Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 11 REGLUGERÐ um höfundarréttar- gjald á geisladiska er ákaft mótmælt og eykst fjöldi þeirra sem hefur skráð sig á mótmælalista gegn reglu- gerðinni á Netinu hratt. Að morgni mánudags höfðu um 900 manns skráð sig, um klukkan 18 var talan komin upp í 6.500 en sólarhring síðar höfðu 10.166 skráð sig. Reglugerðin hefur í för með sér 60% hækkun á al- gengum óáteknum geisladiskum en á þá hefur verið sett fast 35 króna gjald. Algengt verð á geisladiski sem þessum í tölvuverslunum var 59 krónur en nú kostar slíkur diskur 99 krónur. Samkvæmt nýju reglugerðinni hækka brennarar sem notaðir eru við að brenna efni á geisladiska einnig umtalsvert í verði. Stefán Ingi Guð- mundsson, aðstoðarverslunarstjóri hjá BT í Skeifunni, segir að einn brennari eða skrifari sem verslunin selur hafi hækkað úr um 30 þúsund krónum í 37.000 krónur vegna breyt- inganna eða um 23%. Samkvæmt reglugerðinni skal endurgjaldið 4% af innflutningsverði skrifara en Stef- án segir að samhliða þessum breyt- ingum hafi skrifarar verið settir í annan vöruflokk. „Álagið í þeim vöru- flokki er 25% hærra en áður,“ segir Stefán og bendir á að auka 7% álag bætist við á skrifara frá ákveðnum löndum. Hann segir að umræða um þessa nýju reglugerð, sem tók gildi þann 29. janúar, hafi aukist mjög eftir að fréttir tóku að berast af breytingun- um frá fjölmiðlum. „Margir við- skiptavinir hafa verið að kvarta við mig vegna þessa í dag. Einn við- skiptavinur benti á að miðað við þessa álagningu gætu bókaútgefend- ur allt eins krafist 35 króna gjalds á hvert blað sem ljósritað er í landinu vegna þess að hugsanlegt sé að blaðið sé notað til að ljósrita upp úr bók,“ sagði Stefán. Hugbúnaðarhöfundar óánægðir Hugbúnaðarhöfundar telja sinn hlut skarðan með nýju reglugerðinni og hvetja Samtök íslenskra hugbún- aðarframleiðenda, SÍF, menntamála- ráðuneytið til að endurskoða hana og fella strax úr gildi í núverandi mynd. Samtökin segja gjaldtöku vegna reglugerðarinnar geta numið tugum milljóna árlega sem hugbúnaðarfyr- irtæki þurfi að bera allan kostnað af. Gjaldlagningin sé því „ekkert annað en árás á þessa ungu og vaxandi at- vinnugrein og er með ólíkindum að stjórnvöld skuli láta slíka reglugerð frá sér fara án samráðs við SÍH“, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Einn hugbúnaðarhönnuður, Friðrik Skúlason, hefur skrifað menntamálaráðherra opið bréf þar sem hann lýsir efasemdum um reglu- gerð ráðuneytisins þar sem hann tel- ur hana fela í sér mismunun gagnvart höfundarrétthöfum sem sé háð hug- verkum þeirra. Friðrik segir greiðsl- unum aðeins ráðstafað til höfunda tónlistar, kvikmynda og texta sem sé fluttur opinberlega, höfundar hug- búnaðar sitji hjá en þeir verði engu síður fyrir tjóni vegna afritunar verka sinna og ættu því að fá réttláta hlutdeild í innheimtum gjöldum. „Það ætti að vera sameiginlegt hags- munamál allra höfundarrétthafa að berjast gegn óleyfilegri fjölföldun á þeirra hugverkum, óháð því hvort um er að ræða tónlist, kvikmyndir eða forrit,“ eins og segir í bréfi Friðriks. Áform eru uppi meðal þeirra sem hvað mest eru mótfallnir reglugerð- inni að safnast saman við mennta- málaráðuneytið á föstudag og af- henda Birni Bjarnasyni ráðherra útprentun á undirskriftalistanum. Í samræmi við reglur EES Í maí 2000 voru samþykkt á Al- þingi lög um breytingu á höfundar- lögunum þar sem m.a. kom fram að greiða skuli endurgjald af tækjum sem einkum séu ætluð til upptöku hljóðrita og myndrita hvort heldur sem um ræðir með hliðrænum eða stafrænum hætti. Lögin sem eru undirstaða reglugerðarinnar voru samþykkt samhljóða sl. vor en með aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES- samningnum) skuldbatt Ísland sig til þess að aðlaga löggjöf landsins hinu almenna verndarstigi hugverka í Evrópusambandslöndunum. Í frumvarpinu kom einnig fram að endurskoðunarnefnd höfundarlaga hafi fylgst með þróun alþjóðlegrar höfundarréttarverndar, þar á meðal vegna aukinna möguleika á nýtingu hugverka og listflutnings með staf- rænni tækni. „Er hér einkum átt við samninga Alþjóðahugverkastofnun- arinnar frá árinu 1996, höfundarrétt- arsamning WIPO og grannréttinda- samning WIPO.