Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 56
KIRKJUSTARF
56 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14 í neðri safnaðarsal.
Kristján Sigtryggsson organisti
leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir
hjartanlega velkomnir til að
syngja eða hlusta. Boðið upp á
kaffi á eftir. Mikið spjallað og
stundum tekið í spil. Biblíulestur
kl. 20. Fjallað verður um bréf Páls
postula.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla
aldurshópa í safnaðarheimilinu kl.
14-16.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur
málsverður í safnaðarheimili að
stundinni lokinni.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn,
opið hús kl. 10. Stúlknakór kl. 16.
Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl.
21. Þangað sækir maður frið og
kyrrð, staldrar við í asa lífsins,
tekur andartak frá til þess að eiga
stund með Guði. Lifandi ljós og
reykelsi bjóða mann velkominn.
Tónlistin fallin til að leiða mann í
íhugun og bæn. Allir velkomnir.
Fræðslufundur Nýrrar dögunar,
samtaka um sorg og sorgarvið-
brögð, í safnaðarheimilinu, 2. hæð,
kl. 20-22. Sr. Ingileif Malmberg,
sjúkrahúsprestur, flytur fyrirlest-
ur um barnsmissi. Umræður á eft-
ir. Aðgangseyrir kr. 500.-. Allir
velkomnir.
Langholtskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12. Svala djákni les fyr-
ir eldri börnin. Söngstund með
Jóni Stefánssyni. Langholtskirkja
er opin til hljóðrar bænargjörðar í
hádeginu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.05. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.00. Tónlist, bæn og létt-
ur málsverður. Samvera eldri
borgara kl. 14. Fermingardrengir
koma í heimsókn og greina frá
áhugamálum sínum og áhyggjum.
Neskirkja. Unglingaklúbbur Nes-
og Dómkirkju kl. 20 í safnaðar-
heimili Neskirkju.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-
10 ára börn kl. 17.
Árbæjarkirkja. TTT-starf 10-12
ára í Ártúnsskóla kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
unn föstudag kl. 10-12. Kynning á
ABC hjálparstarfinu.
Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl.
11. Foreldramorgnar kl. 10-12.
Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl.
18. Alfa-námskeið kl. 19.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 ára drengi kl. 17-18.
Grafarvogskirkja. Foreldra-
morgnar kl. 10-12. Fræðandi og
skemmtilegar samverustundir,
heyrum guðs orð og syngjum með
börnunum. Kaffisopi og spjall, allt-
af brauð og djús fyrir börnin.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 14.30-17 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar-
og bænastund í dag kl. 17. Fyr-
irbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Fundir fyrir 9-12 ára
stráka kl. 17 í umsjá KFUM.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús
fyrir ung börn og foreldra þeirra
kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi.
Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Von-
arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9-
12 ára krakka kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag
Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30-
20.30. Unglingar hvattir til þátt-
töku. Umræðu- og leshópur,
fræðslustarf fyrir alla í Bræðra-
stofu kl. 21-22. Bæna- og kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 22. Koma
má bænarefnum til presta og
starfsfólks safnaðarins. Allir vel-
komnir.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 10 foreldramorgunn, notalegt
spjall yfir kaffibolla. Kl. 14.30
helgistund á Heilbrigðisstofnun, 3.
hæð, heimsóknargestir velkomnir.
Kl. 17.30 TTT-starfið, 10-12 ára
krakkar í góðri sveiflu.
Keflavíkurkirkja. Fermingarund-
irbúningur kl. 14.50-16.15 í Kirkju-
lundi. Fræðslufundur um sorg og
sorgarviðbrögð í Kirkjulundi kl.
20.30. Sr. Sigurður Pálsson, sókn-
arprestur í Hallgrímskirkju, flytur
erindi sem hann nefnir Líf í sorg,
líf í von. Hann skrifaði á sínum
tíma bókina Börn og sorg og situr
fyrir svörum ásamt konu sinni, Jó-
hönnu Möller.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrir-
bænasamvera í dag kl. 18.30. Fyr-
irbænaefnum er hægt að koma
áleiðis fyrir hádegi virka daga kl.
10-12 í síma 421-5013. Biblíulestr-
ar í kvöld kl. 20 í umsjá Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur. Spilakvöld
aldraðra í kvöld kl. 20.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og
sorgmæddum.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Laugarneskirkja
FRÉTTIR
UPPLÝSING, Félag bókasafns- og
upplýsingafræða, stendur fyrir
kynningu á meistaraprófsverkefni
Sveins Ólafssonar M.Sc. fimmtudag-
inn 15. febrúar kl. 16.15 í fyrirlestr-
arsal Þjóðarbókhlöðu.
Sveinn lauk M.Sc.-prófi í upplýs-
inga- og bókasafnsfræðum í nóvem-
ber sl. og kynnir meistaraprófsverk-
efni sitt, „Iceland’s National
Information Infrastructure“.
SÝNINGIN „Milli andspyrnu og
píslarvættis – vottar Jehóva í of-
sóknum nasista“ verður opnuð í
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi föstudaginn 16. febrúar. Um
2.800 manns sáu sýninguna þegar
hún var haldin í ráðhúsi Reykja-
víkur í janúar sl.
