Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 21

Morgunblaðið - 21.02.2001, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 21 10% afslátt ur í febrúar Rúnaðir klefar með stálbotni Stærðir 82x82 - 82x92 - 92x92 Verð frá kr 54.370. Kantaðir klefar með stálbotni Stærðir 82x82 - 72x92 - 92x92 Verð frá kr. 42.000.  Sænskir gæðaklefar  Sterkbyggðir  Plast eða hert gler  Auðveldir í uppsetningu  Hringið og fáið sendan bækling Ármúla 21, sími 533 2020 Stólpi fyrir Windows Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, 22. febrúar, kl. 17.00 -19.00 Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra þátta atvinnurekstrar. Einstaklega notendavænn viðskiptahugbúnaður í takt við tímann. Kerfið hefur alla sömu eiginleika og Word og Excel. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 150 fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI samskipti. Nýtt mælingakerfi fyrir árangurstengd laun og kerfi fyrir ferðareikninga. Námskeið í launakerfinu verður föstuaginn 23. febrúar kl. 9 - 12 • Námskeið í fjárhagsbókhaldinu verður föstudaginn 23. febrúar kl. 13 - 17 • Staður: Tölvuskóli Reykjavíkur. Bókanir í síma 568 8055. Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is ÞRÁTT fyrir hrun NASDAQ og hættuna á efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum er nýi efnahagur- inn kominn til að vera. Reyndar verður hann áfram lykillinn að betri frammistöðu í Evrópu og Japan á komandi árum. En hver er kjarninn í nýja efnahagnum? Felst hann í samkeppnishæfara vinnuafli, betra skattkerfi eða afnámi hafta? Fyr- irtækjastjórnun er líka driffjöður nýja efnahagsins og menn ættu ekki að vanmeta mikilvægi hennar. Ef stjórnendur skapa afkasta- mikið og sveigjanlegt kerfi sem miðar aðallega að auðsköpun verð- ur auðvelt fyrir fyrirtækin að að- lagast og leita að nýjum uppsprett- um framleiðni og kostnaðareftirlits. Ef valddreifing er á meðal verkefna fyrirtækja og þau eru tilbúin að taka áhættu er öruggt að nýbreytni í framleiðsluvörum og aðferðum eigi sér stað. Ef stjórnendurnir hegða sér hins vegar eins og var- kárir skiptaforstjórar stóreigna munu fyrirtæki þeirra fljótlega líkj- ast söfnum. Efnahagsleg frammistaða ríkja er í raun spegilmynd fyrirtækja þeirra. Lönd með afburðafyrirtæki sýna afburðaframmistöðu. Hvar er þá afburðafyrirtæki heimsins að finna? Nýleg könnun Financial Times á stóru úrtaki af stjórnend- um út um allan heim leiddi eftirfar- andi í ljós: Hvar eru 50 virt- ustu fyrirtæki heims? Núna Eftir 5 ár Bandaríkin 33 31 Evrópa 13 16 Japan 4 3 Ekki kemur á óvart að rúmur helmingur virtustu fyrirtækjanna er bandarískur. Þótt efnahagur Evrópu sé hér um bil jafnstór og efnahagur Bandaríkjanna er Evr- ópa með miklu færri sigurlið í fyrir- tækjarekstri. Japan er miklu minna en Bandaríkin og Evrópa en frammistaða landsins er verri en ætla mætti ef miðað er við hlut þess í tekjum og auði sjö helstu iðn- ríkja heims. Myndin getur ekki ver- ið skýrari: efnahagur Bandaríkj- anna skarar fram úr og hið sama er að segja um fyrirtæki þeirra; Evr- ópa er langt á eftir; Japan sést varla. Financial Times rýnir í framtíð þessarar meistaradeildar fyrirtækja og telur breytingar líklegar á næstu fimm árum; að Evrópa sæki í sig veðrið, Japan dragist enn meira aftur úr og Bandaríkin láti einnig undan síga. Þessi leiftursýn í framtíðina endurspeglar þau við- horf sem nú eru ríkjandi, að efna- hagur Bandaríkjanna sé að verða fullvaxta (fallegt orð yfir það að hann fari senn að missa skerpuna) og Evrópa geti saxað á forskotið vegna þess að nýja fyrirtækja- menningin sé loksins að festa þar rætur. Þessi könnun endurspeglar einnig nákvæmlega