Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIÐ hafa fulltrúar frá Landsvirkjun og Línuhönnun hf. farið hér um sveitina og kynnt land- eigendum hugmyndir sínar um hugsanleg línustæði vegna væntan- legrar lagningar Sultartangalínu 3 að spenni- og aðveitustöðinni á Brennimel, en þar koma fjölmargar leiðir til greina að þeirra mati. Á þeim fundum hafa menn skipst á skoðunum af fullri alvöru og prúð- mennsku. Það skal upplýst að íbúar Hvalfjarðarstrandarhrepps eru gjörsamlega mótfallnir öllum hug- myndum um fleiri háspennuloftlínur um sveitina sína, enda eru þær 3 fyr- ir. Því til staðfestingar hafa íbúar frá hverju einasta heimili hér ritað nöfn sín á lista þar sem slíku verklagi er algjörlega hafnað. Ennfremur hafa nær 100% sumarbústaðaeigenda og eigendur annarra fasteigna í Hval- fjarðarstrandarhreppi ritað nöfn sín á listann, alls 505 manns. Þá hafa all- ar sveitarstjórnir í hreppunum sunn- an Skarðsheiðar þ.e. Hvalfjarðar- strandarhrepps, Leirár- og Mela- hrepps, Skilmannahrepps og Innri- Akraneshrepps, formlega lýst yfir stuðningi við sjónarmið heima- manna. Sömuleiðis hreppsnefnd Kjósarhrepps, Búnaðarsamtök Vesturlands, bæjarráð Akraness, Samtök sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Sól í Hvalfirði, um- hverfisnefnd Hvalfjarðarstrandar- hrepps og fleiri. Undirskriftirnar voru afhentar forstjóra Landsvirkj- unar mánudaginn 5. feb. kl. 14. Hvalfjarðarstrandarhreppur vill ekki fórna meira af skógi vöxnum hlíðum né öðru landi undir fleiri há- spennuloftlínur enda er það þegar upptekið eða frátekið til annarra nota. Um þetta ríkir slík samstaða að það á sér ekki fordæmi hérlendis. Það er orðið tímabært að ráðamenn Landsvirkjunar staldri við og íhugi í alvöru breytt verklag við lagningu háspennulína þar sem farið er um blómlegar sveitir og í námunda við heimili og önnur híbýli fólks. Oft verða stór landsvæði óbyggileg með öllu auk annarra óþæginda og lýta sem loftlínur valda í okkar við- kvæmu náttúru. Landeigendur hafa hingað til mátt sín lítils í viðskiptum sínum við Landsvirkjun vegna lagn- inga háspennulína um bújarðir og önnur eignarlönd. Hér þarf að verða breyting á. Til skemmri tíma litið er kostnaðarsamara að leggja jarð- strengi og fulltrúar Landsvirkjunar hafa upplýst að þeirra hlutverk sé að finna ódýrustu leiðina og því muni þeir ekki leggja til að neinir jarð- strengir verði lagðir hér. Hér virðast mannleg sjónarmið þurfa að víkja fyrir skammtímagróða. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hyggjast þeir ekki láta staðar numið eftir þessa línulögn að Brennimel, heldur áforma þeir „hringtengingu“ þaðan til höfuðborgarsvæðisins með annarri loftlínu líklega samhliða Hvalfjarðarlínu að Geithálsi. Báðar þessar línur eiga að verða verulega stærri en fyrirliggjandi línur. Það er óþolandi að Landsvirkjun geti geng- ið svo harkalega á rétt hundruða manna að þeir bíði stórtjón af bæði á eignum sínum og tilfinningum. Og það er andleg áþján að eiga sífellt yf- ir höfði sér heilsuspillandi rafmeng- un. 21. öldin er hafin. Tækni og þekk- ing á sviði háspennujarðstrengja og lagning þeirra tekur stöðugum fram- förum. Það væri Landsvirkjun til sóma ef hún tileinkaði sér hana og sýndi um leið íslenskri náttúru meiri nærgætni. Fyrir það myndi hún upp- skera almenna virðingu fólksins sem byggir þetta land. REYNIR ÁSGEIRSSON, Svarfhóli, 301 Akranesi. Mótfallnir fleiri háspennuloftlínum Frá Reyni Ásgeirssyni: HVAÐ meinarðu? Er þetta hægt? Þetta hafa verið fyrstu viðbrögð við uppástungu minni um kennslu í Smáralind. Hugmynd mín er sú að nýta þá fimm sali, sem eiga að vera fyrir kvikmyndasýningar, til kennslu á daginn fyrir hluta af nemendum Menntaskóla Kópavogs (MK) og vera með sýningar seinni part dags og á kvöldin; líkt nýtingu Háskóla Ís- lands á Háskólabíói. Það er ekki boð- legt að Kópavogsbúar skuli þurfa að sækja skóla í Grafarvog. Á síðasta ári var um eitt hundrað nemendum synjað um skólavist í MK vegna þess að skólinn gat ekki tekið við fleiri nemendum. Flestum þeirra stóð til boða skólavist í Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Næsta haust munum við aftur standa frammi fyrir því að ekki fá allir þeir nemendur úr Kópavogi sem óska eftir skólavist í Mennta- skólanum í Kópavogi inni þar. Því tel ég að það væri vel þess virði að skoða þennan möguleika. Auðvitað eru til fleiri lausnir, s.s. lausar kennslustof- ur við MK, en sú lausn myndi auka enn frekar á umferð bifreiða á Digranesvegi og Álfhólsvegi. Að mínu mati er kennsla í ,,Smárabíói“ það besta sem hægt er að gera í stöð- unni fyrir nemendur á framhalds- skólaaldri í Kópavogi, þar til annar framhaldsskóli verður byggður. Ég geri mér grein fyrir því að sá sem er að byggja þetta bíó er ekki „einka- vinur“ menntamálaráðherra, en von- andi getur hann litið framhjá því og skoðað þessa lausn. Tíminn líður hratt, það er stutt í næsta haust og framkvæmdir í Smáralind vel á veg komnar. Skora ég því á menntamála- ráðherra að kynna sér málið sem allra fyrst og kanna síðan hvort eig- endur ,,Smárabíós“, þ.e.a.s. Norður- ljós, eru tilbúnir til viðræðna. ÓMAR STEFÁNSSON, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. MK í Smáralind Frá Ómari Stefánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.