Morgunblaðið - 28.02.2001, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 33
dag viti hvað kaffimoli er og myndi
þykja lítið til hans koma. Ef vel stóð á
var kaffibollunum hvolft að kaffinu
loknu og síðan spáð í bollann. Ef spáin
var góð var hún drukkin úr bollanum,
því að þá átti hún að rætast. Ég man
spár eins og gleðiglompur, sendibréf,
jafnvel pakka, svo og gesti og fjöl-
menni.
Halldór bróðir minn drukknaði í
júní 1957, þá nýorðinn 50 ára. Stef-
anía varð fimmtug á útfarardegi hans.
Þetta var þungt áfall fyrir fjölskyld-
una. Börnin voru þá öll í heimahúsum.
Stefán, sem er yngstur, aðeins átta
ára gamall. Stefanía efldist við þessa
raun. Hún hélt uppi reisn heimilisins
og samheldni systkinanna var mikil.
Halldór Einar, sem er elstur systk-
inanna varð nokkurs konar heimilis-
faðir og var mömmu sinni mikil stoð
og stytta sem og börnin öll.
Árið 1969 var Stefanía aftur slegin
þungu höggi við ótímabært andlát
Þorsteins sonar hennar, hann hafði þá
nýlokið námi og hafið störf í samræmi
við það. Stefanía stóð af sér þetta áfall
eins og það fyrra.
Stefanía var góðum gáfum gædd
og nýtti þær vel. Menntun hlaut hún
fyrst í barnaskóla og í uppeldi sínu á
heimili fósturforeldranna á Vopna-
firði, þeirra Elínborgar Sólveigar
Vigfúsdóttur og Einars Runólfsson-
ar, síðan einn vetur að Laugum í
Þingeyjarsýslu. Eitt ár var hún við
störf í Danmörku fyrir giftingu þeirra
Halldórs. Hún bjó ætíð að þeirri vist.
Þetta reyndist henni góður grunnur,
sem hún nýtti til hins ýtrasta. Stef-
anía var heimavinnandi húsmóðir þar
til börnin höfðu hlotið sína menntun.
Á fullorðinsárum starfaði hún um
margra ára skeið við gæslu á Þjóð-
minjasafni Íslands. Þar var sannar-
lega réttur maður á réttum stað og
hún naut sín þar meðal þess þjóðar-
arfs sem þar var að finna. Um svipað
leyti gafst henni loksins tími til að
sinna hugðarefnum sínum við hand-
mennt hvers konar og lestur góðra
bóka.
Margt væri hægt að rifja upp og
margs er að minnast eftir löng kynni.
Ég geymi aðrar minningar í þakklát-
um huga. Alltaf hef ég farið fróðari af
hennar fundum, hvort sem spjallað
hefir verið í návígi eða talast við í
síma, minni hennar var einstakt. Ég
get ekki lokið þessum minningabrot-
um mínum um Stefaníu án þess að
þakka þær stundir, sem hún varði við
að skapa alla þá handavinnu sem
prýðir heimili mitt. Ég veit að hún
hefir notið þeirra stunda og ekki talið
þær eftir. Því sælla er að gefa en
þiggja.
Margir hafa undrast og dáð hand-
bragð hennar og smekkvísi. Ég veit
líka, að ég og mínir erum ekki ein um
að njóta afraksturs iðju hennar. Allar
aðrar gjafir hennar voru einnig
valdar af vandvirkni og smekkvísi.
Lækkar lífsdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þeim frið,
gleddu og huggaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésdóttir.)
Ég finn, að þannig var hugur Stef-
aníu við lok langrar ævi. Ég er rík af
arfi þeim sem ég á í sjóði minning-
anna af kynnum mínum af Stefaníu
mágkonu minni.
Ég minnist hennar með gleði og
þakklæti. Hið góða hugarfar hennar
hafði bætandi áhrif á umhverfið.
Gengin er góð kona. Guð geymi hana
og alla ástvini hennar.
Herborg Halldórsdóttir.
Elsku amma Stefanía er dáin. Til-
hugsunin um að fá aldrei aftur að
njóta hinnar hlýju návistar hennar
hér á þessari jörð er svo erfið. En
svona er nú einu sinni lífsins gangur.
