Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra lagði á ríkisstjórn-
arfundi í gærmorgun fram fimm
frumvörp sem lúta að breytingum á
eignarhaldi ríkisins í viðskiptabönk-
um, rekstrarformi sparisjóða, breyt-
ingum á eftirliti með eigendum
virkra eignarhluta í fjármálafyrir-
tækjum og breyttum reglum um
vexti. Frumvörpin voru samþykkt í
ríkisstjórn og verða þau lögð fyrir
þingflokka stjórnarflokkanna og Al-
þingi. Að sögn Valgerðar er stefnt
að því að frumvörpin verði að lögum
á vorþingi.
Í lagafrumvarpi um Búnaðar-
banka Íslands og Landsbanka Ís-
lands er gert ráð fyrir að viðskipta-
ráðherra fái heimild til að selja allt
hlutafé ríkisins í þessum bönkum en
ríkið á nú um 70% í hvorum banka,
sem gera um þrjá tugi milljarða
króna að markaðsvirði. Viðskipta-
ráðherra segir að sala muni hefjast
á þessu ári og að stefnt sé að því að
henni ljúki að fullu á yfirstandand-
andi kjörtímabili.
Í frétt frá viðskiptaráðuneytinu
kemur fram að lögð verði áhersla á
sölu til almennings og tilboðssölu,
sem sé í samræmi við stefnu rík-
isstjórnarinnar. Þá verði kannaður
áhugi kjölfestufjárfesta á kaupum á
stórum hluta í bönkunum, sérstak-
lega erlendra fjármálafyrirtækja.
Viðskiptaráðherra segist ekkert úti-
loka þegar kemur að eignarhlut er-
lends aðila í bönkunum en við val á
slíkum fjárfesti verði tekið mið af
verklagsreglum um einkavæðingu.
Hlutverk Fjármála-
eftirlitsins aukið
Samhliða frumvarpi um sölu á
hlut ríkisins í Búnaðarbanka og
Landsbanka er lagt fram frumvarp
um aukið eftirlit Fjármálaeftirlits-
ins (FME) með eigendum virkra
eignarhluta í lánastofnunum, fyrir-
tækjum í verðbréfaþjónustu og vá-
tryggingarfélögum, en með virkum
eignarhluta er átt við stærri hlut en
sem nemur 10%. Framkvæmd þessa
verður með þeim hætti að hyggist
einstaklingur eða lögaðili eignast
hlut sem er umfram 10% í fjármála-
fyrirtæki ber honum fyrirfram að
sækja um leyfi til þess til FME. Í
framhaldi af því verður lagt mat á
umsóknir og tekin afstaða til þess
hvort viðkomandi sé hæfur til að
fara með eignarhaldið og er í því
sambandi litið til heilbrigðs og
trausts rekstrar viðkomandi fyrir-
tækis. Auk sérstakrar heimildar til
að fara yfir 10% mörk mun FME
hafa viðvarandi eftirlit með hæfi
umsækjenda og kalla eftir upplýs-
ingum þegar ástæða þykir til. Þá er
í frumvarpinu ákvæði um að fari
hluthafi þannig með hlut sinn eða sé
í þannig stöðu að það skaði heil-
brigðan og traustan rekstur getur
FME gripið til þess úrræðis að fella
niður atkvæðisrétt viðkomandi eða
lagt fyrir fyrirtækið að grípa til sér-
stakra ráðstafana, þar með talið að
boða til hluthafafundar.
Viðskiptaráðherra segir að þessar
reglur eigi að draga úr hættunni á
að stórir hluthafar í fjármálafyrir-
tækjum hafi skaðleg áhrif á rekstur
þeirra og þar með fjármálamark-
aðinn allan. Tilgangurinn sé meðal
annars að gæta þess að enginn geti
nýtt sér aðstöðu sína til að fá óeðli-
lega fyrirgreiðslu hjá þeirri lán-
astofnun sem hann á stóran hlut í.
