Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 35 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Degi fimmtudaginn 15. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 1. flokki 1991 – 37. útdráttur 3. flokki 1991 – 34. útdráttur 1. flokki 1992 – 33. útdráttur 2. flokki 1992 – 32. útdráttur 1. flokki 1993 – 28. útdráttur 3. flokki 1993 – 26. útdráttur 1. flokki 1994 – 25. útdráttur 1. flokki 1995 – 22. útdráttur 1. flokki 1996 – 19. útdráttur 2. flokki 1996 – 19. útdráttur 3. flokki 1996 – 19. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2001. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15.mars geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 8.000 á manninn. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyn- dra fararstjóra til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Bókaðu til Costa del Sol og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt í sumar Verð kr. 37.785 M.v. hjón með 2 börn, 24.maí, vikuferð, Santa Clara, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 46.330 M.v. 2 í studio, Bajondillo, 24. maí, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 43.985 M.v hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, 28.júní, í 2 vikur, Santa Clara, með 8.000 kr. afslætti. Flug alla fimmtudaga Lægsta verðið í sólina Fáðu bæklinginn sendann Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is alltaf á föstudögum Í MÖGULEIKHÚSINU eru hafnar æfingar á Skuggaleik, nýju barnaleikriti eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikarar eru Pétur Eggerz og Bjarni Ingvars- son. Þetta er annað leikrit höf- undar en áður hafði hún samið Óvita sem sýndir voru í Þjóðleik- húsinu við miklar vinsældir, einn- ig í leikstjórn Brynju. Leikmynda- hönnuður verksins er Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður. „Þetta er í fyrsta sinn sem Tryggvi vinn- ur fyrir leikhús á sínum lista- mannsferli og við í Möguleikhús- inu bindum auðvitað miklar vonir við samstarfið við þessa þrjá frá- bæru listamenn,“ segir Pétur Eggerz. Í Skuggaleik segir frá Binna litla, sem er heldur leiðinlegur gutti. Meira að segja skugginn hans er helst á því að yfirgefa hann. En áður en til þess kemur líkamnast skugginn og fer með Binna yfir litróf lífsins, svona til að benda honum á sitthvað sem betur mætti fara. Það kemur svo í ljós að þótt Binni sé einkabarn eru foreldrar hans önnum kafnir við að skaffa og veita honum ekki mikla athygli. Ýmsar fleiri per- sónur koma við sögu, m.a. kettir og fuglar. Leikritið verður um 40 mínútur í flutningi og er ætlað fyrir börn á leikskólaaldri og í yngstu bekkjum grunnskólans. Frumsýning er fyrirhuguð í Möguleikhúsinu 10. mars en síðan verður sýningin á faraldsfæti um leikskóla og grunnskóla landsins. Nýtt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Morgunblaðið/Kristinn Pétur, Brynja, Guðrún og Bjarni í Möguleikhúsinu. Skugginn líkamnast og fer yfir litróf lífsins  ÞÁ hneggjaði Freyfaxi: Stað- fræði og minjar, arfsagnir og upp- spuni í Hrafnkels sögu Freysgoða, hefur að geyma níu ritgerðir frá þremur síðustu áratugum og þrjár nýjar, Blót- minni og goðgá, Arfsagnir og uppspuni og Fað- ernismál eftir Jón Hnefil Að- alsteinsson. Um þessar þrjár rit- gerðir segir höf- undurinn m.a.: „Í Faðern- ismálum tók ég undir þá ályktun Sigurðar Nordals, að upphafskafli Hrafnkels sögu Freysgoða væri verk höfundarins en ætti ekki rætur að rekja til munnmælasagna sem gengið höfðu á Austurlandi. Í kafl- anum Blótminni og goðgá tók ég á hinn bóginn, með viðbótarrökum, undir þá niðurstöðu ýmissa fræði- manna að blótminni Hrafnkels sögu Freysgoða, spjöllin á Freyfaxa og viðbrögð hestsins, dráp smala- mannsins, henging áttmenninganna á váðásinn, uppgangur Hrafnkels í Fljótsdal, víg Eyvindar og endur- heimt Aðalbóls væru samtengd og ættu að öllum líkindum rætur í forn- um trúarsögnum um Hrafnkel goða Hrafnsson.