Við reynum því að brosa í gegnum
tárin og þakka fyrir hversu dæma-
laust heppin við vorum að fá að hafa
hana ömmu svona lengi hjá okkur. Þó
svo að við hefðum hlegið að henni
þegar hún bað Guð að forða sér frá
því að verða 100 ára, þá var henni
örugglega alvara og nú er hún loksins
komin til afa, Þorsteins og allra hinna
ástvinanna sem hún hefur misst á
sinni löngu lífsleið.
Lífið var svo sannarlega enginn
dans á rósum fyrir hana ömmu en
aldrei heyrðum við frá henni minnstu
stunu eða kvein og þó svo að hún hefði
ekki mikið á milli handanna var hún
ávallt gjafmildust af öllum. Í hvert
skipti sem gesti bar að garði hlóð hún
í þá kræsingum og hafði ætíð áhyggj-
ur af því að þeir fengju ekki nóg. Það
var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá
að fara í hádegismat til ömmu, þar
sem á borðum voru meðal annars allt-
af linsoðin egg og svo ís í eftirmat.
Amma var heill hafsjór af fróðleik.
Hún kunni hundruð vísna og það má
með sanni segja að fáir hafi komist
með tærnar þar sem hún hafði hæl-
ana í þeim efnum. Hún var alla tíð
mikill lestrarhestur, nýtti bókasafns-
kortið sitt til fullnustu og oft á tíðum
skorti hana samt sem áður lesefni.
Hún amma var alltaf mjög áhugasöm
um það sem við barnabörnin tókum
okkur fyrir hendur og lærðum. Hún
var svo dæmalaust stolt af öllu
menntafólkinu í fjölskyldunni, en þeg-
ar öllu er á botninn hvolft voru það
sennilega fæstir sem slógu gáfum
hennar við.
Amma Stefanía var alveg einstök
og yndisleg kona; alltaf svo falleg og
fínleg og vel tilhöfð, meira að segja
nánast hrukkulaus, vel komin á tíræð-
isaldurinn. Við hin sitjum eftir, miklu
fátækari en áður, og yljum okkur við
hlýjar minningarnar; þær sem við
geymum í hjartanu og svo hinar ver-
aldlegu sem hún skildi eftir handa
okkur. Fallega hvíta rúmteppið sem
hún heklaði fyrir okkur yljar okkur
þannig ekki einungis um tærnar,
heldur líka um hjartaræturnar.
Elskulega amma Stefanía skildi
eftir sig fallega slóð hér á jörðinni.
Halldór Már, Lilja Björk
og Árni Freyr.
Kæra amma, mig langar til að
skrifa nokkur orð til að kveðja þig. Á
sunnudaginn fyrir viku spurðu
mamma og pabbi hvort ég vildi koma
og heimsækja þig. Ég sem var frekar
þreyttur eftir erfiðan morgun ákvað
að koma seinna. Ég vissi hins vegar
ekki að þetta yrði síðasta heimsóknin
til þín. Daginn eftir varð ég fyrir
miklu áfalli þegar ég frétti að þú hefð-
ir dáið. Þetta var þó örugglega ekki
stórt áfall fyrir þig þar sem þú varst
orðin gömul og þreytt og færð í stað-
inn að hitta afa. Þrátt fyrir að þú vær-
ir orðin öldruð, varstu ávallt brosandi
þegar ég kom í heimsókn og áttir allt-
af eitthvað gott að drekka eða borða.
Þegar ég var lítill og var í pössun
hjá þér átti ég það til að vera stundum
óþekkur en aldrei misstir þú þolin-
mæðina og varst alltaf góð. Þegar ég
varð eldri man ég eftir þegar við kom-
um á sunnudögum í heimsókn í Asp-
arfellið og fengum hjá þér harðfisk og
soðin egg sem gerast vart betri.
Elsku amma mín, ég mun ávallt
muna eftir þér sem góðri persónu
sem vildi manni alltaf gott.
Trausti.
