Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 43
Æskuár mín voru hræðileg, sérstaklega fyrir foreldra mína. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 43 DAGBÓK Grand Cherokee Laredo Nýr, ekinn 0 km. Verð 4.300 þús. Uppl. í s. 896 9399 og myndir á www.finnbill.is . Þuríður Backman er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í heilbrigðis- og trygginganefnd og landbúnaðarnefnd Alþingis. Þuríður verður til viðtals á skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, 3. hæð, kl. 16 – 18 á morgun fimmtudaginn 1. mars. Allir velkomnir. FIMM tíglar er ekki slæm- ur samningur, en byrjunin er sagnhafa óhagstæð: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G9743 ♥ KD4 ♦ D832 ♣ Á Suður ♠ – ♥ 873 ♦ ÁKG105 ♣ G8532 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 tíglar * Pass 5 tíglar Pass * Sjötta spilið í veikum tveimur er löngu úr- elt, enda liggur við að þetta sé opnun á ein- um tígli. Vestur kemur út með hjartagosa og austur tekur kóng blinds með ás. Það er slæmt að hjartaásinn skuli liggja á eftir hjónunum, en hitt er jafnvel enn verra að skrattakollurinn í austur finnur þá eitruðu vörn að skipta yfir í trompsexu í öðrum slag – annars mætti víxltrompa upp í 11 slagi. Sestu nú við teikniborðið og reyndu að finna ein- hverja legu sem gefur ell- efta slaginn. Þetta tekur svolítinn tíma. En á endanum sést að laufið verður ekki nýtt nema hjónin komi niður þriðju og betra er að spila upp á spaðann 4-4 og trompið 2-2. Þú setur trompfimmuna heima og tekur slaginn í borði á áttu eða drottningu eftir því hvað vestur gerir. Síðan hefst vinnan við að fría spaðann. Norður ♠ G9743 ♥ KD4 ♦ D832 ♣ Á Vestur Austur ♠ K865 ♠ ÁD102 ♥ G106 ♥ Á952 ♦ 94 ♦ 76 ♣ K1074 ♣ D96 Suður ♠ – ♥ 873 ♦ ÁKG105 ♣ G8532 Þú stingur spaða, ferð svo þrisvar inn í borð á hjartakóng, laufás og með einni lauftrompun til þess að ljúka því verki. Þá er fimmti spaðinn frír. Síðan er lauf trompað, hæsti tíg- ull í borði tekinn og spaða- gosinn verður úrslitaslag- urinn. „Vel meldað makk- er.“ BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á meistaramóti Taflfélags Hellis sem lauk með yfirburðasigri Davíðs Ólafssonar, en hann er jafnframt formaður félags- ins. Guðni Stefán Péturs- son (1835) reyndist mörg- um þekktum skákkempum erfiður ljár í þúfu á Skák- þingi Reykja- víkur sem lauk í byrjun mán- aðarins. Hon- um tókst ekki jafn vel upp í Hellismótinu en átti engu að síður góða spretti. Í stöð- unni stýrði hann svörtu mönnunum gegn Haraldi Magnússyni (1465). 20...Hh6! 21.cxb6 Rg3+ 22.Rxg3 fxg3 23.h3 Bxh3! 24.gxh3 Hxh3+ 25.Kg1 De3+ 26.Bf2 Dxf3 og hvít- ur gafst upp enda óverj- andi mát. Grunnskólamót Reykjavíkur verður haldið helgina 2.- 4. mars í húsa- kynnum Taflfélags Reykja- víkur. Taflið hefst kl. 19.00 föstudaginn 2. mars. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert seintekinn því þú ert ýmist leiftrandi og ljúfur eða dimmur og fráhrindandi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það hefnir sín alltaf að viður- kenna ekki staðreyndir held- ur reyna að þröngva hlutum í gegn sem meirihlutinn er and- vígur. Málamiðlun er því nauðsynleg. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt gaman geti verið að rifja upp liðna tíð er ekki rétt að láta hana taka svo mikið pláss í nútímanum að hún skyggi á það sem þarf að gera. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur lagt geysihart að þér og átt því skilið einhverja umbun en þarft að gæta þess að sækja hana ekki það stíft að þú sjáir ekki til lands. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það væri ekki úr vegi að efna til smákvöldfagnaðar með vin- um og vandamönnum svona til þess að hrista mannskap- inn saman. Það gefur þér færi á að sýna þínar bestu hliðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú þarft að varast að vera of fastur í skoðunum. Veröldin er alltaf að breytast og menn þurfa að bregðast við nýjung- um með opnum huga vilji þeir eiga einhverja möguleika. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhverjar góðar fréttir færðu í dag. Þótt gott sé að setja öryggið á oddinn má það ekki vera svo fyrirferðarmikið að annað komist ekki að. