Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 53 hjálplegur þegar þurfti og var greið- inn þá gleymdur um leið, og var sama hvort það voru ungir eða aldnir er í hlut áttu. Emil flutti hingað til Grundar- fjarðar frá Þórshöfn 1952 með fjöl- skyldu sína, til að verða verslunar- stjóri í verslun Sigurðar Ágústssonar í Grundarfirði, sem hann keypti nokkru síðar ásamt öðrum frammá- mönnum hér í sveit og nefndi Versl- unin Grund hf., sem hann eignaðist alveg síðar, og rak með fjölskyldu sinni. Emil og fjölskylda hans komu með mjög hressandi anda inn í byggðar- lagið og voru áhrif hans mjög jákvæð hér í ört vaxandi kauptúni þar sem mjög hröð uppbygging var, og var eiginlega allt eftir að gera. Ég fór í hreppsnefnd um þetta leyti, og síðan oddviti til margra ára, og varð reyndin sú, að ég kom oft við hjá honum til að þiggja góð ráð. Og þegar ég fer að hugsa um það nú, hafði Emil meiri áhrif á margar ákvarðanir en þeir sem í hrepps- nefnd voru. Já, það var oft gott að bera sig upp við Emil, um ýmislegt sem sveitarfélagið þurfti að gera. Emil var skarpgreindur, og minnug- ur með afbrigðum t.d. á mannanöfn og var í sambandi við mjög marga, þótt hann gæfi sér sjaldan tíma til ferðalaga frá verslunni, kom það sér oft vel fyrir mig, þegar hann benti mér á að tala við réttu mennina, þ.e. menn sem voru áhrifamiklir í sam- bandi við ýms málefni sveitarfélags- ins. Síðar eða 1970 varð Árni sonur hans sveitarstjóri hér í sveit og varð samstarf okkar mjög gott, bæði í sveitarstjórn og síðar þegar Árni varð útibússtjóri Búnaðarbankans í Grundarfirði. Fljótlega eftir að Emil kom hingað til Grundarfjarðar fór hann að vinna að því að stofnaður yrði hér spari- sjóður. Það var svo 1954 að Spari- sjóður Eyrarsveitar var stofnaður, og varð það úr að ég yrði sparisjóðs- stjóri og Emil formaður sparisjóðs- ins, og var hann það þar til stuttu áð- ur en hann flutti héðan. Því var samstarf okkar mikið og ég vil segja farsælt, því þótt sparisjóðurinn væri ekki stór, reyndum við að lána til flestra eða allra sem voru í íbúðar- húsbyggingum hér. Emil var mikill sjálfstæðismaður og fóru skoðanir okkar þar saman, eða réttara sagt varð hann lærifaðir minn í pólitíkinni, því ég hafði lítið hugsað um þá hluti fyrr. Hann út- skýrði pólitíkina þannig að ég fann að sjálfstæðisstefnan var næst því sem ég hafði hugsað um þessi mál. Þ.e. láta einstaklinginn njóta sín sem allra mest, en það opinbera komi til hjálpar þegar veikindi og slíkir erf- iðleikar steðja að, og þannig nálgast velferðarkerfið, en ekki heimta allt af því opinbera. „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“, það er grunntexti sjálfstæðisstefnunnar. Já, það er óhætt að segja að Emil hafi skilið eftir sig góð spor hér í Grundarfirði, og kom hann oft við sögu í málum sem til heilla horfðu fyrir byggðarlagið. Drottinn sigrar, dauðinn tapar. Dagur brýst í gegnum nótt. Drottinn stig af stigi skapar styrk úr veikleik, mátt úr þrótt. Drottinn sprengir dróma og læðing. Dauðinn snýst í endurfæðing. Drottinn gerir nákuls næðing notabyr að lífsins gnótt. (Hannes Hafstein.) Ég vil svo að lokum flytja Ágústu og börnum þeirra samúðarkveðjur. Góður Guð veri ævinlega með ykkur öllum. Halldór Finnsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460. ERFIDRYKKJUR STÆRRI OG MINNI SALIR Borgartún 6 ehf., sími 561 6444 Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Sjáum einnig um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla. Einn er maðurinn veikur en með öðrum sterkur. Einmana huga þrúgar þarflaus kvíði. Ef vinur í hjarta þitt horfir og heilræði gefur verður hugurinn heiður sem himinn bjartur og sorgar ský sópast burt. (J.G. Herder.) Nú er mín elskulega systir Guðný farin til annars og betri staðar, þar sem hefur örugglega verið tekið vel á móti henni. Ég trúi því að þar hafi verið Halldór sonur hennar, Nonni dóttursonur, mamma og pabbi, Frið- rik systursonur og margir fleiri. Henni hefur verið vel fagnað því hún var yndisleg manneskja. Hún var traust og áreiðanleg í hverju sem hún tók sér fyrir hendur og sinnti öllu sem hún gerði af