Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU 22 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Brunaslöngur Eigum á lager 25 og 30 m á hjóli og í skáp Ármúla 21, sími 533 2020 HEILSALA - SMÁSALA ÁÐUR en Ingunn AK, hið nýja nóta- og togveiðiskip Haraldar Böðvars- sonar hf. á Akranesi, hélt á miðin um helgina var sett stór og mikil sjó- skilja í skipið en talið er að þetta sé ein stærsta sjóskilja sinnar tegundar í heiminum. Skiljan var smíðuð hjá Vélaverk- stæðinu Þór í Vestmannaeyjum og er notuð til að skilja sjó eða vatn frá fiski. Hún er á braut eftir dekkinu og er lengdin út fyrir rennurnar um 8,40 metrar en um 5,20 metrar á breiddina, þ.e. á milli stúta. Sjálfur skiljuflöturinn er um 24 fermetrar, en að sögn Garðars Garðarssonar, framkvæmdastjóra Þórs, er flötur á venjulegri skilju um 14 fermetrar. Fyrsta skiljan hjá Þór á braut Garðar segir að skiljan sé trúlega sú stærsta á landinu en vill ekkert fullyrða um samanburð við ámóta skiljur erlendis. „Við höfum smíðað sambærilegar skiljur í 14 báta en þetta er sú fyrsta í braut,“ segir Garðar og bætir við að skiljan í Þor- steini EA sé líka á braut en hún sé smíðuð í Póllandi. Eins segir hann að Norðmenn séu byrjaðir að smíða skiljur í braut en honum sé ekki kunnugt um stærð þeirra stærstu. Hjá Þór er nú verið að smíða skilju í Hugin VE sem verið er að ganga frá hjá ASMAR-skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile, en Garðar segir að hún verði töluvert minni en skilj- an í Ingunni og auk þess verði hún ekki í braut heldur föst. Reyndar átti skiljan í Ingunni ekki að vera svona stór og hún var tilbúin mun minni en þegar ákveðið var að lengja skipið sl. sumar var skiljan stækkuð. Eftir að látið hafði verið reyna á búnaðurinn um borð í Ingunni var haldið á loðnumiðin úti af Vestfjörð- um en vegna brælu var ekkert að- hafst. „Við höfum bara tekið eitt prufukast í Flóanum og allt reyndist í góðu lagi,“ sagði Marteinn Einars- son skipstjóri við Morgunblaðið í gær. Um 72 þúsund tonn eftir Milli 10 og 20 bátar voru á loðnu- miðunum fyrir austan land í gær en veiði var dræm og veðurútlit næstu daga ekki gott. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva höfðu bor- ist um 220 þúsund tonn af loðnu á land á vetrarvertíðinni til hádegis í gær en samtals um 345 þúsund tonn á sumar-, haust- og vetrarvertíð. Miðað við það eru aðeins um 72 þús- und tonn eftir af kvótanum en 200 þúsund tonna viðbótarkvóta verður væntanlega skipt milli báta um helgina. Ein stærsta sjóskilja sinnar tegundar Sjóskiljan um borð í Ingunni AK er engin smásmíði. RÚSSNESKUR fiskur veldur Norðmönnum vandræðum þessar vikurnar. Í fyrradag krafðist Evr- ópusambandið (ESB) þess að rann- sakaðar yrðu staðhæfingar þess efnis að norsk fyrirtæki hefðu flutt út rússneskan fisk til ESB-ríkja með því að segja hann norskan til að komast hjá því að greiða hærri tolla. Þá hafa rússnesk yfirvöld lýst því yfir að rússneskum skipum beri að landa í heimahöfn, sem þýðir gríðarlegt tap fyrir norska fiskiðn- aðinn ef af verður. Norðmenn njóta tollaívilnana frá ESB vegna samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið og greiða um 12% lægri tolla en t.d. Rússar. ESB hefur rökstuddar grunsemdir um að Norðmenn hafi selt fisk, einkum þorsk, úr rússneskum togurum sem sinn eigin til að komast hjá þessum greiðslum og hefur fyrirtækjum sem flytja inn þorsk frá Noregi ver- ið uppálagt að gera grein fyrir upp- runa fiskjarins. Verða fyrirtækin að fara allt aftur til ársins 1998 í bók- haldinu. Sá fiskur sem ekki er hægt að sanna að sé norskur, innan tíu mánaða, verður tollaður í samræmi vð það, að því er segir í frétt NTB. Norðmenn vona að ESB geri ekki alvöru úr kröfum sínum, held- ur láti nægja stikkprufur. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem málið komi upp og ljóst sé að gera verði brag- arbót á merkingum á útfluttum fiski. Fiskur er önnur stærsta útflutn- ingsgrein Norðmanna og selja þeir umtalsvert magn af rússneskum þorski og ýsu. Efast um að alvara liggi á bak við hótun Vera kann þó að ásakanir um svindl með uppruna þorsksins falli um sjálfar sig á næstu mánuðum, þar sem rússnesk yfirvöld sendu fyrir nokkru frá sér tilskipun um að rússneskum skipum beri að landa nær öllum afla sínum í heimahöfn. Tilskipunin átti að taka gildi í þess- ari viku en enn sem komið er bendir fátt til þess að sú verði raunin. Kveðast norskir fiskframleiðendur ekki telja að Rússar geri alvöru úr hótun sinni. Gerist það hins vegar, myndi það hafa skelfilegar afleiðingar fyrir sjávarútveginn í Norður-Noregi. Í fyrra lönduðu rússneskir togarar fiski fyrir rétt um 20 milljarða ísl. kr. í höfnum í Norður-Noregi. Enn eru þó engin merki um að tilskip- unin, sem var undirrituð af rúss- neska forsætisráðherranum og nær til alls fisks nema þess sem seldur er á uppboði eða er hluti afla við vísindaveiðar. Er nú talið að tilskipunin sé til marks um fyrstu skref Rússa í átt að því að ná til sín auðlindum á borð við þorsk en í New York Times seg- ir að nær allur fiskur sem rússnesk skip veiði sé seldur erlendis í stað þess að landa honum heima, full- vinna hann og selja. Rússneskur fiskur veldur vandræðum í Noregi ESB grunar Norð- menn um tollasvindl Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.