Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
FYRIRHUGAÐ verkfall flugum-
ferðarstjóra í næstu viku gæti, að
mati Þorgeirs Pálssonar flugmála-
stjóra, grafið undan framtíð flugum-
ferðarþjónustu hér á landi og veikt
grunninn að því að Íslendingum sé
treyst til þess að veita þessa þjón-
ustu. Þorgeir segir viðbúið að veru-
legar truflanir verði á alþjóðlegri
flugumferð í gegnum íslenska flug-
stjórnarsvæðið, komi til verkfalls, en
að meðaltali fljúga um 270 flugvélar í
gegnum svæðið daglega og getur
fjöldi þeirra orðið allt að 500 við hag-
stæð veðurskilyrði.
Að sögn Þorgeirs stýra Íslending-
ar flugumferð á gríðarlega stóru al-
þjóðlegu flugsvæði yfir Atlantshaf-
inu í umboði Alþjóða flug-
málastofnunarinnar, sem endanlega
ákveður hvernig þessum málum er
háttað. Þorgeir segir að raddir
þeirra, sem vilja fækka flugstjórn-
armiðstöðvum á Norður-Atlantshafi,
hafi verið að færast heldur í aukana
og að sumir telji jafnvel nóg að hafa
bara eina slíka. Enda hafi tækniþró-
un síðari ára orðið til þess að gera
slíkt kleift, sér í lagi framfarir í fjar-
skiptatækni.
„Það er auðvitað ljóst að allar
truflanir sem verða á alþjóðlegri
flugumferð eru til þess fallnar að
grafa undan framtíð þessarar þjón-
ustu hér á landi, eða veikja grunninn
fyrir því að okkur sé treyst til þess
að veita þessa þjónustu. Og það hef-
ur aldrei gerst í þau rúmu 50 ár, sem
við höfum veitt þessa þjónustu, að al-
þjóðleg flugumferð í gegnum flug-
stjórnarsvæði Íslands hafi orðið fyr-
ir truflunum eða töfum af völdum
slíkra aðgerða,“ segir Þorgeir.
Erlendir flugstjórnaraðilar
vilja auka sín umsvif
Hann segir ljóst að margar skoð-
anir séu á þessu máli hjá erlendum
aðilum og að erlendir flugstjórnarað-
ilar hafi áhuga á því að auka umsvif
sín á þessu sviði og hafi ekki farið
leynt með það. Að sögn Þorgeirs hef-
ur flugmálastjórn verið að fara yfir
afleiðingar verkfallsins á flugumferð
og ljóst sé að búast megi við veru-
legri röskun á flugumferð í gegnum
svæðið. „Það er breytilegt eftir veð-
urskilyrðum hversu margar flugvél-
ar fara um svæðið á hverjum degi.
Að meðaltali eru þetta um 270 vélar
sem fara í gegnum svæðið okkar
daglega, en þær geta alveg farið upp
í 500 undir vissum kringumstæðum,
og fækkað eitthvað líka, þannig að
þetta er mjög háð veðri.“
Verkfall flugumferðarstjóra hefst
20. febrúar nk. og stendur í tvo sólar-
hringa hafi samningar ekki tekist
fyrir þann tíma. Þá hafa flugumferð-
arstjórar einnig boðað verkfall í þrjá
sólarhringa frá 28. febrúar til 3.
mars.
Flugmálastjóri telur verkfall geta grafið undan framtíð flugumferðarstjórnar
Þrýst á um fækkun flug-
stjórna í Atlantshafsflugi
ÁHÖFNIN á Haferninum ÞH 26 var að ljúka
löndun á Húsavík í gær þegar ljósmyndara
Morgunblaðsins bar að. Aflinn var fremur treg-
ur, ekki nema um 900 kíló af fiski og einn blöðru-
selur sem flækst hafði í trossu.
Blöðruselir hafa oft gert sjómönnum á Skjálf-
anda lífið leitt því selirnir hafa komist upp á lag
með að kviðbíta fisk í netum og sjúga úr honum
lifrina. Þessi selur hafði þó ekki náð að skemma
neitt af fiski áður en hann festist sjálfur í netinu.
Þeir á Haferninum sögðu að blöðruselir væru
mikið á miðunum fyrir norðan fram í miðjan
febrúar, þá létu þeir sig hverfa. Svo kæmu þeir
aftur á vorin og væru þá miklu skæðari í að ræna
sér lifur. Þeir Sigfús Jónsson (t.v.) og Hreiðar
Jónsson (t.h.) sögðu að þessi selur væri fremur
lítill af blöðrusel að vera. Selurinn verður nýttur
í hákarlabeitu á Húsavík.
