Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÞórir Jónsson ósáttur við
vantraustið frá UMSK/B3
Grindavík kaupir Grétar Hjartarson
af Lilleström/B1
4 SÍÐUR
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
RAFORKUVINNSLA á landinu á nýliðnu ári
nam samtals 7.679 gígavattstundum (GWh) og
jókst um 6,9% frá fyrra ári. Aukning raforku-
vinnslu síðustu fjögur árin jafngildir allri al-
mennri notkun árið 1996. Meginástæða aukn-
ingarinnar er að notkun járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga hefur aukist auk
þess sem uppgangur í atvinnulífinu kallar á
aukna raforkunotkun. Ótryggð orka var einnig
afhent að fullu á árinu.
Stórnotkun nam 4.682 GWh á árinu 2000 og
hafði aukist um 9,3% frá árinu á undan en al-
menn notkun jókst um 4,5% og nam 2.776 GWh.
Tap við flutning orkunnar frá virkjunum til al-
menningsveitna og stórnotenda var 221 GWh og
minnkaði um 9,8% á milli ára.
Í fréttatilkynningu orkuspárnefndar segir að
veðurfar hafi nokkur áhrif á raforkunotkun, að-
allega vegna rafhitunar húsnæðis. Til að fá eðli-
legan samanburð milli ára hvað varðar þróun al-
mennrar raforkunotkunar er hún því oft leiðrétt
út frá lofthita. Síðasta ár var svipað og meðalár
en þó heldur hlýrra en árið 1999 þegar með-
alhiti ársins var nánast eins og í meðalári. Hita-
stigsleiðrétting hefur því lítil áhrif árið 2000.
Notkun stóriðju aukist
um 90% síðustu fjögur ár
Árið 1997 hófst nýtt uppbyggingarskeið stór-
iðju hér á landi en þá kom í rekstur stækkun ál-
verksmiðjunnar í Straumsvík og ári seinna hóf
Norðurál framleiðslu. Árið 1999 hófst síðan
framleiðsla í þriðja ofni járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga og nú standa yfir fram-
kvæmdir við stækkun Norðuráls.
Þetta hefur kallað á mikla aukningu í raforku-
vinnslu enda hefur notkun stóriðju aukist um
90% síðustu fjögur ár. Þegar þetta uppbygging-
arskeið hófst höfðu litlar breytingar orðið á
stórnotkuninni í tæpa tvo áratugi eða síðan
verksmiðja Íslenska járnblendifélagsins hóf
rekstur árið 1979.
Almenn raforkunotkun jókst um 4,5% árið
2000 sem er svipuð aukning og árið á undan.
Raforkunotkun vex mest á höfuðborgarsvæðinu,
um 4,4% að meðaltali á ári, en aukningin á
landsvísu er 3%. Er þetta rakið til fólksfjölg-
unar á höfuðborgarsvæðinu en þrátt fyrir það
hefur orðið aukning raforkunotkunar í flestum
landshlutum. Einungis á Vestfjörðum hefur
notkunin minnkað síðan 1996.
Raforkunotkun á íbúa er mikil hér á landi, að-
allega vegna hlutfallslega mikillar notkunar
stóriðjufyrirtækja, og bendir að mati Orkuspár-
nefndar flest til þess að Íslendingar verði með
mestu raforkunotkun á íbúa á heimsvísu árið
2001.
Íslendingar að verða mestu
raforkunotendur heims
MENN á Blönduósi ráku heldur
betur upp stór augu í gærmorgun
þegar grágæs einsömul sást á
túninu neðan við sumarhúsabyggð-
ina Glaðheima í Brautarhvammi.
Gæsin sem greinilega er merkt með
hólk um hálsinn er óvenju snemma
á ferðinni. Ber mönnum saman um
að þetta sé einsdæmi því fyrstu
gæsir vorsins koma venjulega norð-
ur í byrjun apríl.
En ekki ber mönnum saman um
ástæðu þess að gæsin sé svona
snemma á ferðinni norður yfir heið-
ar. Sumir nefna óvenju hagfellt tíð-
arfar undanfarið og einstaka hefur
nefnt að snarpar umræður um
framtíð Vatnsmýrarinnar hafi ýtt
við gæsinni því ólíkt má telja að
grágæsin sé komin alla leið frá
Bretlandi. Fuglafriðunarmenn
vona að gæsin hafi vit á því að
halda sig innan bæjarmarka
Blönduóss að minnsta kosti fram að
1. apríl því eftir það er hún friðuð
til 20. ágúst.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Menn muna ekki eftir að grágæs
hafi komið til sumarheimkynna
sinna á Blönduósi í þorralok.
Grágæsin
snemma
á ferðinni
Blönduósi. Morgunblaðið.
