Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 35 Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Degi fimmtudaginn 15. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. 1. flokki 1991 – 37. útdráttur 3. flokki 1991 – 34. útdráttur 1. flokki 1992 – 33. útdráttur 2. flokki 1992 – 32. útdráttur 1. flokki 1993 – 28. útdráttur 3. flokki 1993 – 26. útdráttur 1. flokki 1994 – 25. útdráttur 1. flokki 1995 – 22. útdráttur 1. flokki 1996 – 19. útdráttur 2. flokki 1996 – 19. útdráttur 3. flokki 1996 – 19. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 2001. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15.mars geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 8.000 á manninn. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyn- dra fararstjóra til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Bókaðu til Costa del Sol og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt í sumar Verð kr. 37.785 M.v. hjón með 2 börn, 24.maí, vikuferð, Santa Clara, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 46.330 M.v. 2 í studio, Bajondillo, 24. maí, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 43.985 M.v hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, 28.júní, í 2 vikur, Santa Clara, með 8.000 kr. afslætti. Flug alla fimmtudaga Lægsta verðið í sólina Fáðu bæklinginn sendann Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is alltaf á föstudögum Í MÖGULEIKHÚSINU eru hafnar æfingar á Skuggaleik, nýju barnaleikriti eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur. Leikarar eru Pétur Eggerz og Bjarni Ingvars- son. Þetta er annað leikrit höf- undar en áður hafði hún samið Óvita sem sýndir voru í Þjóðleik- húsinu við miklar vinsældir, einn- ig í leikstjórn Brynju. Leikmynda- hönnuður verksins er Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður. „Þetta er í fyrsta sinn sem Tryggvi vinn- ur fyrir leikhús á sínum lista- mannsferli og við í Möguleikhús- inu bindum auðvitað miklar vonir við samstarfið við þessa þrjá frá- bæru listamenn,“ segir Pétur Eggerz. Í Skuggaleik segir frá Binna litla, sem er heldur leiðinlegur gutti. Meira að segja skugginn hans er helst á því að yfirgefa hann. En áður en til þess kemur líkamnast skugginn og fer með Binna yfir litróf lífsins, svona til að benda honum á sitthvað sem betur mætti fara. Það kemur svo í ljós að þótt Binni sé einkabarn eru foreldrar hans önnum kafnir við að skaffa og veita honum ekki mikla athygli. Ýmsar fleiri per- sónur koma við sögu, m.a. kettir og fuglar. Leikritið verður um 40 mínútur í flutningi og er ætlað fyrir börn á leikskólaaldri og í yngstu bekkjum grunnskólans. Frumsýning er fyrirhuguð í Möguleikhúsinu 10. mars en síðan verður sýningin á faraldsfæti um leikskóla og grunnskóla landsins. Nýtt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Morgunblaðið/Kristinn Pétur, Brynja, Guðrún og Bjarni í Möguleikhúsinu. Skugginn líkamnast og fer yfir litróf lífsins  ÞÁ hneggjaði Freyfaxi: Stað- fræði og minjar, arfsagnir og upp- spuni í Hrafnkels sögu Freysgoða, hefur að geyma níu ritgerðir frá þremur síðustu áratugum og þrjár nýjar, Blót- minni og goðgá, Arfsagnir og uppspuni og Fað- ernismál eftir Jón Hnefil Að- alsteinsson. Um þessar þrjár rit- gerðir segir höf- undurinn m.a.: „Í Faðern- ismálum tók ég undir þá ályktun Sigurðar Nordals, að upphafskafli Hrafnkels sögu Freysgoða væri verk höfundarins en ætti ekki rætur að rekja til munnmælasagna sem gengið höfðu á Austurlandi. Í kafl- anum Blótminni og goðgá tók ég á hinn bóginn, með viðbótarrökum, undir þá niðurstöðu ýmissa fræði- manna að blótminni Hrafnkels sögu Freysgoða, spjöllin á Freyfaxa og viðbrögð hestsins, dráp smala- mannsins, henging áttmenninganna á váðásinn, uppgangur Hrafnkels í Fljótsdal, víg Eyvindar og endur- heimt Aðalbóls væru samtengd og ættu að öllum líkindum rætur í forn- um trúarsögnum um Hrafnkel goða Hrafnsson.