Við opnun sýningarinnar á
morgun verða flutt tvö stutt er-
indi. Kjell Geelnard, fulltrúi sýn-
ingarnefndar, ræðir um ofsóknirn-
ar eins og þær horfðu við frá
Norðurlöndum og Svanberg K.
Jakobsson, formaður sýningar-
nefndar, fjallar um mikilvægi þess
að sagan gleymist ekki, segir í
fréttatilkynningu.
Síðan verður sýnd heimildar-
myndin Staðfesta votta Jehóva í
ofsóknum nasista. Þorlákur H.
Helgason, fræðslustjóri Árborgar,
opnar svo sýninguna. Strengjahóp-
ur úr Tónlistarskóla Árnesinga
leikur við opnunina og verður boði
upp á léttar veitingar á dagskrá
lokinni.
Sýningin stendur til 25. febrúar
2001 og er opin frá kl. 8 til 17 á
virkum dögum og frá kl. 13 til 18
um helgar. Aðgangur er ókeypis.
Sýningin „Milli and-
spyrnu og píslarvættis“
Kynnir verk-
efni í bóka-
safnsfræðum
♦ ♦ ♦
ÞRÍR stærstu og virtustu reið-
skólar í Svíþjóð héldu árlegan
samráðsfund í Reykjavík um
helgina. Endaði dagskrá reis-
unnar með því að Svíunum var
boðið á stutta kynningarsýningu
Félags tamningamanna í Reið-
höllinni í Víðidal í gærmorgun.
Voru þar meðal annars sýndar
gangtegundir íslenska hestsins og
Sigurbjörn Bárðarson var með
sýnikennslu í þjálfun skeiðhests.
Margir snjallir reiðmenn voru í
hópi Svíanna og þar á meðal fólk
sem viðriðið er sænska landsliðið
í fimi og hindrunarstökki og var
nokkrum þeirra boðið á bak að
lokinni sýningu.
Upphafsmaður að því að skól-
arnir héldu fundinn á Íslandi var
Per Anderz Finn, formaður
sænska Íslandshestasambandsins,
en til stendur að sambandið fái
aðstöðu fyrir starfsemi sína á ein-
um þessara skóla. Benti formað-
urinn þeim á að sniðugt gæti ver-
ið að halda fundinn í Reykjavík.
Fundur síðasta árs var haldinn í
Danmörku.
Þá munu einnig hugmyndir
uppi um að hið samnorræna
menntakerfi fyrir Íslandshest-
areiðmennsku sem unnið er að
verði tekið til kennslu á ein-
hverjum þessara skóla.
Íslenski hesturinn féll Svíunum
vel í geð og lýstu þeir yfir
ánægju sinni með þá reið-
mennsku sem þeir sáu og ekki
minnkaði hrifningin hjá þeim
þegar fimm úr hópnum fengu að
koma á bak nokkrum hestanna
sem voru sýndir. Að sögn Ey-
steins Leifssonar, stjórnarmanns í
FT, voru margir Svíanna undr-
andi á því hversu góðir hestarnir
voru því mynd þeirra af íslenska
hestinum var einungis þægir og
hægfara leiguhestar fyrir börn
og lítið vant fólk. Var því með
sýningunni greinilega opnuð ný
sýn þessa fólks á íslenska hestinn.
Að lokinni sýningu óskuðu Sví-
arnir eftir að fá að skoða hest-
hús, þeir voru mjög áhugasamir
og spurðu margs. Að sjálfsögðu
vakti það mikla athygli þeirra að
sjá svo stórt hesthúsaþorp sem
er, að því er næst verður komist,
séríslenskt fyrirbæri.
Félag tamningamanna með
kynningarsýningu í Reiðhöllinni
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Svíarnir heilluðust af hestunum sem þeir prófuðu, en flestir þeirra voru
að koma á bak slíkum hesti í fyrsta sinn. Þeir eru f.v. Marianne Esseen,
Jonas Johnson, K.G. Svenson, Marie Zetterquist og Erik Berggren.
Sænskir hesta-
menn „uppgötva“
íslenska hestinn
Eftir að hafa fengið leiðbeining-
ar voru Svíarnir fljótir að ná
töltinu. Virðist Hrímnir frá
Svertingsstöðum hér fara vel
hjá Jonasi Johnson.
1 (( "
(
8
:%$**1!$A31
:%$**
5
' %,!9*!&'$$!
%!: "!,!%+*
,*B. !&'$$! /#,**/-+*!%+*
!(!"!+!"%%+*
1/#,*%&'$$!
**!/#,*%&'$$!
/ "0!%$*%!%&'$$!
"!1)!"%!%&'$$!
0 &
((
.
.
2 7
522 5!+< "!%$),
-* &
. 6 ) 5"*B'!. *"%* !,!:
"!"!%%+*
7'***!.&!&%%+* *&
$ *5C.$+
(!"!!**.&!&%%+*
. *-!.&!&%&'$$! 7*%
*& + $
1!*1)!*+"1!*1!*1)!*
,
..57/
/!% ,
*9<! !<<
-.7")
/!
!+!$$!
!"!#$DE*&
()!"..! *&%&'$$! 8- ** "%%+*
:"&%.! *&%&'$$!
!"!#$.! *&%&'$$!
+"1!*1)!*