einlægni og vandvirkni sem henni var eiginleg. Þessar línur eru settar á blað til að þakka óeigingjarna hjálp sem þú, elsku Guðný mín, veittir á erfiðum stundum, yndislega nærveru og frá- bæra vináttu gegnum súrt og sætt. Glaður hlátur þinn verður í minning- um okkar og hressir okkur um ókomna daga. Við höfum starfað saman, dansað og ferðast saman, hlegið og grátið saman, þú varst allt sem hægt er að óska sér í góðri syst- ur og vini gegnum lífið, ég mun minn- ast þín um daga og dimmar nætur. Elsku Finnbogi, Áslaug, Hanna, Ninna og fjölskyldur, við biðjum Guð að vera með ykkur, hugga ykkur og styrkja. „Vinur er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín upp- skorin. Hann er brauð þitt og arin- eldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá and- mælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þyk- ir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni. (Kahlil Gibran.) Guðrún og Guðmundur. GUÐNÝ HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Guðný HalldóraHalldórsdóttir fæddist á Akranesi 27. september 1934. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 12. febr- úar. Það var vinátta sem á vængj- um friðar hné frá himni í helgum blæ. Fagnaði fold, fylltust gleði efri loft og undirdjúp. (Jónas Hallgr.) Nú er hún Guðný frænka farin á betri stað, en þangað til við hittum hana þar mun hún lifa í minningunni, brosandi, yndisleg og alltaf að. Á leiðinni upp að Krossi til ömmu og afa var oft áð í Árdal hjá Guðnýju og Finnboga. Þau eru alveg í leiðinni, sögðum við systkinin! Þar var margt að skoða fyrir borgarbörn og alltaf eitthvað að gera. Einu sinni fór Guðný með mig að skoða hænurnar. Hún leiddi mig, annars hefði ég ekki þorað, og hún lofaði að passa mig fyr- ir þessum ógurlegu dýrum sem gátu goggað í mig ef ekki eitthvað þaðan af verra. Halldór, Ninna og Hlöðver bróðir hlógu að mér og það sveið en ég var örugg með Guðnýju. Hún hafði gott lag á að róa og hugga, upp- örva og gleðja, hún Guðný frænka mín. Í einni heimsókn var mér sýnd- ur laukur í grasinu sem mátti borða! Annað sinn fór ég að veiða með Ninnu og Halldóri, þau hafa sjálfsagt ekki búist við miklum afrekum af mér enda var ég símalandi. Hvar er fiskurinn? Felur hann sig? Ætti ég frekar að standa þarna hinumegin? Glettin á svip spurði Guðný um afla- brögð þegar við komum til baka og fékk að vita að Ninna veiddi einn fisk en það hefði verið kraftaverk, því ég hefði þrammað um eins og fíll og haft svo hátt að allir fiskar hefðu flúið. Guðný hló innilega en huggaði mig svo, því stolt mitt var sært, með því að gengi betur næst. Hún hafði ein- stakt lag á að glettast og gera gott úr hlutunum. Hún hló að manni, en samt með manni, þannig að enginn skældi lengi og sólin brosti á ný í kapp við Guðnýju sem alltaf átti til bros handa öllum. Hún hló oft og stundum hátt eins og Krosssystur gera gjarnan. Við megum sannar- lega taka til fyrirmyndar hvað hún var þrautseig, glöð, dugleg, vand- virk, dugleg að gera mikið úr litlu og svo margt annað sem góða mann- eskju prýðir. Mamma sagði líka: ,,Af hverju fór hún strax? Ég ætlaði að njóta ellinnar með henni.“ Og sann- arlega hefðu það verið forréttindi, hún var svo auðug af því sem prýðir sómafólk og því sem lætur mann sækjast eftir nærveru þess, góð og glöð lund, stórt hjarta og virkilega mikill persónuleiki. Þau Finnbogi misstu einkason sinn aðeins 18 ára gamlan og það var mikið áfall fyrir þau öll. Síðan þegar Nonni hennar Áslaugar kveður líka og einnig í bílslysi finnst manni nóg komið af ótímabærri brottför í þess- ari fjölskyldu. Af hverju, hvers vegna? En ég ætla að sætta mig við það sem ég heyrði eða las einhvers staðar; Guð vill auðvitað hafa sínar bestu sálir á himnum hjá sér! Margt upplifði ég í Árdal í heim- sóknum og þegar við systkinin vor- um þar í pössun. Það er ekki sama hvernig sagt er frá hlutunum og Guðný sagði fallega frá. Hún sýndi mér eitt sinn músarunga sem átti heima í kartöflugarðinum hennar og við fórum í gönguferðir og hún sagði okkur hvað blómin hétu alveg eins og mamma gerði. Hún umvafði unga frænku af hlýju sem hún