Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK erfðagreining og sviss-
neska lyfjafyrirtækið F. Hoffmann-
La Roche tilkynntu í gær um nýjan
áfanga í rannsóknarsamstarfi fyrir-
tækjanna í erfða- og lyfjafræði. Hjá
Roche er hafin þróunarvinna við ný
meðferðar- og greiningarúrræði sem
beinast að sjúkdómsþáttum sem vís-
indamenn ÍE hafa uppgötvað í geð-
klofa og æðakölkun.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
þessi áfangi markaði upphaf nýs
kafla í samstarfi fyrirtækjanna
tveggja, en Roche greiðir Íslenskri
erfðagreiningu áfangagreiðslu vegna
þessara uppgötvana.
„Þetta er í fyrsta skipti sem rann-
sóknir okkar skila þeim árangri að
við erum komnir með þá líffræðilegu
forsendur sem Roche þarf á að halda
til að geta farið í að þróa lyf. Við erum
ekki bara búnir að kortleggja þessi
gen. Við erum búnir að finna gen sem
eru með breytingar sem a.m.k. að
hluta til leiða til myndunar þessara
sjúkdóma. Við erum búnir að sýna
fram á í hvaða líffræðilega ferli þessi
eggjahvítuefni, sem erfðavísarnir
búa til, falla. Rannsóknir okkar á geð-
klofa hafa sýnt fram að eggjahvítu-
efnið er tjáð á þeim stöðum í heila þar
sem taugafrumur tala hver við aðra.
Eggjahvítuefnið fellur inn í líffræði-
legt ferli sem menn hafa verið að
vinna með. Menn hafa t.d. séð að ef
þetta líffræðilega ferli er að nokkru
leyti fellt brott í músum þá fá mýsnar
hegðunarbreytingar sem rennir stoð-
um undir mikilvægi þessa í myndun
geðklofans. Þetta eggjahvítuefni,
sem þessi erfðavísir býr til, er sér-
staklega vel til þess fallið að beina að
því eggjahvítuefni og hafa þannig
áhrif á þennan feril.
Við höfum einnig fundið, ekki bara
kortlagt, erfðavísi sem veldur æða-
kölkun. Það er erfðavísir sem býr til
efnahvata sem gegna mikilvægu hlut-
verki í því að stjórna fjölgun frumna
sem þekja æðar að innan og er þar að
leiðandi mjög mikilvægt þegar kem-
ur að myndun æðakölkunarinnar.
Þessi efnahvati er einnig þess eðlis að
það er mjög auðvelt að beina að hon-
um lyfjum. Tilraunir hafa sýnt fram á
það,“ sagði Kári.
Kári sagði að þessi uppgötvun væri
ekki bara mikilvæg fyrir Íslenska
erfðagreiningu. „Ég veit engin önnur
dæmi þess að menn hafi á grundvelli
meingenaleitar í algengum sjúkdóm-
um hafið þróun lyfja af þessari gerð.
Þetta er því ekki bara mikilvægt fyrir
okkur heldur einnig fyrir þann iðnað
sem við störfum í.“
Kári sagði að rannsóknir á erfða-
fræði algengra sjúkdóma hefðu geng-
ið mun betur en hann hefði þorað að
vona. „Við höfum verið að sjá árangur
að undanförnu sem er meiri en mig
hafði dreymt um. Þessar hugmyndir
sem við lögðum af stað með virðast
allar meira og minna vera að ganga
upp. Það eru því mjög spennandi
hlutir að gerast sem ég vonast eftir
að geta tjáð mig meira um á næst-
unni. Við erum ekki bara að afla
grundvallarþekkingar heldur passar
sú þekking sem við erum að afla okk-
ur inn í þá þróunarferla hjá þeim sem
eru að búa til raunveruleg lyf sem
koma til með að hafa áhrif á sjúk-
dóma,“ sagði Kári.
Meingen sem fundust eftir
greiningu fjölskyldutengsla
Í fréttatilkynningu frá Íslenskri
erfðagreiningu segir að vísindamenn
fyrirtækisins hefðu fundu þau mein-
gen sem hér um ræðir eftir greiningu
á fjölskyldutengslum og skimun á
öllu erfðamengi þátttakenda í rann-
sóknum á erfðafræði þessara sjúk-
dóma. Þær rannsóknir leiddu í ljós
sterk tengsl við þau svæði á litning-
um sem bera þessa erfðavísa.
