Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 25
AUKIN virkni sólar kann að vera
meginorsök hinna svokölluðu gróð-
urhúsaáhrifa, að mati eðlisfræð-
ingsins Henrik Svensmark hjá
Dönsku geimrannsóknastofnun-
inni. Telur Svensmark, að segul-
magn sólar hafi aukist á síðustu
öld og það hafi haft meiri áhrif á
hitastig en uppgufun eiturefna, t.d.
koltvísýrings. Þetta kom fram í
danska sjónvarpinu fyrir skömmu.
Kenning Svensmark stangast al-
gerlega á við niðurstöðu nýrrar
1.000 blaðsíðna skýrslu sem kynnt
var á ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um gróðurhúsaáhrif þar sem
koltvísýringur er talinn megin-
ástæða þeirra. Kenningin er í
stuttu máli sú, að segulmagn sólar
hafi aukist á síðustu 100 árum. Það
myndi nokkurs konar verndarhjúp
fyrir jörðina og dragi úr því magni
efniseinda sem berist inn í lofthjúp
jarðar annars staðar frá. Slíkt
dregur úr skýjamyndun sem aftur
verður til þess að hitastig jarðar
hækkar.
Svensmark viðurkennir að ekki
sé hægt að sanna kenninguna, ein-
faldlega vegna þess að of lítið sé
vitað um það hvernig ský myndist.
Þau skipti hins vegar miklu máli
þegar lofthiti jarðar sé annars veg-
ar. Hyggst Svensmark nú reyna
kenningu sína á tilraunastofu.
Svensmark hafnar ekki gróður-
húsakenningunni sem slíkri, þótt
hann segist ekki sannfærður um að
koltvísýringi sé einum um að
kenna. M.a. spyr hann hvers vegna
segulmagn sólar aukist nú, hafi
það ekki gert það 850 ár þar á
undan.
Óhætt er að segja að samlandar
Svensmark hafi tekið kenningu
hans með varúð. Ekki eru þó allir
þeirra reiðubúnir að vísa henni á
bug. Peter Laut, prófessor við
danska tækniháskólann og ráðgjafi
yfirvalda í orkumálum, segir að
hafi Svensmark rétt fyrir sér,
kippi það fótunum undan nær öll-
um fyrri niðurstöðum varðandi
gróðurhúsakenninguna og telur
hann litlar líkur á því. Hann og
aðrir vísindamenn viðurkenna þó
að hitastig ráðist af flóknu samspili
sólar og atriða á borð við eldgos,
magns og samsöfnunar gróður-
húsalofttegunda í andrúmslofti o.fl.
Segir sólina
orsök hærra
hitastigs jarðar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ESB eða Evrópusambandið
getur hugsað sér að leigja
úkraínskar herflutningavélar
til að tryggja að her þess verði
starfhæfur án aðstoðar Banda-
ríkjanna. Þetta kemur fram í
The Daily Telegraph í gær.
Þegar lönd ESB voru spurð að
því í fyrra hvað þau gætu lagt
til væntanlegs hers ESB kom í
ljós að flutningsgeta hersins
yrði einn af veikari hliðum
hans. „Við erum mjög hrifin af
því sem Úkraínumenn hafa að
bjóða og erum að skoða málin,“
sagði embættismaður ESB, en
nefnd á vegum ESB var stödd í
landinu á þriðjudag. Um yrði
að ræða not á 76 Íljúshín- og 40
Antonov-flutningavélum.
Erfðabreytt
matvæli leyfð
EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í
gær tillögur um að herða tak-
markanir á notkun á erfða-
breyttum vörum. Reglurnar
nýju fela m.a. í sér tillögur að
hertu eftirliti og vörumerking-
um á erfðabreyttum matvæl-
um, fóðri og lyfjum. Tillögurn-
ar ryðja veginn fyrir afnámi á
þriggja ára banni ESB á leyf-
isveitingu fyrir nýjum erfða-
breyttum vörum.
Skrifstofu SÞ
í Kabúl lokað
STJÓRN talebana í Afganistan
brást í gær við skipun Banda-
ríkjastjórnar um lokun skrif-
stofu þeirra í New York og
fyrirskipaði Sameinuðu þjóð-
unum, SÞ, að loka skrifstofu
sinni í Kabúl. Kant Samellson,
hernaðarráðgjafi SÞ í Kabúl,
sagði að verið væri að bíða eftir
ráðum um hvernig bregðast
ætti við boðunum en hermt er
að starfsfólk skrifstofunnar
hafi búið sig til brottfarar. SÞ
viðurkenna ekki stjórn taleb-
ana sem steypti stjórn Rabb-
anis forseta af stóli 1998.
Talebanar, sem verið hafa
með meirihluta Afganistans á
sínu valdi, misstu í fyrrinótt
lykilborgina Bamiyan, í mið-
hluta landsins í hendur
andstæðinga sinna og er það
mikið áfall fyrir þá en að sama
skapi sigur fyrir andstæðinga
þeirra, liðsmenn Hezb-e-Wah-
ad-flokksins.
Norac
fyrir rétt?
MIRKO Norac, fyrrum hers-
höfðingi í króatíska hernum
sem eftirlýstur er vegna stríðs-
glæpa, segir í viðtali í gær að
hann hafi aldrei drepið
óbreytta borgara, heldur að-
eins verið að verja land sitt.
Norac segir í viðtali við dag-
blaðið Slobodna Dalmacija að
hann sé tilbúinn til að mæta
fyrir rétt svo framarlega sem
ríkisstjórnin tryggi að hann
verði ekki sendur til stríðs-
glæpadómsstólsins í Haag.
Forsætisráðherrann Ivica Rac-
an hafnaði þessum afarkostum.
Norac, sem er 33 ára gamall, er
sakaður um að hafa myrt serb-
neska borgara í borginni Gosp-
ic 1991. Hann hefur farið huldu
höfði en veitti viðtalið er hann
mætti til að taka þátt í fjöl-
mennum mótmælum þjóðernis-
sinna í Split.
STUTT
Antonov og
Íljúshín í
Evrópuher