Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 46

Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORWEGIAN Wood eftir Haruki Murakami kom út í Japan árið 1987 en hefur nú í fyrsta skipti verið gefin út í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta skáldsaga höfund- arins sem náði milljónasölu í heimalandinu og gerði hann þjóð- þekktan. Aðrar og nýrri bækur Murakamis eru m.a. Hard Boiled Wonderland and the End of the World og The Wind Up Bird Chronicle, sem snertir á þætti Japana í seinni heimsstyrjöldinni auk margs annars. Norwegian Wood hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki annað en rómantísk ástarsaga. Það er ekki að öllu leyti sanngjarnt því mikilvægur þáttur sögunnar er hin háa tíðni sjálfs- morða í japönsku þjóðfélagi. Sagan segir frá Toru Watanabe, tæplega tvítugum háskólanema. Hann er alvarlegur, pínulítið skrýtinn einfari. Hann verður ást- fanginn af Naoko, fallegri en trufl- aðri stúlku á sama aldri. Samband þeirra er markað af sjálfsmorði besta vinar hans og kærasta henn- ar, Kizuki. Eldri systir Naoko er líka fórnalamb sjálfsmorðs. Toru kynnist líka Midori, sem er and- stæða Naoko, opinská og upp- reisnargjörn, þó svo að hún hafi líka sinn vandamálapakka. Öll eru þau að takast á við það hvort sem þau vilja eða ekki að þau eru að verða fullorðin. Fyrir Naoko er raunveruleikinn of þung- bær og hún flytur á verndað sveitabýli fyrir geðsjúka. Það mengar og fjötrar ást Torus og Naoko. Sagan er sérlega falleg og nær- færnislegar lýsingar á tilfinning- um, andrúmslofti og tíðaranda eru oft snilldarlegar. Tengingar og til- vitnanir í vestræna menningu eru fjölmargar einsog í öllum öðrum bókum Murakamis. Höfundur vís- ar í skáldsögur Fitzgeralds og Hesse og notar bítlalögin til að lýsa hugarástandi persónanna. Tit- ill bókarinnar er einmitt tilvitnun í lagið angurværa. Japan hefur eina hæstu tíðni sjálfsmorða ungs fólks í heiminum. Er þá oft talað um að mikið álag í námi knýi fólk fram á ystu nöf. Það er líka umhugsunarvert að all- ir kunna japanska orðið fyrir sjálf- morð, „harakiri“. Bókin reynir ekki að skella skuldinni á neinn ákveðinn þátt en reynir frekar að varpa ljósi á það hvernig þeir sem eftir lifa bregð- ast við. Þetta er samt aðallega saga um það hvað ástin og það að verða fullorðinn er í rauninni oft á tíðum nánast súrrealískt ferli og maður verðu að hafa sig allan við til þess að tapa ekki þræðinum og verða geðveikur. Norwegian Wood eftir Haruki Murakami. Útgefandi Vintage, ensk þýðing Jay Rubin. 2000, 293 bls. 1995 kr. í Máli og menningu. Sigrún Inga Hrólfsdótt ir Af skrýtnum einfara Forvitnilegar bækur FORSETINN virtist hafa sofið á mjóum bedda. Hann var klæddur slopp og tók fagnandi gestinum, sem nú var kominn inn í það allra heil- agasta. Næst rúmstæðinu voru 12 pör af rándýrum skóm en þarna inni var ekki annað að sjá en bækur, sem þöktu veggina. Og bækurnar voru all- ar um einn og sama manninn: Jósef Stalín. Þannig lýsir kúrdíski stjórn- málamaðurinn, Mahmoud Othman, fundi, sem hann átti með Saddam Hussein á einni af skrifstofum Íraks- forseta í einhverri af höllum hans. Saddam Hussein hefur verið al- ráður í Írak frá því um 1975. Hann varð forseti landsins 1979 en hafði áð- ur verið varaforseti og yfirmaður ör- yggisstofnana þeirra, sem Baath- flokkurinn kom upp eftir valdaránið 1968. Fáir menn hafa verið úthróp- aðir svo gjörsamlega sem Saddam á Vesturlöndum. Maðurinn er enda gáfaður og slægur valdníðingur og fjöldamorðingi. Persónulegt hatur En það eru ekki síst mistök ráða- manna á Vesturlöndum, sem gert hafa að verkum að Saddam hefur megnað að halda velli svo lengi. Til- raunir þeirra til að koma honum frá völdum hafa þann árangur borið einn að kalla óendanlegar hörmungar yfir írösku þjóðina. Þeim er engan veginn lokið og nú hefur George Bush, for- seti Bandaríkjanna, tekið upp merki föður síns, sem náði að persónugera hatrið á andstæðingnum á þann veg að einstakt má teljast. Saddam er um flest skrímslið, sem