átti ómælda. Eitt sinn er við vorum í pössun fórum við að ná í Ninnu upp í laug þar sem hún var á sundnám- skeiði. Við stóðum á bakkanum, and- aktug yfir því að Ninna gat staðið á höndum í lauginni, þá veit ég ekki fyrr til en Guðný hefur gripið Kalla bróður upp úr lauginni sem hann datt á hausinn ofan í. Hún var svo eldsnögg að hún náði í annan fótinn áður en hann sökk og hífði hann upp rennandi blautan, nema fótinn sem hún hélt í. Annað atvik sem ég mun aldrei gleyma er þegar hún sýndi mér stóru hrærivélina í eldhúsinu á Hvanneyri. Þetta væri alveg eins tæki og Grýla notaði til að hræra skyrið handa jólasveinunum. Og ég trúði því sko alveg, bæði var vélin nógu stór og líka að Guðný frænka sagði það. Margar góðar minningar á ég óupptaldar frá því að þau hjón bjuggu í Árdal. Ekki eru þær sístar þegar krakkarnir voru fermdir og allir sem gátu fóru í „yfir“ og fleiri leiki og lítið var hugsað um hvort spariföt yrðu óhrein, það var svo gaman! Það var hálfgert svindl þegar þau fluttu að Hvanneyri en þar blómstraði nú aldeilis undan grænu fingrunum á hjónunum. Þau fluttu síðan í Stórholtið og núna seinni árin þegar ég var sjálf orðin sveitakona komu þau til mín í margar heimsókn- ir og oft með barnabörnin til að veiða. Alltaf jafn þolinmóð og ljúf, tilbúin að aðstoða hvar sem henni þótti þörf, með brosið sitt bjarta og höndina hlýju. Margt megum við læra af samferðafólki eins og henni. Einu sinni var mér sýnt pils sem hafði komið brunagat á og spurt hvort ég sæi hvar það væri. Ég skoð- aði það vel og vandlega og fann ekk- ert gat. Þá sagði mamma: „Ef Guðný hefur gert við það þá finnur þú það ekki.“ Oft hefur þetta komið upp í hugann þegar ég er að gera eitthvað sem þarf að vera vel gert og hvatt mig til að gera betur. Við Sólrún systir höfum oft rætt það að eigin- lega kæmi Guðný næst mömmu, að öðrum frænkum ólöstuðum. Við viss- um að til hennar var óhætt að leita og vandaðri manneskja og glaðari vand- fundin. Á gamlárskvöld komu þau hjón oft í Fjarðarásinn og voru hrók- ur alls fagnaðar eins og svo oft á mannamótum. En nú ert þú farin, elsku frænka, og góður Guð varðveiti þig og við hittumst kannski ekki nærri strax. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þér og við systkinin og fjölskyldur þökkum það af einlægni. Þú hefur sannarlega skilað þínu á lífsleiðinni, alltaf jafn dugleg og gleðigefandi kona. Orð eru svo fátækleg þegar þungan harm ber að, elsku Finnbogi, Áslaug, Hanna, Ninna og fjölskyldur, Guð styrki ykkur og styðji. Ásrún, Sólrún, Hlöðver, Karl og fjölskyldur. Eftir ein á strönd við stöndum, störum eftir svörtum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum lætur út á hafið dökkva (Grímur Thomsen.) Fyrir hálfu fjórða ári bættist okk- ur góður liðsauki á saumastofunni. Guðný Halldórsdóttir, sem hafði starfað í áratug á Landspítalnum en skipti þá um vinnu og kom lífsglöð, góðgjörn og gleðirík í okkar hóp. Eftir nýárið veiktist hún af kvefi, sem hrellir landsmenn gjarnan á þessum árstíma og var ekki talið al- varlegt og kom til starfa á ný en veiktist þá aftur og eftir vikudvöl heima var hún flutt á spítala og lést þar skömmu síðar. Prédikarinn segir: „Og sólin renn- ur upp og sólin gengur undir... – Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma...“ – Þegar ótímabær- an dauða samferðarmanna ber að verður oss hverft við í djúpum sökn- uði. Hugur okkar reikar þá er við horfum á hljóðnaða saumavél henn- ar. Helgarferð til Vestmannaeyja á liðnu vori er minnisstæð, þar sem spaugsemi og hlátrasköll ómuðu – og nú er engin spákonan sem upplýsir leyndardóma kaffibollans. Guðný hafði orð á því, að hún hygðist gera eitt og annað þegar hún hætti saumaskap og njóta þess. Að leiðarlokum er okkur virðing og þakklæti efst í huga fyrir elskuleg kynni – glaðværð, samviskusemi og iðni og fallegu blómin úr garðinum hennar sem prýddu kaffiborðið okk- ar. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Fjölskyldu Guðnýjar Halldóru Halldórsdóttur biðjum við blessunar. Samstarfskonur á sauma- stofunni Tunguhálsi 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.