Ekki talið fært að setja reglu
um hámarkshlutdeild í banka
Í viðskiptaráðuneytinu voru
kannaðir fleiri kostir til að tak-
marka hugsanleg óæskileg áhrif
stórra hluthafa fjármálafyrirtækja
en sá sem lagður er til í frumvarp-
inu. Litið var til þess hvernig farið
hefur verið að erlendis og þar hefur
eftirlit yfirleitt verið látið nægja, að
því er fram kemur í frétt frá ráðu-
neytinu. Sú leið að setja reglu um
hámarksstærð eignarhlutar eða at-
kvæðisréttar hefur verið nokkuð til
umræðu, en að sögn viðskiptaráð-
herra leiddi könnun ráðuneytisins í
ljós alvarlega galla á þeirri leið.
Samkeppnisstaða íslenskra fyrir-
tækja gagnvart erlendum yrði
skert, þar sem hin erlendu þyrftu
ekki að hlíta slíkri reglu þótt þau
byðu þjónustu hér á landi. Með
þessari leið yrðu möguleikar fjár-
málafyrirtækja til að hagræða í
rekstri sínum með samruna tak-
markaðir. Hún myndi draga úr að-
gangi fjármálafyrirtækja að rekstr-
arfé, því færa megi rök fyrir því að
hún lækki markaðsvirði fyrirtækj-
anna. Loks hafi Eftirlitsstofnun
EFTA lýst þeirri skoðun sinni að
slík takmörkun færi í bága við EES-
samninginn um skyldu aðildarríkja
til að tryggja frjálst flæði fjár-
magns. Af framangreindum ástæð-
um taldi ráðuneytið að takmörkun á
stærð einstakra hluthafa kæmi ekki
til álita.
Þær auknu skyldur sem með
frumvarpinu eru lagðar á herðar
FME munu að öllum líkindum hafa
aukið mannahald og aukinn kostnað
í för með sér, en ekki liggur fyrir
hversu mikill sá kostnaðarauki verð-
ur.
Sparisjóðir fá heimild til að
breyta sér í hlutafélög
Eitt frumvarpa viðskiptaráðherra
mun, verði það að lögum, veita
starfandi sparisjóðum heimild til að
breyta rekstrarformi sínu í hluta-
félag. Stofnfjáreigendur munu fá
hlutafé sem nemur stofnfé sínu en
sá hluti eigin fjár sparisjóðs sem
ekki rennur til stofnfjáreigenda
verður eign sérstrakrar sjálfseign-
arstofnunar. Stofnfjáreigendurnir
munu kjósa stjórn sjálfseignarstofn-
unarinnar og mun hún hafa þann
megintilgang að stuðla að viðgangi
og vexti í starfsemi sparisjóðsins.
Stofnfjáreigendur sparisjóða á Ís-
landi eru á fimmta þúsund og er
hlutur þeirra í eigin fé sparisjóða
um 14% að meðaltali. Misjafnt er
hversu hátt hlutfall stofnfé er af eig-
in fé í einstökum sparisjóðum, allt
frá því að vera innan við 1% hjá
nokkrum sjóðum og upp í yfir 100%
í einum sjóði. Að meðaltali á hver
stofnfjáreigandi um 360 þúsund
krónur í stofnfé. Þar sem stofnfjár-
eigendur eiga að meðaltali 14% af
eigin fé sparisjóða koma 86% að
meðaltali í hlut sjálfseignarstofnun-
arinnar sem áður var nefnd.
Líkt og í núgildandi lögum um
sparisjóði er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að einstakur hluthafi geti ekki
farið með meira en 5% af heildar-
atkvæðavægi í sparisjóði, en sú
breyting verður á að í stað þess að
sveitarfélög eða héraðsnefndir til-
nefni tvo stjórnarmenn af fimm í
sparisjóði verður stofnfjáreigendum
heimilt að kjósa alla fimm stjórn-
armenn sjóðsins.
Aukið samningafrelsi um
dráttarvexti
Miklar breytingar eru fyrirhug-
aðar á reglum um ákvarðanir drátt-
arvaxta. Nú ákveður Seðlabanki Ís-
lands einhliða dráttarvexti af öllum
peningakröfum en með frumvarpi
viðskiptaráðherra verður lántakend-
um og lánveitendum heimilt að
semja sín á milli um dráttarvexti.