Vesturlandamenn sköpuðu; hamslaus vígvæðing hans fór oftar en ekki fram með vitund og stuðningi Vesturlanda. Vestræn tækni og gróðahyggja fyr- irtækja gerði að verkum að Saddam tókst að koma upp verulega öflugu vopnabúri. Stuðningurinn var ekki síst til kominn sökum þess að Vest- urlandamenn, einkum Bretar og Bandaríkjamenn, höfðu meiri áhyggjur af uppgangi óvina einræð- isherrans, Írana. Enda biluðu þeir í stuðningi sínum við Kúrda í norðri og shía-múslima í suðurhluta landsins, sem Bush forseti hafði hvatt til að rísa upp gegn harðstjórninni. Þessi vanhugsaða framganga Bandaríkja- forseta kostaði hreinsanir, uppræt- ingu þorpa og fjöldamorð. Og enn eru Bandaríkjamenn að leita leiða til að koma illfyglinu frá völdum. Saddam hefur nú þegar lifað fjóra Bandaríkjaforseta; skyldi hin- um fimmta takast að uppfylla draum föður síns? Saga Saddams og Íraks er ítarlega rakin í framúrskarandi bók eftir blaðamanninn og rithöfundinn Said K. Aburish. Aburish, sem er 65 ára, fæddist nærri Betlehem en starfaði m.a. sem ráðgjafi og milligöngumað- ur Íraksstjórnar um nokkurt skeið áður en hann sneri baki við Saddam og ógnarstjórninni, sem hann inn- leiddi í heimalandi sínu. Bók Aburish styðst við óvenju vandaðar og traustar heimildir og er án nokkurs vafa sú besta, sem und- irritaður hefur lesið um Saddam Hussein og sögu Íraks. Þar ræður mestu skilningur, reynsla og þekking höfundar ásamt aðgangi hans að skjölum og mönnum, sem staðið hafa nærri einræðisherranum og lifað hafa það nábýli af. „Saddam Hussein – The Politics of Revenge“ er fallin til að dýpka skiln- ing manna á rás atburða í Mið- Austurlöndum undanfarna tvo ára- tugi eða svo. Mjög margt, sem flestir Vesturlandabúar áttu erfitt með að skilja á dögum Flóastríðsins eftir inn- rás Íraka í Kuwait, verður skýrara við lestur þessarar bókar. Þannig er í raun tæpast unnt að fjalla um Flóastríðið án tilvísunar til átta ára stríðs Írana og Íraka, sem kostaði um 360.000 manns lífið og trúlega and- virði 600 milljarða Bandaríkjadala. Hér er og að finna ágæta greiningu á íraskri „þjóðarsál“ og lesandanum verður ljóst að sumt af því skelfileg- asta, sem Saddam Hussein hefur gerst sekur um átti sér traustar ræt- ur í sögunni. Þar er ábyrgð Breta mikil en þeir bjuggu þetta land til 1921 og lögðu þá grunn að flestum þeim deilumálum, sem enn eru við lýði. Það á t.a.m. við um afstöðuna til Kuwait en traust hefð er fyrir því í Írak og víðar í Mið-Austurlöndum að litið sé svo á, að það land geti aldrei talist sjálfstætt ríki. Sögulegar vís- anir til þeirra Nebúkadnesars og Hamúrabís fá loks einhverja merk- ingu. Uppruni Saddams er rakinn skil- merkilega en hann verður ekki skil- inn frá ættarbálksveldi, sem hann hefur byggt upp og enn heldur velli í Írak. Aburish fjallar ítarlega um víg- væðingaráætlun Saddams og styður túlkun sína traustum rökum á grund- velli sannfærandi upplýsinga. Umbætur Ýmislegt kemur á óvart í frásögn þessari. Fæstir gera sér líklega grein fyrir því að Saddam Hussein inn- leiddi margvíslegar umbætur á fyrstu árum valdaferils síns í Írak. Eftir að hafa þjóðnýtt olíuauðinn varði hann gífurlegum fjármunum til að breyta Írak í þróað velferðarríki. Sjúkrahús og skólar risu, sveitir voru rafvæddar og ráðist var gegn ólæsi. Staða kvenna gjörbreyttist enda hefur Sad- dam löngum verið vinsæll meðal þeirra. Hann var enda verðlaunaður af UNESCO fyrir framfarahuginn. Vísast vilja menn þar á bæ gleyma þeim verðlaunum sem fyrst. Á sama tíma og þessu fór fram hóf- ust hreinsanirnar, sem þegar var ágæt hefð fyrir í Írak. Saddam var þægur undirsáti en í fyllingu tímans hrakti hann Bakr forseta frá völdum og treysti alræði sitt. Á þeim rúmlega 20 árum hefur Saddam breytt Írak í lögregluríki þar sem minnsta and- staða er barin niður af fullri hörku. Líf andstæðinga sinna telur Saddam Hussein einskis virði; mannréttindi fyrirfinnast ekki í landinu og vest- rænir ráðamenn sameinast um það eitt að auka enn á þjáningar þjóð- arinnar með viðskiptaþvingunum. Stjórnarandstaðan