Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. TOLLGÆSLAN og lögreglan á Keflavíkurflugvelli handtóku í gær- morgun tvo flugvirkja sem starfa hjá Flugleiðum vegna smygls á um nokkru magni af hassi til landsins. Fíkniefnið var í tveimur áfengis- flöskum sem komið hafði verið fyrir í þili á bak við flugstjórnarklefa fragt- vélar Flugleiða. Mennirnir voru yf- irheyrðir af lögreglu í gærkvöldi en þá var ekki ljóst hvort lögreglan myndi fara fram á gæsluvarðhald yf- ir þeim. Samkvæmt upplýsingum frá toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli var vélin að koma frá Belgíu en hún lenti á Keflavíkurflugvelli nokkru fyrir klukkan sex í gærmorgun. Um borð í flugvélinni voru tveir flugmenn og einn flugvirki, sem var í leyfi. Gómaður þar sem hann var að fjarlægja fíkniefnin Þegar mennirnir höfðu yfirgefið flugvélina fóru menn frá tollgæsl- unni og lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli ásamt fíkniefnaleitarhundi um borð. Þar komu þeir að manni sem var að fjarlægja poka sem hafði verið komið fyrir í þili aftan við stjórnklefa flugvélarinnar. Maður- inn starfar sem flugvirki hjá Flug- leiðum. Í pokanum voru tvær ógagn- sæjar áfengisflöskur. Flöskurnar voru gegnumlýstar en í þeim fannst hassið. Í framhaldi af því var fíkni- efnadeild og tæknideild lögreglunn- ar í Reykjavík tilkynnt um málið en fíkniefnadeildin sér um rannsókn málsins. Farið var með flugmennina og flugvirkjana til yfirheyrslu í Reykja- vík en flugmönnunum var sleppt stuttu síðar. Flugvélin var kyrrsett og tafðist því brottför hennar um tæplega fjór- ar klukkustundir. Grunur mun hafa leikið á því um nokkra hríð að fíkniefnum væri smyglað til landsins með fragtflug- vélum. Flugvirkjar handteknir vegna fíkniefnasmygls SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing um sölu á rúmum 80% hlut í Björgun hf. og er Haraldur Haralds- son, stjórnarformaður Áburðarverk- smiðjunnar, í forsvari fyrir hópi fjár- festa sem stendur að kaupunum. Haraldur segir að formlega verði ekki gengið frá kaupunum fyrr en að lokinni kostgæfnisathugun sem gert sé ráð fyrir að taki nokkra daga. Að sögn Haralds eru seljendur að meirihluta hins selda hlutafjár erf- ingjar Kristins Guðbrandssonar, stofnanda Björgunar hf., sem lést í september síðastliðnum, auk nokk- urra minni hluthafa. Hann segist ekki geta gefið kaupverðið upp né hverjir standi að kaupunum auk hans að öðru leyti en því að Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björg- unar hf., sé þar á meðal. Hann verði áfram framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Sigurður Helgason segir að engar breytingar séu fyrirhugaðar á rekstri Björgunar hf. með tilkomu nýrra hluthafa. Björgun hf. var stofnað árið 1952. Meginmarkmið fyrirtækisins var í byrjun að bjarga strönduðum skipum við Íslandsstrendur. Með árunum dró úr þörfinni fyrir þessa starfsemi og hafa helstu verksvið fyrirtækisins hin síðari ár verið rekstur sanddælu- skipa, dýpkunarframkvæmdir og malarnám af hafsbotni. Fjárfestar kaupa meirihluta í Björgun hf. BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu Innkaupastofnunar borgarinnar um að í sumar verði ráðist í endurnýjun gatna og gönguleiða í Kvosinni í Reykjavík fyrir um 230 millj- ónir króna. Að tillögu gatnamálastjóra verður samið við Ístak um framkvæmdirnar en gert er ráð fyrir að lokið verði endurbygg- ingu á Ingólfstorgi með endur- gerð nyrsta hluta Aðalstrætis og Hafnarstrætis vestan Veltu- sunds. Þá verður haldið áfram end- urnýjun Austurstrætis og Póst- hússtræti lagfært frá Kirkju- stræti að Hafnarstræti. Valdi sem minnstum óþægindum Gatnamálastjóri leggur til að framkvæmdirnar hefjist nú í mars svo þær valdi sem minnst- um óþægindum fyrir vegfar- endur og fyrirtæki í Kvosinni. Með því er stefnt að því að verki við Ingólfstorg og Aust- urstræti verði að mestu lokið um miðjan júní og í beinu fram- haldi verði ráðist í endurbætur á Pósthússtræti. Miklar endurbætur hafa ver- ið gerðar á Kvosinni síðustu ár. Kvosin í Reykjavík Götur end- urnýjaðar fyrir 230 milljónir TAP Flugleiða og dótturfélaga nam 939 milljónum króna á síðasta ári en árið 1999 nam hagnaður samstæð- unnar 1.515 milljónum króna. For- ráðamenn Flugleiða nefna tvo þætti sem skipta mestu hvað varðar versn- andi afkomu félagsins. Annars vegar versnandi rekstrarafkomu en hins vegar að á fyrra ári varð liðlega tveggja milljarða króna hagnaður af eignasölu en var 131 milljón króna ár- ið 2000. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum hækkaði eldsneytiskostnaður milli ára um 1.600 milljónir króna miðað við jafn mikið flug. Rekja megi um 700 milljóna króna kostnaðar- hækkun til hækkunar dollaragengis gagnvart Evrópumyntum og launa- hækkanir kostuðu félagið um 1.000 milljónir. Samtals er þetta um 3.300 milljóna hækkun rekstrarkostnaðar. Samkvæmt ársreikningi Flugleiða eru áhrif dótturfélaga neikvæð á af- komu móðurfélagsins um tæpar 532 milljónir króna á síðasta ári saman- borið við rúmar 100 milljónir króna árið 1999. Rekstrartekjur Flugleiða námu 35,1 milljarði króna árið 2000 saman- borið við 30,4 milljarða árið á undan. Rekstrargjöldin jukust um rúma 6 milljarða á milli ára, úr 30 milljörðum í 36,2 milljarða árið 2000. Flugleiðir reknar með 939 milljóna tapi í fyrra  Tap/16 ÖSKUDAGURINN er í dag og má búast við því að börn um land allt taki stakkaskiptum af því tilefni. Vegna starfs- dags kennara er frí í öllum skólum í dag en krakkarnir í Vesturbæjarskóla tóku for- skot á sæluna og mættu í ungi maður sem var heldur óárennilegur þar sem hann læddist um í runnunum og minnti helst á þekkt málverk eftir norska listmálarann Edvard Munch. allra kvikinda líki í skólann í gær. Einn þeirra var þessi Morgunblaðið/Ásdís „Ópið“ í runnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.