Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÚÐVÍK Bergvinsson, Samfylking- unni, var málshefjandi í umræðunni, en auk hans og Sólveigar Péturs- dóttur, dóms- og kirkjumálaráð- herra, tóku fjölmargir þingmenn til máls í umræðunum. Höfðu flestir talsvert til málanna að leggja, svo mjög að forseti, Ísólfur Gylfi Pálma- son, þurfti óspart að beita bjöllunni og minna á tímamörkin. Tókst eng- um þingmanni í umræðunni að ljúka máli sínu innan tímamarkanna. Lúðvík sagði í ræðu sinni að tilefni umræðunnar væri umfjöllun fjöl- miðla undanfarna daga um yfir- vinnubann hjá ávana- og fíkniefna- deild Lögreglunnar í Reykjavík. Í þeirri umfjöllun hefði komið fram að vegna bannsins hafi mál farið for- görðum, auk þess sem ekki hafi reynst mögulegt að sinna beiðnum lögregluembætta utan af landi um aðstoð vegna innflutnings fíkniefna. Vísað til yfirvinnubanns í bréfi Landssambands lögreglumanna Vísaði Lúðvík til þess að Lands- samband lögreglumanna hafi af þessum sökum ritað Sigurði Líndal lagaprófessor bréf 19. október sl., og farið þess á leit að hann svaraði því hver væri réttarstaða lögreglu- manna, sem hafa vitneskju um brotastarfsemi, en sinna ekki rann- sókn máls þar sem fyrir liggi að þeir muni ekki fá greitt sérstaklega fyrir þá vinnu sem þeir leggja í slíkar rannsóknir utan dagvinnutíma. Í umræddu bréfi Landssambands lög- reglumanna komi fram að spurning- in væri borin fram sökum þess að undanfarnar vikur hafi ríkt algert bann við aukavinnu í ávana- og fíkni- efnadeild. Sagði Lúðvík að fullyrðingar um yfirvinnubann hafi einnig komið fram í fjölmiðlum, auk þess sem ein- staka lögreglumenn hafi haldið þessu fram, bæði munnlega og skrif- lega. Hins vegar hafi komið oftar en einu sinni fram í máli Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra að ekkert yfirvinnubann væri í gildi hjá fíkniefnalögreglunni. Það hafi hún gert bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum. „Þessar fullyrðingar vekja því upp spurningar um hvort Alþingi hafi verið í stakk búið til að fjalla um þessi mál, við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 2001, í ljósi þeirra upp- lýsinga sem dómsmálaráð- herra hafði veitt,“ sagði Lúðvík og benti á að þar hefði allt verið sagt vera í himnalagi. „Eftir stendur því spurningin hvort allir aðrir en ráðherrann hafi farið með rangt mál,“ sagði hann enn- fremur. Ráðherra hefur óskað eftir rannsókn Dómsmálaráðherra sagði að til- efni umræðunnar þætti sér afar sér- stakt, svo ekki væri meira sagt. Sagðist hún að sjálfsögðu standa við allar fyrri yfirlýsingar sínar í þessu efni, enda hafi það væntanlega ekki farið framhjá málshefjanda hvaða árangri lögreglan hefur náð. Ráðherra sagðist engar ábending- ar hafa fengið þess efnis að ekki hafi verið unnt að veita löggæslu utan höfuðborgarsvæðisins lögbundna aðstoð í fíkniefnamálum, sem rakin verði til meints fjárskorts lögreglu- stjóraembættis- ins í Reykjavík. Hún vissi heldur engin dæmi þess að sakargögn hafi spillst eða farið forgörðum af sömu ástæð- um. „Ég er orðin langþreytt á um- ræðum um yfir- vinnubann fíkni- efnadeildarinnar í Reykjavík. Það hefur aldrei verið sett yfirvinnubann á deildina og þeir sem halda öðru fram vita einfaldlega ekki um hvað þeir eru að tala,“ sagði hún og vísaði til þess að lítill hópur manna innan fíkniefnadeildarinnar hafi unnið á milli 200 og 300 yfirvinnutíma á mán- uði í nokkra mánuði vegna viðvar- andi eftirlits með grunuðum mönn- um á síðasta ári. Því hafi verið gripið til takmarkana á yfirvinnu í deildinni þegar yfirstjórn hafi þótt það óhætt, en algjörlega sé fráleitt að sett hafi verið á