þá staðreynd að mjög fá japönsk fyrirtæki hafa náð árangri í því erfiða verkefni að end- urskipuleggja reksturinn, tileinka sér stjórnun sem er í senn nútíma- leg og á heimsmælikvarða. Sony er fyrirtæki á heimsmælikvarða og heldur forystunni; NTT heldur velli (dótturfyrirtækið Docomo er lykill- inn að því) en Honda og Matsushita eru orðin gömul og þreytt fyrir- tæki, líkleg til að falla í aðra deild. Drifkraftar næstu fimm ára eiga einnig eftir að endurspegla harða samkeppni milli sigursælla fyrir- tækja. Boeing gegn Airbus er ef til vill athyglisverðasta dæmið. Eins og staðan er nú eru þessi fyrirtæki bæði nálægt botni meistaradeild- arinnar, samkvæmt lista Financial Times. Líklegt er hins vegar að Airbus hafi færst upp töfluna að fimm árum liðnum og Boeing hafi fallið úr meistaradeildinni. Hvers vegna? Airbus hefur horft fram á við, fjárfest, og er að setja á mark- að nýja risaþotu sem verður til þess að þotur Boeing virðast úreltar og óhagkvæmar. Því Boeing hefur ver- ið andvaralaust fyrirtæki og gleymt því að flugvélaiðnaðurinn er mis- kunnarlaus heimur. Þegar menn hugsa um efnahags- lega möguleika ríkja hneigjast þeir til að líta á gæði vinnuaflsins, vilja fólksins til að vinna og menntunar- stigið. Frá þessum sjónarhóli ættu Evrópa og Japan að gersigra Bandaríkin vegna þess að mennta- kerfi þeirra er miklu betra í höfuð- atriðum og Evrópubúar virðast lat- ir í samanburði við agaða Japani. Raunin er sú að viðleitni og mennt- un skipta ekki mestu máli. Efna- hagsumhverfið sem fólkið starfar í er miklu mikilvægara – markaðsbú- skapur á móti sósíalisma í einhverri mynd – svo og skipulagning þeirra fyrirtækja sem fólkið starfar hjá. Besta fyrirmynd fyrirtækj- astjórnunar til að geta af sér mikla og varanlega hagsæld hefur ekki enn fundist. Á níunda áratugnum höfðu japönsk fyrirtæki lengi notið mikillar virðingar og þau voru tekin til fyrirmyndar. Þannig er það ekki lengur vegna efnahagsbáginda Jap- ans. Síðan kom daðrið við þýsku fyrirmyndina sem fólst í mikilli hlutabréfaeign banka en með því færast fjármagnsmarkaðirnir inn í fyrirtækin. Þessi aðferð missti að- dráttarafl sitt þegar ljóst varð að notalegt samband bankastjóra og forstjóra leiðir til umburðarlyndis gagnvart lítilli arðsemi fjármagns- ins. Nú er bandaríska fyrirmyndin í tísku, dregið er úr miðstýringu, millistjórnendum haldið í lágmarki, miklar kröfur gerðar til forstjóra og starfað er eftir þeirri reglu að „nei er ekki gilt svar“. En þetta verður ekki síðasta lausninþótt þetta muni drífa áfram endurskipu- lagningu fyrirtækja og hugi stjórn- enda um sinn. Allt þetta vekur þá spurningu hvort skynsamlegt sé að breyta fyr- irtækjamenningunni á 10 eða 20 ára fresti. Hagnýta svarið er að blanda ólíkra fyrirmynda sé nauð- synleg til að fást við stöðugan og kyrrstæðan heim sem andstæðu við heim þar sem tækni og afnám hafta valda miklum breytingum á hverj- um degi. Bandaríska fyrirmyndin gefst vel á tímum örra og víðtækra breytinga. Og þetta er það sem fram undan er í fyrirsjáanlegri framtíð. Haldið ykkur fast. Sigur í fyrirtækjastjórnun © Project Syndicate. Rudi Dornbusch er Ford-prófessor í hagfræði við MIT og fyrrverandi að- alefnahagsráðgjafi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. eftir Rudi Dornbusch Efnahagsleg frammi- staða ríkja er í raun spegilmynd fyrirtækja þeirra. Lönd með af- burðafyrirtæki sýna afburðaframmistöðu. AP Verðbréfamiðlarar í Chicago fylgjast spenntir með síðustu tölum 16. febrúar. Tölur um aukna verðbólgu og slæmar fréttir af gengi hátækni- fyrirtækja urðu til þess að verð féll á fjármálamörkuðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.