Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 45 KARLMENN Saw Palmetto FRÁ Tvöfalt sterkari APÓTEKIN D re if in g J H V Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is Olíufylltu WÖSAB rafmagnsþilofnarnir lækka hitunarkostnaðinn!  Fallegir, vandaðir.  Geta sparað allt að 30%  Þunnir, taka lítið pláss.  Brenna ekki rykagnir.  Frostvarnarstilling, hentug fyrir sumarhús.  Margar stærðir, 30 eða 60 cm háir.  Sérlega hagstætt verð! Svo hlógum við (Cosi ridevano) D r a m a  Leikstjórn og handrit: Gianni Amelio. Aðalhlutverk: Francesco Giuffrida og Enrico Lo Verso. (124 mín.) Ítalía, 1998. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. SJALDGÆFT er að breiðar fjöl- skyldusögur sem greina frá löngum tímabilum í lífi einstaklinga sníði sér jafnþröngan stakk og hér er raunin. Svo hlógum við seg- ir frá tveimur ítölskum bræðrum á áratugalöngu tímabili en eftir- tektarvert er að frásögnin er kafla- skipt, nokkur ár að- skilja kaflana og aðeins einum degi er lýst í hverjum þeirra. Á þennan hátt er hálfgerðum sneiðmyndum af lífi bræðranna varpað fram og stundum þarf áhorf- andinn að hafa sig allan við til að átta sig á hvaða breytingar hafa átt sér stað síðan í kaflanum á undan. Þetta kemur þó ekki að sök, leikstjórinn Gianni Amelio hefur fullkomið vald á forminu, sagan sem er sögð er í senn harmræn og ljóðræn og kraftmikil heildarmynd skapast áður en yfir lýkur. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur alþjóð- legrar kvikmyndagerðar. Heiða Jóhannsdótt ir Harmræn fjölskyldu- saga Eldur og brennisteinn (The Filth and the Fury ) H e i m i l d a r m y n d  Leikstjóri: Julien Temple. (103 mín.) Bandaríkin/Bretland, 2000. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. BRESKA pönkhljómsveitin Sex Pistols var sterkur áhrifavaldur í mótun pönkbylgjunnar á Vesturlönd- um en óhætt er að segja að hin skammlífa sveit hafi öðlast goð- sagnakennda stöðu í rokk- og menning- arsögunni. Ákveð- inn tími í lífi bands- ins var vandlega skráður í heimildar- myndinni Rokk- svindlið mikla (1980), en í The Filth and the Fury, tekur sami leikstjóri viðfangsefnið aftur fyrir og tekur allt aðra stefnu í umfjöllun sinni um band- ið. Það sem helst greinir á milli er túlkun á stöðu og hlutverki umboðs- mannsins Malcolms McLaren í þróun og ímynd bandsins. Í Rokksvindlinu er látið í veðri vaka að McLaren hafi markvisst skapað og mótað ímynd hljómsveitarinnar. The Filth and the Fury lítur á sögu hljómsveitarinnar mun einlægari augum og reynir að draga fram upphaflegu hugsjónina í pönkbylgjunni og staðsetja rætur hljómsveitarinnar í sögulegu og hug- myndalegu samhengi hins stéttskipta Bretlands áttunda áratugarins. Þessi einlæga nálgun myndarinnar er vel unnin og sterk, enda er myndin öll hin áhugaverðasta að horfa á. MYNDBÖND Um pönk- ið og ræt- ur þess Heiða Jóhannsdótt ir TÓNLIST Lee Hazlewood er mörgum kunnug án þess að þeir endi- lega viti af því. Til dæmis samdi hann og söng „These Boots Were Made for Walking“ með Nancy Sinatra 1966. Nú hefur Smells Like Records-út- gáfufyrirtækið tekið tónlist þessa ein- stæða listamanns upp á sína arma og komið henni á geisladiska. Ein þeirra platna er þessi dásamlega fyrrver- andi metsöluplata í Svíþjóð með tón- listinni úr sjónvarpsþáttaröðinni Cowboy in Sweden, sem Lee lék í undir leikstjórn Torbjörns Axelmans árið 1970. Áður höfðu þeir Torbjörn og Lee slegið í gegn í Skandinavíu með Love and Other Crimes, þátta- röð sem nefnd var eftir einni af plöt- um Hazelwoods og í framhaldinu áttu þeir gæfuríkt samstarf til margra