Morgunblaðið/RAX
Blöðruselur flæktist í trossu
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
hækka gatnagerðargjöld í Reykjavík
frá 7,1% upp í 22,5% eftir því hvernig
íbúðarhús er um að ræða.
Þannig hækka gatnagerðargjöld
vegna einbýlishúsa um 7,1%, gatna-
gerðargjöld vegna raðhúsa, parhúsa,
tvíbýlishúsa og keðjuhúsa hækka um
14,4%, gatnagerðargjöld vegna fjöl-
býlishúsa hækka um 22,5% og vegna
annars húsnæðis um 21,4%.
Í tillögu borgarverkfræðings af
þessu tilefni kemur fram að langt sé
frá því að gatnagerðargjöld standi
undir kostnaði við gatnagerð í borg-
inni. Athugun á kostnaði við gatna-
gerð í Grafarholti hafi sýnt að til
þess að standa undir kostnaði þar
þyrftu gatnagerðagjöld af einbýlis-
húsum að hækka um 22%, af rað-,
par- og keðjuhúsum um 50% og af
fjölbýlishúsum um 65%.
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
borgarverkfræðings, sagði í samtali
við Morgunblaðið að hækkunin sem
hefði verið ákveðin nú væri um þriðj-
ungur af þeirri hækkun sem þurft
hefði til að gatnagerðargjöld stæðu
að öllu leyti undir kostnaðinum við
gatnagerð í Grafarholti.
Aðspurður sagði hann að áætlað
væri að kostnaðurinn vegna gatna-
gerðar í Grafarholti næmi um 1.830
milljónum kr. Tekjur af gatnagerð-
argjöldum í hverfinu eins og þau
hefðu verið fyrir hækkun væru áætl-
aðar rúmar 1.180 milljónir kr.
Allt að
22,5%
hækkun
♦ ♦ ♦
Gatnagerðargjöld
í Reykjavík
GENGI hlutabréfa í deCODE,
móðurfélagi Íslenskrar erfða-
greiningar, fór yfir 10 bandaríkja-
dali á Nasdaq-verðbréfamarkaðn-
um í New York í gær.
Við lokun markaðarins var
gengið skráð 10,25 bandaríkjadal-
ir og hafði þá hækkað um 3,14%
frá deginum áður. Gengið hefur
farið hækkandi alla þessa viku,
samtals um 1,125 dali frá lokum
viðskipta í síðustu viku, eða um
12,3%. Nasdaq-vísitalan hækkaði
í gær um 2,62%.
Í gær sendu Íslensk erfðagrein-
ing og svissneska lyfjafyrirtækið
F. Hoffmann La Roche frá sér til-
kynningu um nýjan áfanga í rann-
sóknarsamstarfi fyrirtækjanna í
erfða- og lyfjafræði. Hjá La
Roche er hafin þróunarvinna við
ný meðferðar- og greiningarúr-
ræði sem beinast að sjúkdóms-
þáttum sem vísindamenn ÍE hafa
uppgötvað í geðklofa og æðakölk-
un. Kári Stefánsson forstjóri ÍE
segir að þessi áfangi marki upphaf
nýs kafla í samstarfi fyrirtækj-
anna. La Roche greiðir Íslenskri
erfðagreiningu áfangagreiðslu
vegna þessara uppgötvana.
Gengi deCODE á uppleið
Þróun/6
OLÍA hefur komist í hluta af hol-
ræsakerfi Egilsstaða. Ekki var í
gærkvöld ljóst hversu alvarleg
mengunin er, en vitað að töluverð
olía komst ofan í skolpræsi í iðnaðar-
hverfi bæjarins. Ekki er vitað um or-
sök þess að svo fór.
Bæjaryfirvöld voru látin vita um
mengunina í fyrrakvöld og var í gær
unnið að athugun á því um hvers
konar olíu er að ræða og hvert hún
hefur nákvæmlega farið um hol-
ræsakerfið. Olían gæti nú þegar hafa
borist með skólpi um brunna og
þrær bæjarins og út í Eyvindará.
Olíumengun í hol-
ræsakerfi Egilsstaða
Eyvindará
gæti meng-
ast af olíu
Egilsstöðum. Morgunblaðið.