Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO FYRIRHUGAÐ verkfall flugum- ferðarstjóra í næstu viku gæti, að mati Þorgeirs Pálssonar flugmála- stjóra, grafið undan framtíð flugum- ferðarþjónustu hér á landi og veikt grunninn að því að Íslendingum sé treyst til þess að veita þessa þjón- ustu. Þorgeir segir viðbúið að veru- legar truflanir verði á alþjóðlegri flugumferð í gegnum íslenska flug- stjórnarsvæðið, komi til verkfalls, en að meðaltali fljúga um 270 flugvélar í gegnum svæðið daglega og getur fjöldi þeirra orðið allt að 500 við hag- stæð veðurskilyrði. Að sögn Þorgeirs stýra Íslending- ar flugumferð á gríðarlega stóru al- þjóðlegu flugsvæði yfir Atlantshaf- inu í umboði Alþjóða flug- málastofnunarinnar, sem endanlega ákveður hvernig þessum málum er háttað. Þorgeir segir að raddir þeirra, sem vilja fækka flugstjórn- armiðstöðvum á Norður-Atlantshafi, hafi verið að færast heldur í aukana og að sumir telji jafnvel nóg að hafa bara eina slíka. Enda hafi tækniþró- un síðari ára orðið til þess að gera slíkt kleift, sér í lagi framfarir í fjar- skiptatækni. „Það er auðvitað ljóst að allar truflanir sem verða á alþjóðlegri flugumferð eru til þess fallnar að grafa undan framtíð þessarar þjón- ustu hér á landi, eða veikja grunninn fyrir því að okkur sé treyst til þess að veita þessa þjónustu. Og það hef- ur aldrei gerst í þau rúmu 50 ár, sem við höfum veitt þessa þjónustu, að al- þjóðleg flugumferð í gegnum flug- stjórnarsvæði Íslands hafi orðið fyr- ir truflunum eða töfum af völdum slíkra aðgerða,“ segir Þorgeir. Erlendir flugstjórnaraðilar vilja auka sín umsvif Hann segir ljóst að margar skoð- anir séu á þessu máli hjá erlendum aðilum og að erlendir flugstjórnarað- ilar hafi áhuga á því að auka umsvif sín á þessu sviði og hafi ekki farið leynt með það. Að sögn Þorgeirs hef- ur flugmálastjórn verið að fara yfir afleiðingar verkfallsins á flugumferð og ljóst sé að búast megi við veru- legri röskun á flugumferð í gegnum svæðið. „Það er breytilegt eftir veð- urskilyrðum hversu margar flugvél- ar fara um svæðið á hverjum degi. Að meðaltali eru þetta um 270 vélar sem fara í gegnum svæðið okkar daglega, en þær geta alveg farið upp í 500 undir vissum kringumstæðum, og fækkað eitthvað líka, þannig að þetta er mjög háð veðri.“ Verkfall flugumferðarstjóra hefst 20. febrúar nk. og stendur í tvo sólar- hringa hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þá hafa flugumferð- arstjórar einnig boðað verkfall í þrjá sólarhringa frá 28. febrúar til 3. mars. Flugmálastjóri telur verkfall geta grafið undan framtíð flugumferðarstjórnar Þrýst á um fækkun flug- stjórna í Atlantshafsflugi ÁHÖFNIN á Haferninum ÞH 26 var að ljúka löndun á Húsavík í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Aflinn var fremur treg- ur, ekki nema um 900 kíló af fiski og einn blöðru- selur sem flækst hafði í trossu. Blöðruselir hafa oft gert sjómönnum á Skjálf- anda lífið leitt því selirnir hafa komist upp á lag með að kviðbíta fisk í netum og sjúga úr honum lifrina. Þessi selur hafði þó ekki náð að skemma neitt af fiski áður en hann festist sjálfur í netinu. Þeir á Haferninum sögðu að blöðruselir væru mikið á miðunum fyrir norðan fram í miðjan febrúar, þá létu þeir sig hverfa. Svo