ára. Í þáttaröðinni Cowboy in Sweden var Lee í sínu uppáhaldshlutverki, einmana kúreki (í Svíþjóð!). Konur og ástarsorg eru oft yrkisefni Hazle- woods, eins og ljúfsár tónninn ber greinileg merki, en ólánssögur með smellinni kaldhæðni og raunsæi, sem og ýmis ádeila, hafa verið áberandi í textagerð hans. Þessi plata er góð byrjun ef fólk vill kynnast Lee betur því um er að ræða listagóðan Hazle- wood-bræðing úr ,,kúrekarambli“, ,,rokkabillí-takti“, þjóðlagasveiflu og sinfónísku hægindapoppi (easy list- ening). Myrkur undirtónninn í text- um Hazlewoods og áherslulaus söng- urinn gefur svo herlegheitunum mjög sannfærandi og afslappaðan blæ. Lee er tónlistarmaður með algjöra sér- stöðu. Lagasmíðarnar eru melódískar án þess að vera endilega fyrirsjáan- legar og útsetningarnar einkennast af yndislegum smáatriðum sem veita sjaldgæfa fyllingu. Stundum koma fyrir fáránlegir frasar í textunum eins og í dúettinum „Leather and Lace“: ,,The leather was hot, the lace it was not“ (leðrið var heitt en reimin ekki), en hann er nógu mikill snillingur til að það gangi upp! Nina Lizell, sem syngur m.a. með honum í þessu lagi, er með alveg ótrúlega líka rödd og Nancy Sinatra, en sænskur hreimurinn og öðruvísi sjarmi skilja þær að. Nina syngur einnig lokalagið á plötunni, sem ætti að vera flestum Íslendingum kunn- ugt, sænska sorgarlagið „Vem kan segla“, ásamt Lee sem talar inná ljóð- ið í enskri þýðingu sinni. Ég er svolít- ið á báðum áttum um hvernig ber að leggja mat á það númer. Suzi Jane Hokom syngur einnig eitt lag. Þessar himnesku kvenraddir ljá plötunni visst fjaðurmagn sem er ágætis mót- vægi við söng Lees sjálfs og gera hana þannig aðgengilegri en um leið meira krassandi, sérstaklega í dúett- unum. Að mínu mati er Cowboy in Swed- en hin fullkomna lausn ef þörf er á ferskum vindum í heimagræjurnar. Þess utan leyfi ég mér óhikað að mæla með henni við alla víðsýna unn- endur tónlistar. Leðrið var heitt en reimarnar ekki Tónlist úr sjónvarpsþáttunum Cowboy in Sweden samin og flutt af Lee Hazlewood. Smells Like Records gaf út 1998. Ólöf Helga Einarsdótt ir FORVITNILEG TÓNLIST FÆREYINGAFÉLAGIÐ á Íslandi efndi til árlegrar rastkjötveislu á dögunum. Við það tilefni koma saman Færeyingar á öllum aldri búsettir hér á landi, eta, drekka og stíga dans. Rastkjöt er sérfæreyskt fyr- irbrigði en það er nokkurs konar sigið kjöt sem sver sig á einhvern hátt í ætt við signa fiskinn okkar. Að af- loknu borðhaldi er jafnan boðið upp á alfæreysk skemmtiatriði en meðal þess sem boðið var upp á í ár var tónlistarflutningur færeyskra ungmenna sem bú- sett eru hér á landi í því skyni að leggja stund á tónlist- arnám. Með þeim söng hin 11 ára barnastjarna Brand- ur Enni sem kom gagngert frá Færeyjum til að taka þátt í skemmtuninni. Að lokum var síðan vitanlega stig- inn færeyskur dans, siður sem ávallt vekur lukku og fær viðstadda til þess að sleppa ærlega fram af sér beislinu. Morgunblaðið/Sigga Það er jafnan rífandi þátttaka í færeyska dansinum í rastkjötveislunum og engin undantekning þar á nú. Unga fólkið tók lagið fyrir veislugesti. Frá vinstri: Angelika Nilsen, Brandur Enni, Arnfrid Lütze, Trándur Enni (bróðir Brands) og Rúni Eysturlið. Heiðursfélagar í Færeyingafélaginu á Íslandi. Frá vinstri: Rögnvaldur Larsen, Fransiska Petrína Jón- son, Maria Hansen og stofnfélagarnir Hanna Sig- urgeirsson og María Friðbergsson. Færeysk rastkjötveisla Þumalína, Pósthússtræti 13 Meðgöngufatnaður til hvunndags og spari. Póstsendum. alltaf á fimmtudögum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.