Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Konur eru helming- ur mannkyns, vinna tvo þriðju allrar vinnu, en uppskera 10% tekna og 1% veraldlegra eigna. Konur eru aðalfyrir- vinna þriðju hverrar fjölskyldu og lifa leng- ur en karlar. Í hinum vestræna heimi nota konur heilsugæslu- og heilbrigðisþjónustu og lyf meira en karlar. Karlar fá frekar alvar- lega og/eða banvæna sjúkdóma. Sjúkdómar sem hrjá konur eru kannski ekki þeir sem draga til dauða en hafa þess alvarlegri áhrif á daglegt líf þeirra. Konur kvarta á annan hátt en karlar og sjúkdómseinkenni þeirra passa oft ekki inn í það kerfi sem hannað hefur verið og þær því oft sendar til frekari rannsókna. Ein- kenni þeirra eru oft óljós, s.s. óþæg- indi í hálsi, vöðvabólgur, þyngsli í höfði, þreyta og lítil orka. Fleiri kon- ur eiga við geðræn vandamál að stríða og eru þunglyndar. Það virðist sem karlmenn eigi auðveldara með að tjá einkenni sem hitta á ákveðna sjúkdómsgreiningu, enda sjúkdóms- greiningakerfið hannað af karlmönn- um og miðast því út frá þeirra þörf- um. Skilningur á sjúkdómi ræðst af skilgreiningu hans. Faglíkan lækn- isfræðinnar hefur ákveðin einkenni sem verða að vera fyrir hendi til þess að staðfesta sjúkdóm. Manneskjan sjálf og það hvernig hún upplifir líðan sína er önnur leið til að skil- greina sjúkdóma, en tryggingakerfið bygg- ist ekki á upplifun ein- staklinga. Karlmenn eru frekar teknir alvar- lega og önnur viðhorf eru til þeirra en kvenna innan heilsugeirans. Niðurstaða úr rann- sókn um hjartaveika sýndi að konur fá iðu- lega aðra meðhöndlun en karlar, tilvísanir til sérfræðinga eru fátíð- ari og þær eru síður lagðar inn á sérdeildir. Það hefur líka komið í ljós að dán- artíðni er hærri meðal kvenna með hjartakvilla, og fylgikvillar eru al- varlegri og draga verulega úr lífs- gæðum þeirra kvenna sem lifa af hjartaáfall. Gæti verið að heilbrigð- iskerfið nái ekki að sinna þörfum kvenna? Heilbrigðiskerfið var hann- að af karlmönnum og út frá þeirra forsendum sem þeir einir skildu. Karlar hafa haft undirtökin í heim- inum og þó að konur komist í valda- stöður og menntist í hefðbundnar karlastéttir mun það ekki skila sér í jafnræði fyrr en konur stjórna út frá eigin forsendum á sama hátt og karl- ar. Vísindagrunnur læknisfræðinnar grundvallast á hlutlægu mati. Þess vegna er talið að hægt sé að yfirfæra niðurstöður á mismunandi fólk og menningu. Konur hafa lítið verið rannsakaðar og meðalkarlmaðurinn notaður sem útgangspunktur fyrir flest það sem rannsakað hefur verið. Niðurstöður rannsókna þar sem karlmenn hafa verið viðfang hafa verið lagðar til grunns og yfirfærðar beint yfir á kvenfólk. Thalidomide, lyf sem á 7. áratugnum var gefið barnshafandi konum við ógleði, er dæmi um afleiðingar sem slíkt getur haft í för með sér. Þegar fjallað er um áhættuþætti hjartasjúkdóma er gengið út frá meðalkarlmanninum. Áhættuþættir kvenna þurfa ekki að vera þeir sömu. Hvers vegna eru konur, líf þeirra og heilsa, svona lítið eftirsóknarverðar í rannsóknum? Er þeirra líf ekki áhugavert? Eða teng- ist þetta virðingu og völdum? Í Sví- þjóð gerðu tvær konur athugun á því hvers konar verkefni fengju helst fjármagn til rannsókna. Niðurstaðan varð sú að það væru karlar úr mið- og yfirstétt sem fengju mest fé, og að rannsóknirnar byggðust á fyrri rannsóknum – alltaf er sem sagt ver- ið að skoða sömu hlutina. Framan af voru læknar einungis karlmenn úr millistétt. Konur sem þeir meðhöndl- uðu, og e.t.v. tilheyrðu lægri þrepum þjóðfélagsstigans, voru víðs fjarri raunveruleika þeirra og gildismati, svo þessir hópar áttu mjög erfitt með að skilja hvor annan. Stéttir sem hafa komist til valda hafa oft alið af sér aðrar starfsgreinar til að útfæra ákveðna verkþætti sem þykja taka of langan tíma eða ekki hæfa „uppruna- stéttinni“. Þessar aðstoðarstéttir eru oftast kvennastéttir sem haldið er í skefjum – ósjálfráða. Sjálfræði hjúkrunarstéttarinnar, pólitísk virkni