er sundruð og máttlaus. Á fundi einum, sem efnt var til í júní 1992 í Vínarborg og banda- ríska leyniþjónustan CIA stóð fyrir, lýstu samtök íraskra útlaga yfir því að endalok einræðis Saddams væri yfirvofandi. Sex árum síðar kvaðst Madeleine Albright, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, „hlakka til þess að vinna með stjórninni“, sem tæki við eftir fall Saddams. Hún er nú eftirlaunaþegi. Brjálsemi ógnarstjórnar, persónu- dýrkunar og ættarveldis er gerð ágæt skil í þessari vönduðu bók Said K. Aburish, sem er áhugaverð lesning fyrir alla þá, er leita skilnings á þess- um arabíska Stalín og samtímasögu Mið-Austurlanda. Saddam Hussein – The Politics of Revenge eftir Said K. Aburish. Papp- írskilja útgefin 2001 af Bloomsbury. Verð 1.875 krónur í Pennanum – Ey- mundsson. Arabískur Stalín Saddam Hussein Íraksforseti minnir um flest á sovéska einræðisherrann Jósef Stalín. Ásgeir Sverrisson segir frá nýrri bók um Íraksforseta, sem enn er við völd þrátt fyrir hernað og viðskiptaþvinganir Vesturlanda. Reuters Ógnarstjórninni fylgir hamslaus persónudýrkun: Íraskar konur hylla leiðtogann. ORRUSTAN um Stalingrad er einn mesti hildarleikur sögunnar og um leið vendipunktur í seinni heimsstyrj- öldinni því þar beið þýski herinn sinn fyrsta stóra ósigur og í kjölfarið varð öllum ljóst að dagar þriðja ríkisins væru taldir. Sagan af orrustunni hef- ur oft verið sögð í löngu máli og stuttu, en bók Antonys Bevors lýsir átökunum á einkar aðgengilegan og grípandi hátt. Bókin líkist á köflum spennandi skáldsögu og lesandinn á það til að halda nánast niðri í sér and- anum af spennu, þó vitanlega viti allir hvernig fór. Stalingrad, sem heitir nú Volgo- grad, var ekki takmark hersveita Þjóðverja sem sóttu í átt að Volgu sumarið 1942. Ætlun Þjóðverja var að ná tangarhaldi á olíulindum Sovét- manna við Kaspíahaf en á endanum varð Stalingrad takmark í sjálfu sér, enda hét borgin í höfuðið á helsta fjanda Hitlers og að auki gegndi hún lykilhlutverki í októberbyltingunni sem kom bolsévikkum til valda. Framan af gekk Þjóðverjum allt í haginn, enda voru þeir félagar Stalin og Beria búnir að drepa alla helstu yf- irmenn í sovéska hernum og Stalin trúði ekki upplýsingum um að Þjóð- verjar ætluðu að ráðast inn í Sovétrík- in. Þegar kom að Stalingrad var Stal- in aftur á móti ákveðinn í því að borgin yrði ekki látin af hendi og í hönd fór ein harðasta og blóðugasta orrusta styrjaldarinnar sem tapaðist ekki síst fyrir dómgreindarleysi Adolfs Hitlers. Beevor lýsir aðdraganda innrásar- innar prýðilega í stuttu máli og einnig hve þýski innrásarherinn kom illa fram við andstæðinga sína, enda búið að innræta þýsku hermönnunum það að slavar væru ekki nema skör hærra en skepnur, hvort sem um var að ræða hermenn eða óbreytta borgara. Blóð sakleysingjanna átti þó eftir að koma yfir þá og þeirra þegar Rússar seinna héldu inn í Þýskaland, en söku- dólgarnir lágu þá í fjöldagröfum við Stalingrad. Það hátterni Beevors að flétta inn í frásögnina bútum úr bréfum og dag- bókum hermanna gerir bókina mann- legri og um leið átakanlegri, því í stað tölfræðilegrar upptalningar sér les- andinn fyrir sér menn af holdi og blóði. Þegar sovéskir herir lokuðu sjötta þýska herinn inni í því sem Þjóðverjar kölluðu ketilinn, kessel, sátu yfir 250.000 manns þar fastir, þó engin leið sé að segja nákvæmlega til um fjöldann, og ekki komust nema örfáir lífs úr þeim suðukatli. Þegar þýski herinn gafst upp voru um 110.000 manns tekin höndum, flestir Þjóðverjar, en einnig talsvert af Ítöl- um, Rúmenum og Ungverjum og mörg þúsund sovéskir liðhlaupar. Um 60.000 Þjóðverjanna létust af vosbúð og illri meðferð og flestir hinna líka, en óhætt að gera því skóna að allir lið- hlauparnir hafi verið drepnir, ef ekki á staðnum þá í þrælabúðum Stalins. Orrustan um Stalingrad Stalingrad eftir Antony Beevor. Penguin gefur út. 493 síðna kilja í stóru broti með registri og við- aukum. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.