Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
SAMKEPPNISRÁÐ ákvað í gær að afturkalla
fyrri ákvörðun sína frá 17. desember 1999 um að
hafast ekki að vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á fyr-
irtækinu Ágæti hf. Ráðið hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að Búnaðarbankinn, Sölufélag garðyrkju-
manna og Grænmeti ehf. hafi vísvitandi veitt
rangar og villandi upplýsingar um kaupin og því
hafi ákvörðunin frá árinu 1999 byggst á röngum for-
sendum. Samkeppnisstofnun hefur sent lögreglu-
yfirvöldum kæru vegna málsins, en röng skýrslu-
gjöf til samkeppnisyfirvalda varðar refsingu
samkvæmt ákvæðum hegningarlaga.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem samkeppnisyf-
irvöld hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna sam-
keppnismála og einnig mun þetta vera í fyrsta sinn
sem samkeppnisráð afturkallar fyrri ákvörðun sína.
Samkeppnisráð telur upplýst að kaup Grænmetis
á Ágæti hafi í raun verið gerð að frumkvæði og fyrir
reikning og áhættu Sölufélagsins, en samkvæmt
upplýsingum sem ráðið hafi fengið árið 1999 hafi
Sölufélagið ekki á nokkurn hátt verið talið viðriðið
kaupin.
Þessu vísa talsmenn Sölufélags garðyrkjumanna
og Grænmetis á bug. Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður sölufélagsins, segir að samkeppnisyfirvöld
hafi frá fyrsta degi vitað um fyrirhugaðar breyt-
ingar á sölufélaginu og stofnun nýrrar ávaxta- og
grænmetisdreifingarstöðvar. Sigurður vitnar í
þessu sambandi í bréf sem hann sendi Samkeppn-
isstofnun um málið 23. nóvember sl.
Þórhallur Bjarnason, framkvæmdastjóri Græn-
metis, kveðst vera afar undrandi á ákvörðun sam-
keppnisráðs og segir hana fyrst og fremst til marks
um slæleg vinnubrögð Samkeppnisstofnunar. Stef-
án Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands,
segir að bankinn telji sig hafa gefið samkeppnisyf-
irvöldum fullnægjandi upplýsingar um málið en lýsi
sig jafnframt reiðubúinn að vinna með Samkeppn-
isstofnun að skoðun málsins.
„Það lá alltaf ljóst fyrir að Sölufélag garðyrkju-
manna hafði forkaupsrétt og að við myndum kaupa
bréfin fyrir félagið ef Samkeppnisstofnun gerði
ekki athugasemdir við kaupin. Samkeppnisstofnun
var alla tíð gert ljóst að sölufélagið hafði forkaups-
rétt að bréfunum. Mér kemur því spánskt fyrir
sjónir að það skuli koma upp nú að við höfum ekki
gefið réttar upplýsingar. Við erum reiðubúnir til
samstarfs við þessa aðila eins og fram kemur í okk-
ar yfirlýsingu,“ segir Stefán.
Samkeppnisráð afturkallar fyrri ákvörðun vegna yfirtöku Grænmetis ehf. á Ágæti hf.
Vísvitandi röng upplýs-
ingagjöf kærð til lögreglu
Veittu/38
undanförnu gefi tilefni til að kann-
aðar verði leiðir til að auka stjórn-
arskráreftirlit og ganga úr skugga
um að löggjöf Alþingis samrýmist
stjórnarskrá.
Allir lögfræðingarnir sem við
var rætt benda á þann möguleika
að sett verði á stofn sérstakt laga-
ráð eða stofnun við Alþingi sem
veiti ráðgefandi álit um lagafrum-
vörp.
Einnig nefna sumir þann mögu-
leika að heimilt verði að bera und-
ir Hæstarétt, eða sérstaka stjórn-
lagadeild við réttinn, hvort
frumvörp eða nýsamþykkt lög
samrýmist stjórnarskrá.
Ómarkviss og brotakenndur
undirbúningur löggjafar
Viðmælendur blaðsins úr hópi
lögfræðinga eru á einu máli um að
HÓPUR lögfræðinga, sem rætt er
við í Morgunblaðinu í dag, eru
þeirrar skoðunar að atburðir að
ekki sé þörf á að setja á stofn sér-
stakan stjórnlagadómstól hér á
landi.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
segir ástæðu til að menn velti því
fyrir sér hvort hægt sé að ganga
úr skugga um stjórnskipulegt gildi
laga, annaðhvort áður en frumvarp
er samþykkt, eða þá strax eftir að
lög hafa verið samþykkt á Alþingi.