“ Aðrar ritgerðir í bókinni nefnast Þá hneggjaði Freyfaxi, Sverðið úr Hrafnkelsdal, Byggðaleifar í Hrafn- kelsdal, Konubein í kumli, Freys- minni í fornsögum, Jökuldalsmenn og Hallfreðargata, Freyfaxahamarr, Eftirhreytur um Freyfaxahamarr og loks Hrafnkötluútgáfan 1942. Í lok bókarinnar fylgir stutt saman- tekt á ensku. Höfundur bókarinnar, Jón Hnefill Aðalsteinsson, er fæddur og uppal- inn á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, á söguslóðum Hrafnkels sögu Freys- goða. Í formála segir hann m.a. að frá bernskualdri hafi sagan verið sér hugstæð og þrátt fyrir margvíslegar tilraunir sínar til að samræma lýs- ingar bókarinnar við staðhætti í Hrafnkelsdal hafi það reynst ómögulegt. Síðar, þegar hann byrj- aði að líta á söguna sem skáldskap, með takmarkaðar rætur í raunveru- leikanum, hafi hann verið þess albú- inn að ljúka þessari bók sem hann hefur unnið að í áratugi. Jón Hnefill Aðalsteinsson er guð- fræðingur frá Háskóla Íslands, fil. cand. í trúarbragðasögu og heim- speki frá Háskólanum í Stokkhólmi og doktor í þjóðfræði frá Uppsalahá- skóla. Hann er prófessor emerítus við Háskóla Íslands. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er kilja og er 225 bls. Verð: 3.200 kr. Nýjar bækur Jón Hnefill Að- alsteinsson GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas og Oddafélagið halda sameig- inlega málstefnu nk. laugardag kl. 14 í fundarsal á 1. hæð Þjóðarbókhlöðu. Hún fjallar um áhrif grískrar og lat- neskrar menningar á Íslandi að fornu og ber heitið „Fornar menntir á fræðasetrum“. Framsögumenn verða þau Guðrún Nordal, sem flytur erindi er hún nefnir „Snorri Sturluson og skóla- nám á miðöldum“, og Gottskálk Þór Jensson sem kallar erindi sitt „Grískættaðar fornsögur á Íslandi“. Að loknum framsöguerindum verða umræður. Fornar menntir á fræðasetrum Listasafn ASÍ við Freyjugötu Sýningu Hlyns Helgasonar „Um listina“ lýkur nú á sunnudag. Á sýn- ingunni eru ferilsmálverk máluð á síðastliðnum fjórum árum, kvik- myndainnsetning og lýðræðislegur hljóðskúlptúr. Í hljóðskúlptúrnum, „Stöpli“, má heyra íbúa við Freyju- götu og Mímisveg ræða hvað gera skuli við stöpul að baki Ásmundar- salar og sjá sjónarhorn þeirra yfir stöpulinn. Kvikmyndirnar sýna ann- ars vegar þegar ekið er í gegnum þvera Reykjavík og hins vegar um- hverfi innanhúss í gömlu eldhúsi á Norðurlandi. Í ferilsmálverkunum grandskoðar Hlynur eðli málverks- ins í upphafi aldar með því að fylgja ákveðnum reglum við gerð mál- verksins. Sýningin er opin frá 14 til 18 alla daga. Sýningu lýkur TVEIR blandaðir kórar eldri borg- ara halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði nk. laugardag kl. 16. Kórarnir, Samkórinn Hljómur frá Akranesi og Gaflarakórinn frá Hafnarfirði, flytja hvor sína söng- skrá og einnig sameiginlega nokkur lög. Stjórnandi Samkórsins Hljóms er Lárus Sighvatsson og undirleikari Ásdís Ríkharðsdóttir. Stjórnandi og undirleikari Gaflarakórsins er Guð- rún Ásbjörnsdóttir, undirleikari á harmonikku er Valgarð Sigmarsson og Jón V. Tryggvason leikur á trommur. Tveir kórar í Víðistaða- kirkju ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.