kæmu þeir aftur á vorin og væru þá miklu skæðari í að ræna sér lifur. Þeir Sigfús Jónsson (t.v.) og Hreiðar Jónsson (t.h.) sögðu að þessi selur væri fremur lítill af blöðrusel að vera. Selurinn verður nýttur í hákarlabeitu á Húsavík. Morgunblaðið/RAX Blöðruselur flæktist í trossu BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka gatnagerðargjöld í Reykjavík frá 7,1% upp í 22,5% eftir því hvernig íbúðarhús er um að ræða. Þannig hækka gatnagerðargjöld vegna einbýlishúsa um 7,1%, gatna- gerðargjöld vegna raðhúsa, parhúsa, tvíbýlishúsa og keðjuhúsa hækka um 14,4%, gatnagerðargjöld vegna fjöl- býlishúsa hækka um 22,5% og vegna annars húsnæðis um 21,4%. Í tillögu borgarverkfræðings af þessu tilefni kemur fram að langt sé frá því að gatnagerðargjöld standi undir kostnaði við gatnagerð í borg- inni. Athugun á kostnaði við gatna- gerð í Grafarholti hafi sýnt að til þess að standa undir kostnaði þar þyrftu gatnagerðagjöld af einbýlis- húsum að hækka um 22%, af rað-, par- og keðjuhúsum um 50% og af fjölbýlishúsum um 65%. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, sagði í samtali við Morgunblaðið að hækkunin sem hefði verið ákveðin nú væri um þriðj- ungur af þeirri hækkun sem þurft hefði til að gatnagerðargjöld stæðu að öllu leyti undir kostnaðinum við gatnagerð í Grafarholti. Aðspurður sagði hann að áætlað væri að kostnaðurinn vegna gatna- gerðar í Grafarholti næmi um 1.830 milljónum kr. Tekjur af gatnagerð- argjöldum í hverfinu eins og þau hefðu verið fyrir hækkun væru áætl- aðar rúmar 1.180 milljónir kr. Allt að 22,5% hækkun ♦ ♦ ♦ Gatnagerðargjöld í Reykjavík GENGI hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfða- greiningar, fór yfir 10 bandaríkja- dali á Nasdaq-verðbréfamarkaðn- um í New York í gær. Við lokun markaðarins var gengið skráð 10,25 bandaríkjadal- ir og hafði þá hækkað um 3,14% frá deginum áður. Gengið hefur farið hækkandi alla þessa viku, samtals um 1,125 dali frá lokum viðskipta í síðustu viku, eða um 12,3%. Nasdaq-vísitalan hækkaði í gær um 2,62%. Í gær sendu Íslensk erfðagrein- ing og svissneska lyfjafyrirtækið F. Hoffmann La Roche frá sér til- kynningu um nýjan áfanga í rann- sóknarsamstarfi fyrirtækjanna í erfða- og lyfjafræði. Hjá La Roche er hafin þróunarvinna við ný meðferðar- og greiningarúr- ræði sem beinast að sjúkdóms- þáttum sem vísindamenn ÍE hafa uppgötvað í geðklofa og æðakölk- un. Kári Stefánsson forstjóri ÍE segir að þessi áfangi marki upphaf nýs kafla í samstarfi fyrirtækj- anna. La Roche greiðir Íslenskri erfðagreiningu áfangagreiðslu vegna þessara uppgötvana. Gengi deCODE á uppleið  Þróun/6 OLÍA hefur komist í hluta af hol- ræsakerfi Egilsstaða. Ekki var í gærkvöld ljóst hversu alvarleg mengunin er, en vitað að töluverð olía komst ofan í skolpræsi í iðnaðar- hverfi bæjarins. Ekki er vitað um or- sök þess að svo fór. Bæjaryfirvöld voru látin vita um mengunina í fyrrakvöld og var í gær unnið að athugun á því um hvers konar olíu er að ræða og hvert hún hefur nákvæmlega farið um hol- ræsakerfið. Olían gæti nú þegar hafa borist með skólpi um brunna og þrær bæjarins og út í Eyvindará. Olíumengun í hol- ræsakerfi Egilsstaða Eyvindará gæti meng- ast af olíu Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.