Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 13
Nýjar vörur
Komnar
Fallegir litir — gott verð
Stærðir 32-46
Kringlunni - s. 568 6845Nýtt kortatímabil
Opið til 21.00
fimmtudaga
180–190 öryggisverðir starfa á land-
inu öllu að ótöldu öðru starfsfólki hjá
alls 22 öryggisþjónustufyrirtækjum
sem fengið hafa leyfi til slíkrar starf-
semi hér á landi, að því er fram kom í
svari Sólveigar Pétursdóttur dóms-
málaráðherra á Alþingi við spurningu
Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálf-
stæðisflokks.
Óskaði Pétur eftir upplýsingum um
hversu stór hluti löggæslu, þ.m.t. ör-
yggis- og eignagæslu, hér á landi sé
ekki í höndum opinberra aðila miðað
við mannafla.
Í svari ráðherra kom fram að árið
2000 hafi heimiluð stöðugildi lög-
reglumanna yfir landið allt 666. Við
þessa tölu megi svo bæta 26 stöðum
lögreglustjóra. Þá starfi fjöldi ein-
staklinga við ýmis lögregluembætti,
án þess þó að vera lögreglumenn, t.d.
starfi fimm lögfræðingar og fjórir
aðrir starfsmenn við almenn skrif-
stofustörf hjá embætti Ríkislögreglu-
stjóra og samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík starfi þar 69
einstaklingar við ýmis störf. Því sé
óhætt að segja að um 800 manns séu í
störfum tengdum löggæslu í landinu.
Dómsmálaráðherra upplýsti að
ekki séu starfandi nú öll þau örygg-
isþjónustufyrirtæki sem hafi fengið
leyfi til slíkrar starfsemi. Securitas hf.
sé stærsta fyrirtækið sinnar tegundar
hér á landi, með 130 öryggisverði og
tugi annarra starfsmanna. Hjá Ör-
yggismiðstöð Íslands starfi um 22 ör-
yggisverðir og 30 við önnur störf en
hjá Vara hf. séu starfsmenn alls 20.
Önnur fyrirtæki séu minni og sum
hver einungis með tvo til þrjá starfs-
menn.
Tæplega 200 örygg-
isverðir á landinu
BYGGÐASTOFNUN hefur ákveðið
að leigja húsnæði vegna flutnings
stofnunarinnar á Sauðárkrók og
kaupa ekki, en ekki hefur verið ákveð-
ið hvaða húsnæði þar verður tekið á
leigu, að sögn Kristins H. Gunnars-
sonar, stjórnarformanns Byggða-
stofnunar. Bæði komi til greina hús-
næði í eigu kaupfélagsins og
sveitarfélagsins.
Gísli Gunnarsson, forseti sveitar-
stjórnar sveitarfélagsins Skagafjarð-
ar, segir í Morgunblaðinu í gær það
umhugsunarefni hvernig húsnæðis-
mál Byggðastofnunar séu að þróast.
Gert hafi verið ráð fyrir að Byggða-
stofnun myndi kaupa húsnæði af
sveitarstjórn í Stjórnsýsluhúsinu á
Sauðárkróki.
Kristinn sagði aðspurður að aldrei
hefði verið búið að taka ákvörðun um
að kaupa húsnæði á Sauðárkróki, en
talað hafi verið á þeim nótum og menn
gengið út frá því að það væri sá kostur
sem væri nærtækastur. Viðræður
hefðu hafist við sveitarfélagið um
kaup á húsnæði, sem þeim hefði fund-
ist liggja beint við að skoða, en þar
hefði verið um stjórnsýsluhúsið að
ræða.
„Við hittum sveitarstjórann og báð-
um um tölur til að vita á hvaða verði
þeir gætu hugsað sér að selja og við
fengum bara framreiknað byggingar-
kostnaðarverð sem er mjög hátt og
hærra en byggingarkostnaður á nýju
held ég. Ég held ég megi segja að
þetta sé afar hátt verð,“ sagði Krist-
inn.
Hann sagði að þá hefði stjórn
Byggðastofnunar farið að hugsa mál-
ið upp á nýtt. Í fyrsta lagi hefðu þeir
athugað hvort um fleiri valkosti væri
að ræða og hefðu þeir þess vegna aug-
lýst eftir húsnæði til kaups og fengið
viðbrögð við því. Í öðru lagi hefðu þeir
farið að skoða möguleikana á að leigja
húsnæði undir stofnunina, sem væri
fyrirkomulag sem væri að ryðja sér til
rúms, meðal annars hjá ríkisstofnun-
um í Reykjavík.
„Það hefur ákveðna kosti. Það losar
um fé sem yrði annars bundið í fast-
eign og ég hugsa nú að ef við værum
áfram með stofnunina í Reykjavík þá
myndum við gera það sama, alveg
eins og til dæmis þessar sjö stofnanir í
Borgartúninu,“ sagði Kristinn, en þar
á meðal er til að mynda Íbúðalána-
sjóður.
Skynsamlegt að leigja
Kristinn bætti því við að við af-
greiðslu fjárlaga hefði ekki verið gert
ráð fyrir fjárveitingum til stofnunar-
innar að hún keypti heldur að hún
seldi og notaði hagnaðinn af sölunni
til þess að standa undir kostnaði við
að flytja stofnunina norður. Það
þrengdi möguleikana á því að kaupa
nýtt. Að öllu samanlögðu hefði nið-
urstaðan orðið sú að það væri skyn-
samlegt að leigja.
