Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknarstofa í kvennafræðum
Konur og
Balkanstríðin
Á FÖSTUDAGINN,2. mars, verðurhaldin ráðstefna á
vegum Rannsóknarstofu í
kvennafræðum undir heit-
inu: Konur og Balkan-
stríðin. Ráðstefnan verð-
ur haldin í Hátíðarsal
Háskóla Íslands og hefst
hún klukkan 14. Irma J.
Erlingsdóttir, forstöðu-
maður Rannsóknarstofu í
kvennafræðum, var spurð
hvert markmiðið væri
með þessari ráðstefnu?
„Það er að stuðla að
upplýstri og almennri um-
ræðu um ástandið á land-
svæði fyrrverandi Júgó-
slavíu. Ráðstefnan er
haldin til þess að reyna að
greina og skilja hvað hef-
ur átt sér stað og hvert
stefnir.“
– Nú hafa Íslendingar starfað
að málefnum Balkanskagans og
vegna stríðsátakanna þar.
„Á vegum utanríkisráðuneyt-
isins hafa verið þarna íslenskir
aðilar sem hafa starfað á þessu
svæði og unnið að margvíslegum
verkefnum. Þessi ráðstefna er
ekki um friðargæsluna sem slíka
heldur er ætlunin að varpa ljósi
á aðdraganda, ástandið eins og
það er og hvert stefnir. Í þessu
skyni vildum við leita til fræði-
kvenna frá umræddu landsvæði
til þess að fá þeirra sjónarhorn á
þessi málefni. Þetta er með ráð-
um gert því þessar konur sem
hingað koma hafa allar skrifað
greinar og bækur um þetta mál-
efni. Við fáum hingað til fyr-
irlestra þrjár konur frá Balk-
anskaga, Zarönu Papic, sem er
aðstoðarprófessor í mannfræði
við Háskólann í Belgrad, Vesnu
Kesic, sem er félagsfræðingur og
sálfræðingur frá Króatíu, og
Vjollcu Krasniqi, sem er bók-
menntafræðingur frá Kosovo. “
– Hvað ætla konurnar þrjár að
tala um?
„Áherslan hjá þeim er á konur
og stríð. Í stríði er gerður skýr
greinarmunur á konum og körl-
um og hlutverkum þeirra. Karlar
taka upp vopn en konur eiga að
vera heima og annast börn, bú
og aldraða. Þessi aðgreining er
gerð með tilliti til líkama konu
og karls, í styrjöld verður að
veruleika hin gamla skilgreining
á sterka og veika kyninu. Þessi
aðgreining er enn við lýði í dag,
þrátt fyrir allar þær tæknifram-
farir sem orðið hafa í stríðs-
rekstri og hönnun morðtóla.
Verk kvenna og þáttur þeirra í
sögunni hefur að meira eða
minna leyti verið þaggaður nið-
ur. Þeirra framlag komst ekki
inn á síður mannkynssögunnar
fyrr en kvennasagan tók að ryðja
sér til rúms. Fræðikonurnar um-
ræddu sem koma hingað beita
femíniskri aðferðafræði og þær
benda á að þessi útþurrkun sem
um hefur verið rætt sé hvergi
eins áberandi og hvað viðvíkur
stríðsrekstri. Þetta er að breyt-
ast sbr. dóminn sem
þrír hermenn hlutu í
síðustu viku fyrir að
stunda skipulegar
nauðganir og pynting-
ar á konum á Balk-
anskaga. Þessi dómur
markar tímamót, þarna er vitn-
isburður kvenna marktækur.“
– Verða fleiri fyrirlesarar?
„Nei, en eftir framsöguerindi
kvennanna þriggja verða pall-
borðsumræður, þar sem Valur
Ingimundarson sagnfræðingur
og Unnur Dís Skaftadóttir
mannfræðingur verða spyrjend-
ur. Síðan verða sýnd myndskeið
eða brot úr heimildamynd sem
Susan Muska og Gréta Ólafs-
dóttir hafa unnið að um konur í
stríðinu á Balkanskaga. Þær
munu einnig setjast í pallborð og
gefst gestum tækifæri til þess að
spyrja þær spurninga einnig.“
– Hvaða spurningar vakna t.d.
hjá þér sem hefur unnið að und-
irbúningi þessarar ráðstefnu?
„Í fyrsta lagi hvernig konur
misstu ýmis lagaleg réttindi sem
þær höfðu haft undir stjórn
kommúnista, en þetta gerðist í
kjölfar stjórnarfarsbreytinganna.
Þar má nefna réttinn til starfs,
launajafnrétti, rétt til náms og
skilnaða og einnig misstu þær
réttinn til frjálsra fóstureyðinga.
Ég vildi gjarnan fá nánari útlist-
un á því hvernig þessi andstæðu-
hugsun og aðgreining kynjanna
varð allsráðandi eftir stjórnar-
farsbreytinguna og jafnvel mót-
aði þær leiðir sem voru farnar.
