúss Akureyrar (FSA).
Rökin fyrir breytingunni eru að
saman fari fjárhagsleg og fagleg
ábyrgð á meðferð sem tengist
sjúkrahúsum. Jafnframt bera lyfja-
nefndir LSH og FSA ábyrgð á að
samdar séu meðferðarleiðbeiningar
og að þeim sé fylgt. Göngudeildar-
sjúklingar jafnt sem inniliggjandi
eru taldir til sjúklinga sjúkrahúss-
ins.
Eina breytingin sem snertir S-
merktu lyfin er því sú að sjúkrahúsin
greiða nú fyrir lyfin og ekki Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Skv. 8. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 er
heimilt að binda veitingu markaðs-
leyfis lyfs við notkun eingöngu á
sjúkrahúsum eða sérstökum sjúkra-
deildum. Lyf með þessa takmörkun
eru S-merkt í lyfjaskrám. Ákvæðið
tekur ekki einungis til notkunar inni-
liggjandi og göngudeildarsjúklinga á
sjúkrahúsum heldur einnig til notk-
unar utan sjúkrahúss, ef hún telst
vera órjúfanlegur hluti sjúkrahúss-
meðferðar t.d. þegar um er að ræða
meðferð í heimahúsi á ábyrgð og
undir eftirliti sérfræðings/sjúkra-
húss. Flestir sjúklingar, sem málið
varðar, fá meðferð á göngudeildum
sjúkrahúsanna.
Lyf sem eru eingöngu notuð á
sjúkrastofnunum þ.m.t. heilsugæslu-
stöðvum, lækningastofum og að-
gerðarstofum og ekki er ávísað beint
til sjúklings til eigin nota, eins og t.d.
innrennslisvökvar og röntgen-
skuggaefni.
Vandmeðfarin lyf vegna sérhæfðr-
ar meðferðar sem tengist sérfræð-
ingum sjúkrastofnana. Meðferð
hefst á sjúkrastofnun vegna t.d.
krabbameinsmeðferðar og/eða með-
ferðar með hátæknilyfjum. Í mörg-
um tilfellum er nauðsynlegt að setja
meðferðarreglur.
Hverjir mega afhenda
S-merkt lyf?
Undanfarin ár hafa lyfjabúðir aðr-
ar en sjúkrahúsapótek ekki mátt af-
greiða S-merkt lyf beint til sjúklinga
nema fyrir hafi legið undanþágulyf-
seðill samþykktur af Lyfjanefnd rík-
isins (nú Lyfjastofnun).
Samkvæmt gildandi lögum og
reglum er ekkert sem bannar að S-
merkt lyf séu afhent gegn ávísun
læknis/sérfræðings á venjulegum
lyfseðli í öllum lyfjabúðum, enda séu
skilyrði um notkun lyfsins á eða í
tengslum við sjúkrahús uppfyllt.
Heilbrigðisráðuneytið hefur gert
viðkomandi sjúkrahúsum skylt að
setja sig í samband við apótekin sem
allra fyrst og kynna fyrir þeim
hvernig staðið verður að gerð þjón-
ustusamninga vegna sjúklinga sem
þurfa eða vilja fá lyfin afhent utan
viðkomandi göngudeilda.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
sjúklingar á landsbyggðinni geti eft-
ir sem áður fengið lyf sín afgreidd í
heimabyggð, m.ö.o. breytingin tak-
markar á engan hátt þjónustuna við
sjúklinga á landsbyggðinni.
Lyf sem var bætt í hóp sjúkrahús-
lyfja um áramótin eru aðallega
röntgenskuggaefni, svæfingalyf,
dreypilyf, ýmis sérhæfð stungulyf,
staðdeyfilyf, sýklalyf, glasafrjóvgun-
arlyf og vaxtarhormón. Flest
lyfjanna eru eingöngu notuð á
sjúkrahúsum eða í tengslum við þau,
eða á heilsugæslustöðvum og lækna-
stofum og eru þá hluti af rekstrar-
kostnaði, en ekki ávísað á lyfseðil. Þá
var S-merking nokkurra lyfja felld
niður þar sem þau féllu ekki undir
ofangreinda skilgreiningu.
Með breytingunni nást fram eft-
irfarandi markmið: Fjárhagsleg og
fagleg ábyrgð er komin á sömu
hendi, sem er mun vænlegri leið til
skynsamlegri lyfjanotkunar en þeg-
ar þriðji aðili greiðir fyrir hana,
betra aðhald og yfirlit fæst yfir lyfja-
kostnað, ákvarðanataka er komin
nær sjúklingnum sem leiðir til meiri
hagkvæmni, minni skriffinnska s.s.
vottorðaskrif lækna, umsýsla vegna
innheimtu lyfseðla, undanþágur í
apótekum o.fl. og betra aðgengi fyrir
sjúklinga þar sem gert er ráð fyrir
þjónustusamningum.“
S-merkt lyfSTJÖRNUSPÁef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert draumóramaður og
átt það til að gleyma þér í
hugarheimi þínum og missir
því af mörgum tækifærum
sem þér bjóðast.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er eitthvað sem hindrar
þig í að leggja síðustu hönd á
viðamikið verkefni. Þú þarft
að hrista þetta slen af þér og
klára dæmið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það eru margar hliðar á sömu
málum og þú kemst ekki hjá
því að kynna þér þær ef þú vilt
komast að réttlátri niður-
stöðu. Gefðu þér til þess góðan
tíma.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft ekki að taka öll and-
mæli persónulega því menn
geta verið á annarri skoðun en
þú þótt þeim líki ágætlega við
þig persónulega. Þú þarft að
greina í milli þín og þinna
mála.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er margt sem liggur fyrir í
dag og þú mátt hafa þig allan
við ef þú ætlar að komast yfir
öll verkefni dagsins. Haltu þig
því að vinnu undanbragða-
laust.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Morgunstund gefur gull í
mund og það getur reynst
óvinnandi vegur að klára
dagsverkið ef þú byrjar of
seint. Láttu þér ekki bregða
við mótlæti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það getur reynst dýrt spaug
að gera mistök þegar allt ríður
á því að hlutirnir klárist sem
fyrst. Reyndu því að einbeita
þér að starfi þínu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Oft er það svo að maður getur
dregið nokkurn lærdóm af
ókunnugum sérstaklega þeim
sem koma frá öðrum menning-
arsamfélögum en þá er eins
gott að vera fordómalaus.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Einhverjar breytingar liggja í
loftinu og gera þig órólegan en
hvað sem það kostar þarftu að
ganga í gegnum þær og á vit
nýrra daga.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það getur hefnt sín síðar að
reyna að leyna hluta mála-
vaxta, þeim sem óþægilegir
eru. Vertu því hreinskilinn því
það reynist alltaf best.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er sjálfsagt að fylgjast
með því sem er að gerast í ver-
öldinni en best fer á því að
hver tutli sitt hrosshár án þess
að fá glýju í augun yfir öðrum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur fest sjónir á tak-
marki sem er núna fjarlægt.
En hálfnað er verk þá hafið er
og vilji er allt sem þarf til þess
að þú náir árangri.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver þér nákominn þarf nú
á ráðum þínum að halda.
Gaumgæfðu alla málavexti og
hugsaðu þig svo vel um áður
en þú kveður upp þinn dóm.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.