„Við frekari rannsóknir á þessum
erfðavísum hefur komið í ljós að þeir
tengjast mikilvægum líffræðilegum
ferlum og Roche gefst nú tækifæri til
að beina þróunarvinnu sinni að vel
skilgreindum og áður óþekktum or-
sakavöldum í myndun þessara sjúk-
dóma. Eitt vænlegasta lyfjamarkið
sem vísindamenn ÍE hafa fundið í
rannsóknum á sameindalíffræði geð-
klofa er afurð meingensins sjálfs;
prótein sem er tjáð í taugamótum í
miðtaugakerfinu. Á sama hátt hafa
rannsóknir á meingeni útæðasjúk-
dómsins leitt í ljós ensím sem tengja
má við líffræðilega orsök sjúkdóms-
ins. Líklegt er að þetta ensím tengist
einnig æðakölkun sem títt fylgir út-
æðasjúkdómi og öðrum hjarta- og
æðasjúkdómum. Það er því mögulegt
að þróunarvinna sem beinist að þessu
ensími muni nýtast við þróun nýrra
og öflugra lyfja gegn mörgum öðrum
skyldum sjúkdómum,“ segir í til-
kynningunni.
Haft er eftir Jonathan Knowles, yf-
irmanni rannsókna hjá Roche: „Við
erum mjög spennt fyrir því að fá að
hefja þróunarvinnu sem byggist á
einstæðum uppgötvunum Íslenskrar
erfðagreiningar í rannsóknum á
erfðafræðilegum orsökum geðklofa
og útæðasjúkdóms. Nú gefst okkur
möguleiki á að beina vinnu okkar að
rótum þessara sjúkdóma og þróa ný,
öflug og sértæk lyf og greiningar-
próf.“
Greint er frá uppgötvun Íslenskrar
erfðagreiningar í The Wall Street
Journal í gær. Þar segir að auk Ís-
lenskrar erfðagreiningar hafi franska
líftæknifyrirtækið Genset SA tengt
meingerð í geni við geðklofa. Tekið er
fram að hljótt hafi verið um þessa
uppgötvun franska fyrirtækisins.
F. Hoffmann-La Roche greiðir Íslenskri erfðagreiningu fyrir ný meðferðar- og greiningarúrræði
Þróun á lyfjum
gegn geðklofa og
æðakölkun hafin
taki þátt í kosningunni. Páll bendir
hins vegar á að aðkvæðagreiðslan um
Reykjavíkurflugvöll sé með þeim
hætti að ekki eigi að ráða málinu til
lykta í beinu framhaldi af kosningun-
um, þar sem gildandi aðalskipulag
gildi til 2016 og því séu borgarbúar að
kjósa um hvað gerast eigi eftir árið
2016.
„Í ljósi þess að umrædd kosning nú
lýtur að efni aðalskipulags tel ég yfir
allan vafa hafið að slík kosning bindi
ekki borgarstjórnir, sem kosnar
verða í framtíðinni. Skýrlega er kveð-
PÁLL Hreinsson lagaprófessor segir
að kosning um það hvort flugvöllur-
inn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni
geti ekki orðið bindandi fyrir borg-
aryfirvöld í framtíðinni eftir að núver-
andi kjörtímabili lýkur. Hins vegar
bindi kosningin binda núverandi
borgarstjórn verði þátttaka næg.
Borgarráð hefur samþykkt að nið-
urstaða atkvæðagreiðslu um framtíð-
arnýtingu Vatnsmýrar og staðsetn-
ingu Reykjavíkurflugvallar 17. mars
nk. verði bindandi, að því gefnu að
a.m.k. 75% atkvæðisbærra manna
ið á í 5. mgr. 16. gr. skipulags- og
byggingarlaga, að eftir hverjar kosn-
ingar skuli sveitarstjórn meta hvort
ástæða sé til að endurskoða aðal-
skipulag. Hver ný borgarstjórn sem
kosin er, verður því sjálfstætt að taka
afstöðu til aðalskipulags borgarinnar
hverju sinni. Í því efni er hún hvorki
bundin við afstöðu fyrrverandi borg-
arstjórnarmanna eða niðurstöðu at-
kvæðagreiðslna íbúa sveitarfélagsins,
sem fram hafa farið á grundvelli 104.