“ Aðrar ritgerðir í bókinni nefnast Þá hneggjaði Freyfaxi, Sverðið úr Hrafnkelsdal, Byggðaleifar í Hrafn- kelsdal, Konubein í kumli, Freys- minni í fornsögum, Jökuldalsmenn og Hallfreðargata, Freyfaxahamarr, Eftirhreytur um Freyfaxahamarr og loks Hrafnkötluútgáfan 1942. Í lok bókarinnar fylgir stutt saman- tekt á ensku. Höfundur bókarinnar, Jón Hnefill Aðalsteinsson, er fæddur og uppal- inn á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, á söguslóðum Hrafnkels sögu Freys- goða. Í formála segir hann m.a. að frá bernskualdri hafi sagan verið sér hugstæð og þrátt fyrir margvíslegar tilraunir sínar til að samræma lýs- ingar bókarinnar við staðhætti í Hrafnkelsdal hafi það reynst ómögulegt. Síðar, þegar hann byrj- aði að líta á söguna sem skáldskap, með takmarkaðar rætur í raunveru- leikanum, hafi hann verið þess albú- inn að ljúka þessari bók sem hann hefur unnið að í áratugi. Jón Hnefill Aðalsteinsson er guð- fræðingur frá Háskóla Íslands, fil. cand. í trúarbragðasögu og heim- speki frá Háskólanum í Stokkhólmi og doktor í þjóðfræði frá Uppsalahá- skóla. Hann er prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er kilja og er 225 bls. Verð: 3.200 kr. Nýjar bækur Jón Hnefill Að- alsteinsson GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas og Oddafélagið halda sameig- inlega málstefnu nk. laugardag kl. 14 í fundarsal á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. Hún fjallar um áhrif grískrar og lat- neskrar menningar á Íslandi að fornu og ber heitið „Fornar menntir á fræðasetrum“. Framsögumenn verða þau Guðrún Nordal, sem flytur erindi er hún nefnir „Snorri Sturluson og skóla- nám á miðöldum“, og Gottskálk Þór Jensson sem kallar erindi sitt „Grískættaðar fornsögur á Íslandi“. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fornar menntir á fræðasetrum Listasafn ASÍ við Freyjugötu Sýningu Hlyns Helgasonar „Um listina“ lýkur nú á sunnudag. Á sýn- ingunni eru ferilsmálverk máluð á síðastliðnum fjórum árum, kvik- myndainnsetning og lýðræðislegur hljóðskúlptúr. Í hljóðskúlptúrnum, „Stöpli“, má heyra íbúa við Freyju- götu og Mímisveg ræða hvað gera skuli við stöpul að baki Ásmundar- salar og sjá sjónarhorn þeirra yfir stöpulinn. Kvikmyndirnar sýna ann- ars vegar þegar ekið er í gegnum þvera Reykjavík og hins vegar um- hverfi innanhúss í gömlu eldhúsi á Norðurlandi. Í ferilsmálverkunum grandskoðar Hlynur eðli málverks- ins í upphafi aldar með því að fylgja ákveðnum reglum við gerð mál- verksins. Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga. Sýningu lýkur TVEIR blandaðir kórar eldri borg- ara halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði nk. laugardag kl. 16. Kórarnir, Samkórinn Hljómur frá Akranesi og Gaflarakórinn frá Hafnarfirði, flytja hvor sína söng- skrá og einnig sameiginlega nokkur lög. Stjórnandi Samkórsins Hljóms er Lárus Sighvatsson og undirleikari Ásdís Ríkharðsdóttir. Stjórnandi og undirleikari Gaflarakórsins er Guð- rún Ásbjörnsdóttir, undirleikari á harmonikku er Valgarð Sigmarsson og Jón V. Tryggvason leikur á trommur. Tveir kórar í Víðistaða- kirkju ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.