Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 28

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ sem mestu máli skiptir varðandi staðsetningu flugvallar, veðurskilyrði til flugs til og frá vell- inum og flugöryggi. Umhverfismálin geta einn- ig sett strik í reikninginn. Þannig virðast til- komnar hugmyndir Samtaka um betri byggð um flugvelli á Álfsnesi, í Geldinganesi, Akurey og Engey en Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi kom fram með síðastnefndu tillöguna á árinu 1999. Talsvert hefur verið fjallað um þess- ar hugmyndir en þær hafa þótt óraunhæfar vegna ofangreindra þátta og kostnaðar. Á vegum borgarinnar er þremur kostum enn haldið á lofti sem möguleikum fyrir innanlands- F RÁ ÞVÍ fljótlega eftir að Reykja- víkurvöllur var afhentur Íslend- ingum til eignar og fullra umráða var farið að huga að mögulegum flutningi vallarins. Fulltrúi al- þjóðaflugmálastofnunarinnar, Bertil M. Hellman, gerði úttekt á málinu á árinu 1963 út frá kostn- aði, uppbyggingu og flugtæknilegum atriðum. Var þá einnig verið að huga að millilandaflugi. Mælti hann með gerð flugvallar á Álftanesi en taldi vallarstæði í Gálgahrauni og Kapellu- hrauni í nágrenni álversins síðri kosti og Reykjavíkurflugvöll raunar þann sísta. Aftur á móti taldi Hellman rétt að flytja millilandaflug- ið til Keflavíkur. Ekki varð af framkvæmdum, nema hvað millilandaflugið var flutt, meðal ann- ars vegna gagnrýni á mikil umhverfisáhrif vall- argerðar á Álftanesi. Nú kemur enginn þeirra valkosta sem Hellman nefndi til sögunnar til greina vegna þróunar íbúðarbyggðar eða fyr- irhugaðrar byggðar. Á undanförnum árum hafa ýmsir fleiri staðir verið nefndir. Byggjast hugmyndirnar flestar á því að menn sjá fyrir sér ónotað land eða mögu- leika til uppfyllingar en þá er eftir að kanna það flugið. Eins og fyrr segir eru það nýr völlur á miðjum Skerjafirði, nýr völlur í landi Hvassa- hrauns sunnan Hafnarfjarðar og flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins til Keflavíkur- flugvallar. Bent er á þessa kosti í umræðunni um hvar flugvöllur gæti verið annars staðar en í Vatnsmýri. Ræða má um það hvort umræddir þrír kostir eru raunhæfir. Það er síðan auðvitað ekki borgaryfirvalda heldur yfirvalda flugmála og samgöngumála að ákveða hvar völlurinni eigi að vera, ef Reykvíkingar hafna honum. Ef litið er til hagsmuna Reykvíkinga einna hefur það marga kosti að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýr- Almenna verkfræðistofan hefur kannað lauslega fyrir Reykjavíkurborg hugmynd Trausta Valssonar að flugvelli á uppfyllingum úti á Skerjafirði. Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur útfært hana myndrænt á þeim grunni fyrir Morgunblaðið. Á flugvellinum er gert ráð fyrir flugstöð, flugskýlum og þjónustumannvirkjum á uppfyllingunni sem tengdust við Suðurgötu á granda. Flugvöllurinn er rétt utan við byggðina í Skerja- firði og Ægissíðu. Mikið land losnar á flugvallarsvæðinu ef flugvöllurinn fer annað. Það er sýnt innan gulu línunnar en byggingarnar eru settar þar niður af handahófi. VALKOSTIR UTAN VATNSMÝRAR Margir staðir hafa verið nefndir komi til þess að Reykjavíkur- flugvöllur verði fluttur úr Vatns- mýrinni eftir 2016. Sumar hugmyndirnar hafa ekki staðist nánari skoðun og á vegum Reykjavíkurborgar og svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er þremur kostum einkum haldið fram. Helgi Bjarnason segir hér frá þeim; nýjum flugvelli á Lönguskerjum í Skerjafirði eða í landi Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi sunnan Hafnarfjarðar og flutningi flugsins til Keflavíkur.  "#!      ) $  /                  !"# %# & '()*+*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.