Þetta gildir að vísu aðeins upp að
vissu marki og þetta gildir ekki um
neytendalán. Aðilar að lánasamningi
geta samkvæmt frumvarpinu annað
hvort samið um fastan hundraðs-
hluta sem vanefndaálag ofan á
ákveðinn grunn dráttarvaxta sem
tekur mið af vöxtum algengra
skammtímalána Seðlabankans til
lánastofnana eða samið um fasta
dráttarvexti. Samkvæmt frétt við-
skiptaráðuneytisins er þessi aðferð í
samræmi við nýlega tilskipun Evr-
ópusambandsins um greiðsludrætti
í verslunarviðskiptum.
Þá er lagt til að vextir af skaða-
bótakröfum sem heyra undir vaxta-
lög verði hækkaðir frá því sem nú
gildir. Miðað við núverandi vaxta-
stig hefði þessi breyting í för með
sér að vextir af skaðabótakröfum
hækkuðu úr 1,4% í um 9%.
Loks er með frumvarpinu lagt til
að misneytingarákvæði vaxtalaga og
ákvæði um endurgreiðslu á oftekn-
um vöxtum falli að mestu brott,
enda sé lítil þörf fyrir slík ákvæði nú
þegar frelsi í samningum um vexti
hefur fest sig í sessi. Í frétt við-
skiptaráðuneytisins segir að al-
mennt misneytingarákvæði hegn-
ingarlaganna eigi við um samninga
um vexti auk þess sem lög um
samningsgerð, umboð og ógilda lög-
gerninga taki einnig til þessara
samninga.
Viðskiptaráðherra leggur fram frumvörp um viðamiklar breytingar á fjármagnsmarkaði
Morgunblaðið/Golli
Í gær kynnti viðskiptaráðherra meðal annars frumvarp sem heimilar sparisjóðum að breyta rekstrarformi sínu
í hlutafélag. Stofnfjáreigendur fá hlutafé sem nemur stofnfé en afgangur rennur til sjálfseignarstofnunar.
Ríkið hættir
bankarekstri
á þessu
kjörtímabili
Í SKRIFLEGU svari Valgerðar
Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, við spurningum Jóhönnu
Sigurðardóttur alþingismanns, sem
hún sendi frá sér í gær, segir að það
sé ekki í sínum verkahring að skera
úr um hver sé ábyrgur, hafi Búnaðar-
bankinn gerst sekur um brot í ýmsum
málum sem Jóhanna spurði ráð-
herrann um. Búnaðarbanka sé ekki
skylt að veita viðskiptaráðherra upp-
lýsingar um viðskiptamálefni bank-
ans utan hluthafafundar þó að ráð-
herra óski eftir þeim.
Valgerður segir að mörg þeirra
mála sem spurt er um séu í vinnslu
hjá stjórnvöldum án þess að endanleg
úrlausn hafi verið fengin. Þau séu í
lögákveðnum farvegi og það sé ekki
lögbundið hlutverk sitt að rannsaka
þau. Hún hafi því ekki farið fram á
frekari gögn eða stundað rannsókn á
málum sem þegar séu í rannsókn hjá
þar til bærum aðilum. Í því sambandi
beri að hafa í huga að um hlutafélaga-
banka sé að ræða sem er á markaði og
að Búnaðarbanka Íslands sé ekki
skylt að veita ráðherra gögn í sama
mæli og honum er skylt að veita eft-
irlits- og rannsóknaraðilum. Varðandi
fyrirspurn um hvort kaup starfs-
manna Búnaðarbankans á hlutabréf-
um í deCODE árið 1999 hafi gengið til
baka, sem Fjármálaeftirlitið taldi að
ætti að gerast, sagði ráðherra, að í
svari Búnaðarbankans til sín vegna
fyrirspurnarinnar komi fram að
bankinn hafi tilkynnt Fjármálaeftir-
litinu á síðasta ári um afgreiðslu sína
á máli starfsmanna bankans sem
varðaði kaup þeirra á óskráðum
hlutabréfum. Að sögn bankans hafi
honum ekki borist athugasemdir frá
eftirlitinu vegna afgreiðslunnar. Jó-
hanna spurði og að því hvort eðlilega
hafi verið staðið að útboði bankans og
sölu á hlutabréfi í bankanum í árs-
byrjun 2000, hvort ákvæði laga og
reglna um innherjaviðskipti hafi verið
brotin við kaup einstakra starfs-
manna og lífeyrissjóða bankans á
bréfunum, en afkomuviðvörun um að
hagnaður bankans yrði meiri en um
gat í útboðslýsingu hafi verið gefin út
nokkrum dögum eftir að útboði lauk
og höfðu hlutabréf í bankanum hækk-
að um nálægt 20%. Hverjar voru lykt-
ir þess máls? spurði Jóhanna, og hver
hafi borið ábyrgð á hvernig sölu á
hlutabréfum til aðila innan bankans
var hagað.
