Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 69

Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 69 Nýjar vörur Blumarine fæst á eftirtöldum útsölustöðum: • Andorra Hafnarfirði • Gullbrá Nóatúni • Libia Mjódd • Nana Hólagarði • Fína Mosfellsbæ • Hagkaup Kringlunni • Hagkaup Smáranum • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Spönginni • Laugarnes apótek • Snyrtistofan Hrund Kópavogi • Snyrtivöruverslunin Glæsibæ • Fríhöfnin • Apótek Vestmannaeyja • Árnes apótek Selfossi • Gallerý Förðun Keflavík • Hagkaup Akureyri • Ísold Sauðárkróki • Laufið Bolungarvík • Sól og fegurð Ísafirði • Okkar á milli Egilstöðum. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld blótuðu Hrunamenn og gestir þorra en hótelstjórar á Hótel Flúðum, þau Svana Davíðsdóttir og Karl Björns- son, höfðu veg og vanda af samkom- unni ásamt fleirum. Veislustjóri var Sigurður Ingi Jóhannsson. Gestir gerðu góð skil hinum þjóðlegu þorra- réttum, sem matreiðslumeistarinn Björn Harðarson hafði hlaðið af mik- illi smekkvísi og svignuðu borð sem aldrei fyrr. Karl hótelstjóri kynnti matborðið af mikilli snilld með vísna- söng og einnig síðar hve krásunum hefðu verið gerð góð skil og nefndi ýmsa til í texta sínum. Heiðursgestur blótsins var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og kitlaði hann hláturtaugar gesta eins og honum er einum lagið. Það var síðan hljómsveitin Sælusveitin sem sá um sveifluna fram á nótt. Veisluborðin svignuðu undan þjóðlegum kræsingunum. Morgunblaðið/Sig. Sigmunds. Það var mikið klappað og hlegið á vel heppnuðu þorrablóti. Júlíus Sveinsson smiður og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra áttu augljóslega eitthvað ósagt hvor við annan. Þorrablót á Flúðum alltaf á sunnudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.