Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.02.2001, Qupperneq 24
sem Verk- og kerfisfræðistofan vann fyrir heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið á árinu 1999. Flest þeirra voru til Reykjavíkur, eða 253, enda er tilgangurinn að koma sjúklingnum sem fyrst í aðhlynningu á vel útbúnu sjúkrahúsi. 84 sjúkraflug voru til Akureyrar. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir í samtali við Morgunblaðið að samgöngur leiki stórt hlutverk í viðbrögðum heilbrigðiskerfis- ins, séu órjúfanlegur þáttur þeirra. Hann segir að niðurstaðan varðandi flutning flugsins til Keflavíkur sé augljós, það muni lengja flutn- ingstíma sjúklinganna mikið. En það myndi einnig hafa áhrif á viðbragðs- og greiningar- sveitir sem kynnu að þurfa að fara út á land. Spurður að því hvernig flugvöllur sunnan Hafn- arfjarðar kæmi inn í þetta mat segir Sigurður að það skipti máli að hafa flugvöllinn sem næst sjúkrahúsunum og fólkinu í neyðarsveitunum og segir að þegar völlurinn sé kominn suður á Vatnsleysuströnd sé orðið stutt til Keflavíkur. Segir landlæknir ekki unnt að fullyrða hvar ör- yggismörkin liggi að þessu leyti, þau séu fljót- andi. Þau séu augljóslega innan klukkustundar en deila megi um hvort 15–20 mínútna seinkun skipti öllu máli. Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir að flestar stærstu björgunarsveitir landsins séu á höfuðborgar- svæðinu. Því sé óskaplega þægilegt að hafa flugvöll þar þegar senda þurfi björgunarlið út á land. Hún segist ekki gera greinarmun á því hvar á höfuðborgarsvæðinu flugvöllurinn sé staðsettur því fólkið sé dreift um allt svæðið. Hins vegar sé gott að hafa flugvöll sem næst stóru sjúkrahúsunum ef flytja þurfi fólk á sjúkrahús hér vegna stórslysa. Það gerist hins vegar ekki oft. „En þjóðfélagið ákveður hvernig það ætlar að hafa sín mál. Almannavarnir verða síðan að gera skipulag ofan á fyrirkomulagið. Það er almennt ekki okkar hlutverk að hafa af- skipti af svona málum,“ segir Sólveig. Ferðaþjónustan á móti breytingu Breytingin hefði slæm áhrif á ferðaþjón- ustuna í landinu, að mati margra sem við hana starfa. Ferðamönnum af landsbyggðinni til Reykjavíkur myndi líklega fækka ef flutt verð- ur til Keflavíkur og skemmtiferðir Reykvíkinga út á land myndu örugglega dragast saman, að mati Jóns Karls Ólafssonar hjá Flugfélagi Ís- lands. „Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu undanfarin ár og hefur hlutur Reykjavíkur vax- ið mjög, sérstaklega utan háannatímans. Er- lendir ferðamenn hafa í sívaxandi mæli notfært sér innanlandsflug til að heimsækja staði utan Reykjavíkur og er hætta á að dagsferðum, að minnsta kosti, muni fækka vegna akstursins til Keflavíkur.“ Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálaráð Íslands hafa í ályktunum bent á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir greiðar og áreiðan- legar samgöngur innanlands og ferðaþjón- ustuna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, miðar eins og margir fleiri við það í sínum málflutningi að val- ið standi eingöngu milli Reykjavíkurflugvallar og flutnings miðstöðvar innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Hún segir að ferðaþjón- ustuaðilar vilji halda fluginu í Reykjavík og telji að ekki komi til greina að flytja það til Keflavík- ur. Segir hún frá stefnumörkun Reykjavíkur- borgar í ferðamálum þar sem fram komi að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram aðalflugvöll- ur innanlandsflugsins og þar verði byggð sam- göngumiðstöð. Hún segir að flestir erlendir ferðamenn vilji hafa viðdvöl í Reykjavík, ekki síst þeir sem séu á ferðinni utan háannatímans, og hún segir að þeir muni að mestu falla út úr innanlandsfluginu ef það verði fært í burtu. Þrátt fyrir samþykktir samtaka ferðaþjón- ustufólks hafa heyrst einstaka raddir utan af landi um að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar kynni að styrkja sam- keppnisstöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggð- inni. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri á Hótel Reynihlíð við Mývatn, á eina þeirra. „Það skipt- ir mestu fyrir okkur sem byggjum á erlendum ferðamönnum að tengjast alþjóðafluginu. Þeg- ar farþegarnir lenda á Keflavíkurflugvelli gætu þeir valið um það að fara beint í innanlands- flugið, eins og víða erlendis. Nú eiga þeir ekki kost á öðru en að fara fyrst til Reykjavíkur og enda ferðina þar einnig.“ Telur Pétur að erlend- ir ferðamenn myndu nýta sér innanlandsflugið í meira mæli ef miðstöð þess væri staðsett í Keflavík og sú aukning gæti að einhverju leyti komið í stað þeirra hópa sem hættu að nota flugið við þessa breytingu. Störf fara og ný koma í staðinn Töluverð atvinnustarfsemi fer fram í kring- um flugvöllinn. Auk áætlunarflugsins er rekið þaðan áætlunarflug til Færeyja og Grænlands. Þar er starfsemi flugskóla og ýmis þjónusta við flugið, jafnt farþega og vélar sem fljúga innan- lands eða hafa viðdvöl á ferðum milli landa. Þá er starfsemi Flugmálastjórnar og flugstjórnar- miðstöðvarinnar æði viðamikil. Í athugun sem Hagfræðistofnun Háskólans gerði fyrir Flugmálastjórn á árinu 1998 kom fram að 566 einstaklingar höfðu beina atvinnu af flugvallarstarfseminni og fyrirtækin sem þar starfa veltu liðlega 3 milljörðum króna. Þegar efnahagsáhrif flugvallarstarfseminnar í heild voru metin tvöfaldaðist starfsmannafjöldinn og veltan margfaldaðist. Þannig var áætlað að 1.156 störf sköpuðust vegna starfsemi á Reykjavíkurflugvelli og efnahagsáhrifin væru rúmir 11 milljarðar í krónum talið. Loks var reynt að nálgast svar við spurningunni um þjóð- hagsleg áhrif þeirra farþega utan af landi sem um völlinn fara og var sá þáttur áætlaður 16 milljarðar kr. til viðbótar en ákveðnir fyrirvarar hafðir á þeim útreikningi. Sú starfsemi sem þarna er talin upp en er óháð staðsetningu vallarins mun sjálfsagt verða áfram á flugvallarsvæðinu, þótt flugið færi ann- að en með því flyttist þó meginhluti starfsem- innar. Menn sem þar vinna eru uggandi um sinn hag. Þannig segir Sveinn Björnsson, sem rekur Flugþjónustuna ehf. og annast þjónustu við fjölda erlendra flugvéla á hverju ári, að óvissa yrði um framtíð fyrirtækisins ef flugið yrði fært til Keflavíkur. Hann segir að Reykjavíkurflug- völlur skapi mikil umsvif í Reykjavík, ekki ein- göngu vegna góðrar staðsetningar heldur vegna þess að flugmennirnir vilji koma til þess- arar fallegu borgar. Þá sé sérstakt að hafa hót- elið svona vel staðsett. Segir Sveinn að frá sínu litla fyrirtæki fari þrjú þúsund manns á hótel í Reykjavík á hverju ári og keypt sé margvísleg önnur þjónusta fyrir þetta fólk og farkosti þess. Samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins hefur gert ráð fyrir því að koma mætti fyrir 5.000 íbúðum í Vatnsmýri, fyrir samtals 12 þúsund íbúa, auk 5.000 nýrra starfa. Ef það gengur eftir má margfalda efna- >4  " %" & % >!3! 4!" "3  +%" $ &"4  "<? /  <$4  4" 6%@% " %  " %" &;  A  " "" 6%"%& '8 B" ()"$  !"4 "  %      -)"%& " *%&      C ()"      B"%" &      B"$@! ! %A @% " %    -"" A! 4 A"$@!%" &7" "  %A &!@% " % 4  4 A"" ""$@!"%" & 2 )3! >4!%" & *%" & 2" "()  B"3! %" &7% # ()"$     ( & %   " %" & %  % %"$ % $"%%" A(" !"7# D EF 4" " %" & % '8 "G   A("  + ,   +  -(  *  #(  +  -( &  *  .   6%%" &A( !  4"! " %" & %  " A" ()"$! /   6% ()" #6A" &  : )6! A"#"%" &7%" )6" @% " %  %"   !"4 " 4 % "7% 4 " $$" * 6 % @5%$#!)" ""A" %" & )"%& "   !""%& FA"! ""!3   $"  ! <$"% )"!" 3 $445 ! $#!)#" 4! " %" & % 3%&"! %  #% %"$ % $"%%" ( & !"%%A(" !"7@#"  8H3 !( & "")"%& "4 "" " .H%$!A6"3 !( & @" ! -)" % ! % $+%?%" &! / -)" %   /0- 1  . (1   . -!  *1  2,  ( 1  2,  (0 1    (1  . *0- *1     %4 !% ()"$  3   *  3     1    Morgunblaðið/Jón Svavarsson 24 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.