Þessi kynferðislega aðgreining
hefur svo komið fram í klámiðn-
aði, mansali sem við höfum ekki
farið varhluta af að kynnast hér
á Íslandi, það er engin tilviljun
að þær stúlkur sem koma hingað
til að stunda „listdans“ eru að
stærstum hluta frá löndum fyrr-
um Austur-Evrópu. Okkur kem-
ur að þessu leyti ástandið og
stríðið heilmikið við. Við erum
ekki saklaus heldur berum þarna
nokkra ábyrgð.“
– Verður fjallað um stöðu
þessara kvenna?
„Já, það verður mjög líklega
gert. Rætt verður um
hvernig konur á þessu
svæði geta endurheimt
sín réttindi sín og
hvernig er hægt að
koma í veg fyrir mis-
notkun þeirra. Einnig
verður rætt þá uppbyggingu sem
verður að eiga sér stað í kjölfar
stríðanna, hvernig hún gengur
og öll þau vandamál sem hafa
komið upp í tengslum við brot á
mannréttindindum og þá erfið-
leika sem viðvarandi þjóðernis-
hyggja hefur skapað á þessu
svæði.“
Irma J. Erlingsdóttir
Irma J. Erlingsdóttir fæddist
1968 í Reykjavík. Hún ólst upp á
Egilsstöðum og tók stúdentspróf
frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð árið 1989. Hún lauk BA-prófi
í bókmenntum og frönsku frá
Háskóla Íslands 1992 og licance
og mastersprófi og DEA-prófi
frá Frakklandi. Hún hefur starf-
að sem fastráðinn stundakennari
við HÍ undanfarin þrjú ár og er
nú forstöðumaður Rannsókn-
arstofu í kvennafræðum við Há-
skóla Íslands. Maður Irmu er
Geir Svansson, ritstjóri Kist-
unnar, og eiga þau eina dóttur.
Vilja almenna
umræðu
um konur á
Balkanskaga
Út í Viðey með ykkur, elskurnar mínar, ég er kominn með 1 stk. flugvöll.
SIGLINGALEIÐIN fyrir Horn er
að jafnaði illfær eða ófær um nokk-
urra daga skeið vegna hafíss á fimm
ára fresti, en rúmur áratugur er síð-
an siglingaleiðin lokaðist svo dögum
skipti.
Sæmilegar horfur eru framundan
og hafís ekki teljandi ógn eins og ís-
könnunarflug Landhelgisgæslunnar
23. febrúar sl. leiddi í ljós. Hafís er
nú næst landi um 55 mílur norðvest-
ur af Deild á Vestfjörðum. Ísinn nær
hálfa leið frá Grænlandi til Íslands
og er ísbrúnin þétt, að sögn Þórs
Jakobssonar, verkefnisstjóra hafís-
rannsókna Veðurstofu Íslands.
„Nálægð hafíssins við landið velt-
ur mikið á vindáttum, þ.e. hvort haf-
ísinn berst enn nær landi og inn á
siglingaleiðir,“ segir Þór. Undan-
farna daga hafa hagstæðar vindáttir
haldið hafísnum í skefjum og hefur
hann því ekki færst í átt til landsins.
Rúm tíu ár síðan siglingaleið
lokaðist síðast í langan tíma
„Hafísinn nær hámarki um mán-
aðamótin maí-júní en snarminnkar í
kjölfarið og því er að jafnaði íslaust
frá ágúst til nóvember. Í ársskýrslu
Úrvinnslu- og rannsóknarsviðs Veð-
urstofu Íslands, sem kom út í nóv-
ember sl., er lýsing á hafís við
strendur Íslands á tímabilinu októ-
ber 1989 til september 1990. Þar
kemur fram að siglingaleiðin fyrir
Horn lokaðist 16. desember 1989 og
samfelldur landfastur ís var frá
Kögri að Munaðarnesi. Síðustu viku
mánaðarins tók ísinn að losna frá
landi og dreifast og siglingaleið fyrir
Horn og Húnaflóa varð fær. Að sögn
Þórs var þetta mesta lokunin sem
hefur orðið í lengri tíma. Frá 1990 til
2000 hefur siglingaleiðin lokast al-
gerlega einu sinni til tvisvar í einn
sólarhring.
Litlar líkur á að hafís teppi siglingar fyrir Horn í vetur
Siglingaleiðin lokuð eða
illfær á fimm ára fresti
NÝR dráttarbátur Reykjavíkur-
hafnar, Jötunn, kom til hafnar í
síðustu viku frá Rotterdam. Þetta
er fjórði báturinn sem Reykjavík-
urhöfn hefur átt með þessu nafni
en tveir eldri dráttarbátar hafnar-
innar, Jötunn og Haki, hafa nú ver-
ið seldir úr landi. Hinn nýi Jötunn
er tæplega 17 metra langur og
tæplega 6 metra breiður. Hann er
smíðaður hjá Damen skipasmíða-
stöðinni í Hollandi og er togkraft-
ur hans 13,2 tonn sem er um það
bil 30% meiri kraftur en eldri bát-
arnir höfðu yfir að ráða. Gang-
hraði bátsins er mældur 11 sjómíl-
ur. Hann er útbúinn öllum nýjustu
siglingatækjum og aðbúnaður fyrir
áhöfn hefur einnig breyst til hins
betra frá því sem er á eldri bát-
unum.
Togkraftur nýja dráttarbátsins
30% meiri en þeirra gömlu