Eiríkur segir nokkrar leiðir koma
til álita en telur æskilegast að í
fyrstu verði sett á stofn sérstök
laganefnd eða lagaráð við Alþingi,
sem myndi veita þinginu ráðgjöf
um hvort frumvörp brytu í bága
við stjórnarskrá og alþjóðlegar
skuldbindingar.
„Ég hallast að því að þessi leið
væri æskilegust í byrjun á meðan
menn væru að ræða aðra kosti og
finna út úr því hvað æskilegast
væri í því efni. Þessi leið væri til-
tölulega einföld og myndi ekki
kosta mikil fjárútlát í sjálfu sér,“
segir hann.
Fleiri lögfræðingar eru á sama
máli. Skúli Magnússon, dósent við
lagadeild HÍ, segir að málskots-
rétt til slíkrar stjórnlaganefndar
gætu t.d. átt forseti Alþingis, for-
sætisráðherra, ákveðinn lágmarks-
fjöldi þingmanna og jafnvel forseti
lýðveldisins.
Oft ekki vandað nægilega til
löggjafar hér á landi
Að mati nokkurra viðmælenda
er oft ekki vandað nægilega til lög-
gjafar hér á landi og undirbún-
ingur lagafrumvarpa of ómarkviss
og brotakenndur.
Stjórnlagadómstóll óþarfur hér að mati lögfræðinga
Lagt til að lagaráð við Alþingi
meti stjórnskipunargildi laga
Ekki ástæða/10–12
SEÐLABANKINN sendi í gær frá
sér nýja verðbólguspá þar sem fram
kemur að hann gerir ráð fyrir að
verðbólga frá upphafi til loka þessa
árs verði 4,6%. Þetta er sama spá og í
nóvember á síðasta ári. Spáð er minni
verðbólgu á næsta ári eða 2,7%.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, for-
maður stjórnar Seðlabankans, segir
að vextir verði ekki lækkaðir en að
áfram verði fylgst með því hvort hag-
kerfið taki að kólna. Rök bankans fyr-
ir áframhaldandi aðhaldi peninga-
mála eru meðal annars þau að
vinnumarkaður sé spenntari en
nokkru sinni áður og að enn sé útlána-
aukning mjög mikil.
Seðlabank-
inn spáir
áfram 4,6%
verðbólgu
Óbreyttir vextir/24
Morgunblaðið/Jim Smart
Nautið Guttormur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er enn að slá þyngdarmet en hann mælist nú 910 kg.
NAUTIÐ Guttormur í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum er enn að
slá þyngdarmet. Talið er að hann
sé þyngsta naut landsins af ís-
lensku kyni og nú er búið vigta
gripinn í fimmta sinn. Hann
reyndist vera 910 kíló sem er
fjórum kílóum meira en á sama
tíma í fyrra.
Það vakti nokkra athygli í
október síðastliðnum þegar Gutt-
ormur var vigtaður, að hann
hafði misst nokkur kíló en þá var
hann 893 kíló. Skýringin á því er
sú að Guttormur var í gríðarlega
góðu formi eftir að hafa trimmað
úti síðastliðið sumar. Hann hefur
nú náð upp fyrra holdafari og
gott betur enda aðstæður yfir
vetrartímann ekki jafn góðar til
trimmiðkunar fyrir nautgripi og
á sumrin.
Guttormur var borinn í október
árið 1992 á Eystri-Sólheimasandi
í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann
var fluttur í Húsdýragarðinn 27.
janúar 1994.
Aðdáendur Guttorms eru hvatt-
ir til að fara og kíkja á gripinn
en garðurinn er opinn alla daga
frá klukkan 10–17.
Bolinn Guttormur
orðinn 910 kg
Talinn
þyngsta
naut lands-
ins af ís-
lensku kyni
Á FUNDI hreppsnefndar Vatns-
leysustrandarhrepps í gær var sam-
þykkt samrunaáætlun Hitaveitu
Suðurnesja og Rafveitu Hafnar-
fjarðar. Hafa þá allir eigendur Hita-
veitu Suðurnesja samþykkt áætl-
unina og verður í framhaldinu unnið
að nauðsynlegum breytingum á lög-
unum um fyrirtækið og öðrum und-
irbúningi samrunans, sem stefnt er
að að taki gildi hið allra fyrsta.
Sameining
samþykkt
♦ ♦ ♦
EKIÐ var á gangandi vegfaranda á
Fífuhvammsvegi í Kópavogi um
klukkan hálftíu í gærkvöld. Að sögn
lögreglu var maðurinn, sem er um
tvítugt, að ganga yfir götuna þegar
ekið var á hann. Maðurinn, sem
hlaut einhverja höfuðáverka var
fluttur með sjúkrabifreið á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi en er
ekki talinn alvarlega slasaður.
Ekið á gangandi
vegfaranda
♦ ♦ ♦