Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 63
FRAMTÍÐ Reykjavíkurflugvallar
er nú mjög til umræðu og þar á
meðal hugmyndir um að taka flug-
vallarstæðið undir framlengingu
Miðbæjarins, en tillaga í þá átt kom
fyrst fram í grein í Mbl. 23. febrúar
1957. „Samtök um betri byggð“ hafa
að undanförnu barist fyrir þeirri
hugmynd og eiga drjúgan þátt í að
flugvallarmálið er jafnmikið á dag-
skrá og raun ber vitni. Í þeirri um-
ræðu hefur mest farið fyrir tillögum
um að færa flugvöllinn út á Löngu-
sker í Skerjafirði eða allt innan-
landsflug til Keflavíkur. Hvorugt er
þó líklegt til að ná fram að ganga.
Austur-vestur-brautin hefur verið
meira en endurbyggð, hún er ný frá
grunni, og ýmsir bíða í ofvæni eftir
að endurtaka leikinn á norður-suð-
ur-brautinni enda liggur fyrir leyfi
borgaryfirvalda til verksins. Hins
vegar eru uppi hugmyndir um að
draga úr ónæðinu og hættunni af
vellinum með því að beina öllum
einkaþotum til Keflavíkur. Fólki úr
þessum vélum ætti að verða vor-
kunnarlaust að aka á tvöfaldri
Reykjanesbrautinni til Reykjavíkur
ef öldurhúsin í Miðbænum heilla.
Jafnframt mun ætlunin að taka fyrir
allt kennslu- og æfingaflug í Reykja-
vík, en við því getur alþjóðaflugvöll-
urinn í Keflavík ekki tekið. Það gæti
aftur á móti lítill völlur í Hvassa-
hrauni. Flugráð segir reyndar að
flugvöllur í Hvassahrauni yrði oftar
lokaður en völlurinn í Reykjavík af
flugtæknilegum ástæðum. Á móti
kæmi að á örlagastundu yrði engin
byggð í hættu í hrauninu, en við
Reykjavíkurflugvöll er byggð nán-
ast í öllum áttum og fjölmenni í Mið-
bænum. En öryggi á jörðu niðri fell-
ur kannski ekki undir „flugtækni“. Í
Hvassahrauni ætti að leggja stuttar
brautir þannig, að þær mætti lengja
síðar til þess að þjóna innanlands-
fluginu. Ekki þyrfti að hafa áhyggj-
ur af ímynduðum þörfum Hafnar-
fjarðar fyrir landrými, þar á bæ er
búið að byggja meira en nóg á
hraunbreiðum. Þar sem ekki hefur
enn verið lögð ný norður-suður-
braut, þá er sjálfsagt að reyna að
koma þar fram mikilvægum breyt-
ingum. Ef þeirri braut yrði hnikað
til í stefnu utan við Kársnesið og
næði frá um það bil miðju núverandi
vallar (sjá kort í Mbl. 11. nóv. sl.,
með 1600 m norður-suður-braut) og
út í Skerjafjörð litlu lengra en olíu-
bryggjan gerði, þá næðist 1200
metra braut sem ætti að duga, enda
er hér verið að tala um innanlands-
flugið eingöngu. Hin brautin, sú ný-
lagða (1450 m), yrði þá meira notuð
og við það batnaði staða Miðborg-
arinnar og Kársnessins. Jafnframt
yrði lagt fé í enduropnun þriðju
flugbrautar Keflavíkurflugvallar.
Þetta hefði ýmsa kosti í för með sér.
Flugvöllurinn sem nánast hefur ver-
ið eins og svöðusár í borgarlandinu
hyrfi sjónum manna að hálfu og
bæði Landspítalinn og Háskólinn
fengju aukið rými auk þess sem
pláss skapaðist fyrir hátæknifyrir-
tæki. Því miður yrði að fresta
áformum um frekari útvíkkun Mið-
borgarinnar, en hvort málið yrði
tekið upp aftur eftir 16 ár eða 60
verður reynslan að skera úr um.
Boðaðar kosningar breyta litlu um
hvað verður ofan á í þessu máli.
Aukið lýðræði? Margir hafa undrast
að nú skuli eiga að fara að kjósa um
framtíð flugvallarins þegar nýbúið
er að festa hann í skipulaginu til
nær tveggja áratuga og fram-
kvæmdir komnar áleiðis sem greini-
lega er ætlað að duga hálfa öldina ef
ekki öldina alla. Aðrir fagna kosn-
ingunum og telja þær merki um lýð-
ræðisþróun sem brátt muni
blómstra með nútímatækni. Ekki er
þó víst að réttlæti aukist þótt lands-
lýður eigi þess bráðum kost að sitja
við gagnvirkt sjónvarp og stýra
landsmálunum í ríkum mæli. Oft er
gaman að hafa áhrif og geta stjórn-
að, en það getur líka verið erfitt að
þurfa að taka afstöðu og því getur
fylgt mörg armæðan að setja sig inn
í flókin mál. Hætt er því við að
nokkrir áhrifamiklir ritstjórar og
vinsælir sjónvarpsfréttamenn kæmu
í mörgum tilfellum til með að leiða
almenningsálitið, en það er engin
trygging fyrir því að sanngirni, rétt-
læti eða hagsmunir þjóðarinnar
verði alltaf ofan á. Hins vegar er
hugsanlegt að skipta um stjórn-
málamenn á fjögurra ára fresti telji
fólk þá hafa misstigið sig að ráði.
Sagt hefur verið að þeir séu speg-
ilmynd þjóðfélagsins með öllum sín-
um kostum og göllum, en þó líklega
síst þegar þeir sýna sínar verstu
hliðar með því að skipta um skoðun
eftir því hvorum megin borðs setið
er. En ranghverfan snýr líka oft út.
Fjas og þykjustulæti út á við en vel
unnið á bak við tjöldin gildir senni-
lega um þá flesta. Stjórnmálamenn-
irnir eiga því að vinna verkin sín,
svo sem að ná niðurstöðu í flugvall-
armálinu, en ekki láta kjósa eftir á,
það dugir ekki fremur en við trygg-
ingarnar. Affarasælast sýnist því að
halda stjórnkerfinu lítið breyttu en
taka jafnframt nokkurt mið af vönd-
uðum skoðanakönnunum, og svo
getur fólk haldið áfram að hneyksl-
ast á pólitíkusunum.
VALDIMAR KRISTINSSON,
Reynimel 65,
Reykjavík.
Flugvöllurinn og lýðræðið
Frá Valdimar Kristinssyni:
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r