Kristinn sagði að auk þess væri
verið að móta stofnunina upp á nýtt
og það væri skynsamlegt að vera ekki
búinn að fastbinda sig strax. Eftir 2-4
ár yrði kannski búið að koma stofn-
uninni í þær skorður sem menn vildu
hafa hana í til frambúðar og þá gæti
verið gott að geta aðlagað húsnæðis-
málin að þeim þörfum sem þá yrðu
fyrir hendi. Kristinn sagði að sér
þætti leitt að forseti bæjarstjórnar
Sauðárkróks hefði svo sterkar mein-
ingar um það hvernig aðrir aðilar en
sveitarfélagið ættu að haga húsnæðis-
málum sínum. Það væri fyrst og
fremst á valdi viðkomandi stofnunar
að ákveða sín innri mál og sé fyndist
ekki eðlilegt að aðrir aðilar væru að
hafa afskipti af því með beinum eða
óbeinum hætti. Stjórnin væri sam-
mála um að grundvalla ákvörðun sína
á því sem hentaði stofnuninni best
óháð öllu öðru.
Hann sagði að sér þætti ósann-
gjarnt gagnvart Stefáni Guðmunds-
syni þó hann væri í bæjarstjórn með
Gísla Gunnarssyni og stjórnarfor-
maður kaupfélagsins að ýja að því að
um hagsmunaárekstur væri að ræða.
Stefán hefði hvergi komið nálægt
þessu máli.
Kristinn sagði að það húsnæði sem
þeim stæði til boða hjá kaupfélaginu
hentaði þeim vel. Bæði núverandi
skrifstofur kaupfélagsins og stjórn-
sýsluhúsið væru að mörgu leyti ágæt-
is húsnæði en hefðu líka sína ann-
marka.
„Við munum ræða bæði við sveit-
arsjóð og kaupfélagið um hugsanleg
leigukjör og meta síðan málið þegar
við höfum tölurnar og átta okkur á því
hvað þjónar okkur best fyrir minnst-
an pening,“ sagði Kristinn.
Óákveðið hvaða hús
verður tekið á leigu
Húsnæðismál Byggðastofnunar á Sauðárkróki
ALLS bárust 12 tilboð í húseignir
fyrrum Héraðsskólans í Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp í útboði
sem fór fram hjá Ríkiskaupum í
gær. Hæsta tilboð kom frá Mömmu
Steinu ehf. og nam 25 milljónum
króna. Er það ríflega 46 milljónum
króna undir fasteignamati eign-
anna, sem er upp á 71,6 milljónir
króna. Brunabótamat eignanna er
rúmar 304 milljónir. Um er að
ræða heimavistarskólahúsnæði,
kennslustofur, mötuneyti, frysti-
geymslur, 6 íbúðir, útisundlaug,
íþróttahús og geymslur. Fjár-
málaráðuneytið hefur 10 daga til
að taka afstöðu til tilboðanna en
tilboðin verða einnig send mennta-
málaráðuneytinu til umsagnar.
Frá því að starfsemi Héraðsskól-
ans í Reykjanesi lagðist af hafa
einstaklingar lengst af rekið þar
ferðaþjónustu og leigt húsnæðið af
ríkinu. Núverandi rekstraraðilar,
Ferðaþjónustan Reykjanesi, hafa
verið þar frá árinu 1997.
Eigandi Mömmu Steinu ehf. er
Bjarni Geir Alfreðsson veit-
ingamaður sem rekið hefur veit-
ingasölu í Umferðarmiðstöðinni í
Vatnsmýrinni sl. ár, eða hjá BSÍ.
Áður rak hann m.a. Árnesti í Ár-
múla og matsöluvagna í Reykjavík.
Hugmyndin að vera
með heilsársrekstur
Bjarni Geir sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera ánægður með
að hafa átt hæsta tilboð en eftir
væri að koma í ljós hvort því yrði
tekið af hálfu ríkisins.
Hann sagðist vera með hug-
myndir um að reka á staðnum öfl-
uga ferðaþjónustu í samstarfi við
heimamenn. Ekki væri búið að
móta þá stefnu nánar. Áhuginn
væri fyrst og fremst faglegur þótt
amma hans væri ættuð úr Djúpinu
og hann hefði oft komið að Reykja-
nesi á yngri árum.
„Þetta er mjög góður staður í
fallegu umhverfi og mjög ákjósan-
legur til að gera eitthvað úr hon-
um. Mér fannst betra að fara út í
þetta frekar en að kaupa sum-
arbústað. Hugmyndin er að vera
þarna með heilsársrekstur,“ sagði
Bjarni Geir.
Tólf tilboð bárust í húseignir á
Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
Gamla skólahúsnæðið á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp var meðal þess
sem ríkið setti í útboð, ásamt öðrum fasteignum á staðnum.
Hæsta tilboð 46
milljónum undir
fasteignamati
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka tilboði lægstbjóðanda Ístaks í
dýpkun Kleppsvíkur 2001–2003, en
tilboðsupphæðin er upp á tæpar 194
milljónir króna, sem eru 92,4% af
kostnaðaráætlun vegna verksins.
Verkið er boðið út sameiginlega af
Reykjavíkurhöfn og Orkuveitu
Reykjavíkur. Meginhluti þess er
dýpkun á vegum Reykjavíkurhafnar
sem tekur til aðsiglingar að Klepps-
vík og dýpis við alla hafnaraðstöðu
þar. Auk dýpkunar og samhliða
henni þarf að grafa niður og ganga
frá 132.000 kw háspennustreng sem
liggur þvert yfir fyrirhugað dýpkun-
arsvæði. Strengurinn var lagður árið
1973 og er einn meginflutnings-
strengur raforku til Reykjavíkur.
Alls buðu sex aðilar í verkið og eru
tilboðsupphæðir allt upp í rúm 370%
af kostnaðaráætlun.
Dýpkun Kleppsvíkur
Tilboði Ístaks tekið