“ Áköf mótmæli gegn nýju höfundarréttargjaldi á geisladiska 60% verðhækkun í kjöl- far nýrrar reglugerðar NIÐURSTAÐA forvals Ríkiskaupa vegna einkaframkvæmdar á rann- sóknar- og nýsköpunarhúsi við Há- skólann á Akureyri var kunngjörð í gær. Tveir aðilar sóttu um að fá að taka þátt í útboði á verkinu. Íslensk- ir aðalverktakar hf. í samvinnu við ISS Ísland ehf. annars vegar og Nýsir hf. í samstarfi við Ístak hf. hins vegar. Ef í ljós kemur að þessir þátttak- endur uppfylla gerðar kröfur um t.d. fjárhagslegan styrk, tæknilega og/ eða stjórnunarlega getu og um reynslu, verður þeim heimilað að taka þátt í væntanlegu útboði. Páll Grétarsson, verkefnastjóri forvals- ins, telur líklegt að útboðið verði um mánaðamótin mars-apríl. Í verklýsingu í forvalsgögnum stendur m.a.: „Leitað er að aðila til að eiga, fjármagna, hanna, byggja, viðhalda, og reka rannsókna- og ný- sköpunarhús á lóð Háskólans á Ak- ureyri á Sólborg.“ Rannsóknarhúsið má vera 6.000 m2 og mun ef til vill kostar 1,2 milljarða. Arkitektastofan Gláma/Kím lagði fram lögbannsbeiðni vegna þessa forvals að útboði eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær en sýslu- maðurinn í Reykjavík hafnaði henni. Garðar Briem, lögmaður stofunnar, stefnir að því að koma kæru um mál- ið til héraðsdóms fyrir helgina. Nið- urstaða gæti fengist þar innan tveggja mánaða. Á arkitektastofunni hefur heildar- mynd háskólasvæðins verið gerð og lokið er við tvo byggingaráfanga. Í lögbannsbeiðni stofunnar er því haldið fram að lögvarinn höfundar- réttur ná til heildarmyndar svæðis- ins samkvæmt tillögu hennar frá 1996 sem valin var til útfærslu svæð- isins. Útboð á hönnun rannsóknar- hússins mun, að þeirra áliti, valda tjóni á lögvörðum hagsmunum. Í flutningi málsins hjá sýslumanni var þessu svarað af hálfu ríkisins m.a. með því að enginn samningur væri í gildi um hönnun rannsóknar- húss á Akureyri við Glámu/Kím, ekki væri hægt að sýna fram á að ríkið væri skuldbundið til að semja við Glámu/Kím þótt samið hefði verið við stofuna um I og II áfanga, ekki væri hægt að beita höfundarréttin- um á þennan hátt og þess getið að ríkið hefði ekki í hyggju að nota í heimildarleysi hugverk gerðarbeið- anda. Morgunblaðið/Golli Efnt verður til lokaðs útboðs vegna Rannsóknahúss á Akureyri eftir að þátttakendur hafa verið samþykktir hjá Ríkiskaupum. Forval vegna Rannsóknahúss HA Tveir þátttak- endur í útboði VERULEGA dró úr yfirvinnu hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík milli september og október á síðasta ári, að því er kemur fram í yfirliti sem Böðvar Bragason lögreglustjóri hefur sent frá sér. Þar kemur fram að yfirvinna deildarinnar var 3.118 stundir frá miðjum júlí fram í miðjan ágúst, 2.248,5 stundir frá miðjum ágúst til miðs septem- ber og 405 stundir frá miðjum september til miðs október. Í tilkynningu lögreglustjóra segir að vegna umfjöllunar um málefni fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík að undanförnu telji embættið rétt að upplýsa um fjölda yfirvinnustunda á vegum deildarinnar árið 2000. Yfirvinn- an er gerð upp mánaðarlega miðað við 10. hvers mánaðar: Tímabil Yfirvinnustundir 07.12.99-10.01.2000 1.473,1 11.01.00-10.02.00 909,9 11.03.00-10.04.00 943,1 11.04.00-10.05.00 1.106,8 11.05.00-10.06.00 1.130,8 11.06.00-10.07.00 905,6 11.07.00-10.08.00 3.118 11.08.00-10.09.00 2.248,5 11.09.00-10.10.00 405,5 11.10.00-10.11.00 986,4 11.11.00-10.12.00 873. Mjög dró úr yfirvinnu fíkniefna- deildar ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær tilllögu Marðar Árna- sonar um að Einar Bárðarson, höf- undur sigurlagsins í forkeppni Evrovision, ráði því sjálfur á hvaða tungumáli lag hans, Birta, verður sungið í aðalkeppninni í Kaup- mannahöfn í vor. Ráðið samþykkti á sínum tíma tillögu Marðar um að lagið yrði sungið á íslensku en hann sneri við blaðinu eftir að Bandalag íslenskra listamanna taldi að vegið væri að tjáningarfrelsi lagahöfundarins. Kristín Halldórsdóttir greiddi atkvæði gegn því að breyta skil- málum keppninnar á nýjan leik og taldi það hringavitleysu að gera það í miðju kafi. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson sat hjá. Útvarpsráð leyf- ir söng á ensku HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í tveggja mánaða fangelsi. Hann hafði stolið myndbandstæki að verðmæti 18.895 krónur úr verslun í Reykja- vík. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að maðurinn á langan af- brotaferil að baki. Frá árinu 1993 hefur maðurinn hlotið fimm refsidóma, einkum fyrir þjófnað en einnig fyrir ölvun við akstur og eignaspjöll. Tveggja mán- aða fangelsi fyrir þjófnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.