yfirvinnubann, eins og þó hafi verið tönglast á. „Ég hef margoft reynt að leiðrétta þessa síbylju en hef orðið vör við að menn vilji ekki hlusta á það,“ sagði Sólveig. Hún sagðist ennfremur hafa óskað eftir sérstakri rannsókn rík- islögreglustjóra á máli því sem upp kom í Vestmannaeyjum, enda vilji hún fá það upp á borðið ef samskipti lögregluliðanna hafi ekki verið jafn ljós og skilvirk og best verði á kosið. Orðanotkun þingmanna sögð hastarleg Fjölmargir þingmenn tóku einnig til máls. Þingmenn stjórnarandstöðu vísuðu oft til þess að hér væri einnig verið að ræða um fjárhagsvanda lög- reglu og að nauðsynlegt væri að taka á þeim vanda. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði málflutning dómsmálaráðherra mótsagnakennd- an og fór fram á að þau skjöl sem gengið hafi á milli ráðherra og yf- irstjórnar lögreglunnar verði gerð kunn á Alþingi. Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðis- flokki, lýsti yfir undrun sinni á um- ræðunni í ljósi svara dómsmálaráð- herra sem eytt hefðu öllum misskilningi og Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki, tók undir það og sagði orðanotkun sumra þingmanna „hastarlega“. Sagði hann að svo virt- ist sem þingmenn hlustuðu ekki á út- skýringar þegar þær væru fram bornar. Vísaði hann einnig til þess að við afgreiðslu fjárlaga hafi 100 millj- ónum króna verið bætt við áður ákveðið fjármagn í þennan mála- flokk og m.a. lagt í sjóð til að mæta yfirvinnu í erfiðum málum. Sagði hann að ekki hafi verið veitt meira fjármagn til nokkurs málaflokks á síðari árum eins og þessa og ekki veiti af. „Annar hvor aðilinn segir ósatt“ Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, sagði hins vegar að viðbrögð stjórnarliða væru ótrúleg. Ráðist væri að sendiboðanum í stað þess að horfast í augu við vandann. Sagði hann að lögreglumenn hafi borið um fjárskort og Landssam- band lögreglumanna hafi svo tekið af öll tvímæli um yfirvinnubann. „Annar hvor aðilinn segir ósatt, dómsmálaráðherra ellegar lögreglu- menn hér í landinu. Ég trúi hinum síðarnefndu. Ef hæstvirtur ráðherra vill ekki taka til hendinni í þessum málaflokki verða aðrir hæfari að gera það,“ sagði hann. Aðrir sem tóku þátt í umræðunni voru Jónína Bjartmarz, Þuríður Backman, Sverrir Hermannsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Ásta Möller. Umræða utan dagskrár um stöðu fíkniefnalögreglunnar með tilliti til fjárveitinga Ráðherra held- ur fast við fyrri yfirlýsingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra var til andsvara í umræðunni. Þingmenn spöruðu síst stóru orðin þegar fjárveitingar til fíkniefnalögreglunnar voru til umræðu á Alþingi í gær. Hart var þar deilt um hvort yfirvinnubann væri í gildi eða ekki, en dómsmálaráðherra sagði ekkert slíkt bann hafa verið í gildi. 78. fundur. Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 13.30. 1. Framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladóm- stólinn. Atkv.gr. 2. Hjúskaparlög. Atkvgr. 3. Framsal sakamanna. Atkvgr. 4. Rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna. Atkvgr. 5. Stjórnarskipunarlög. Atkvgr. 6. Þingsköp Alþingis. Atkvgr. 7. Hlutafélög. Atkvgr. 8. Kristnihátíðarsjóður. 79. fundur hefst strax að loknum 78. fundi. Fyrirspurnir til forsætisráðherra: 1. Setning reglna um kosningar skv. 26. gr. stjórnarskrár, fsp. frá SJS, 427. mál, þskj. 688. 2. Skipan stjórnarskrárnefndar, fsp. frá SJS, 428. mál, þskj. 689. 3. Sveigjanleg starfslok, fsp. frá ÁRJ, 435. mál, þskj. 698. Fyrirspurnir til heilbrigð- isráðherra: 4. Örorkubætur, fsp. frá ÁRJ, 354. mál, þskj. 521. 5. Málefni heyrnarskertra, fsp. frá ÁMöl, 364. mál, þskj. 567. 