Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tengipunktur landsins Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar vekur hörð mótmæli fulltrúa landsbyggðar, hagsmunaaðila í flugi og þeirra sem bera ábyrgð á öryggismálum. Á morgun, 16. febrúar sé raunhæfur kostur til að ræða um en nið- urstaðan hjá mörgum er hins vegar sú að flutn- ingurinn til Keflavíkur sé erfiður vegna fjar- lægðarinnar frá höfuðborgarsvæðinu og vegna þeirra afleiðinga sem búist er við að hann hafi á innanlandsflugið, ferðaþjónustuna og öryggi borgaranna. Flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli myndu nýtast fyrir innanlandsvélarnar ef ákveðið yrði að flytja flugið þangað, einnig akbrautir á vell- inum, tæknibúnaður og slökkvistöð, svo helstu þættir séu nefndir. Hins vegar þarf að byggja þar upp flugstöð, flughlöð, flugskýli, aðstöðu fyrir Landhelgisgæsluna og síðan hefur verið rætt um að byggja flugvöll fyrir einkaflugið annars staðar. Heildarkostnaður við uppbygg- ingu á Keflavíkurflugvelli vegna innanlands- flugsins yrði 4.220 milljónir kr., samkvæmt áætlun borgarverkfræðings. Er það ódýrasti kosturinn fyrir innanlandsflugið, kostnaðurinn yrði liðlega hálfum milljarði minni en uppbygg- ing á óbreyttum Reykjavíkurflugvelli og munar þar rúmum 11%. Niðurstaðan er aðeins á annan veg með núvirðisreikningi Flugmálastjórnar, samkvæmt honum er Keflavíkurkosturinn örlít- ið dýrari en uppbygging á Reykjavíkurflugvelli. Í þessum núvirðisreikningi er tekið tillit til þess hvenær framkvæmdirnar koma til og pening- arnir látnir ávaxta sig þangað til. Keflavíkurflugvöllur hefur yfir 95% nýting- arhlutfall fyrir þotur í millilandaflugi. Ekki þarf að efast um að hann myndi einnig nýtast innan- landsflugflotanum ágætlega. Ferðatími lengist um 102 mínútur Á móti lægri fjárfestingarkostnaði við flutn- ing innanlandsflugsins til Keflavíkur kemur óhagræði notenda þess. Stafar það af lengri ferðatíma á flugvöllinn, lengri flugleið og þar af leiðandi hærri flugfargjöldum og lengri aksturs í flugvél vegna stærðar flugvallarins. Leifur Magnússon hefur látið tímagreina ferð með inn- anlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli og Kefla- víkurflugvelli. Kemur í ljós að ferðin frá Kefla- vík, fram og til baka, tekur einni klukkustund og fjörutíu og tveimur mínútum lengri tíma en ferðin frá Reykjavíkurflugvelli. Jón Karl Ólafs- son, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, tel- ur að fargjöldin þurfi að hækka vegna aukins kostnaðar við að reka flugið frá Keflavíkurflug- velli, meðal annars vegna lengri flugleiða. Þá má búast við að flug falli oftar niður þegar lengri ferðatími á flugvöll fléttast saman við erf- ið flugskilyrði á suma af áætlunarstöðunum úti á landi. Á móti kemur að þeir landsbyggðar- menn sem eru að fara til útlanda gætu haft hag af því að fljúga beint til Keflavíkur og losna við aukakostnað við dvöl í Reykjavík og ferð þaðan á Keflavíkurflugvöll. Þá verður einnig að hafa þá fyrirvara við tímagreininguna að það fer nokkuð eftir því hvar á höfuðborgarsvæðinu notandi innanlandsflugsins býr eða ætlar að sækja þjónustu hve mikið óhagræði er af flutn- ingi flugsins til Keflavíkur. Fjárfestingarkostnaðurinn kemur aðeins til einu sinni en óhagræði einstaklinganna og flug- félagsins fellur til á hverju einasta ári. Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands greindi kostnað og ábata af staðsetningu flugsins á Reykjavík- urflugvelli í skýrslu 1997 og bar saman við flutn- ing innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Talið var að hreinn núvirtur þjóðhagslegur kostnaður af flutningnum væri á bilinu 1,7 til 4,1 milljarður kr. sem svarar til um 100 til 250 millj- óna kr. í árlegum hreinum kostnaði. Slá ekki hendinni á móti auknum umsvifum Ljóst er að sveitarfélögin á Suðurnesjum myndu ekki hafa neitt á móti því að fá innan- landsflugið til Keflavíkurflugvallar. Það gæti haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu svæðisins. Framkvæmdastjóri stærsta sveitarfélagsins, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fer þó varlega í yfirlýsingar um flugvallarmálið, segir að það sé skipulagsmál sem sé til með- ferðar hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Hins veg- ar lýsir hann þeirri skoðun sinni að ef völlurinn fari úr Vatnsmýrinni sé engin skynsemi í því að færa innanlandsflugið annað en á Keflavíkur- flugvöll og Suðurnesjamenn myndu ekki hafa neitt á móti því. Ellert minnir á að samgöngur milli höfuð- borgarsvæðisins og Keflavíkur munu batna mjög við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar en sú framkvæmd verður yfirstaðin löngu áður en til þess kæmi að flugvöllurinn færi úr Vatns- mýrinni. Annað slagið hafa komið fram hugmyndir um að hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar gæti leyst fjarlægðarvandann að miklu leyti og gert mögulegt að færa innan- landsflugið á Suðurnesin. Með því móti væri hægt að stytta ferðatímann í 15–30 mínútur. Þessar tillögur hafa aldrei komist af hugmynda- stiginu vegna þess að kostnaður hefur verið tal- inn of mikill. Reynsla er til frá hinum Norð- urlöndunum, meðal annars til Gardermoen við Osló og Arlanda við Stokkhólm. Kostnaður við uppbyggingu þessara hraðlesta er mikill á ís- lenskan mælikvarða, eða á bilinu 50 til 100 millj- arðar kr. Í samráði við finnskan starfsfélaga sinn hefur Þorgeir Pálsson flugmálastjóri áætl- að að kostaður við að koma upp hraðlest gæti verið á bilinu 20–30 milljarðar kr. Allir hafa kosti og galla Þeir þrír kostir sem taldir eru helst koma til greina fyrir innanlandsflugið ef ákveðið verður að losa Vatnsmýrina til annarra nota hafa allir sína kosti og galla. Flutningur miðstöðvar inn- anlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar er ódýrasti kosturinn en hann hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir innanlandsflugið, ferðaþjón- ustuna og samgöngur við landsbyggðina, auk þess sem öryggismálum yrði stefnt í tvísýnu eins og greint verður frá í næstu grein. Nýr flugvöllur í landi Hvassahrauns er ódýr- ari kostur en margir hugðu og kemur best út, samkvæmt mati Stefáns Ólafssonar. Hins vegar hafa komið fram efasemdir um notagildi hans til innanlandsflugs vegna veðurskilyrða og ná- lægðar við Keflavíkurflugvöll. Samgönguráð- herra segir reyndar að ekki komi til greina að byggja nýjan flugvöll. Nýr flugvöllur á Löngu- skerjum hefði þann kost að vera í nágrenni mið- borgar Reykjavíkur en hann er langdýrasta hugmyndin auk þess sem framkvæmdin myndi valda miklu raski á umhverfinu í Skerjafirði. Í öllum tilvikum fengi Reykjavíkurborg verð- mætt byggingarland til ráðstöfunar í Vatns- mýri. byggingu nýs innanlandsflugvallar, hvað þá á þessu svæði. Flugmálastjórn taldi lengi vel að bygging nýs flugvallar fyrir innanlandsflugið myndi kosta tíu milljarða króna eða meira. Það kom því nokkuð á óvart þegar lausleg kostnaðaráætlun Línuhönnunar, á grundvelli ráðgjafar ARC, benti til þess að kostnaðurinn væri ekki nema um 5 milljarðar. Flugmálastjórn telur þennan kostnað verða um 6,5 milljarða króna enda gera starfsmenn hennar ráð fyrir að þörf sé