Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Stefanía Þor-steinsdóttir
fæddist á Syðri-
Brekkum á Langa-
nesi hinn 21. júní
1907. Hún lést á dval-
arheimilinu Seljahlíð
í Reykjavík hinn 19.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Þorsteinn Gutt-
ormur Einarsson,
bóndi á Syðri-Brekk-
um á Langanesi, f. 9.
jan. 1865 í Krossavík
í Vopnafirði, d. 10.
apríl 1941, og kona
hans Halldóra Halldórsdóttir, f. 8.
júlí 1879 í Leirhöfn á Sléttu, d. 18.
okt. 1948.
Stefanía ólst upp fyrstu árin á
Syðri-Brekkum, en sjö ára gömul
fluttist hún til Vopnafjarðar til fóst-
urs hjá frænda sínum, Einari Run-
ólfssyni, póstmeistara á Vopnafirði
og Elínborgu Vigfúsdóttur eigin-
konu hans. Þar ólst hún upp með
frænda sínum, Jóni G. Halldórs-
syni, f. 13.2. 1914, á Höfn í Skeggja-
staðahreppi, d. 17. 10. 1993. Systk-
ini Stefaníu eru: Dýrleif, f. 28.2.
1903, d. 21.1. 1960; Halldór, f. 6.6.
1904, d. 17.5. 1990; Jörgína Þórunn,
f. 29.4. 1910, d. 2. 8. 1936; Jóhanna
Margrét, f. 7. 9. 1912; Snælaug
Fanndal, f. 11.12. 1915, d. 24.4.
1998; Arnfríður, f. 7.11. 1917 og
17.5. 1994. c) Anna Karen, f. 12.2.
1970, sambýlismaður Björn Jóns-
son. Sonur þeirra er Bjarni f. 8.11.
2000. 3) Þorsteinn Metúsalem,
tæknifræðingur, f. 26.2. 1940, d.
26.6. 1969. 4) Sigríður Margrét, f.
9.11. 1944, bankastarfsmaður, maki
Finnbogi H. Alexandersson. Börn
þeirra eru a) Þorsteinn Örn, f. 3.1.
1971, sambýliskona Hafdís Guð-
mundsdóttir. Dóttir þeirra er Klara
Malín, f. 16.2. 1997. b) Björg, f. 11.5.
1977, sambýlismaður Ástmundur
Níelsson. c) Hildur, f. 17.12. 1979. 5)
Stefán Már, f. 23.5. 1949, starfs-
mannastjóri. Sonur hans og Guð-
nýjar Pálsdóttur er Halldór Már, f.
12.7. 1972, maki Maria José Boira.
Sonur þeirra er Stefan, f. 3.8. 2000.
Maki Þórunn Traustadóttir. Börn
þeirra eru a) Lilja Björk, f. 28.7.
1977, sambýlismaður Francois
Thierry-Mieg, b) Árni Freyr, f. 3.8.
1980 og Trausti, f. 20.1. 1985.
Stefanía og Halldór bjuggu fyrst
við Ránargötu í Reykjavík, en
fluttu svo að Hömrum við Suður-
landsbraut og síðar að Drápuhlíð
33 í Reykjavík. Stefanía var hús-
móðir á búskaparárum þeirra Hall-
dórs en eftir að hún varð ekkja
starfaði hún lengi sem gæslukona á
Þjóðminjasafninu. Hún tók virkan
þátt í félagsstarfi hjá félagi aust-
firskra kvenna í Reykjavík og í
kvenfélagi Háteigssóknar. Hún bjó
síðar við Kleppsveg og Asparfell í
Reykjavík áður en hún fluttist á
dvalarheimilið Seljahlíð við Hjalla-
sel í Reykjavík.
Útför Stefaníu fer fram frá Selja-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Kristján, f. 29.5. 1921,
d. 4.7. 1991.
Stefanía giftist 6.
október 1934 Halldóri
Halldórssyni, fulltrúa
hjá Brunabótafélagi
Íslands, f. 19. 4. 1907 á
Seyðisfirði, d. 15. 6.