Við systkinin minnumst ömmu
Stefaníu með mikilli hlýju enda er
vart hægt að hugsa sér góðhjartaðri
manneskju. Það var alltaf gaman að
heimsækja ömmu Stefaníu. Hún tók
ávallt innilega á móti manni með hlýju
faðmlagi og kvaddi í sömu mund. Hún
var mjög gestrisin og átti alltaf nóg af
kökum og öðru sælgæti en afsakaði
samt alltaf hvað lítið væri á boðstól-
um. Þegar við vorum krakkar átti
amma alltaf nóg af alls kyns leikföng-
um og litabókum og undantekningar-
laust var mikið fjör þegar við frænd-
systkinin vorum öll komin saman.
Margar af okkar bestu stundum átt-
um við heima hjá ömmu.
Amma Stefanía var sérstaklega
hógvær og nægjusöm manneskja sem
hugsaði ekki mikið um veraldleg
gæði. Amma var trúrækin kona. Það
var mjög notalegt að gista hjá ömmu,
hún kenndi okkur bænir og söng
barnasálma, sem fyllti mann ró fyrir
svefninn.
Amma var mikill listamaður í sér.
Fyrir utan að prjóna og hekla sótti
hún fundi eldri borgara í Gerðubergi
þar sem hún bjó til fallega muni. Þeg-
ar hún fluttist í Seljahlíð hélt hún
ótrauð áfram og átti leirlistin þá eink-
um hug hennar. Þessa muni gaf hún
síðan fjölskyldu sinni í jóla- og afmæl-
isgjafir. Þessir listmunir prýða nú
heimili okkar og eru góð minnismerki
um listhæfileika hennar. Framan af
tók hún virkan þátt í félagslífinu í
Seljahlíð, m.a. í sýningum á listmun-
um vistmanna og í tískusýningum
sem þar voru haldnar. Hún hafði ætíð
gaman af þessu starfi og sinnti því
eins lengi og kraftar leyfðu.
Amma Stefanía var á 94. aldursári
þegar hún lést. Hin síðustu misseri
var hún tekin að þreytast og fannst að
sinn tími ætti að fara að koma. Það
var hennar ósk að fá að fara með
reisn. Þessa ósk fékk hún uppfyllta
þegar hún sofnaði sínum síðasta
svefni. Fyrir það erum við þakklát.
Við kveðjum þig, elsku amma, með
orðum Davíðs Stefánssonar og þökk-
um um leið fyrir allar stundirnar sem
við áttum með þér.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Þorsteinn Örn Finnbogason,
Björg Finnbogadóttir,
Hildur Finnbogadóttir.
Nú er hún farin frá okkur. Ævin til
enda gengin. Þá er ekki annað að gera
en lygna aftur augum og hugsa til alls
þess sem Stefanía færði okkur fallegt
í lífinu. Það var svo margt. Gáfuð,
gjafmild, háttprúð og væn. Söngelsk
og allra manna flinkust að muna og
fara með lausavísur. Auk þess ól hún
svo væn börn í þennan heim, sem
leiddi til þess að við fengum að njóta
þeirrar gæfu að kynnast Stefaníu.
Takk fyrir góða samfylgd.
Gréta, Trausti,
Sesselja og börn.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
%
!
4>:1
3 )
9 - ' "
!0&
#
#((
5
, !
!
8
)
,&
!0&
;
&
!
4&2 : ',&"
1 " 9 "6 '( 5)":"' " "6 '(
4&2 ?"6 '(
5)":"'" ''( ,! 4& ',&"
4&2 ':"'" ''( + 0) 9',&"
")6(:"'" ',&"
:"'" ''( 2"-5"',&"/
8
$4:
$011 !
!')")9-''( - @<, )
)9-',&" ?"
" ''( /
%
<=140
6" #"' "
" ))#
"
! 3',
!0&
'
#((
5
,
!
* 3',&"
(9)'), /
/4$011 ?6 7A
!
!,
3'
!2
!
$
#((
, 6 (6 6 /
;
B5 $
&*
!,
<=>
#
3' ,
5 ))65 ))# ,''( /
040$011 5 6.7C
!
-(D 9"-"
!
?
!@*
/
#7
8
,'
'
#$
<'"5/"-''(
5)"<'"''( 5) "9',&"
"- ,*'<'"''( )! 65 )3 ',&"
<',!'<'"',&" :"' 3''(
12(
2) +
2)
(6 6 /