Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 49
Snorrabraut 37, sími 551 1384
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr.188. Sýnd kl. 6. E. tal.Vit nr. 187.
FRÁ HÖFUNDI BAD BOYS
EDDIE GRIFFIN ORLANDO JONES
Dúndur stuð frá höfundum Bad Boys með
Orlando Jones (Bedazzled)
og Eddie Griffin (Deuce Bigalow, Armageddon) í
aðalhlutverki.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 197.
www.sambioin.is
1/2
ÓFE hausverk.is
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
HL.MBL
ÓHT Rás 2
Stöð 2
GSE DV
Óskarsverðlauna-
tilnefningar3
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. B. i. 14. Vit nr. 191.
www.sambioin.is
Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800
EINA BÍÓIÐ MEÐ
THX DIGITAL Í
ÖLLUM SÖLUM
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
FRÁ HÖFUNDI BAD BOYS
EDDIE GRIFFIN ORLANDO JONES
Dúndur stuð frá höfundum Bad Boys með Orlando Jones (Bedazzled)
og Eddie Griffin (Deuce Bigalow, Armageddon) í aðalhlutverki.
Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr. 194.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 197.
1/2 HL.MBL
ÓHT Rás 2
Stöð 2
GSE DV
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Vit nr. 191.
Óskarsverðlaunatilnefningar3
Spennandi
ævintýramynd
fyrir börn á
öllum aldri
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 204.
1/2
Kvikmyndir.com
Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2
Mel Gibson Helen Hunt
Frábær gamanmynd.
Loksins... maður sem hlustar.
Vinsælasta mynd Mel Gibson til þessa.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ísl texti.
Skríðandi tígur, dreki í leynum
Sjötti dagurinn
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
1/2
Kvikmyndir.is
/
ÓHT Rás 2
What
Women
Want
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Óskarsverðlauna-
tilnefningar 10
l r
EMPIRE
ÓFE hausverk.is
Óskarsverðlaunatilnefningar0
MARGIR útlendingar virðast sjá Ís-
land í hillingum sem furðulegt land
ólíkt öllum öðrum – sem það er að
sjálfsögðu.
Einkum virðast dægurtónlistar-
menn vera hrifnir og hafa margir
þeirra farið í skottúra til landsins og
notið sín hér óáreittir, skroppið
hringinn eða stikað upp Laugaveg-
inn – fjarri glaumi og glysi.
Fyrir stuttu var framkvæmda-
stjóri skosku síðrokkssveitarinnar
Mogwai, Colin Hardie, staddur hér-
lendis, en sveitin sú er með vinsælli
hljómsveitum í þeim geiranum um
þessar mundir. Tilgangurinn var sá
að kanna hvaða tónleikastaðir væru
fýsilegir fyrir hljómsveitina til að
spila á, en hún er væntanleg hingað
til lands 13. mars. Einhverra hluta
vegna vildu meðlimir byrja hér tón-
leikaferðalag sem farið er til að
kynna nýjustu plötu sveitarinnar,
Rock Action, sem kemur út 22. apríl,
á Íslandi. Tónleikarnir verða tvennir
og eru hugsaðir sem kynningartón-
leikar.
Hausinn fýkur
„Upprunalega átti þetta að vera á
Gauknum,“ segir Colin. „En okkur
fannst hann of lítill fyrir það sem
okkur langaði til að gera. Okkur
langar til að koma með strengjasveit
og Gruff og Cian úr Super Furry
Animals ætla að koma og syngja með
okkur. Sveitin hefur ekki spilað á
tónleikum síðan í júlí þannig að við
viljum hafa allt á hreinu.“
Hann segir að þeim lítist vel á að
byrja tónleikaferðalagið hér. Við taki
svo tónleikar í Bandaríkjunum, Jap-
an og Evrópu. „Það þótti nauðsyn-
legt að senda mig á undan svo að allt
væri 100%. Ég þekki tónleikastaði í
stærri borgum eins og París og Berl-
ín en Reykjavík er óræð stærð.
Þannig að hausinn á mér mun fjúka
af ef það er eitthvert klúður,“ segir
Colin brosandi og grínast áfram.
„Síðan þurfti náttúrlega að athuga
baðaðstöðuna í Bláa lóninu áður en
strákarnir koma hingað. Ég er nú
hræddur um að hún sé aðeins of opin
fyrir þá. Ég efast um að nokkur mað-
ur vilji sjá þessa menn nakta.“
Bla bla bla
En af hverju Ísland?
„Þeir hafa lengi haft mikinn áhuga
á að koma hingað,“ svarar Colin.
„Vegna staðsetningarinnar, vegna
jarðfræði landsins. Síðan langar þá
líka til að nota tækifærið og sjá nýja
staði. Þegar þú ert í hljómsveit hef-
urðu ágætis færi á slíku.“
Colin er ekkert endilega á því að
Ísland sé svo „sérstakt“, en margir
fjölmiðlar hafa gaman af því að
draga upp slíka mynd af landinu;
hverir, jöklar, eldgos, bla, bla, bla.