SVANAKÓRINN hlífir sér hvergi á
söngæfingum heldur leggur mikinn
kraft og alúð í að sem flestir fái að
njóta tónanna. Ísilögð Tjörnin ku
vera besti tónleikasalurinn og mik-
ið notuð til slíkrar tónlistariðkunar.
Fátt var þó um áheyrendur þennan
dag sem svanasöngurinn var hvað
fegurstur og engu líkara en þessum
eina hafi ekki líkað dagskráin.
Svana-
kórinn
á æfingu
PÁLMI Jónsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbanka Íslands, kveðst,
allt frá síðasta aðalfundi bankans,
ekki hafa búist við að halda áfram
sem formaður bankaráðsins. Næsti
aðalfundur verður haldinn 10. mars
næstkomandi.
„Þótt einhver dæmi séu um annað
þá er ekki algengt að menn á mínum
aldri séu áfram í svona störfum,“
segir Pálmi sem er 71 árs. Hann hef-
ur verið formaður bankaráðsins síð-
an 1994.
„Ef ráðherra telur að ég sé ómiss-
andi þá held ég áfram,“ segir Pálmi.
Pálmi Jónsson,
formaður bankaráðs
Búnaðarbankans
Býst ekki
við að halda
áfram
EINN var með allar tölurnar sex
réttar í Víkingalottói í gærkvöldi og
gekk fyrsti vinningur, 102.131.050
kr., óskiptur til vinningshafans. Mið-
inn var seldur í Noregi.
Heildarupphæð vinninga var
108.755.200 kr. og heildarupphæð
vinninga á Íslandi var 6.624.150 kr.
Rúmar 100
milljónir
til Noregs
♦ ♦ ♦
HVALVEIÐAR verða ekki hafnar
hér á landi í bráð, þrátt fyrir að
Norðmenn hafi tekið ákvörðun um
að hefja útflutning á hvalkjöti að
nýju. Þetta kom fram í svari sjáv-
arútvegsráðherra, Árna M. Math-
iesen, á Alþingi í gær við fyr-
irspurn Svanfríðar Jónasdóttur og
Jóhanns Ársælssonar, þingmanna
Samfylkingarinnar.
Svanfríður sagði að fyrirspurnin
væri tilkomin vegna ummæla Ein-
ars K. Guðfinnssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins og formanns
sjávarútvegsnefndar Alþingis, í út-
varpi á dögunum, en þar hefði
þingmaðurinn sagt að nú væri
ekkert því til fyrirstöðu að hefja
hvalveiðar hér við land. Taldi hún
nauðsynlegt að fá viðbrögð ráð-
herra við þeim, enda mætti efast
um hvort málið væri jafn einfalt og
þingmaðurinn hefði viljað vera láta
og með svo ábyrgðarlausu tali
væri formaður sjávarútvegsnefnd-
ar í raun að kasta ryki í augu al-
mennings og hagsmunaaðila.
Sjávarútvegsráðherra kvaðst
raunar óvanur því að svara fyr-
irspurnum sem settar væru sér-
staklega fram til þess að berja á
öðrum þingmönnum, en lýsti því
svo yfir að því miður stæðu mál
ekki svo að ekkert væri því til fyr-
irstöðu að Íslendingar hæfu hval-
veiðar að nýju. Benti hann á að
ekki væri nægilegt að einhverjir
ákvæðu að hefja útflutning, ein-
hverjir sem skiptu máli yrðu líka
að heimila innflutning og í þessu
tilfelli væri það Japan.
Benti ráðherra á að Japanir
gerðu kröfu um hvalkjöt úr lögleg-
um veiðum, að fyrir lægju DNA-
upplýsingar um stofna viðkomandi
afurða og staðan væri sú að við Ís-
lendingar myndum ekki geta upp-
fyllt skilyrði Japana, m.a. þar sem
Ísland væri ekki aðili að Alþjóða
hvalveiðiráðinu.
Árni sagði að ekki lægi fyrir
hvenær veiðar gætu hafist á hvöl-
um hér við land. Unnið væri að
kynningu á málinu og sjónarmið-
um Íslands meðal helstu viðskipta-
þjóða í samræmi við ákvörðun Al-
þingis.
Í stuttri athugasemd Einars K.
Guðfinnssonar lýsti hann undrun
yfir viðbrögðum við ummælum sín-
um, enda teldist vart til tíðinda að
hann vildi hefja hvalveiðar að
nýju, svo mjög sem hann hefði
barist fyrir því. Sagði Einar að
með ákvörðun Norðmanna væri
mikilvægum hindrunum rutt úr
vegi og hvatti hann til þess að
veiðar yrðu hafnar sem allra fyrst.
Hvalveiðar ekki hafnar í bráð
♦ ♦ ♦
Morgunblaðið/Ómar