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þeir eru margir sem breytast þegar að er gáð og því er óráð- legt að hlaupa eftir fyrstu áhrifum en farsælla að mynda sér skoðun eftir meiri kynni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Andstæðingur þinn virðist mun sterkari en þú reiknaðir með. Þessvegna skaltu taka þér tíma til þess að gera nýja hernaðaráætlun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú stendur frammi fyrir verk- efni sem þú innst inni óttast en það er ástæðulaust því ef þú tekur á honum stóra þínum þá ertu maður til að leysa þetta mál farsællega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekkert er eins heilsusamlegt og að njóta þeirrar hamingju sem lífið býður upp á. En mundu að meta hana á hverj- um degi því hún er ekki sjálf- gefin frekar en annað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt erfitt með að sætta þig við þá stöðnun sem þér finnst ríkja á þínu sviði. Í stað þess að kvarta og kveina skaltu bretta upp ermarnar og leita að nýjungum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að fá aðra til fylgis við málstað þinn en þarft að gæta þess að flytja hann jafnan með þeim hætti að ekkert komi í bakið á þeim sem þér fylgja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Vorhvöt Þú, vorgyðja, svífur úr suðrænum geim á sólgeisla vængjunum breiðum til Ísalands fannþöktu fjallanna heim að fossum og dimmbláum heiðum. Ég sé, hvar í skýjum þú brunar á braut. Ó, ber þú mitt ljóð heim í ættjarðar skaut. – – – Nú vakna þú, Ísland, við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi. Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum, en afléttu deyfðanna hjúpi, og drag þér af augum hvert dapurlegt ský, sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný. – – – Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norðljósalog og ljóðin á skáldanna tungu, og aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláfjötur ægis við klettótta strönd. Steingrímur Thorsteinsson BRÚÐKAUP. 1. september sl. voru Bergljót Rist og Sveinn Atli Gunnarsson gefin saman i Frederiks- berg Kirke. Prestur var séra Birgir Ásgeirsson. Heimili þeirra er í Dan- mörku. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júlí sl. í Landakots- kirkju af sr. Jurgen Jamin, Jóhanna Sara Kristjáns- dóttir og Jón Gunnar Guð- jónsson. Börn: Elísabet Lea og Aron Bjarni. Heimili þeirra er að Eyrarvegi 21, Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu FRÉTTIR Á DÖGUNUM kom út bókin, Bjössi fer í Vatnaskóg, eftir Sigurbjörn Þor- kelsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóra KFUM og KFUK. Sigurbjörn sem jafnframt gefur bókina út sjálfur boðaði formann og framkvæmda- stjóra sumarbúðanna í Vatnaskógi til hádegisverðarfundar í Perlunni til þess að færa sumarbúðunum hluta upplagsins að gjöf, alls 100 eintök til að byrja með. Bækurnar verða síðan notaðar til kynningar á starfinu í Vatnaskógi, til verðlauna fyrir árang- ur og þátttöku í sumarbúðunum og til fjáröflunar fyrir starfsemina. Auk þess að hafa starfað sem fram- kvæmdastjóri KFUM & K og Gíd- eonfélagsins hefur Sigurbjörn verið forstöðumaður í Vatnaskógi einhvern part sumars undanfarin þrettán ár. Þá var hann drengur í sumarbúðun- um í fjögur til fimm sumur á yngri ár- um. Bjössi fer í Vatnaskóg er skáldsaga í átta mislöngum köflum. Nöfn, per- sónur og atburðir eiga því ekki beina stoð í raunveruleikanum. Það er von höfundar að bókin verði til að vekja athygli og enn frekari áhuga á annars mjög svo vinsælu sumarbúðastarfi í Vatnaskógi ef þess gerist þá þörf. KFUM í Reykjavík hóf sumar- búðarekstur í Vatnaskógi í Svínadal við Hvalfjarðarströnd árið 1923. Síð- an þá hafa yfir átján þúsund drengir dvalið í Skóginum einu sinni eða oftar yfirleitt um eina viku í senn. Bjössi fer í Vatnaskóg er sjöunda bók Sig- urbjörns Þorkelssonar á jafn mörg- um árum. Hann hefur einnig ritað fjölmargar greinar um ýmis málefni frá 1984. Bjössi fer í Vatnaskóg Morgunblaðið/PÞ Sigurbjörn Þorkelsson, höfundur og útgefandi bókarinnar Bjössi fer í Vatnaskóg, afhenti á dögunum Ólafi Sverrissyni, formanni sumarbúð- anna í Vatnaskógi, og Ársæli Aðalbergssyni, framkvæmdastjóra Vatna- skógar, hluta upplags bókarinnar að gjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.