„Þetta er farið að verða svolítið of-
notað,“ álítur Colin. „Menn vita
voðalega lítið um landið í rauninni.
Ég held líka að þegar blaðamenn eru
kostaðir til landsins hætti þeim til að
draga upp svolítið ýkta mynd af
landi og þjóð með það að markmiði
að eiga auðveldara með að selja sög-
una. Eina ástæðan fyrir því að
Mogwai er að koma hingað og spila
er af því að þá langar til að spila hér.
Það hefði verið auðveldara að gera
þetta einhvers staðar annars staðar
en okkur langaði bara til hafa þetta
sérstakt.“ Hann heldur áfram. „Einu
sinni var Glasgow tónlistarhöfuð-
borg Bretlands einhverra hluta
vegna. Það er nú bara þannig að ef
fjölmiðlar ákveða að búa til einhverja
bólu þá bara gera þeir það. Fremur
lök blaðamennska að mínu mati.“
Tónleikarnir verða eins og áður
segir tvennir, 13. og 14. mars, og fara
fram í Iðnó. Það er skynsamlegt að
tryggja sér miða í tíma því að ein-
ungis verða seldir 200 miðar á hvora
tónleika. Miðaverð er 2.900 kr. en
miðasalan hefst mánudaginn 5. mars
kl. 12 í Iðnó.
Mogwai á leið til landsins
Er eitthvað í
vatninu hérna?
Síðrokkssveitin
skoska Mogwai er á
leið hingað til lands og
skrapp því fulltrúi
sveitarinnar hingað á
dögunum og kannaði
aðstæður. Arnar
Eggert Thoroddsen
spurði Mogwai-mann-
inn: Af hverju Ísland?
Mogwai: Ísland var það, heillin!
ÞAÐ er ekkert smáskemmtilegt að
fá að stíga á Bláa hnöttinn. Stíga
inn í undraveröldina sem lifnar
við á sviði Þjóðleikhússins á
sunnudögum. Þar sem börn búa
ein, ráða öllu og allt leikur líka í
lyndi þar til fullorðni furðufuglinn
Gleðiglaumur flýgur þangað í ryk-
sugunni sinni. „Það er svo gaman
þegar ryksugan byrjar,“ voru átta
til tíu ára nemendur í Vesturbæj-
arskóla sammála um þegar þau
fengu að stíga á svið, hitta leik-
arana og kíkja á bakvið tjöldin að
leiksýningu lokinni. Og þau sem
ekki vissu voru fljót að fatta að
leikhúsið er í rauninni allt í plati.
„Ég veit að það gerist allt í plati,
en samt fattaði ég ekki alveg
hvernig börnin geta flogið,“ gall í
einni stuttri sem var síðan fljót að
gera tilraun sjálf til að fljúga þeg-
ar tækifærið gafst.
– „En hvernig kom eiginlega
úlfurinn?“ spyr einn lítill.
– „Sérðu gluggann þarna sem
rauða ljósið er? Þar var látin
mynd af úlfi speglast yfir á vegg-
inn,“ útskýrir sá stóri sem hefur
oftar farið í leikhús og sá því við
leikmyndahönnuðinum.
– „Hér er óskasteinninn! Maður
kveikir bara á honum!“ hrópar
einn upp yfir sig og hleypur í
hringi með bláan glitrandi stein á
lofti.
Gleðiglaumur sýndi þeim inn í
ryksuguna og í ljós kemur að eld-
urinn á jörðinni er ekkert eldur.
Svona uppgötvuðu krakkarnir
margt nýtt á þessum nýja hnetti.
Og ekki nóg með það heldur fór
sviðið skyndilega að snúast einsog
um alvöru hnött væri að ræða! Þá
urðu sumir svolítið ringlaðir.
Valgeir Valgeirsson er tólf ára
nemandi í Vesturbæjarskóla, sem
hafði fylgt litla bróður sínum á
leiksýninguna. Valli var til í að
prófa flest á sviðinu, og við-
urkenndi að hann vildi gjarna
verða leikari þegar hann yrði stór.
„Það yrði gaman að verða fræg-
ur, svo er líka gaman að vera allt-
af að leika sér svona í búningum.“
En það getur líka verið erfitt að
vera leikari. Leikaranir á Bláa
hnettinum voru allir orðnir dauð-
þreyttir enda búnir að leika tvær
leiksýningar þennan sama dag.
Það eina sem bjargaði þeim frá að
verða örmagna var að áhorfend-
urnir voru svo rosalega skemmti-
legir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glaðbeitt börn á bláum hnetti.
Góðir gestir á Bláa hnettinum
Allt í
plati í leik-
húsinu
„Ég fékk bókina um Bláa hnöttinn lánaða hjá vin-
konu minni,“ sagði Birna Mjöll.
Krakkar! Viljiði passa puttana! Ryksugan og Gleðiglaumur þóttu mjög áhugaverð.
Valgeir naut virðingar viðstaddra um leið og hann
setti upp kórónuna.