1957. Foreldrar hans
voru Halldór Stefáns-
son, bóndi, alþingis-
maður og fram-
kvæmdastjóri Trygg-
ingarstofnunar rík-
isins og síðar Bruna-
bótafélags Íslands, f.
26.5. 1877 á Desjar-
mýri, Borgarfirði eystra, d. 1.4.
1971 og kona hans Björg Halldórs-
dóttir frá Skriðuklaustri, f. 25.5.
1881, d. 13.10. 1921. Börn Stefaníu
og Halldórs eru: 1) Halldór Einar, f.
1.4. 1937, fyrrv. bankaútibússtjóri,
maki Elísabet Jónsdóttir. Þau
skildu. Dóttir þeirra er Halldóra f.
7.5. 1972, maki Vignir Freyr
Ágústsson. Börn þeirra eru Alex-
andra, f. 7.6. 1991 og Vignir Freyr,
f. 6.1. 2001. 2) Sólveig Björg, f. 26.6.
1938, starfsmaður hjá Delta, maki
Jörgen F. Ólason. Börn þeirra eru
a) Stefanía, f. 15.5. 1962, maki Ein-
ar Einarsson. Börn þeirra eru Alex-
ander, f. 28.4. 1992, og Ríkarður, f.
19.2. 1994. b) Halldór Jörgen, f.
25.4. 1964, maki Katrín Guðmunds-
dóttir. Dóttir þeirra er Dorothea, f.
Núna þegar komið er að kveðju-
stundinni finn ég mig knúna til þess
að setja nokkur fátækleg orð á blað í
minningu áskærrar tengdamóður
minnar. Mér er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast þess-
ari yndislegu konu og notið þess að
vera í fjölskyldu hennar. Ég hefði
ekki getað óskað mér betri tengda-
móður. Hana prýddi allt það besta
sem við getum óskað okkur. Hún var
hlý, góð, umhyggjusöm, gáfuð og fal-
leg. Og ég verð alltaf ákaflega stolt
þegar ég segi við börnin mín: „Þetta
hefur þú frá ömmu Stefaníu.“ Ég vil
þakka henni allar skemmtilegar sam-
verustundir, öll ljóðin og sögurnar
sem hún sagði okkur, ættfræðina sem
hún reyndi að kenna okkur. Lífsspek-
ina og stillinguna. Takk, elsku Stef-
anía.
Þórunn.
Ef þú velur þér vorið til fylgdar
og vorið er sál þinni skylt
og vitirðu hvað þú vilt,
þér treginn lækkar og trúin stækkar
og himinninn hækkar.
(Guðm. Kamban.)
Stefanía mágkona mín er látin. Ég
sakna hennar mikið. Mig langar að
minnast hennar með nokkrum orðum.
Ekkert er eðlilegra en að kona, sem
orðin er 93 ára, kveðji. Þannig lýkur
ævi okkar allra. Stefanía gat ekki orð-
ið eilíf, nema í minningum okkar, sem
áttum því láni að fagna að eiga sam-
fylgd hennar. Minning hennar mun
verða ljós í lífi okkar.
Við lát Stefaníu mágkonu minnar
er brostinn síðasti hlekkurinn af
fyrsta ættlið hálfsystkina minna og
maka þeirra. Ég sem yngsta barn föð-
ur míns hef ætíð notið góðs af hálf-
systkinum mínum og þeirra fjölskyld-
um, ekki síst Stefaníu. Þær eru
margar og bjartar, minningar mínar
um Stefaníu, þær hafa sótt á mig und-
anfarna viku og veitt mér gleði í
amstri hins daglega lífs.
Það er stundum komist svo að orði
á hátíðar- og alvörustundum, að
happasælasti dagurinn í lífi þessa og
hins sé brúðkaupsdagurinn. Það má
segja svo, að giftingardagur þeirra
Halldórs hálfbróður míns og Stefaníu
hafi verið einn sá gifturíkasti í mínu
lífi, því að þá tengdist Stefanía lífi
mínu.
Síðan eru liðin rúm 60 ár. Fyrstu
kynni okkar man ég ekki, en Stefanía
hefir oft sagt mér að meðan þau Hall-
dór voru barnlaus hafi hún fengið mig
lánaða til að státa sig af. Ekki finnst
mér það nú miklu af að státa, en ég er
jafnsannfærð um, að það hafi verið
hennar sannfæring. Ég var því nokk-
urs konar frumburður hennar.