6. Biðlistar hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands, fsp. frá SvanJ, 388. mál, þskj. 638. 7. Sálfræði- og geðlæknisþjónusta við fólk í sjálfsvígshugleið- ingum, fsp. frá ÁRJ, 434. mál, þskj. 697. 8. Lífeyristryggingar örorku- og ellilífeyrisþega, fsp. frá ÁRJ, 436. mál, þskj. 699. 9. Forvarnastarf gegn sjálfsvígum, fsp. frá ÁRJ, 437. mál, þskj. 700. 10. Umönnunargreiðslur vegna hjartveikra barna, fsp. frá ÁRJ, 473. mál, þskj. 755. 11. Fjárstuðningur við fjölskyldur langveikra barna, fsp. frá ÁRJ, 474. mál, þskj. 756. Fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra: 12. Innflutningur hvalaafurða, fsp. frá SvanJ, 421. mál, þskj. 682. Fyrirspurnir til samgönguráð- herra: 13. Úthlutun sjónvarpsrása á höf- uðborgarsvæðinu, fsp. frá KPál, 440. mál, þskj. 703. 14. Fjöldi íslenskra kaupskipa, fsp. frá GHall, 451. mál, þskj. 719. Fyrirspurn til iðnaðarráðherra: 15. Flutningur verkefna eða stofn- ana til landsbyggðarinnar, fsp. frá KLM, 463. mál, þskj. 742. Fyrirspurnir til umhverfisráðherra: 16. Lög um vernd og nýtingu erfða- auðlinda, fsp. frá MF, 464. mál, þskj. 743. 17. PCB-mengun í Reykjavík, fsp. frá KF, 469. mál, þskj. 748. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að sjómenn og út- gerðarmenn verði að axla ábyrgð sína varðandi þá kjaradeilu sem nú er uppi og leiðir til verkfalls fiski- skipaflotans 15 mars nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ráðherra svaraði þessu til við fyr- irspurn Steingríms J. Sigfússonar, vinstri grænum. Sagði Steingrímur að þunglega horfði með deiluna og spurðist fyrir um afskipti sjávarút- vegsráðherra af málinu. Árni svaraði því til, að hann hefði átt ótal fundi með deiluaðilum á und- anförnum mánuðum, en deiluefnið væri enn hið sama og verið hefði undanfarin ár. Deilan væri nú í höndum ríkissáttasemjara og þaðan hefði hann upplýsingar nú. Árni taldi ekki skynsamlegt að Alþingi hefði af- skipti af málinu á þessu stigi og sagði að ef vilji deiluaðila stæði til þess hefðu þeir sínar boðleiðir. Deila sjómanna og útgerðar Deilu- aðilar axli ábyrgð TVEIR fulltrúar Samfylkingarinn- ar, þau Sigríður Jóhannesdóttir og Einar Már Sigurðarson, hafa sent forseta Alþingis svohljóðandi bréf: „Forseti Alþingis, Halldór Blön- dal. Á fundi menntamálanefndar í dag fóru undirritaðir fulltrúar Sam- fylkingarinnar í nefndinni fram á eftirfarandi: 1. Að fulltrúi úr menntamálaráðu- neytinu kæmi á fund nefndarinnar til að færa rök fyrir þeirri túlkun menntamálaráðherra á 53. grein grunnskólalaga, að sveitarfélögum væri heimilt að bjóða út kennslu- þátt í grunnskólum, sem fram kom hjá ráðherranum í utandagskrár- umræðum um málefni Áslandsskóla á Alþingi mánudaginn 12. febrúar 2001. 2. Að nefndin fjallaði um túlkun 53. greinar grunnskólalaga á grund- velli 26. greinar þingskaparlaga. 3. Að óskað yrði eftir minnisblaði frá menntamálaráðuneytinu vegna túlkunar á 53. grein grunnskóla- laga. Öllum þessum beiðnum var hafn- að með atkvæðum þriggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar. Undirritaðir fulltrúar í menntamálanefnd fara þess á leit við forseta Alþingis að hann beiti áhrifum sínum til að und- irritaðir geti sinnt þingsskyldum sínum samkvæmt 26. grein þing- skaparlaga. Væntum við þess að nú þegar geri forseti formanni nefnd- arinnar og meirihluta hennar þetta ljóst. Þannig að strax á morgun verði efnt til aukafundar í nefndinni þar sem fjallað verði um ofangreint mál. Einar Már Sigurðarson. Sigríður Jóhannesdóttir.“ Fulltrúar Samfylkingar í menntamálanefnd senda bréf Forseti beðinn að beita sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.