hennar og ásókn í stjórnunar- störf er dæmi um stétt sem nær að ógna valdakerfinu, enda eflaust þyrnir í augum þeirra lækna sem vilja halda í heiðri þá aldagömlu hefð að þeim beri að drottna og deila og það frekar vegna starfsheitis en hæfileika. Enn er þó langt í land þótt bara sé miðað við heilbrigðisstéttirn- ar og sem dæmi má nefna tilvísana- kerfi lækna; hvaða starfsstéttir hef- ur Tryggingastofnun gert samninga við og greiðir hæstu greiðslur til? Hverjir eru yfir stjórn menntunar og hafa mannaforráð? Og síðast en ekki síst, hverjir hafa hin pólitísku völd? Til að jafna hlut kvenna þarf að sækja á öllum vígstöðum og varðandi heilsu þeirra þarf að rannsaka sér- staklega líf þeirra og áhrifavalda á heilbrigði og sjúkdóma. Raunveru- leiki íslenskra kvenna og heilsufar þeirra og lífsgæði er verðugt verk- efni til rannsókna. Með því ykist skilningur á hvernig hægt sé að jafna atvinnutækifærin, gera heilbrigðis- kerfið skilvirkara og uppræta launa- misrétti. Konur og karlar – mismunandi kyn – mismunandi heilsa? Elín Ebba Ásmundsdóttir Sjúkdómar TIL að jafna hlut kvenna þarf að sækja á öllum vígstöðum, segir Elín Ebba Ásmunds- dóttir, og varðandi heilsu þeirra þarf að rannsaka sérstaklega líf þeirra og áhrifavalda á heilbrigði og sjúkdóma. Höfundur er forstöðum. geðd. iðju- þjálfunar, Lsp. háskólaskjúkrahúss, og lektor við HA. Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Domus Medica hf. Fimmtudaginn 1. mars 2001 verður aðalfundur Domus Medica hf. haldinn í kaffiteríu í anddyri Domus Medica. Fundurinn hefst kl. 18.30. Dagskrá verður samkvæmt grein 4.4. í samþykktum félagsins. Dagskrá skv. samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningar ársins 2000 ásamt athugasemdum endurskoðanda lagðir fram til staðfestingar. 3. Tillögur til lagabreytingar, sem löglega eru fram bornar. 4. Kosning stjórnar, sbr. grein 5.1. 5. Kosning endurskoðanda, sbr. grein 7.2. 6. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnar- manna. 7. Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 8. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs og framlög í varasjóð. 9. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Frumherja hf. 2001 Aðalfundur Frumherja hf., vegna starfsársins 2000, verður haldinn í húsakynnum félagsins á Hesthálsi 6—8, Reykjavík, fimmtudaginn 22. febrúar 2001 kl. 16:00. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum sbr. 55 gr. hlutafjárlaga nr. 2/1995. 3. Tillaga um afskráningu félagsins af vaxta- lista Verðbréfaþings Íslands hf. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál sem löglega hafa verið upp borin. Ársreikningur félagsins ásamt tillögum mun liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Tilkynning um framboðs- frest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags rafeindavirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar, varastjórnar, trúnaðarráðs og varamanna í trúnaðarráð. Með hliðsjón af framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 föstudaginn 23. mars 2001 og ber að skila tillögum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum lista skal fylgja skrifleg staðfesting þeirra sem á listanum eru. Reykjavík, 13. febrúar 2001. Stjórn Félags rafeindavirkja. S M Á A U G L Ý S I N G A RI FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1812158  br. Landsst. 6001021519 VII I.O.O.F. 11  1812158½  9.II* Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma í umsjón Hilmars Sím- onarsonar og Pálínar Imsland. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Kristinn Birgisson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Aðaldeild KFUM Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Kristinn læknir á bráðavakt. Efni: Jón Baldursson Stjórnun: Haraldur Jóhannsson. Upphafsorð: Ársæll Aðalbergs- son. Hugleiðing: Sigfinnur Þor- leifsson. Allir karlmenn velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.