Málið hjá ríkislögreglustjóra
Segir í svari ráðherra að aukinn
hagnað hafi mátt rekja til gengis-
hagnaðar vegna hlutabréfaeignar og
hafi aukningin verið í samræmi við
efni útboðslýsingar. Í yfirlýsingu
vegna málsins hafi Verðbréfaþing Ís-
lands tekið fram að það tæki gildar
þær skýringar bankans og að það
teldi ekki efni til frekari aðgerða. Fyr-
irkomulag sölunnar hafi verið ákveðið
af framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu í samráði við viðskiptaráðuneyt-
ið og hafi nefndin ekki gert athuga-
semdir við framkvæmd útboðsins og
sölu á hlutabréfum.
Þá spurði Jóhanna hver væri staða
mála nú varðandi eignarhluta Búnað-
arbankans í Pharmaco hf. en Fjár-
málaeftirlitið hafi sent ríkislögreglu-
stjóra beiðni um rannsókn vegna
gruns um að bankinn hefði haft inn-
herjaupplýsingar um félagið undir
höndum. Spurði hún hvort ástæða
væri til að ætla að í því tilviki hafi
bankinn brotið ákvæði laga um verð-
bréfaviðskipti. Valgerður Sverris-
dóttir segist ekki hafa haft frekari
fregnir af gangi rannsóknar málsins
og kveðst ekki hafa neina heimild að
lögum til að krefjast þeirra. Þar sem
málið væri enn hjá ríkislögreglustjóra
og ekki lægi fyrir ákvörðun um ákæru
né dómur gengið væri ekkert hægt að
fullyrða um niðurstöðu málsins eða
hvort sekt yrði sönnuð.
Varðandi hvaða lög og reglur
mætti ætla að hafi verið brotin í
tengslum við sölu Búnaðarbankans á
hlutabréfum í Ágæti hf., sem bankinn
eignaðist meirihluta í árið 1999, vísaði
ráðherra til álits samkeppnisráðs og
sagði að ekki kæmi fram í því hvaða
lög og reglur Samkeppnisstofnun
skuli hafa til hliðsjónar við rannsókn á
lögmæti viðskiptanna. Einnig spurði
Jóhanna hvort stjórnendur Búnaðar-
bankans hafi leiðrétt mun sem var á
bifreiðastyrkjum til karla og kvenna
innan bankans í sömu og sambæri-
legum stöðum sem kærunefnd jafn-
réttismála hafi úrskurðað 1998 að
bryti í bága við jafnréttislög. Segir
ráðherra í svari sínu, að þrátt fyrir
ítrekaðar óskir kærunefndar hefði
bankinn ekki getað skýrt muninn á
fullnægjandi hátt en hefði haldið því
fram að þrátt fyrir sama starfsheiti
hafi verið um mismunandi verkefni og
ábyrgðasvið að ræða. Segir ráðherra
að í svari Búnaðarbanka vegna fyr-
irspurnarinnar komi fram að starfs-
menn hans fái bifreiðastyrki eftir því
hvaða störfum þeir gegna. Enginn
greinarmunur sé gerður á kynjum í
því sambandi. Viðskiptaráðuneytið
hafi ekki frekari upplýsingar um mál-
ið.
Viðskiptaráðherra hefur svarað fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur vegna Búnaðarbankans
Ekki í verkahring
ráðherra að úrskurða