Þau Stefanía og Halldór báru síðan
gæfu til að eignast sjálf 5 vel gerð
börn og þurftu svo sannarlega ekki að
fá lánsbörn til að státa sig af.
Fjölskyldan stækkaði síðan með
tengdabörnum og barnabörnum og
nú eru barnabarnabörnin farin að
prýða hópinn.
Ég man Stefaníu fyrst, þegar við
bjuggum saman á Hömrum. Ég held
að ég hafi ekki alltaf verið henni til
ánægju þá. Ég man mig sitjandi í stig-
anum að reyna að ná höggstað á
frændsystkinum mínum, þeim Hall-
dóri og Sólveigu, með því að stríða
þeim á rauða hárinu, sem Stefanía var
svo hreykin af. Ég fikraði mig upp
stigann þrep fyrir þrep og sótti í mig
veðrið, þangað til þolinmæði hennar
að lokum þraut og hún setti ofan í við
mig og rak mig niður til míns heima.
Við vitum jú að mæður verja ungana
sína. Þetta er í eina skiptið, sem ég
minnist, að Stefanía hafi sagt við mig
styggðaryrði.
En það var ekki tilefni vinslita. Ég
á nú þrjú rauðhærð barnabörn og er
stolt af þeim.
Minnisstæð eru landsímaviðtölin
milli hæða. Ýmist var kallað af efri
hæðinni „landíminn“ þó að enginn
væri síminn á þeirri hæðinni þá, eða
sama kall barst frá neðri hæðinni. Í
þann tíma voru landsímaviðtöl ekki
mörg og of mikill munaður að ofnota
þau. Til þess voru þau of dýr. En þessi
landsímaviðtöl milli hæða á Hömrum
voru afar mikilvæg. Alltaf leyfðu þeir
sem boðaðir voru í símann sér þann
munað að nota sér kallið. Og það án
tafar. Landsímtöl höfðu jú forgang:
Þessi boð milli hæða þýddu einfald-
lega að nú væri vinnuhlé og rjúkandi
kaffi biði þeirra sem kallinu var beint
til. Fyrir okkur börnin þýddi það jafn-
vel að sykurmola var stungið ofan í
einhvern kaffibollann, hann látinn
drekka í sig kaffið og síðan var mol-
anum stungið upp í okkur. Þetta var
sælgæti þess tíma. Þetta hlýtur að
hafa verið saklaust, a.m.k. leiddi það
ekki til ótímabærrar kaffidrykkju
okkar barnanna. Ég fór ekki að
drekka kaffi fyrr en á þrítugsaldri.
Síðan þetta var hefir mikið vatn runn-
ið til sjávar og ég efast um að börn í
KATRÍN STEFANÍA
ÞORSTEINSDÓTTIR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
!
! "
#
#$
"
#
$ # %&
#
''(
""))
# *+ )',&"
"!- ( !' (%&
',.
+ ))( *
# /
%
&
!
$011 -'2)!-$
"
'
(
! )'
* '
#(
%& "# ''(
), "# ''( %& 3',&"
-# , -# ,',&"
"-''( -3 4& ',&"
( -" -' , ,/
%
5 $$011 $ )6 78
!
9 /23'9 : '(" :&'
#+
!,
, -
.
' ,
&&
,
!
-
! /01
*
2
- &
,&
" : )''(
" )" ''(
;& " ',&" 4& '+/)" ''(
"6" ',&" 5 '(
59 " )',&"
5 :"'! " )',&"
<' $4& ',&"
") ))4& ',&"/
)
0:
9 / 6"9"- '&"
-"77
!
!1
*
1
$
3'
!4
'
#((
5
,
!2
6,
$$(#++
5) ,&"
!')"0' ''( /
5=$011 5 &"
>)'29
'
(
!-
(
#7
8
,' 9,!
:&
#
#$
3'4& ''( ,, + )',&"
0) 9")''(
:"'" %&")''( :"'! ',&"
")''( )"'( " "))'
6 6 (6 6 6 /