gr. sveitarstjórnarlaga, skv. ákvörðun
fyrrverandi borgarstjórnarmanna.“
Aðeins bindandi fyrir
núverandi borgarstjórn
Lagaprófessor um niðurstöðu flugvallarkosningar
skýri það eflaust umfram annað af
hverju sala á nýjum bílum dregst
óðfluga saman. Í janúar sl. seldust
645 nýir bílar og er það 42% sam-
dráttur frá janúar á síðasta ári þeg-
ar 1.105 bílar seldust. Þetta gerist
þótt kaupmáttur hafi vaxið á sama
tíma. Vitnað er til þess í Morg-
unkorni að á árunum 1998 og 1999
FÓLKSBIFREIÐAR eru orðnar
fleiri en íbúar í landinu með öku-
skírteini. Í lok árs í fyrra voru
skráðar 158.936 fólksbifreiðar í
landinu og 152.493 íbúar með öku-
skírteini.
Fram kemur í Morgunkorni Ís-
landsbanka-FBA að mettun virðist
því blasa við á þessum markaði og
varði þjóðin meira fjármagni í kaup
á einkabifreiðum en íbúðum. Hafi
það einungis átt sér stað einu sinni
áður eða árið 1987. Fólksbifreiðar á
hverja 1.000 íbúa eru nú orðnar ríf-
lega 560 og er bifreiðaeignin, á
þann mælikvarða, orðin með því
mesta ef ekki sú mesta sem þekkist
meðal aðildarríkja OECD.
Morgunblaðið/Þorkell
Fleiri bílar en ökuskírteini
Í FYRSTA sinn í sögu Ríkiskaupa
voru í gær opnuð tilboð í skart-
gripi. Þeir voru gerðir upptækir af
tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli
í október 1998 hjá konu sem
reyndi að smygla þeim til landsins
frá Taílandi. Tollverðmæti skart-
gripanna var ríflega 1,4 milljónir
króna og hæsta tilboð af þeim 9
sem bárust í útboðinu var rúmum
20 þúsund krónum lægra, eða upp
á kr. 1.410.640. Tilboðið kom frá
Uppboðshúsi Jes Zimsen við
Hafnarstræti í Reykjavík og mun
ríkisféhirðir taka afstöðu til þess á
næstunni, í síðasta lagi innan tíu
daga.
Skartgripirnir voru úr 14-21
karata gulli, alls 49 hálsmen án
keðju, 43 hringir, 29 pör af eyrna-
lokkum, 46 hálskeðjur og 30 arm-
og ökklabönd.
Auk þess að vera með skart-
gripi meðferðis var konan, ásamt
sambýlismanni og níu ára syni
sínum, tekin í Leifsstöð með nokk-
urt magn af lyfjum, eða ríflega 2
þúsund töflur af þrenns konar
verkja- og deyfilyfjum.
Vegna þessa ólöglega innflutn-
ings gaf lögreglustjórinn í
Reykjavík út ákæru á hendur
konunni sl. haust. Við dómtöku í
Héraðsdómi Reykjavíkur í nóv-
ember sl. gekkst konan undir
dómsátt með 800 þúsund króna
sekt til ríkissjóðs og að sæta upp-
töku á skartgripunum og lyfjun-
um, auk þess sem hún þurfti að
greiða 184 þúsund vegna útlagðs
kostnaðar ákæruvaldsins og 40
þúsund krónur í málskostnað.
Morgunblaðið/Kristinn
Gerður Bárðardóttir, Guðmundur I. Guðmundsson og Óskar Ás-
geirsson, starfsmenn Ríkiskaupa, opna tilboð í skartgripina.
Einstakt útboð á skartgripum
Uppboðshús
bauð 1,4 millj-
ónir króna
Morgunblaðið/Kristinn
Sýnishorn af þeim skartgrip-
um sem boðið var í hjá Rík-
iskaupum í gær.