fyrir stærri flugstöð og fleiri byggingar en þýsku ráðgjafarnir töldu og breiðari brautir. Einnig ber talsvert á milli ráðgjafa Flugmálastjórnar og svæðisskipulagsnefndarinnar um það hvað kostar að byggja aðstöðu til að færa einkaflugið ef Reykjavíkurflugvöllur yrði áfram miðstöð innanlandsflugs og er Flugmálastjórn þar með mun lægri tölu en ARC. Embættismenn borg- arverkfræðings reyndu að samræma þessar kostnaðartölur og niðurstaðan varð áætlun upp á 6.320 milljónir kr. Kostnaðurinn við þennan valkost er liðlega hálfum öðrum milljarði kr. meiri en að byggja upp þjónustumannvirki á Reykjavíkurflugvelli á núverandi stað ásamt áætluðum kostnaði við byggingu annars flug- vallar fyrir einkaflugið og nemur munurinn tæplega þriðjungi af uppbyggingarkostnaðin- um. Flugmálastjórn hefur núvirt tölurnar út frá því hvenær til útgjaldanna kemur og verður munurinn þá óhagstæðari Hvassahraunsvelli, hann yrði liðlega 50% dýrari en núverandi Reykjavíkurflugvöllur. Gert er ráð fyrir að um 130 hektarar af landi Hvassahrauns fari undir flugvöllinn en það er í einkaeigu. Því hefur verið haldið fram að í kostnaðaráætluninni sé ekki gert ráð fyrir neinum kaupum á landi. Það er ekki alls kostar rétt, samkvæmt upplýsingum Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings, þótt talan sé ekki sýnd sérstaklega. Við áætlun þessa kostnaðarliðar var tekið mið af verði lands sem Reykjavíkurborg hefur keypt eða staðið til boða að kaupa í nokkurri fjarlægð frá byggðinni á höfuðborgarsvæðinu. Þar er aug- ljóslega um lágar fjárhæðir að ræða, kannski tvo tugi milljóna, miklu lægri en á landi þar sem komið er að því að byggja íbúðarhverfi. Góð aðkoma frá Reykjanesbraut Mikil aukning yrði á umferð um Reykjanes- brautina ef innanlandsflugið flyttist til Kefla- víkurflugvallar. Það munar um 300 þúsund far- þega í umferðinni. Stefnt er að tvöföldun Reykjanesbrautar á næstu árum og myndi það leysa ýmis vandamál. Í því sambandi hefur komið fram hjá yfirvöldum samgöngumála að gerð verði mislæg gatnamót á nokkrum stöðum. Verður því að tengja veginn að Hvassa- hraunsflugvelli við Reykjanesbraut á slíkum gatnamótum og ætti aðkoma að vellinum því að verða góð. Framkvæmdin mun valda röskun á hrauninu og verður að láta gera umhverfismat fyrir hana. Ekki hafa komið fram upplýsingar um neinar menningarminjar á þessu svæði. Flutningur til Keflavíkur ódýrasti kosturinn Þriðji möguleikinn utan Vatnsmýrar sem sérstaklega er nefndur sem valkostur er flutn- ingur miðstöðvar innanlandsflugsins til Kefla- víkurflugvallar. Flestir eru sammála um að það Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggja þyrfti flugstöð fyrir innanlandsflugið, flugskýli og fleiri þjónustumannvirki ef innanlandsflugið yrði fært til Keflavíkurflugvallar. Hins vegar myndu flugbrautirnar nýtast fyrir innanlandsflugvélarnar. Keflavík- urflugvöllur er mun stærri en Reykjavíkurflugvöllur og tæki mun lengri tíma að aka vélunum að og frá brautunum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er næst á myndinni, til hægri, ásamt athafnasvæði Flugleiða, en efst til vinstri sést inn á varnarsvæðið. $ & " '  '   !+ (*!*&'!!  " '     !"#    .! 0 ( &' TENGLAR ........................................................... Greinaflokkurinn birtist einnig á Morgunblaðsvefnum: www.mbl.is FRAMTÍÐ FLUGVALLAR  Koma má ábendingum vegna greina- flokksins til annars höfundarins, Jóhönnu Ingvarsdóttur: join@mbl.is, og Skapta Hallgrímssonar: skapti@mbl.is, vegna fjarveru hins, Helga Bjarnasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.